Morgunblaðið - 03.07.1963, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 3. júlí 19.63
IUORCVISBL'AÐIÐ
13
Foröa veröur S.Þ. frá fjárhagslegu
ongþveiti i
mtíðinni
Ræða Thor Thors sendiherra í
fjármálanefnd S.Þ. 24. júní sl.
Herra formaður.
SENDINEFND íslands hefur enn
.ekki tekið þátt í umræðum hér
í nefndinni, og þar sem við átt-
um ekki sæti í rannsóknarnefnd
hinna 21 ríkja, þá vona ég að
mér leyfist áður en umræðunum
lýkur að skýra nokkur grund-
vallaratriði og helztu staðreyndir
og tölur í sambandi við þetta
erfiða og viðkvæma mál, sem
forstjóri Sameinuðu þjóðanna
hefur kallað eitt hið örlagarík-
asta mál, sem nú blasir við Sam-
einuðu þjóðunum.
Það hefur komið í ljós undan-
farin tvö ár, að fjárhagsástand
Sameinuðu þjóðanna er alvarlegt
og jafnvel á hættulegri braut.
Eins og við öll vitum er þetta
ástand að kenna annars vegar
mjög þungbærum útgjöldum
vegna friðarráðstafana Samein-
uðu þjóðanna í Kongó og nálæg-
um Austurlöndum og hins veg-
ar tregðu, eða jafnvel algerðri
neitun margra ríkja innan Sam.
þjóðanna að taka þátt í útgjöld-
um vegna þessara aðgerða. Und-
ir lok 17. ársþings Sameinuðu
þjóðanna, síðast í desember 1962,
var fjármálaástandið orðið slíkt,
að það vantaði 74 milljónir doll-
ara til að mæta óhjákvæmileg-
um útgjöldum. Vegna þessa út-
lits samþykkti allsherjarþingið
19. desember 1962, ályktun 1854,
þar sem ákveðið var, að rann-
sóknarnefnd hinna 21 ríkja
skyldi starfa áfram að eftirgreind
um atriðum og rannsóknum:
1. Sérstakar reglur til greiðslu
fyrir friðarráðstafanir Samein-
uðu þjóðanna, sem hafa mikil út-
gjöld í för með sér.
2. Hvernig innheimta megi ó-
greidd framlög margra meðlima
ríkja.
Hiinn 20. desember 1962 sam-
þykkti allsherjarþingið ennfrem-
ur ályktun 1866, þar sem ákveðið
var að kalla saman sérstakt auka-
þing S.Þ.
Þetta er ástæðan til þess að
við höfum setið hér á rökstól-
um. Alvara ástandsins sézt ljós-
lega á því, að þetta aukaþing
hefur nú þegar setið í meira en
40 daga.
Áður hafði rannsóknarnefndin
unnið samfleytt í tvo mánuði og
loks kom álit hennar í marzlok
Þar var skýrt frá því, að nefnd-
inni hefði ekki tekizt á þeim
tíma, sem hún hafði til ráðstöf-
unar, að ná samkomulagi um
allsherjar tillögur um greiðslur
fyrir friðarráðstafanir. Þrátt fyr-
ir það hefði nefndin getað gjört
Bér grein fyrir skoðunum ýmissa
ríkja í nefndinni á vissum grund-
vallarreglum, sem ráða ættu um
greiðslur fyrir friðarráðstafanir
í framtíðinni.
Við megum allir vera þakklátir
meðlimum þessarar nefndar og
hinum duglega formanni hennar,
Adebo, foringja frá Nigeríu, fyr
ir hina ýtarlegu tilraun nefndar-
innar til að skýra ástandið út í
yztu æsar og að leitast við að
finna ráð til þess að bjarga Sam.
þjóðunum frá yfirvofandi gjald-
þroti og tryggja framtíð aðgerð-
enna. f raun og veru var um það
«ð ræða að bjarga lífi Samein-
uðu þjóðanna.
Þetta aukaþing hefur nú setið
f nærfellt 6 vikur. Það er leitt
eð þurfa að viðurkenna það, að
þær ræður, sem fluttar hafa ver-
ið hér í fjármálanefndinni, hafa
ekki allar verið til ánægju eða
uppörvunar. Þessar ræður hafa
heldur ekki fært okkur nær því,
sem ætti að vera sameiginlegt
markmið okkar allra, sem sé, að
koma Sameinuðu þjóðunum á
traustan og fastan fjárhagslegan
grundvöll. Til allrar hamingju
hafa, eins og við vitum, samt
sem áður verið tíðir fundir hjá
hinum ýmsu hópum innan Sam-
einuðu þjóðanna, þar sem leitazt
hefur verið við til hins ýtrasta og
með miklum erfiðismunum, að
jafna ágreining allan og koma á
einhverju samkomulagi til að
forða Sameinuðu þjóðunum frá
hruni. Við viljum þakka þeim,
sem staðið hafa fyrir þessum
viðræðum. Það er þeirra verk,
að nú höfum við fundið leið til
þess að komast hjá voðanum —
að minnsta kosti í bili.
