Morgunblaðið - 31.08.1963, Síða 17

Morgunblaðið - 31.08.1963, Síða 17
Lauffardagur 31. ágúst 1963 MORCUNBLAÐID 17 Kristinn lndriðason Skarði: Hugleiðingar um eyðingu vargs til aukningar og friðunar æðarvarpi RÉTT áður en póstur kom hér síðast lagðist ég aldrei þessu vant í rúmið aí inflúensu með 40 stiga hita, og þessir kunn- ingjar komu báðir að sunnan, pósturinn og innflúensan. Það er líka venjulega talið heppilegra gangi lasleika, að hann andi þó frekar af suðri en að hann gangi á með norðan gaddi. Þó að ég væri svona illa haldinn, þegar pósturinn kom, var mér strax færður minn póstur upp þangað sem ég held mig vanalega að næturlagi, en mjög sjaldan veik- ur, nema bara af vanlíðan, ef sækja á mann lillir draumar, sem oftast er afléttilegt. Nú hresstist ég það við að sjá blöðin, að ég legg í að slá Isafold upp á undan Tímanum, og er stutt búinn að fletta um í henni, þegar ég rek augun í mynd af frænda mínum og vini, Sigurði Þórðarsyni á Laugamóli og þar grein eftir hann með yfirskrift: Haförninn. Mér var farið að leiðast eftir að sjá grein- arstúf eftir vin minn, svo við yfirsýn yfir greinina held ég að hitinn í mér hafi lækkað strax á aðra gráðu, svo lesturinn gat hafizt. Ekki þarf að fjölyrða um stílshátt á greininni, eins og öðru frá Sigurði ef hann tekur penna í hönd, enda ekki óeðlilegt að hann hafi hlotið eitthvað í vöggu gjöf frá móður sinni, þeirri góð- kunnu skáldkonu Höllu Eyjólfs- dóttur. En það verð ég að segja að verst þótti mér, að hann skyldi í þetta sinn leggja í arnarvanda- málið, og ekki sízt af því, að hann er eiginlega æskuvinur okkar beggja. Eitthvað er af þessum blessaða fugli þarna vestra nálægt Laugabóli. Nú er ekki hjá því komizt, þar sem lítur út fyrir að maður ætli að sleppa lítið skemmdur af inflúensunni, annað en að snúa sér dálítið, að uppeldishöfð- ingja okkar Sigurðar míns (ern- inum), en hræddur er ég um, að hann eigi ef til vill fleiri mál- svara við ísafjarðardjúp en á Breiðafirði. Samt hef ég ekki trú á að þeir Vigurfeðgar séu gin- keyptir fyrir heimsókn þessarar heiðursskepnu um varptímann, eða þá Gísli minn á Mýrum, ef þeir færu að koma við til að fá sér morgunbita. Æðeyinga þekki ég svo lítið, að ég veit ekki hváð þeir eru brjóstgóðir, en gestrisn- ir munu þeir vera eins og aðr- ir heiðursmenn þar vestra. Mér þykir ekki undarlegt þó að okk- ur Sigurði á Laugabóli geti greint á um, hvort æskilegast væri -að rækta sem mest af ránfugl^m í viðbót við það sem okkur hef- lir verið séð fyrir frá hærri stöð- um, eins og mink og þess konar •ælgæti. Ég er alinn upp við æðarvarp og hlunnindi frá því að ég gat rúmlega skriðið. Og er því næm ur fyrir illri meðferð á þeim hlutum, hvaðan sem hún kemur. Út af þessu arnarstandi ætla ég að bregða mér norður í Stranda- sýslu, þó að þar muni vera lítið Um þennan alifugl, samt þykir mér þar alltaf gaman að koma, og á þar marga góðkunningja. Ég átti nefnilega viðarreka í Þorpalandi og átti því tiðar ferð- ir þar norður, þangað til Her- manni Jónassyni datt í hug að fara að létta svokölluðum ítök- um af sínum mönnum þar, en blessaður drengurinn vaknaði ekki með það fyrr en séð var, •ð ég var að vinna málið, sem