Morgunblaðið - 15.09.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.09.1963, Blaðsíða 2
s MORGUMRl 4ÐIÐ Sannudagwr 15. sept. 1963 Myndin sýnir þjóðleikhússtjóra og Louis Petersen, stjóra, ræðast við í boði hjá menntamálaráðherra. farar- Aukosýning ú donsku bullettinum VEGNA gifurlegrar aðsóknar á sýningar danska ballett- flokksins í Þjóðleikíhúsinu hafa dansararnir fallist á að hafa aukasýningu kl. 15 í dag. Aðsókn hefur verið svo mikil að miklu færri en vildu hafa fengið miða og verða sýning- ar ballettsins þá alls sjö. um öðrum gestum, til síðdegis drykkju í Ráðherrabústað- inn. Þjóðléikhúsið bauð hin- um erlendu gestum í ferð til Þingvalla s.l. föstudag ásamt danska sendiherranum og frú hans. í Valhöll snæddu gest- irnir hádegisverð í boði Þjóð- leikhússins. Þar ávarpaði þjóðleikhússtjóri hina er- lendu gesti og rakti sögu stað- arins, en fararstjóri Dananna, Louis Petersen þakkaðL í kvöld að lokinni sýningu verður kveðjuhóif í Þjóð- leikhúskjallaranum fyrir hina erlendu gesti. Listafólkið fer svo utan með leiguflugvél frá I ’ S.l. miðvikudag bauð menntamálaráðherra hinu er- Flugfélagi íslands kl. 8 Yz lenda listafólki, ásamt nokkr- fyrramálið. j Landbókasafnið keypti Kiljan og Stein YFIRLITSSÝNINGUNNI á mál verkum Nínu Tryggvadóttur í Listamannaskálanum lýkur um þessa hélgi, eða kl. 22 á sunnu- dagskvöld. Hefur verið mjög mikil aðsókn að sýningunni og um 30 myndir selzt. Ýmsar stofnanir hafa keypt myndir á sýningunni. T. d. Landsbókasafnið myndirnar af Halldóri Kiljan Laxness og Steini Steinarr. Sýning Sólveigar Eggerz Péturs- dóttur til ágóða fyrir taugaveikl- uð börn opnuð í gær í GÆR var opnuð í Gagnfræða-1 fáanlegur er í hverju tilviki. skólanum við Vonarstræti sýning á 111 myndum, sem frú Sólveig Eggerz Pétursdóttir hefur gefið til styrktar heimilissjóði tauga- veiklaðra barna en sjóðurinn var stofnaður fyrir hálfu þriðja ári af Barnaverndarfélagi Reykja- víkur. Margt gesta var saman komið við opnun sýningarinnar, þar á meðal menntamálaráðherra Gylfi Þ. Gíslason og borgarstjóri Reykjavíkur Geir Hallgrímsson. Við opnunina flutti dr. Matt- hías Jónasson, form. Barnavernd arfélags Reykjavíkur og Heimil- issjóðs taugaveiklaðra barna, ávarp. Að því loknu opnaði borg arstjóri Geir Hallgrímsson, sýn- inguna með ávarpi. Síðan skoð- uðu gestir sýninguna. f ávarpi sínu sagði dr. Matthías Jónasson m.a.: „Á síðari árum hefir orðið nokkur vakning hér á landi um að sinna sérþörfun^andlega van- þroska barna og annarra, sem eiga við óvenjulega erfiðleika að etja í uppvexti. Tiltölulega seint hefir áhuginn einnig snúizt að taugaveikluðum börnum, þó að aðrar þjóðir hafi þegar hafið skipulega hjálpar- og lækningar- starfsemi þeim til handa. Þegar svo Geðverndardeild barna og Sálfræðideild skóla voru stofn- aðar hér í Reykjavík, sýndist nokkrum áhugamönnum, sem nú vantaði aðeins herzluátakið til þess að hjálpa einnig þeim börn- um, sem þjást af taugaveiklun á allháu stigi: dvalar- og hjúkr- unarheimili, þar sem þau dveldu undir stjórn sérþjálfaðs fólks og nytu jafnframt sérfræðilegrar meðferðar. Slík tilhögun ætti að tryggja þann bezta árangur, sem IMokkur orð um olíumöl BLAÐINU barst í gær eftirfar- andi frá Vegagerð ríkisins: Vegna frásagnar útvarps og blaða um olíumöl og tilraunir þær, sem nú er verið að gera með hana á nokkrum stöðum á land- inu, vill Vegagerð ríkisins láta eftirfarandi getið: Blanda sú, sem gengur undir nafninu olíumöl er árangur af áratuga langri leit að ódýru en haldgóðu malarslitlagi og þegar um hana er rætt hér er átt við blöndu þá sem Svíar hafa notað mikið og sem einnig hefur verið reynd í Finnlandi, Noregi og víðar. Á móti Norræna vegtæknisam bandsins í Kaupmannahöfn í júní 1957 gerðu Svíar grein fyrir rannsóknum sínum og vöktu þær þá mikla athygli. Mót