Morgunblaðið - 31.08.1963, Síða 3
Laugardagur 31. ágúst 1963
MORGUNBLAÐIÐ
3
ÍSKORT það sem fylgir hér
með er gert af Landhelgis-
gaezlunni eftir að flugvél
hennar kom úr ísflugi í fyrra-
kvöl<i. Kortið sýnir hvernig ís-
röndin liggur út af Vestfjörð-
um og tjáði Jón Eyþórs-
son veðurfræðingur blaðinu í
gær að ísröndin væri 42 sjó-
mílur út af Straumnesi og
væri það nær en vanalegt
væri á undanförnum árum á
þessum árstíma.
Hér er um að ræða ísrek,
smáa jaka og íshellur en ein-
staka borgarísjakar eru inn
á milli. Sumstaðar er rekið
mjög gisið eða ekki nema 1/10
Tveir borgarisjakar hafa hér orðið til úr einum. — Ljósm. Garðar Pálsson.
Isinn nær landi en venja
er á þessum árstíma
steinn Stefánsson leiðangurs*
stjóri. Norðmenn taka einnig
þátt í þessum rannsóknum, en
leiðangursskip þeirra er ekki
enn komið hingað til lands.
Gert er ráð fyrir að áætlun
leiðangursins muni eitthvað
breytast vegna íssins.
af yfirborði sjávar þakið ís.
Þess á milli er rúmlega helm
ingur sjávar undir ís og sum-
staðar í jaðri ísbeltisins, sem
skagar suður með Vestfjörð-
um, eru íshellurnar svo þétt-
ar að varla er bil á milli.
ísinn liggur einkennilega þar
sem er mikill skagi suður með
Vestfjörðum en auður sjór
vestan hans.
ísrannsókn þessi er fyrst og
fremst gerð til leiðbeiningar
fyrir fiskirannsóknarleiðang-
ur, sem farinn verður um
næstu helgi norður í haf. Héð-
an frá íslandi fer Ægir og af
íslendinga hálfu verður Unn-
Kortið sýnir ísröndina eins og hún var í fyrradag norður og
vestur af Vestfjórðum.
•' • vo/ ;•
Borgarísjaki, sem isflugsmenn sáu fyrir skemmstu.
iðnsýning
Samvinn-uverksmiðjanna haldin í Rvík
KL. TVÖ á sunnudag verður
opnuð fyrir almenning sýning
á framleiðsluvörum verksmiðja
Sambands íslenzkra samvinnu-
félaga. Sýningin er haldin i hinu
nýja stórhýsi SÍS á Ármúla 3 i
Reykjavík, en þar mun Véladeild
SlS og Samvinnutryggingar hafa
aðsetur í framtíðinni. Sýningin
verður opin frá kl. 2—22 fram eft
ir næstu viku.
Að sýningunni standa verk-
smiðjur SÍS, KEA, K.Á. og
KRON. Undanfarin áratug hafa
slíkar sýningar verið haldnai
nokkrum sinnum á Akureyri, þar
í-
--
” i r/ • •.
— ■ «.-• - / • <
/-?•
" vtr'.r (
— •* MJ29V* " /■"
sem stærstu verksmiðjurnar eru,
en nú þótti rétt að hafa vöru-
sýninguna í þéttbýlasta hluta
landsins og sýna framleiðsluna í
höfuðstaðnum. Auk fyrrgreindra
fyrirtækja sýnir Tilraunadeild
Sjávarafurðadeildar SÍS og
verzlunin Kjöt og grænmeti.
Upphafið að iðnrekstri sam-
vinnufélaganna má rekja til árs-
ins 1923 þegar farið var að afulla
gærur á Akureyri. Upp úr því óx
Skinnaverksmiðjan Iðunn, sem
sútar hverskonar íslenzkar húðir
og skinn, en hefur auk þess
síðan 1935 rekið skóverksmiðju,
sem framleiðir að meðaltali rúm-
lega einn skó á ári á hvern íbúa
landsins.
Árið 1930 keypti Sambandið
Ullarverksmiðjuna Gefjuni á
Akureyri og hefur rekið hana
síðan. Á árunum í kringum 1950
var verksmiðjan endurbyggð, bú-
in nýtízkulegum vélum og stækk-
uð mjög mikið. Framleiðir verk-
smiðjan hvers konar band og
dúka úr íslenzkri og erlendri ull.
Sambandið framleiðir einnig
karlmannaföt bæði á Akureyri
og í Reykjavík. Fataverksmiðj
an Gefjun í Reykjavík var end-
urskipulögð og stækkuð fyrir
tveim árum síðan og er hú rekin
með mjög nýtízkulegum hætti.
