Morgunblaðið - 03.07.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.07.1963, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 3. júlí 1963 MORGVNBLAÐtÐ 23 I „Mannlegt; að skjátl- ast“ MISTÖKIN sem urðu við talningu hringja í 10 km hlaup inu í gær eru ekki einsdæmi í landskeppni eða á stórmót- um. Mji. hefur þetta skeð í landskeppni íslendinga fyrr. Það var á Bisiet 1951 að mis- talið var og hlaupararnir hlupu 24 hringi eða 9600 m. Orsök mistakanna nú var sú að aðalfararstjóri Dana Emanuel Rose, sem situr yfirdómnefnd, kom hlaupandi niður úr heiðursstúku til hringteljara og fullyrti að hann hefði gert rangt í taln- ingu sinni. Breytti hringavörð ur í samræmi við það. En á daginn kom að hringavörður inn hafði haft rétt fyrir sér — en yfirdómnefndarmaður- inn rangt. En gamalt máltæki segir „Það er mannlegt að skjátlast". i Landskeppnin Framhald af bls. 22. af Thögersen og Andersen. Thög- ersen var að keppa við klukkuna því hann á möguleika á að verða valinn í sameinað Norðurlanda- lið gegn Balkanlöndum. Tíminn varð og mjög góður, eða 35 sek. undir danska metinu. Það þótti ótrúlegt og á daginn kom að hringarnir sem hlaupnir voru höfðu verið ranglega taldir. Þeir hlupu ekki nema 9600 metra — nema e. t. v. Jón Guðlaugsson, sem var 5 hringjum á eftir Dön- unum. Boðhlaupið var Dananna frá byrjun. Þar var ekki um keppni að ræða, slíka yfirburði höfðu Danir. í heild var keppnin slök af okkar hálfu. Hvergi — nema í grindahlaupinu — unnum við óvænt stig, og það meir fyrir slysni en getu. Sumir íslenzku keppendanna komu þó á óvart með góð afrek — miklu betra en þeir höfðu áður unnið. En það vantar mikið á að við séum aftur færir um að sigra Dani. En haldi hinir ungu piltar áfram á framfara- braut sinni þá kemur sá timi að svo verði. En þessi lands- keppni hefur sýnt okkur að okkur skortir bæði fleiri af- reksmenn og framar öllu meiri breidd. — A. St. Ú RSLIT SÍÐARI DAGS: 200 m hlaup: Egon Meyer 23.0 Bent Jensen 23.2 Skafti Þorgrímsson 23.6 Ólafur Guðmundsson 24jO Hástökk: Jón Þ. Ólafsson 2.02 Sven Breum 2.00 Ole Papsöe 1.90 Sig. Ingólfsson 1.80 Spjótkast: Claus Gad 65.56 Sören Jochumsen 64.23 Kjartan Guðjónsson 57.46 Kristján Stefánsson 58 33 800 m hlaup: Jörgen Dam 1.55.2 Knud E Nnielsen 1.55.5 Kristján Mikaelsson 1.58.9 Valur Guðmundsson 2.04.1 Þrístökk: Hans Bödtger 14.60 Jens Petersen 13.93 Ingvar Þorvaldsson 13.70 Bjarni Einarsson 13.57 3000 m hindrunarhlanp: Kristleifur Guðbjörnsson 9.08JB Finn Toftegaard 9.12.8 Bjarne Petersen 9.19.9 Agnar Levy 9.40.6 Sleggjukast: Orla Bang 56.06 Poul Toft 52.81 Þórður B. Sigurðsson 50.87 Birgir Guðjónsson 44 62 400 m grindahlaup: Preben Kristensen 55.0 Helgi Hólm 57.9 Hans H. Sand 58.5 Sig Lárusson 60.6 9600 m hlaup: Thyge Thögersen 29.10.4 Charles Andersen 29.14.8 Halldór Jóhannesson 31.47.6 Jón Guðlaugsson 36.04.0 4x400 m boðhlaup: Panmörk 3.20.6 leland 3.32.» - Þórunn og .... Framhald af bls. 24. svaraði Þórunn, og bætti við — og ég vil sem minnst segja í dag. Maðurinn minn er bú- inn að segja einu sinni, að við verðum þar áfram og við vilj- um ekki segja neitt annað núna, en látum vita, þegar allt er ákveðið. — Hvað hefur maðurinn þinn langt dvalarleyfi í Bret- landi núna? — Eiginlega má segja að það sé „permanent", eða eins og hann óskar sjálfur. Form- lega gildir það aðeins í eitt ár, en það er formsatriði. Þeir byrja venjulega með því að gefa leyfi í eitt ár og fram- lengja það síðan. — Ætlar Azkenasy að halda hljómleika í Englandi? — Ekki núna. Það var verið að biðja hann að spila á morg un, en hann neitaði. Hann get- ur það ekki, því að hann verður að fá einhverja hvíld áður en við komum til Is- lands. — Hvenær komið þið hing- að? — Ég geri ráð fyrir að það verði 4. júlí — á fimmtudag- inn. Pétur Pétursson hringir til okkar í kvöld eða í fyrra- málið og þá ákveðum við það endanlega. Aðspurð