ég neyddist til að fara í út af þessu rekaítæki mínu í Þorpum. Hlaut hann ekki gull og græna skóga fyrir þá lagasmíði. Ég vann mállð tvisvar sinnum í Hæstarétti, enda engin væfla sem ég hafði mér til aðstoðar, hæstaréttarlögmaðurinn Magnús Thorlacius. Við vorum báðir málspartar, ég og Þorpabóndinn kallaðir að vetrarlagi til Heykja- víkur til að mæta í' Hæstarétti út af þessu rekamáli. Oddur fór, en ég gat ekki farið, fyrr en um vorið. Daginn eftir að suður kom fór ég strax til Thorlaciusar að láta hann vita af komu minci og spyrja hann, hvað þeir mundu vilja mér í Hæstarétti. Sagðist hann ekki hafa hugmnyd um það, það væri aldrei hægt að vita hvað mönnum gæti dottið í hug, en hitt gæti hann sagt mér, að þetta væri mjög auðvelt allt sam an, því að það væri ekki ann- ar galdurinn en segja satt. Vorið sem þessar ýfingar byrjuðu á milli okkar Odds í Þorpum út af rekanum, fór ég norður til að athuga um hann að vanda, og gisti í Þorpum eins og venju- lega. Þó að svona færi klaufa- lega á milli okkar Odds, þá var gamall vinskapur á milli okkar hér og Þorpafólks, enda það allt prýðis fólk. Það þekkti ég af langri kynningu. Nú legg ég af stað heimleið- is og Oddur fylgir mér úr hlaði að vanda, inn fyrir Bænhúsvík. Þar er kvaðzt og skilja leiðir, en ekki getið hér síðustu sam- ræðna. Ég held suður Steinadals heiði, kom við á Kleifum, þar bjó þá vinur minn og frændi. Stefán Eyjólfsson, bróðir skáld- konunnar á Laugabóli. Nú fer maður að greikka sporið heim á leið, var með tvo til reiðar og reið hratt út fyrir Ólafsdal, Veð- ur var milt og blæjalogn á Gils- firðinum, en þegar út á miðja Ólafsdalshlíð kom sá ég hvar örn sat upp í hlíðinni. Mér þótti það ekkert nýstárlegt og held frekar hægt áfram. En eftir fáar mínútur finnst mér að hann sé að hvessa og þykir það skrítið. Ég leit upp og sá það hvað olli vindinum. Örninn er þá kominn með spenntar klær og kjaft alveg ofan í hausinn á mér. Ég sveifla á hann svipunni svo að hann hörfar frá, en nælir sér með annarri klónni, í hagalagð á uppleið í hlíðinni. Svona rennir hann á mig þrisvar sirinum, þang að til ég hitti pilt frá Ólafsdal, sem kom utan úr Saurbæ. Hann stanzaði við hliðina á mér sjáv- armegin og við sitjum á hestbaki og ég er að segja honum frá erninum. Hann er tregur til að trúa, því aldrei sagði hann að hann hefði átt við sig. Rétt í því kemur kempan með sama lát- bragði, en piltinum þykir gestur- inn full nærgöngull og kastar sér af baki ofan í sandinn og leizt ekki á blikuna, sem ekki var að undra. Svo skiljum við, án þess að vita hvorn okkar skepnan metur meira, en pilturinn var svo heppinn að sleppa. Örninn fylgir mér áfram og síðasta at- laga varð hjá honum með haga- lagðinn í löppinni>Þegar ég kom út fyrir Moldhóla, þar sem fjöld- inn af bæjum í Saurbænum fór að sjást, kem við í Stórholti til Guðmundar Th íddórssonar hreppstjóra og segi honum af skepnunni og ég sé hræddur um að skepnan hirði lömbin þegar fer að bera féð. Guðmundur vissi í hvaða erindagerðum ég var, rekur upp stóran hlátur, eins og hann á til og segist ekki vera í neinum vafa um, að þetta hafi verið Þorpagudda. Oddur hafi sent hana á eftir mér. Þessi Þorpagudda var draugur sem hélt sig í Þorpum, áður en Oddsfólk kom þangað. Út frá atferli þessa Ólafs- dalshlíðararnar þarf mann ekki að undra, þó að fullorðinn örn víli ekki fyrir sér að kippa með sér smábarni, ef það er forsvara- laust, og honum dettur það í hug. Ég má til með að lofa ykkur, lesendur góðir, að heyra dálítið meira af breiðfirzku örnunum. 