þetta sóttu íslenzku verkfræðingarnir Bolli Thoroddsen, Geir G. Zoéga, Har- aldur Ásgeirsson, Leifur Hannes- son og Sig. Jóhannsson. Upp úr þessu var hafinn und- irbúningur að tilraunum með olíumöl hér á landi og var sú fyrsta gerð á Reykjavegi í Reykja vík tveim árum síðar, eftir til- sögn þeirra Haralds og Leifs. Á fjárlögum 1962 voru veittar 200 þús. kr. til áframhaldandi tilrauna og fyrir þær voru keypt tæki til að leggja með olíumöl og gerðar tvær tilraunir í ná- grenni Reykjavíkur. Á sama ári var lagt slitlag úr olíumöl á götu á Sauðárkróki. í ár eru svo gerðar nokkrar tilraunir á vegum nokkurra sveitar- og bæjarfé- laga. Þeim var fylgt úr hlaði með blaðamannafundi og full- yrðingum, sem vert er að taka með nokkurri varfærni, fyrir ut- an að þær kasta rýrð á þá sem hingað til hafa unnið að þessum athugunum, svo og Vegagerð rík isins. Við þessar tilraunir aðstoðar sænskur verkfræðingur. Kveður hann blöndun efnisins góða en telur sig ekki geta sagt neitt um viðloðun olíu og steinefnis, sem heldur er ekki von, þar sem hann er ókunnugur blágrýti og grágrýti, enda granít notað í olíu- möl í Svíþjóð. í viðloðuninni byggist þó ending slitlagsins eins og kom fram á fundi í V.F.I. þar sem hinn sænski verkfræðingur sýndi myndir af skemmdum sem stafa af því að viðloðun er ekki fyrir hendi. Svíinn taldi marga vegi hér sunnanlands vel til þess fallna að leggja á þá olíumöl. Þetta verður að teljast alrangt, því það er kunnara en frá þurfi að segja að flestir vegir hér vað- óist meira og minna upp af hol- klaka á vorin, en á slíka vegi er þýðingarlaust að setja olíumöl. Mjög vafasamt er að bera sam an verð á olíumöl, malbiki og steinsteypu án þess að gera um leið grein fyrir endingu slitlaga úr þessum efnum. Verð það sem um var rætt á fundinum er mið að við kostnað í Svíþjóð á þeim vegum sem þar hafa verið iagðir með olíumöl. í því er ekki tekið tillit til þeirrra lagfæringa, sem gera þarf á vegum áður ea hægt er að leggja slitlagið á þá Ekki er heldur gerð grein fyrir því hversu miklu dýrara er að leggja olíumöl í smáum stil eins og t.d. hér á landi, en stórum eins og í Svíþjóð. Má sem dæmi nefna að eftir að Norðmenn höfðu lagt nokkur hundruð-km slitlags úr olíumöl var kostnaður við verkið um það bil helmingi meiri en hjá Svíum. Til að halda verðinu sem lægstu verður að vera hægt að nota möl og sand sem harpaður er í góðum malargryfjum, sem næst framleiðslustað. Telur vega gerðin það skilyrði til að hægt sé að nota olíumöl á þjóðvegi að nokkru ráði og hefir miðað til raunir sínar við það. Við tilraun ir þær sem nú er verið að gera í Garðahreppi er notuð steypu- möl og sandur frá Reykjavík og Hafnarfirði, sem gerir verkið að sjálfsögðu dýrara, ennfremur var steinefnið þurrkað eins og þegar um malbik er að ræða. Er því bilið milli einföldustu gerð ar»af malbikí og þessarar olíu malar orðið lítið. Verð það sem talað var um á blaðamannafund inum er því óskilt verði á um- ræddu slitlagi, og er hætt við að tilraunir þær, sem gerðar eru í Garðahreppi og Hafnarfirði komi að mjög takmörkuðu gagni fyrir athuganir þær á olíumöl, sem gerðar eru vegna þjóðveg- anna. Er því nauðsynlegt að halda áfram tilraunum unz úr því fæst skorið hvernig bezt megi gera ódýra olíumöl sem hæfir ís- lenzkri veðráttu og umferð. Með þetta markmið fyrir aug- um stofnaði Banraverndarfélag Reykjavíkur sérstakan sjóð, Heimilissjóð taugaveiklaðra barna, með 100 þús. kr. fram- lagi. Forseti fslands staðfesti skiplagsskrá sjóðsins 28. febrúar 1961, en þar segir svo í 4. grein: „Markmið sjóðsins er það að hrinda í framkvæmd byggingu Dvalarheimilis handa taugaveikl uðum/börnum, sem irjóta sér- fræðilegrar meðferðar og þarfn- ast í því sambandi slíkrar dval- ar um skeið“. Með nýju framlagi Barna- verndarfélags Reykjavíkur og gjöfum nokkurra einstaklinga hefir sjóðurinn vaxið upp í 217. 