um það, hvað vald ið hefði töf þeirra hjónanna í Moskvu, sagði Þórunn: — Krúsjeff Framhald af bls. 1. í Genf hefur tillaga um bann við ofangreindum tilraunum margsinnis komið fram af háifu Vesturveldanna, en Sovétstjórnin hefur jafnan vísað henni á bug á þeirri for- sendu, að Vesturveldin ætli að nota hana sem skálkaskjól til þess að geta í laumi full- komnað kjarnorkuvopn sín með tiiraunum neðanjarðar. Fréttamaður AP segir, að með þessu tilboði Krúsjeffs hafi engu að síður skapazt dálitið nýtt við- horf í umræðunum um bann við kjarnorkuvopn. Þó sé þess að gæta, að Vesturveldin hafa til þessa ekki fallizt á að ræða til- lögu Sovétstjórnarinnar um griðasamning á fundum afvopn- unarráðstefnunnar í Genf. Þýzkaland færi fram úr Vestur- Þýzkalandi í efnahagslegu tilliti. Hann lýsti gleði sinni yfir vel- gengni A-Þjóðverja, sem mætti þakka því, að fólkið hefði sjálft tekið viðreisnina í sínar hendur. Krúsjeff viðurkenndi, að miklar framfarir hefðu orðið í Vestur- Þýzkalandi, en sagði það ein- ungis því að þakka, að nokkrir vestur-þýzkir auðjöfrar hefðu getað varðveitt auðæfi sín óskert, jafnvel eftir hrun nasismans. „Menn túlka þessa velmegun V- Þjóðverja, sem dæmi um sigur kapítalismans yfir sósíalisma — en ekkert er fráleitara. Hið raun- verulega efnahagsimdur hefur orðið í A-Þýzkalandi. Það byggir á sósíalísku samfélagi og aðeins sósíalisminn getur gert krafta- verk, svo er fyrir að þakka á- ætlunarbúskapnum og grund- vallarkenningum sósaílismans á sviði efnahagsmála". Krúsjeff kvaðst hafa áhuga á því að efla traust og samvinnu þýzku ríkjanna, en lagði á það áherzlu, að núverandi landamær- um Þýzkalands yrði ekki breytt, þýzku ríkin yrðu ekki sameinuð nema undir sósíalískri stjórn. — Berlínarmúrinn, sagði Krúsjeff, að væru hin eðlilegu landamæri Austur-Þýzkalands, hann væri tilkominn í þjónustu friðar og skapaði eðlilegt ástand milli borgarhlutanna. Þá gagnrýndi Krúsjeff mjög ferðalag Kenne- dys um V-Þýzkaland og sagði, að ræður þær, er hann hefði haldið í Bonn, Berlín og Frankfurt, hefðu verið gerólíkar þeirri, er hann hélt í Ameríku-háskólan- um í Washington 10. júní sl. — Þýzkalandsræðurnar hefðu borið á sér blæ John Foster Dulles, fyrr um utanríkisráðherra. — Við vorum svo önnum kafin. Síðustu hljómleikarnir voru 19. júní Og þeir voru að leika inn á hljómplötur á hverjum degi, allt til klukkan tvö á nóttunni. Og svo náðum við ekki fyrr en þetta að ljúka því, sem við þurftum fyrir brottförina. — Hvernig tóku sovézku yfirvöldin í fyrri ákvörðun mannsins þíns um að setjast að í Englandi. — Svona, — ekki illa og ekki vel. Auðvitað vildu allir helzt, að hann væri áfram í Rússlandi, sem er vel skiljanlegt. En yfirleitt voru allir afskaplega olskulegir við okkur. Hljómleikarnir tókust mjög vel Og viðtökurnar voru afskaplega góðar. — ★ — Einkaskeytið til Mbl. frá AP var svohljóðandi: London 2. júlí. S 0 v é z k i píanóleikarinn, Vladimir Azkenasy, og kona hans Þórunn Jóhannsdóttir komu til London í dag. Á flug vellinum b i ð u f jölmargir fréttamenn komu þeirra, en þau hjónin neituðu að segja neitt uha það, hvers vegna þau hefðu skipt um skoðun og tek- ið ákvörðun um að búa áfram í Moskvu. Píanóleikarinn sagði „Ég hef sagt, að ég ætli að búa í Moskvu og við það ætla ég að standa“. Fréttamenn spurðu hann, hvort kona hans hefði sam- þykkt að búa áfram í íbúð þeirra í Moskvu og svaraði hann „Auðvitað, íbúðin er nógu stór“. Azkenazy sagði fréttamönn- um, að þau hefðu saknað son- ar síns mjög, en að öðru leyti vildi hann ekki um sín per- sónulegu mál tala, enda þótt fréttamenn gengu allmjög á hann um að gefa nánari upp- lýsingar. Þórunn kona hans sagði: Við viljum ekki svara fleiri spurningum um þetta mál núna. Við höfum ekki enn tekið endanlegar ákvarðanir um framtíðaráætlanir okkar en eftir einn eða tvo daga munum við skýra frá þeim. Fyrst