íslenzku sendinefndinni er það
ánægjuefni að hafa getað tekið
pátt í nokkrum af þessum við-
ræðum. Sú bráðabirgðalausn,
sem nú er fengin felst í fimm
þingsályktunum, sem við vonum
nú að geta greitt atkvæði um án
frekari tafar. íslenzka sendi-
nefndin fagnar því að vera meðal
flutningsmanna að fjórum af
þessum þingsályktunum og höf-
um við ákveðið að greiða at-
kvæði einnig með fimmtu þings-
álytkuninni.
Þau grundvallarsjónarmið, sem
ráða afstöðu okkar í þessu ör-
lagaríka vandamáli nú á þessu
stigi og varðandi framtíð Sam-
einuðu þjóðanna eru þessi:
í fyrsta lagi, friðarráðstafanii
og útgjöld þeirra vegna eru, að
okkar áliti, sameiginleg skuld-
binding allra meðlimaríkja, sem
falla undir annan lið 17. greinar
sáttmála Sameinuðu þjóðanna
eins og „útgjöld vegna stofnun-
arinnar“, eins og það er orðað
sáttmálanum, og verða þess
vegna að berast af öllum meðlim-
um, samkvæmt niðurjöfnun alls
herjarþingsins.
Hinn 20. júlí 1962, lýsti Al-
þjóðadómstóllinn yfir því áliti,
að útgjöld vegna varnarliðs Sam
þjóðanna í Kongó og í nálægum
Austurlöndum, falli undir þessa
grein og væru því jafn skuld-
bindandi eins og útgjöld sam
kvæmt fjárlögum S.Þ.
Þegar þann vanda ber að hönd
um er erfitt að sjá, hvernig unnt
er að sneiða hjá 19. gr. sáttmál-
ans, sem skilyrðislaust kveður á
um það, að ríki, sem skulda
meira en 2ja ára framlag missi
atkvæðisrétt sinn í allsherjar-
þinginu. Álitsgerð Alþjóðadóm-
stólsins hefur verið staðfest af
me.iri hluta Sameinuðu þjóð-
anna. Það mun þurfa mikla laga-
lega klæki og skeytingarleysi fyr
ir raunveruleikanum og rökvísi
til að sneiða hjá augljósum en
erfiðum staðreyndum. Eins og
nú horfir við, virðist það óhugs-
anlegt að Sameinuðu þjóðirnar
geti haldið áfram starfsemi sinni
nema til komi allsherjarstuðning
ur og fjárframlög frá öllum ríkj-
um innan samtakanna. Það sem
alveg sérstaklega vekur ugg okk-
ar og hryggð er það, að tvö af
stórveldum heimsins, Frakkland
og Sovétríkin, tvö af þeim ríkj-
um, sem stjórna og geta ráðið
samþykktum öryggisráðsins, hafa
hingað til valið þann kost að loka
augunum fyrir hinu hættulega
fjárhagslega ástandi þessarar
stofnunar, sem þessi tvö stór-
veldi áttu einn meginn þáttinn í
Thor Thors
að koma á fót. Það er vitað, að
án ákveðinna óska og sterkrar
og einlægrar viðleitni þessara
tveggja ríkja, hefðu Sameinuðu
þjóðirnar aldrei getað séð dags-
ins ljós. Við verðum einlæglega
að vona, að óður en langt um
líður kjósi allar þjóðir að opna
augu sín fyrir hinni yfirvofandi
hættu lun líf þeirra eigin sköp-
unarverks, og að þær komi þess
vegna stofnuninni til bjargar
með reisn og af rausn.
í öðru lagi, að því er snertir
sjálf framlögin, þá er það skoð-
un íslenzku sendinefndarinnar,
að aðalsjónarmið og markalínan
hljóti að vera getan til að greiða.
Þess vegna ber eitthvert tillit að
taka til gömlu rómversku regl-
unnar ultra posse nemo obligat-
ur, þ. e. að greiðsla og geta verði
að fara saman. Þessar reglur
virðast vera sanngjarnasta leiðin
til að dreifa byrðunum.
Þessi tvö meginatriði eru
greinilega staðfest í aðal tillög-
unni, sem fjallar um friðarráð-
stafanir í framtíðinni.