503.64 krónur. í tilefni þessarar sýningar mun barnaverndarfélag ið enn leggja fram 50 þús. kr. Nú hefir þessum sjóði borizt höfðingleg gjöf. Frú Sólveig Eggerz Ptéursdóttir hefir gefið sjóðnum þau málverk, sem hér eru til sýnis og sölu. Sýningunni er ætlað að vekja athygli á fram- angréindri heimilishugmynd og styðja fjárhagslega að fram- kvæmd hennar. í nafni sjóðs- stjórnarinnar þakka ég frú Sól- veigu þessa stórmannlegu gjöf, þakka henni og eiginmanni henn- ar, hr. Árna Jónssyni, þá miklu vinnu, sem þau hafa lagt fram við uppsetningu sýningarinnar.“ í opnunarávarpi sínu sagði Geir Hallgrímsson borgarstjóri m. a.: Þótt fræðimenn hafi annars ólíkar skoðanir á eðli og or- sökum taugaveiklunar, eru þeir sammála um, að taugaveiklun sé áberandi hjá of mörgu barni og ungmennum og sporna beri við henni með sérstökum vernd arráðstöfunum. Um taugaveikl- un gildir ekki síður en um aðra sjúkdóma, að beztu lækninga- árangur næst með því að taka ,Hlauptu af þér hornin4 á Akranesi Akranesi, 14. sept.: — „Hlauptu af þér hornin" sýndi leikflokkur Helga Skúlasonar í Bíóhöllinni hér í gærkvöldi. Hús ið var nærri fullt og viðtökur góðar. Ef fleiri langar til að „hlaupa af sér hornin", fá þeir tækifæri á annarri sýningu, sem verður í kvöld, laugardagskvöld. sjúkdóminn sem fyrst til með- ferðar. Stundum telja læknar og sálfræðingar sig geta rakið tauga veiklun fullorðinna til áfalla einkenna í bernsku, sem sýni- lega hefði mátt leiðrétt, ef tek- in hefðu verið til meðferðar i tíma. Reykjavíkurborg hefur mæbt þessu vandamáli með stofnun sérstakrar sálfræðideildar skóla og einkum þó með stofnun geð verndardeildar barna við Heilsu verndarstöðina, en þar njóta mörg taugaveikluð börn sérfræði legrar meðferðar um lengri eða skemmri tíma. Eg hygg, að ég geri engum rangt til, þegar ég segi, að þessi starfsemi hafi ekki sízt opnað augu manna og þá fyrst og fremst forystumanna Barna- verndarfélags Reykjavíkur á því, að nauðsyn var sérstaks heimilis fyrir taugaveikluð börn. — Slík börn ná oft ekki bata ýmist vegna eðlis sjúkdóms ins eða heimrlisástæðna, nema þau eigi kost sérstaks hælis á sama hátt og sérhæfð sjúkrahúa eða sjúkradeildir eru starfrækt ar fyrir aðra sjúklinga. Stjórn Heimilissjóðs tauga- veiklaðra barna hefur þegar sótt um lóð fyrir stofnunina, og er það mál nú í athugun í borg arráði, bæði hvað snertir stað- setningu og tengsl við aðrar sjúkra- og uppeldisstofnanir borgarinnar. Þessi sýning, sem hér verður opnuð á hinni veglyndu gjöf frú Sólveigar Eggerz Pétursdóttur, mun á verðugan hátt kynna á- formið að koma upp lækninga heimili handa taugaveikluðum börnum, og gefur Reýkvíkingum kost á að stuðla að framkvæmd- um“. Sumarsýitingunni í Ásgrímssafni að ljúka SUMARSÝNINGIN í Ásgríms- safni sem opnuð var 26. maí s.L stendur aðeins yfir í 4 daga enn þá. Lýkur henni sunnudaginn 22. september. Safnið verður þá lok að í Yz mánuð meðan komið er fyrir nýrri sýningu, sem er sú 10. í röðinni síðan safnið var opnað. Verður sú sýning opnuð sunnudaginn 6. október. Þessi sýning sem nú er að Ijúka hefur í sumar verið sótt af fjölda erlendra gesta. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74, er opið sunnudaga, þriðju- daga og fimmtudaga frá kL 1,30—4. NA tS hnútor 51/ 50 hnútar X SnjóÁunð • ÚSi 17 Skúrir S Þrumur 'Zrraii KuUoM H HaS \ HAUSTLEGT var um að lit- bæði í Jökulheimum og á ast í gærmorgun vestan til Hveravöllum. Vestan stormur á landinu. Þá var allhvasst var á hafinu suður undan og á norðvestan með hellidembu vont í sjóinn, nærri 10 metra og krapaéljum. Á Horni var háar öldur hjá veðurskipinu hvasst, eða 11 vindstig. Klukk India. an 9 var snjókoma og frost

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.