1 Saurbænum er bær vestanverðu í Staðarhólsdalnum, sem heitir Hveragrjót. Fyrir mjög löngu síð- an var kona að þvo út í læk rétt hjá bænum, og hjá henni ung- barn í varpanum. Mitt í þvott- inum verður konunni litið upp og og sér þá að örn er floginn af stað til fjalla með barnið, og hleypur hún þá af stað upp fjalls hlíðina. Örninn hverfur konunni sjónum um bungu á fjallinum, sem heitir Sjónarholt síðan, en sagt er að konan hafi sprungið af harmi og þreytu á uppleið- inni. Hvað halda nú fuglafræð- ingar og aðrir arnarunnendur, að konan sú arna, hefði hún lifað, hefði farið fram á að ríkið greiddi háa upphæð til þess a annast framlengingu á lífi þessa fugls? Nú fer maður úr þessu að komast út á Skarðsströndina, sem hefir verið aðalheimkynni arn- arins til þessa hér við Breiða- fjörð sunnanverðan. Nú er mað- ur loksins kominn heim úr Þorpa ferðinni, heill á húfi, eftir Þorpa guddu, út með Gilsfirðinum og verður þá fyrst fyrir að minnast á atburð, sem skeði hér á Skarði í tíð Kristjáns kammerráðs. Þessi atburður skeði þannig, að kona var að þvo í ánni hér ofanvert við húsið og hafði 1% árs gamalt barn með sér í hvammi rétt við ána, sem heitir Þvottahvamm- ur. Ullarþríhyrna var bundin um herðar barnsins og aftur fyrir eins og þá tíðkaðist. Þegar kon- an var langt komin að þvo heyr- ir hún eitthvað og verður litið upp og sér þá, sér til undrunar, að örn er floginn á stað með barnið. Hún hleypur heim og það ráð var tekið að fá Boga tengdaföður minn, sem var af- burða skytta, ti lað elta örninn með riffil og önnur tæki. Örn- inn fer sér hægt, en svo endaði þetta þegar hann ætlaði að fara að hækka sig í fjallið fyrir ofan Kross. Mun Bogi hafa skotið á illþýðið upp á líf og dauða barns ins, með þeim árangri að hann náði barninu óskemmdu af ern- inum: Undir svona kringumstæð- um er ekki verið að hugsa um friðun, þó verið hefði. Bogi taldi, að það hefði verið svo heppilegt að örninn, þó hann væri farinn að óttast hann, hefði ekki getað sleppt barninu, af því hann gat ekki losað klærnar úr skakkanum á barninu frekar en hagalagðinum á Ólafsdalshlíð. Tryggara var að skjóta barnsins vegna, því að bil var á rnilli þess og arnarins, þar sem skakkinn gaf eftir, og bilið var meira en lappalengd fuglsins. Fyrir nokkrum árum komu hingað tveir menn til að sýna Látrabjargsmyndina í húsi hér innan við næsta bæ. Ætluðu þeir að koma hingað aftur og gista, því daginn eftir átti að sækja þá í Skarðsstöð til að sýna myndina í Flatey. Þeir buðu okkur hjón- unum að vera með sér inn eftir Eins og gengur var margt spjall- að á leiðinni eins og aft vill verða þegar ókunnugir hittast. Þá spyr annar þeirra okkur hvort við þekkjum nokkurn mann hér sem heiti Bogi Magnússon. Ég sagði þeim strax að kennsl bær- um við á þann mann, því það hefði verið faðir konunnar minnar. Hann væri