Aðaltillagan, varðandi núver-
andi friðarráðstafanir og kostnað
inn í Kongó, nær aðeins til tíma-
bilsins frá 1. júlí til 31. des. 1963.
Langar, ýtarlegar og viðsjárverð-
ar samningaumleitanir leiddu
loks til þeirrar málamiðlunar,
sem nú liggur fyrir. Ég óska að
taka það skýrt fram hér, að ríkis-
stjórn íslands væntir þess fast-
lega að öllum hernaðarlegum að-
gerðum í Kongó verði lokið í síð-
asta lagi um n.k. áramót.
Reglurnar, sem ákveðnar hafa
verið til niðurjöfnunar á útgjöld-
unum í Kongó, eru, að okkar
áliti, til orðnar vegna þvingunar
núverandi ástands og það má því
engan veginn líta á þær sem
fordæmi fyrir því, sem verða
skal framvegis. íslenzka ríkis
stjórnin hefur samþykkt að
greiða sinn hluta af þessum út-
gjöldum að fullu án nokkurs af
sláttar, og það jafnvel að við-
bættum okkar hluta af frjálsum
framlögum, sem síðar kunna að
reynast nauðsynleg. Þess er þó
vænzt, að slík frjáls framlög,
sem nú eru hugsuð frá aðeins
fáum tilteknum þjóðum muni,
vegna hagstæðrar þróunar og
væntanlegra frjálsra framlaga
frá sem flestum þjóðum og jafn-
vel frá öðrum aðilum, reynast
mun lægri heldur en talið er lík-
legt á þessu stigi málsins. f allri
hæversku vil ég leyfa mér að
geta þess, að full hlutdeild ís-
lands í þessum sérstöku útgjöld-
um táknar hærra framlag á íbúa
heldur en nokkurt annað ríki
leggur fram, og það jafnvel þótt
hinar ríkustu þjóðir séu með-
taldar. En það er ákveðin ósk
ríkisstjórnar íslands að vilja
leggja fram að fullu okkar litla
hluta. Það hefur alltaf verið
okkur metnaðarmál að vera með-
al hinna allra fyrstu þjóða til
að greiða órlega heildarframlag
okkar til reksturs Sameinuðu
þjóðanna, þar sem við vitum vel
hver lífsnauðsyn það er að við-
halda starfsemi Sameinuðu þjóð-
anna og tilveru, ekki aðeins
vegna smáþjóðanna, heldur
vegna allra þjóða heimsins. Þetta
er svo augljóst mál í þeirri ver-
öld, sem við lifum í nú á dögum,
þar sem friðurinn er allra þjóða
hnoss og ræður örlögum sér-
hverrar þjóðar.
Þessar sömu athugasemdir eiga
jafnt við hvað snertir varnarlið
í nálægum Austurlöndum, því að
þar verður einnig taka tillit til
mismunandi aðstæðna og afkomu
þjóðanna.
Varðandi tillöguna um greiðsl
ur á framlögum, sem fallin eru
í gjalddaga, bæði vegna aðgerð-
ana í Kongó og nálægum Aust-
urlöndum, en þessar vangreiðsl-
ur nema nú um 100 milljónum
dollara, verður að beina hinum
ákveðnustu og alvarlegustu til-
mælum til allra ríkja, sem í van-
skilum standa, að virða skuld-
bindingar sínar. En þess ber
einnig að gæta að bera fram slík
tilmæli á hinn vingjarnlegasta
hátt og með fullum skilningi
aðstæðum hverrar einstakrar
þjóðar. Gleymum því ekki, að
við erum allir þátttakendur
þessu alheims fyrirtæki, sem
stofnað var til að bjarga kom-
andi kynslóðum frá ógnum
styrjaldar. Hver er sá, sem vill
eyðileggja svo göfuga stofnun?
Við vitum það og treystum
því, að forstjóri óameinuðu þjóð-
anna muni, eins og óskað er
þessari tillögu, ráðgast við þær
þjóðir, sem í skuld standa,
þann veg, að þessar þjóðir muni
falla frá greiðslutregðu sinni og
vísa á bug öllum pólitískum og
lagalegum mótbárum. Slíkt
breytt viðhorf mundi verða þess-
um þjóðum sjálfum fyrir beztu,
Það mundi auka öryggið í heim-
inum, draga úr óróanum og þá
um leið skapa þjóðunum aukna
virðingu og vinsemd um allan
heim. Slík afstaða af þeirra hálfu
mundi bera fagran vott um þá
trúmennsku og þann þegnskap,
sem framtíð Sameinuðu þjóðanna
verður að byggjast á.
