Morgunblaðið - 03.07.1963, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.07.1963, Blaðsíða 22
22 M O R G V N B L Á t> 1 Ð Miðvikudagur 3. Júlí 1963 Danir gersigruðu Íslendinga 135-77 Þeir unnu aftur 8 greinar af 10 og tvöfaldan sigur í 6 þeirra ÍSLAND beið sinn langstærsta ósigur í frjálsíþróttalands- keppni í gær, er Danmörk sigraði í 6. landskeppni þjóðanna með 135 stigum gegn 77. Danirnir unnu síðari daginn með 34 stiga mun og höfðu því 58 stig í heild umfram ísl. liðið. í 5 fyrri landskeppnum þjóðanna — þar sem ísland hefur alltaf unnið — höfðu íslendingar samtals 69 stig umfram Dani. í einni keppni nú vinna Danir því nær upp allt það forskot — og státa að vonum mjög af því. Danirnir unnu aftur í gær 8 sigra af 10 mögulegum. Og þar af voru 6 sigrar þeirra tvöfaldir. ísland vinnur í það heila aðeins 4 sigra af 20 mögulegum og engan tvöfaldan. Danska liðið ber svo af í þessari keppni að samanburð Næstum of mikið — ÞETTA er næstum of mik- ill sigur, sagði Arne Halvor- sen ritari danska íþróttasam- bandsins eftir keppnina. En þessi sigur verður okkur til góðs. Ég veit að hann vekur mikla athygli í Danmörku og það er einmitt orðið tímabært að danskir frjálsíþróttamenn veki á sér athygli. Dönunum fannst kalt og stormasamt á Laugardalsvell- inum í gær og voru undrandi er þeim var sagt að þetta væri með beztu góðviðrisdögunum sem ísl. frjálsíþróttamenn hefðu haft til keppni um langt skeið. Danimir létu mjög vel yfir leikvanginum og öllum aðbún- aði þar. Sögðu sumir að svona völlur væri enn ekki til í Dan- mörku. / „ r Thyge Thögersen á fullri ferð ur kemur ekki til greina við ísl. Aðeins Jón Þ. Ólafsson, Kristleifur Guðbjömsson, Val- bjöm Þorláksson og Úlfar Teitsson gnæfa upp úr og eru reyndar í sérflokki meðal isl. liðsmannanna og skipa sér á bekk með mestu afreksmönn- um Dana. Tvöfaldir sigrar Dana Keppnin í gær var sem sagt nær óslitin sigurganga Dana. í þrem greinum, 200 m hlaupi, 800 m hlaupi og spjótkasti vinna þeir tvöfaldan sigur. 200 m hlaupið var engin kepþni nema milli Dan- anna og tíminn var mjög slakur enda mótvindur nokkur alla leið. Valbjörn, sem meiddist fyrri dag- inn og var ófær til keppni var fjarri góða gamni. í 800 m hlaupinu veitti Krist- ján Mikaelsson Dönunum harða eftirför 700 metra en varð þá að gefa eftir. Kristján á mikinn heiður skilið, því hann var með 39 stiga hita á mánudag en hitalaus í gær og vildi ólmur keppa. Hann náði sínum langbezta tíma og lik- legur til meiri afreka. Danirnir háðu hart stríð á endasprettinum og listamálarinn Dam bar sigur úr býtum. í spjótkastinu náðu Danirnir strax forystu en afrekin eru held - ur slök hjá öllum kösturunum, en þó svipuð og búizt var við og þeir hafa áður náð. Þá kom annar af tveim Ijósu punktunum fyrir fsland, er Krist leifur sigraði í hindrunarhlaupi sem sagt er frá á öðrum stað. Sentimetrastríð Þrístökkið var framan af mjög tvísýnt, og mikið sentimetrastríð. Bödtger tók strax forystu og var allan tímann öruggur' sigurveg- ari. En framan af skiidu 5 senti- metrar hina keppinautana þrjá og allt fram í 5. umferð hafði fs- land 2. og 4. sætið. En þá tókst Petersen að tryggja sér annað sætið. ísl. piltarnir náðu lakari stökkum en þeir hafa báðir ný- lega gert. Þessi grein varð því nokkur vonbrigði fyrir okkar lið. í sleggjukastinu var sömu sögu að segja. Danir tóku forystu strax og voru hinir öruggu sigurvegar- ar og afrek hjá öllum voru lak- ari en þeir hafa áður náð. Frá hástökkinu segir annars- staðar en það yljaði áhorfendum örlítið um hjartaræturnar. 