dáinn fyrir rúmu ári síðan. Þá kemur það upp, að annar þessara manna var dóttursonur konunnar, sem Bogi bjargaði úr arnarklónum og lét hann í Ijósi óánægju sína yfir því, að hann skyldi ekki hafa komið hingað á meðan Bogi var hérlendis. En Ragnheiður amma hans var þá lifandi, ég held í Ólafsvík. Ég hef ekki trú á því, að ekki sé nægjanlegt til af örnum, hvað sem hver vill segja. Ég var að sjá í blaði alveg í þessu mynd af erni, sem festi sig í dýraboga út á Skógarströnd. Eitthvað er af þeim þar, þegar þeir eru farnir að marsera í dýraboga! Þá held ég veiti nú ekki af að friða tóf- una og minkinn fyrir dýrabogum. Það er nú orðið svoleiðis ástand- ið þar sem ég þekki til hér við Breiðafjörð, að það sést ekki komast upp einn einasti æðar- kolluungi, þó engin egg séu tek- in. Ég er hálfhræddur um, að það þættu búsifjar úti um lands- byggðina, ef ekki sæist eitt ein- asta unglamb með slátturbryrjun ofan á allan áburð og fóðurbæt- ir sem til lambaframleiðslunnar væri búið að verja. Sá kostnað- ur er eflaust teljandi við fram- leiðslu æðarkolluunganna. Það er Ijúffengt fyrir mink og ref að gæða sér á unglömbunum en svartbakur og örn hirða æðar- kolluugnana. Og svo heldur þessi þrifnaður áfram með stofninn, þegar ungarnir eru upp urnir. Mér er bara spurn: hvernig á að haldast við eða aukast æðar- vörp með svona framferði? Ég ætla nú að segja ykkur, sem lítið til þekkið, dálítið meira af þessum bjargargnpum æðar- varpsins. Eftir að komið • var fram á slátt í fyrrasumar var ég sóttur sunnan úr Hvamms- sveit. Maður sunnan úr Reykja- vík, sem þar var á ferð, var fenginn til þess að skjótast eft- ir mér, og var erindið að ég átti að gelda fyrir þá fola þar. Með bílstjóranum voru fjórir smádrengir, sem fengu að fljóta með. Ég var alveg til hér á hlaðinu, þegar bíllinn kom, með skurðarhnífa, skæri og tengur. Svo var haldið af stað með sama. Þegar út í Ballarárhííð kom, nið ur af Arnardrang, sem er þar hæst í klettunum, sá ég hvar heljar stór örn sat ofan við veg- inn. Bílstjórinn stanzaði bílinn og við fórum báðir út úr honum. Sáum við strax að þetta var arn arungi, fleygur að mestu undan halla en ekki upp á móti. Við tókum okkur til og r.áðum kemp unni, en ekki veitti af að annar héldi í hausinn en hinn um klærnar, því grimm vat skepn- an og vænghafið á þessum var stífur fullorðins manns faðmur. Það var auðséð á öllu að fugl þessi hafði haft gott uppeldi, sem ekki var að undra, því efa- laust hefir fæðið verið smásil- ungur og álar úr lækjum, þar við sjóinn, að viðbætturr æðar- kolluungum í eftirmat. Þegar bú ið var að skoða gripinn í krók og kring var honunrt auðvitað sleppt. En litlu strákarnir fengu þarna ódýrt og fyrirháfnarlaust bíó, því þeir höfðu víst ekki séð örn fyrr. Annað af fjölskyldunni sáum v^ð ekki, en fullyrða má að þarna voru fjórir ernir. Þegar ég var unglingur á Ball ará varp örn í þessum drangi á hverju vori. Eftir að ég kom hingað að Skarði um 1910, var ég einu sinni á ferð ríðandi úr Skarðs- stöð og ætlaði út að Frakka- nesi. Stórstraumsfjara var svo að ég fór út svokallaða Voga, rétt ofan við Ós, sem myndast Framh. á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.