Við erum eindregið hlynntir
tillögunni um það, að framlengd-
ur verið tíminn til sölu á skulda-
bréfum Sameinuðu þjóðanna
fram til 31. des. 1963. Við vænt-
um að með því náist sú heildar-
upphæð, sem að var stefnt, sem
sé, samtals 200 milljónir dollara.
Að lokum verð ég að segja
þetta, herra formaður, það verð-"
ur að forðast það í framtíðinni,
að Sameinuðu þjóðirnar komist
aftur í jafn alvarlega og hættu-
lega fjárhagslega örðugleika og
nú blasa við. Við álítum þess
vegna að það sé þýðingarmikið,
að í tillögunni er vikið að því að
varast þennan vanda framvegis.
Þetta er mál, sem við í heild get-
um hugleitt fram til næsta árs-
þings. Það má aldrei aftur verða,
að við vitandi vits, tökum upp
hér umræður um það, hvort inn-
an Sameinuðu þjóðanna eigi að
ráða peningalegt neitunarvald að
því er snertir ráðstafanir til
verndar friðnum. Slíkt neitunar-
vald er ekki til. Við skulum
minnast þess, herra formaður, að
það, hvort við borgum eða borg-
um ekki, getur í framtíðinni vel
þýtt það sama og hvört Samein-
uðu þjóðirnar eigi að vera til eða
ekki.
Ef Sameinuðu þjóðirnar eiga
að deyja og Ijós þeirra að dvína
og við þar með að glata helg-
ustu vonum mannkynsins um
frið og öryggi — þá vil ég leyfa
mér að segja, að mér fyndist það
virðulegra að láta samtökin gefa
upp andann vegna einhvers al-
gjörlega ólæknandi sjúkdóms
heldur en að kyrkja þau peninga-
lega. Það yrði hins vegar ekki
varanleg eða sómasamleg tilvera,
sem byggðist á því, að fáeinar
auðugar þjóðir keyptu upp fyrir-
tækið eins og hlutabréf í kaup-
höll viðskiptalífsins, og tækju
reksturinn í sínar eigin hendur.
Það er okkur nú til hugar-
hægðar og við fögnum því, að
bráðabirgðalausn hefur fengizt.
En við megum ekki gleyma því
að sjálf eldvígslan er ókomin, en
hlýtur að bera bráðan að.
Við verðum allir að leitast við
til hins ýtrasta að ná einhverju
grundvallar samkomulagi, er sem
allra flestar þjóðir láta sér lynda
og allar þjóðir hlýða og fram-
fylgja. “•
Ég þakka herra formaður!
r
Arekstur
Akranesi 1. júlí
ÁREKSTUR varð á krossgðk-
um Heiðarbrautar og Merkigerð-
is kl. um 7 síðdegis í dag milli
kennslubifreiðar og fólksbíls.
Konur óku bílunum og báðir
skemmdust þeir, en enginn
meiddist. — Oddur.
ÍUinnisvarði um sr. Sig-
trygg Guðlaugsson og frú
Á SÍÐAST liðnu ári voru lið-
in 100 ár frá fæðingu sr. Sig-
tryggs Guðlaugssonar, stofnanda
Núpsskóla. Af því tilefni hafa
nokkrir nemendur hans haft for-
göngu um, að reistur verði í gróð
urreitnum Skrúð á Núpi minn-
isvarði um hann og konu hans,
frú Hjaltalínu Guðjónsdóttur.
Minnisvarðinn verður afhjúpað-
ur við hátíðlega athöfn sunnu-
daginn 4. ágúst nk.
Með því að gera má ráð fyrir,
að nemendur Núpsskóla, ungir
sem gamlir, og aðrir unnendur
skólans fjölmenni þar við þetta
tækifæri, hefur verið ákveðið
að efna til sameiginlegrar ferðar
þangað vestur frá Reykjavík fyr-
ir þá, er þess kunna að óska, og
verður fjargjaldi mjög í hóf
stillt. Er ráðgert að fara frá
Reykjavík bæði á föstudaginn 2.
ágúst og laugardaginn 3. ágúst,
en suður verður haldið á mánu-
dag 5. ágúst, sem er frídagur
verzlunarmanna. Skólastjóri
Núpsskóla hefur heitið fyrir-
greiðslu með mat og húsaskjól
fyrir samkomugesti.
Þátttöku í förinni vestur þarf
að tilkynna fyrir 10. júlí.
Jón I. Bjarnason, Langholts-.
vegi 131, sími 33406 eða í verzl-
uninni Ciro, sími 19118, Kristján
Brynjólfsson, Gnoðarvogi 48,
sími 37374 og Kristinn Gíslason,
Hofteigi 52, sími 34456 taka við
tilkynningum um þátttöku og
veita nánari upplýsingar.