Morgunblaðið - 15.09.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.09.1963, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 15. sept. 1963 Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjariíason frá Vigur Matthias Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arm Garðar Kristinsson. Otbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Að^lstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakib. HEIMSÖKN LYNDON B. JOHNSON T yndon B. Johnson, varafor- seti Bandaríkjanna, kem- ur hingað til íslands í opin- bera heimssókn á morgun ásamt fjölskyldu sinni. Hann hefur undanfarið heimsótt hin Norðurlöndiin og hvar- vetna verið ágætlega fagnað. Varaforsetinn kemur í senn sem persónulegur sendimað- ur John F. Kennedys Banda- ríkjaforseta og fulltrúi banda rísku þjóðarinnar, fjölmenn- ustu og þróttmestu lýðræðis- þjóðar heimsins. Lyndon B. Johnson hefur um langt skeið verið einn af þekktustu stjórnmálamönn- um Bandaríkjanna. Hann hef- ur verið leiðtogi Demókrata- flokksins í öldungadeildinni og átt þar sæti síðan árið 1948. Aðeins 44 ára gamall varð hann leiðtogi demókrata í deildinni. Um hann hafa oft staðið stríðir stormar, en þrátt fyrir það nýtur hann al- mennrar'viðurkenningar sem mikilhæfur og hygginn stjórn málamaður. Það er vissulega mikils virði að Bandaríkin, forystu- ríki og brjóstvörn hins frjálsa heims, skuli njóta forystu og leiðsagnar mikilhæfra og framsýnna stjórnmálamanna. Það er á Bandaríkjunum, sem öldur ofbeldis og einræðis hafa brotnað um langan ald- ur. Á tæpum 50 árum hafa Bandaríki Norður-Ameríku tvisvar bjargað Evrópu frá því að verða einræði og of- beldi að bráð. í dag eru það .enn Bandaríkin, sem standa trúan vörð um frelsi og mann helgi í heiminum. Þáttur Bandaríkjamanna í uppbyggingu Evrópu eftir síð ari heimsstyrjöldina er ekki síður eftirminnilegur. Aldrei hefur nokkur þjóð lagt önnur eins ógrynni af fjármagni og hvers konar verðmætum fram til fjölþættrar uppbyggingar og mannúðarstarfsemi og bandaríska þjóðin sl. 18 ár. Þetta óhemju fjármagn, sem Bandaríkjamenn hafa veitt til hjálpar Evrópu á ríkan þátt í því að rjúkandi rústum var á örskömmum tíma breytt á ný í blómlega byggð, starf- andi og hamingjusams fólks. Það voru enn Bandaríkin, sem stöðvuðu framsókn hins alþjóðlega kommúnisma vest- ur á bóginn með náinni sam- vinnu við aðrar vestrænar lýðræðisþjóðir. Fyrir allt þetta standa Ev- rópubúar, og raunar frjálsir menn um allan heim í mikilli þakkarskuld við bandarísku þjóðina og leiðtoga hennar. íslendingar fagna Lyndon B. Johnson, varaforseta Bandaríkjanna, og bjóða hann velkominn til lands síns. Milli íslands og Bandaríkj- anna hefur jafnan ríkt góð vinátta. Bandaríkin hafa sýnt íslendingum margvíslega vel- vild og veitt íslenzku þjóð- inni ómetanlegan stuðning. Bandaríkin urðu fyrst stór- velda til þess að viðurkenna hið nýstofnaða lýðveldi á ís- landi og hafa síðan veitt ís- landi stórfelldan stuðning í baráttu þjóðar þess fyrir efnahagslegu og pólitísku ör- yggi og sjálfstæði. Yfirgnæf- andi meirihluti íslenzku þjóð- arinnar lítur á Bandaríkin sem brjóstvörn frelsis og mannhelgi í heiminum. Þess vegna mætir varaforseti Bandaríkjanna fyrst og fremst vinum og bandamönn- um, er hann kemur hingað til íslands í opinbera heim- sókn. íslendingar árna hon- um, forseta Bandaríkjanna og bandarísku þjóðinni blessun- ar og farsældar í framtíðinni, um leið og þeir láta þá ósk og von í ljós, að barátta Banda- ríkjanna fyrir öryggi og mannhelgi í heiminum megi bera þann árangur, að allar þjóðir njóti friðar og frelsis á komandi tímum. BARÁTTAN GEGN SKORTI OG FÁTÆKT jnn Bandaríki Norður-Amer- ^ íku hafa ekki aðeins átt ríkan þátt í að reisa Evrópu úr þeim rústum, sem hún var í eftir síðari heimsstyrjöld- ina. Þau virina nú stórkostlegt uppbyggingarstarf um allan heim. Bandaríkjamenn hafa forystuna í hinni -miklu bar- áttu gegn fátækt og skorti í heiminum. Þeir veita gífur- legu fjármagni til aðstoðar við hin variþróuðu lönd í