Þar hefur m.a. verið komið
fullkomnu ákvæðisfyrirkomu-
lagi.
Síðan 1947 hefur Sambandið
einnig rekið Fataverksmiðjuna
Heklu á Akureyri, en hún er
starfrækt í tveim deildum, ann-
ars vegar prjónadeild, sem fram-
leiðir Heklupeysur og sokka, og
hins vegar saumadeild, sem fram
leiðir hvers konar vinnuföt o. fl.
Fataverksmiðjuna Fífu á Húsa-
vík setti sambandið á stofn árið
1955 til þess að framleiða skyrt-
ur, einkum vinnuskyrtur og
sportskyrtur.
Framh. á bls. 23
SIAKSIEINAR
Greinargerð SH
Fyrir nokkrum dögum birti
Morgunblaðið grein eftir blaða-
fulltrúa Sölumiðstöðvar hrað-.
frystihúsanna. Enda þótt grein
þessi væri „svar“ við ritstjórn-
argrein í Morgunblaðinu taldi
blaðið ástæðulaust annað en
birta hana athugasemdalaust,
enda ekki ofætlun meðalgreind-
um lesanda að greina á milli
staðreynda málsins og hald-
lausra fullyrðinga.
Síðan hafa orðið nokkur
blaðaskrif um málið og skal því
vikið að því nokkrum orðum.
Upphaf þess er það, að
Sölumiðstöðin sendi frá sér álykt
un, þar sem m.a. segir:
„Nú hefur dregið mjög úr inn-
flutningi frá þessum löndum
(jafnvirðiskaupalöndin) og þá
jafnframt úr sölumöguleikum
tU þeirra. Skorar því fundur-
inn á hæstvirta ríkisstjóm fs-
lands, að hún geri einhverjar
þær ráðstafanir, sem tryggi að
útflutningur sjávarafurða tU þess
ara landa aukizt í stað þess að
dragast saman“.
Eins og réttilega er bent á
í þessari ályktun byggist út-
flutningur til jafnvirðiskaupa-
landanna á innflutningsmagni
þaðan. Nú er yfirleitt heimilt
að kaupa hvaða vörur sem er
frá þesum löndum, en bannað
að kaupa flestar þær vöruteg-
undir frá öðrum löndum, sem
eitthvert vit er talið í að kaupa
að austan. Ef yfirleitt á að taka
þessa ályktun Sölumiðstöðvar-
innar alvarlega, þá jafngildir
hún að sjálfsögðu kröfu um það,
að einhvers konar innflutnings-
höftum sé beitt til þess að auka
enn víðskipti við þessi ríki.
Síldarútflutningur
í nefndri grein er löngu máli
varið til að skýra það, hver
nauðsyn tslendingum sé að selja
síldina til Austur-Evrópu, og er
Morgunblaðið í meginefnum
sammála greinarhöfundi um
það, enda eru islenzk yfirvöld
ekki einungis fús til að selja
það síldarmagn þangað, sem
þau nú selja, heldur vildu þau
gjarnan selja meira og beita
þeim innflutningshöftum, sem
nú eru, til þess að koma á
þeirri sölu. Hitt er staðreynd,
að ekki hefur nægilega verið
aðhafzt til að selja aðrar ís-
lenzkar framleiðsluvörur á frjáls
um mörkuðum, sem hagkvæm-
astir eru, þótt það sé góðra
gjalda vert, að Sölumiðstöðin
hefur nú ráðið ungan og dug-
mikinn mann til að leita mark-
aða í Vestur-Evrópu.
„Rök“ blaðafulltrúans
En meginatriði pessa máls er
það, að íslendingar vilja hafa
góð viðskipti við kommúnista-
ríkin eins og önnur lönd. Þeir
hafa meira að segja verið fús-
ir til að láta innflutning þaðan
njóta algerra sérréttinda og
verndar. En íslenzkir neytendur
vilja ekki að lenga sé gengið
í þessu efni en nauðsyn krefur.
Þess vegna ætlast þeir til þess
að reynt sé að selja á frjálsum
mörkuðum það sem unnt er. Og
„rökin“ fyrir kröfunum um auk
in austurviðskipti eru vafasöm. I
grg. S. H. segir t.d.:
„Hvort innkaupamöguleikar
frá Austur-Evrópu hafa verið
kannaðir til hlítar skal látið
ósagt. Það er t.d. mál margra,
að Austur-Þjóðverjar og Pólverj
ar byggi prýðileg fiskiskip“.
Ætli forystumenn SH hafi
ekki þann aðgang að kaupend-
um fiskiskipa, að þeir gætu kom
ið þessari vitneskju á framfæri
við þá, án milligöngu ríkisvalds-
ins?