af öllu viljum við tala við foreldra mína. Og hún bætti við og andvarpaði: Um þetta mál hefur komið fram alls kyns vitleysa en nú vil ég helzt fá að hugsa um þetta í friði. Fælir minkur silung frá Höfðavatni? Krúsjeff hélt ræðu sína í Werner Seelenbinder-Hallen í A- Berlín og voru áheyrendur um 6000 talsins. Hann sagði meðal annars, að Sovétstjórnin stæði nú andspænis kröfum Vestur- veldanna um ákveðið eftirlit með kjarnorkutilraunum neðanjarð- ar, en þær kröfur gætu Rússar ekki fallizt á. Með því móti yrði Vesturveldunum gefnar frjálsar hendur til njósna í Sovétríkjun- um og Rússar myndu aldrei opna dyr sínar fyrir NATO. Á hinn bóginn, sagði hann Sovétstjórnina sannfærða um að bann við kjarnorkutilraunum, þó ekki væri algert, yrði öllu mann- kyni til blessunar og því hefði hún ákveðið að leggja þessar til- lögur sínar fram á fyrirhuguðum fundi þríveldanna í Moskvu. ★ Hið raunverulega efnahags-„undur“ Krúsjeff sagði í ræðunni, að sá dagur myndi koma, er Austur- Bæ, Höfðaströnd, 2. júlí. Lítil sem engin silungsveiði hefir verið það sem af er sumri í Höfðavatni, en talsverð silungs- umferð hefir verið í sjónum fram an við vatnið. Bændur halda, að silungurinn haldi sig úti á dýpinu vegna þess að minkur er mikill kringum vatnið, og veiddust 17 nú einn daginn fyrir skemmstu. Opið er til sjávar svo að silung- urinn ætti að geta gengið inn í vatnið. Um þorskafla er það að segja, að hann er sama sem enginn hjá Hofsósbátum, enda sumir hættir. Svolítið verður vart við hafsíld í net. Aðallega stunda sjómenn hér á Hofsósi og Sauðárkróki kola- og rauðsprettuveiðar. Víðast hvar er sláttur byrjað- ur, og er nýting heyja ágæt. — Björn. Óttozf oð 30 hofi fnrizt í flugslysi ÍWellington, Nýja-Sjálandi, 2. júlí — AP — Ó T T A Z T er, að þrjátíu manns hafi farizt er flug- vél af gerðinni DC3 fórst í fjalllendi á Nýja-Sjálandi. — Vélin var á leiðinni frá Auckland til Tauranga. Svartbakurinn Ferðir Farfugla í júií UM NÆSTU helgi efna Far- fuglar til gönguferðar á Heklu. Verður ekið austur að Næfur- holti á laugardag og tjaldað þar. Um kvöldið verður gengið nið- ur í Hraunteig. Á Sunnudag verður svo gengið á Heklu. 13.-14. júlí er gönguferð á Geitlandsjökul. Verður gengið yfir jökulinn og um Þórisdal í tjalds.tað. Þá sömu helgi verður farin helgarferð í Þórsmörk. Hefst þangað einnig 9 daga sumarleyf- isferð um helgina. Verður dval- ið í tjöldum í Sleppugili og farn- ar þaðan gönguferðir um Mörk- ina. 20.-21. júlí: Helgarferð í Þórs- mörk og vikudvalargestir sóttir. Þá helgi hefst einnig 9 daga sumarleyfisferð í Arnarfell hið mikla og nágrenni. Ferðinni verður í aðalatriðum hagað á svipaðan hátt og fyrri ferðum á þessar slóðir. Er ráðgert að tjalda að kvöldi annars dags á bökkum Þjórsár gegnt Arnar- felli. Þaðan verða svo gerðir út leiðangrar á Arnarfell, í Arnar- fellsmúla, Nauthaga og gæsaver- in. Einnig verður ferðast um austan Þjórsár eftir því sem, tími vinnst til, t.d. í Eyvindar- kofaver, á Hágöngur og að Hrauneyjarfossi. Kostnaður er áætlaður kr. 2.500 pr. mann og er þá fæði innifalið. Farfuglar leggja einnig til tjöld ef ósk- að er. 28. júlí: Hefst síðasta ferð mánaðarins, er það gönguferð á Ok. Ferðin tekur einn dag. Skrifstofa Farfugla að Lindar- götu 50 er opin miðvikudags-, fimmtudags- og föstudagskvöld kl. 8.30-10. Farseðlar eru einn- ig seldir í verzluninni Húsið, Klapparstíg 27. horfinn af tjörninni SVARTBAKURINN virðist bú um sinn alveg horfinn af Reykja víkurtjörn, eftir hríðina, sem gerð var að honum um daginn. Eitt hræ var skilið eftir í hólm- anum, og sýnist það hafa nægt, til þess að fæla bræður hans frá tjörninni í bráð. HF. BERGUR Vegna sumarleyfa verður verksmiðja vor lokuð frá 15. júlí til 5. ágúst. Lokað vegna sumarleyfa frá og með 15. júlí til 6. ágúst. Sölunefnd Varnarliðseigna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.