Morgunblaðið - 03.07.1963, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.07.1963, Blaðsíða 15
MiSvikudagur 3. júlí 1963 M O R C V 1S B l 4 Ð I Ð 15 Sumarbústaður Tilboð óskast í sumarbústað við Þingvallavatn í Mið- fellslandi. Veiðiréttur fyrir tvær stangir. Girt lóð. Tilboð er greini nafn, heimilisfang og símanúmer leggist inn á afgreiðslu blaðsins fyrir mánudags- kvöld 8. þ. m. merkt: „Sumarbústaður — 5538“. Útboð Tilboð óskast í smíði glugga og hurða í 15 húsein- ingar í raðhúsahverfi í Ytri-Njarðvík. Tilboðsgagna skal vitjast á teiknistofu minni Hjarðarhaga 26 Reykjavík. Skilafrestur er til föstudagsins 12. júlí kl. 13. Skúli H. Norðdahl, Ark. F.A.I. Heildverzlun í fullum gangi með mjög góð viðskiptasambönd vill gera samning við fjársterkan aðila um hlutdeild í fyrirtækinu gegn verulegu fjármagni. Tilboð sendist afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 7. júlí merkt: „Umboðs- og heildverzlun — 5536“. Herb. óskast H.f. Ofnasmiðjan óskar eftir herbergi handa ungum starfsmanni, helzt í Norðurmýri eða Hlíðunum. Upplýsingar gefnar á skrifstofunni sími 12287. H,F. OFNASMIÐJAN. ÁKVEÐIÐ HEFUR VERIÐ að leigja samkomu- og veitingasali Sjálfstæðishússins með öllu þeim tilheyrandi. — Nánari uppl. veitir Lúðvík Hjálmtýsson í skrifstofu Sjálfstæðishússins daglega kl. 2—3 e.h. Tilboðum sé skilað í skrifstofu Sjálf- stæðishússins fyrir 10, júlí n.k. SJÁLFSTÆÐISHÚSIÐ í REYKJAVÍK. Stúlka Ábyggileg stúlka óskast til afgreiðslustarfa í sér- verzlun, í miðbænum ekkí yngri en 20 ára. — Um- sóknir sendist í pósti merktar: Pósthólf 502, Reykja vík. Stúlka óskast nú þegar til afgreiðslustarfa í húsgagnaverzlun. Trésmiðjan VÍOIR H.F. - Laugavegi 166. Kdpavogsbúar — Kdpavogsbúar Hef opnað aftur Rakarastofuna Neðstuströð 8. TORFI GUÐBJÖRNSSON, rakari. ' Vita- og hafnarmálaskrifstofao óskar eftir að ráða karl eða konu til bókhalds- starfa á meðan sumarleyfi standa yfir — Þeir einir koma til greina, sem hafa æfingu í slíkum störfum. Um framtíðarstarf gæti verið að ræða. Upplýsingar næstu daga frá klukkan 9 — 12. VITA- OG HAFNARMÁLASKRIFSTOFAN. — Ræða Gylfa Framhald af bls. 8. gleymast, að valdið er ekki mæli- kvarði á gildið. Þegar öllu er á botninn hvolft, er það einstakl- ingurinn, sem skiptir máli. Það er satt, sem Halldór Laxness hef- ur sagt, að sannleikurinn er ekki í bókum, og ekki einu sinni í góðum bókum, heldur í mönnum, sem hafa gott hjartalag. Nú fer það vonandi að verða ljósara, hvað ég er að fara. Við íslendingar byggjum eitt yngsta ríki í Evrópu, eitt smæsta ríki veraldar. Við höfum komið því á fót á öld raunhyggju og tækni, tímum stórvelda og þjóðabanda- laga. Hernaðartækni nútímans hefur gert það nauðsynlegt, að við gerðumst aðilar að hernaðar- samtökum við stórveldi. Þróunin í viðskiptamálum mun eflaust einnig gera það nauðsynlegt, að við gerum einhverja samninga við þær stóru viðskiptaheildir, sem virðast tímans tákn. Rás tímans hefur leitt okkur, hina smæstu af öllum smáum, til ná- inna tengsla við ýmsa þá, sem eru okkur margfalt stærri og voldugri. Það hvarflar ekki að mér að segja, að við höfum eitt- hvað að óttast af hendi þeirra. Ég held mér sé líka óhætt að segja, að við séum búnir að vinna bug á þeirri minnimáttarkennd, sem ekki var óeðlilegt, að ásækti okk- ur. En mér finnst við íslending- ar ekki mega loka augunum fyrir því, áð okkur er vandi á höndum í þeirri veröld, sem er og verður á morgun. En sá vandi er ekki vandi okkar einna. Hann er vandi allra smáþjóða. Ef til vill finnum við sárast til hans, af því að við erum smæstir allra. En von okk- — Utan úr heimi Frh. af bls. 12- mörg Afríkuríki hafa lagt í vegna