400 m grindahlaupið varð spennandi mjög. Helgi Hólm var mjög ákveðinn og hljóp mjög vel. Hann fylgdi Hans Sand fast eftir og er Sand var nærri dottinn eftir rúma 100 m, fékk Helgi forskot sem nægði til annars sætis. Með Valbirni í þessari grein hefði enn meira unnizt. En það sýndi sig á endasprettinum að það var slysni Sand, sem frek- ar orsakaði að annað sætið féll til Helga en geta hans, sem þó var meiri en reiknað var með og Helgi er líklegur til að ná mun lengra í þessari grein og það þegar í sumar. k Mistök í 10 km hlaupinu 10 km hlaupið var vel útfært Framhald á bls. 23 Bjarne Petersen hefur enn forystu en Kristleifur og Tofte- gaard f> lgja fast á eftir. Kristleifur vann með yfir- burðum eina hlaupasigurinn KRISTLEIFUR vann hug og hjörtu 1500 áhorfenda er hann sigraði glæsilega og með yfir- burðum í 3000 m hindrunar- hlaupinu Þetta er eini sigur ís- lands í 12 hlaupagreinum lands- keppninnar og sannarlega var Kristleifur vel að sigri kominn. Jón Þ. Ólafsson yfir ránni. — Ljósm. Sv. Þ. Jón Þ. fór a\\t í I. st'ókki -vann nœstbezta afrekið JÓN Þ. Ólafsson var örugg- ur sigurvegari í hástökkinu og hann náði bezta afreki, sem íslendingur vann í keppn inni og næst bezta árangri í heild. Hann skorti 1 sm upp á að jafna bezta afrek keppn- innar, kúluvarp Aksel Thor- sager. Jón hóf keppnina á 1.85 m og fór hátt og fallega yíir. Hann fór síðan hverja hæð í 1. tilraun lika 2.02 sem enginn annar réði við. Jón hóf ekki keppnina fyrr en Sig. Ingólfsson hafði lokið henni. Sigurður fór 1.80 í 1. tilraun en réði ekki við 1.85. Ole Papsöe danski methaf- inn fór 1.85 í 2. tilraun og sömuleiðis 1.90 en réði ekki við meira þetta kvöld. Keppnin stóð því milli Jóns og Sven Breum. Breum fór 1.90 í 1. tilraun en 2 metra í annari tilraun og með þvi hafði Jón náð forystunni. Breum fór fallega yfir 2 metrana og í fyrstu tilraun við 2.02 var hann yfir en felldi á niðurleið. Hinar til- raunirnar tvær voru lakar og Jón hafði unnið öruggan sigur. Hann reyndi þrívegis við 2.06 nýtt isl. met en tókst ekki. Honum fannst upp- stökkspunkturinn laus og hef- ur reyndar alltaf kvartað yf- ir því á Laugardalsvellinum. Danirnir tveir komu óþreyttir til leiks, en flestum fannst hinir erfiðu 5000 m sitja í Kristleifi framan af. Danirnir reyndu að halda byrj unarhraða niðri og lét Kristleifur það gott heita fyrstu hringina. En svo leiddist honum þófið og setti upp hraðann. Danir fylgdu þó fast og tóku aftur forystu. Þegar um 300 m voru eftir hóf Kristleifur mikinn endasprett, geystist fram úr Petersen sem gat ekkert svar veitt og var hrein- lega skilinn eftir. Toftegaard veitti hins vegar harða keppni, en varð að láta £ minni pokann því svo mikið átti Kristleifur eftir að á síðustu 150 metrunum vann hann 25—30 m forskot og sigraði glæsilega við gífurleg fagnaðarlæti. Þetta var ágætur tími og sannarlega verðskuldaður sigur. ÍR mótífrjálsum íþróttum FRJÁLSÍÞRÓTTAMÓT ÍR fer fram miðvikudaginn 10. júlí næst komandi á Laugardalsvellinum og hefst kl. 8,15. Keppt verður í eftirtöldum greinum karla: 100 m, 400 m, 800 m, 3000 m, 1000 m boðhlaupi, há- stökki, stangarstökki, kringlu- kasti, sleggjukasti, spjótkasti. — Konur: 80 m grindahl., kringlu- kasti, langstökki og 4x100 m boð- hlaupi. — Sveinar: 100 m hlaup og kúluvarpi. Þátttökutilkynningar sendist til skrifstofu vallarstjóra á Mela- vellinum í síðasta lagi 7. júlú

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.