heimsókna brezku kon- ungsfjölskyldunnar. En ákvörð- un fra um að fara hægt í sak- irnar, var skynsamleg, því að skreytingarnar^ sem komið hafði verið fyrir á götum úti, sáust ekki. Hinn gífurlegi mannfjöldi, sem fagnaði Bandaríkjaforseta, ar er hin sama og von^annarra smáþjóða. Og hvað er þá eðli- legra en að okkur séu þau tengsl kærust, sem binda okkur þeim þjóðum, sem eru okkur skyld- astar, virða sömu verðmæti mann lífsins og við, trúa á sömu hug- sjónir og við? Þetta er skýringin á því, að í augum mínum er aðild íslands að norrænni samvinnu ekki aðeins kurteisleg samskipti við frænd- þjóðir. Hún er meira en stefna í utanríkismálum. Hún er meira en tilraun til eflingar sameigin- legra hagsmuna og menningar. Að baki henni liggur ósk um sam stöðu um það mál, sem er eilífð- armál íslenzkrar þjóðar, við- leitni hennar til þess að halda vakandi skilningi á því, að hið minnsta smáblóm megi ekki gleymast í þeim stóra garði nytja jurta, sem nú er lögð áherzla á að skipuleggja með aðstoð nýj- ustu tækni. Það er af því, að mér finnst þeir, sem fjalla um menntun og menningu á Norðurlöndum, vera öllum öðrum líklegri til þess að skilja okkur íslendinga. vanda okkar og vonir, drauma okkar og hagsmuni, að þessi annar fundur norrænna menntamálaráðherra er velkominn til íslands. Ég vona að þessi orð mín séu nægileg skýring á því, sem ég sagði í upphafi, að þegar ég býð ykkur öll hjartanlega velkomin, þá er ég ekki aðeins að gegna ljúfri kurteisisskyldu, heldur einnig að fiytja ykkur kveðju íslenzkrar þjóðar, — í einlægri von um góða samvinnu og vináttu, nú og um alla daga. Höfum til sölu 4ra herbergja íbúðir tilbúnar undir tréverk og máln- ingu. Lögn fyrir sér hitaveitu. Leitið nánari upp- lýsinga hjá undirrituðum. VETTVANGUR Bergstaðastræti 14 Fasteignasala — Skipasala Sími 23962. Eyðijörðin Höfn í Hornavík er til sölu en þar eru sjóbirtingsveiðiárnar: Víðirsá, Torfadalsá, Selá, Gljúfurá og Kýrá auk Hafnaróss, sem er sam- eiginlegt afrennsli ánna. Trjáreki mikill. Landflæmi mikið, grösugt og sléttlent láglendi og grasigrónar fjallahlíðar. Verðtilboð óskast. Nánari upplýsingar gefur: VETTVANGUR Bergstaðastræti 14 Fasteignasala — Skipasala Sími 23962. Skrifstofustart skyggði á þær. Þessi smáþjóð, sem á sér sorglega sögu að baki, fagnaði afkomanda manns, sem flýði sult og seyru. Afkomandi útflytjandans er nú leiðtogi stór- þjóðar, en hann játár trú feðra sinna og gaf sér tíma til þess að heimsækja ættjörð þeirra á mik- ilvægri ferð, sem farin var af stjórnmálalegum ástæðum. Fyrir íra er þetta mikill við- burður og fyllir þá sams konar ánægju og kemur miðaldra manni, sem gengur um regnvot stræti, til þess að brosa í kamp- inn, ýta hattinum aftur á hnakka og greikka sporið. Óskum að ráða stúlku til afgreiðslu og vélritunar í bifreiðadeild vora. Trygging hf. Laugavegi 178. Ibúð Ný glæsileg 4 herb. íbúð til sölu við Bólstaðahlíð. Sér hitaveita. — Tvöfalt gler. — Bílskúrsréttur. Upplýsingar gefur JÓHANN RAGNARSSON, hdl. Vonarstræti 4 — Sími 19085. NÝKOMNIR Karlmanna- sandalar Karlmannaskór með gúmmísóla og götum. Keflavík — Suðurnes SNYRTISKÓLINN heldur námskeið í andlits- og handsnyrtingu í Sjálfstæðishúsinu Keflavík dagana 8. — 11. júlí. — Uppl. og innritanir í snyrtivöru- verzluninni Eddu Keflavík sími 1830. SNYRTISKÓLINN Hverfisgötu 39 — Sími 13475. H afnarfjörður Gæzlukonu eða gæzlumann vantar að verkamanna- skýlinu í Hafnarfirði. — Ennfremur vantar vanan skrifstofumann og skrifstofustúlku til að leysa af í sumarfríum. — Allar nánari uppl. um störf þessi verða gefnar á Bæjarskrifstofunni. Bæjarstjórinn Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.