Af- ríku og Asíu. Þeir veita þjóð- um Suður-Ameríku öfluga að stoð til fjölþættra fram- kvæmda og framfara. Jafnvel sum þeirra ríkja, sem hinu kommúníska einræðisskipu- lagi hefur verið þröngvað upp á með ofbeldi, njóta nú stór- felldrar efnahagslegrar að- stoðar frá Bandaríkjunum. Nægir þar til dæmis að nefna lönd eins og Júgóslavíu og Pólland. Leiðtogar Bandaríkja- manna gera sér ljóst, að skort urinn og fátæktin eru verstu óvinir friðar og öryggis í heim ■ Spanska goðið „El Cordobes" F Y R I R þremur árum hafði hann varla ofan í sig að éta og var hvorki læs né skrif- andi. I dag er hann með tekju- hæstu mönnum á Spáni og er orðinn stautandi og getur klór að nafnið sitt. Og enginn er meira dáður í landinu en hann. Hann er nautabani. í hinum svalari löndum Evrópu er ein- vígi við tryllt naut ekki vin- sæl íþrótt, en á Spáni er hún samgróin margra alda sögu og tilfinningalífi þjóðarinnar. — Nautabaninn er eins konar Davíð, sem berst við Golíat. Og þá viðureign vilja flestir Spónverjar sjá. Þess vegna standa langar biðraðir í þröngu götunni Calle Victoria í Madríd til þess að ná sér í miða, hvenær sem nautaat er auglýst. Og því frægari sem nautabaninn er, því .lengri er biðröðin. Og prangarar græða stórfé á því að bíða lengi og selja syo miðana á ný fyrir •margfalt verð. Aldrei er biðröðin jafn löng og þegar síðasta uppáhalds- goðið á að berjast við nautin. Hann heitir Manuel Benitez og er frá Cordova. Þess vegna hefur hann tekið sér nafnið „E1 Cordobes". Hann er að- eins 25 ára, en er þó orðinn svo frægur, að ævisaga hans er komin á kvikmynd. Hann er hæstlaunaði nautabani á Spáni núna, og fær kringum 750.000 krónur fyrir hverja sýningu, enda er hann orðinn ríkur, hefur keypt sér dýran bústað í Madríd og stóran bú- garð skammt frá Cordova. Vitanlega á hann marga lúx- usbíla og ungir (og blankir) aðalsmenn sveima kringum hann eins og flugur kring um sykurmola. Þrátt fyrir upphefðina hef- ur hann ekki gleymt ættingj- um sínum. Hann hefur keypt hús handa systur sinni og fjórum bræðrum og hjálpað þeim til áð komast í sjálf- stæða atvinnu. Manuel var að eins tveggja ára þegar hann missti foreldra sína. Hann svalt heilu hungri og stal hænsnum og hnuplaði í búð- um til þess að sjá sér far- borða. Það eru ekki nema þrjú ár siðan hann flakkaði atvinnulaus milli bæja I Anda lúsíu. En þá varð tilviljunin honum. til happs. Hann var á nautaati í Cordova og nautið hafði haft banann undir og þeytti honum til og frá. Þá hljóp Manuel inn á sviðið, vopnlaus, og „tók í hornin á bola“ og sneri hann út af. — Þannig byrjaði ævintýrið. Og fólk æpti og klappaði. At-stjórarnir — „apoderad- os“ — eru alltaf á höttunum eftir ungum fullhugum, sem vilja berjast við griðunga. Manuel var talinn efnilegur og nú fór hann að æfa listina og var auglýstur á borð við kvikmyndadís. Hann öðlaðist ekki frægðina sofandi, því að tólf sinnum hefur hann særzt á sviðinu, þ.á.m. einu sinni lífshættulega. Þá lá hann þrjá daga í öngviti. Nú er hann orð inn leikinn og ber sig svo glæsilega, að fólkið ærist þeg- ar hann kemur inn á sviðið. En í hvert skipti biður hann guð í hljóði um að „bægja frá sér hræðslunni“. Knattspyrnukapparnir í „Atletico" og „Real“ eru hetj- ur alþýðunnar, en komast þó ekki í hálfkvisti við fræga nautabana. Fyrir skömmu hlotnaðist E1 Cordobes mesta sæmd, sem hann telur mögu- legt að hljóta. Hann var kjör- inn „matadore" fæðingarborg- ar sinnar að viðstöddum að- dáendum víðs vegar að úr landinu, og hinn frægi þjálfari hans, Benvenida, „hélt hon- um undir skírn“. Þetta var há- tíðlegt augnablik í lífi ungs manns, sem fyrir þremur ár- um lapti dauðann úr skel og kunni hvorki að lesa né skrifa. Hann er enginn skrautritari núna, en getur þó skrifað nafn ið sitt undir samninga og ávís- anir með mörgum núllum aft- an við einhvern tölustaf. — Manuel Benitez hefur hlotið auð og æru fyrir að drepa naut. En ef til vill lýkur ævin- týrinu með því, að eitthvert nautið drepur hann. : I I . I Gagnrá ðstaíanir bitna á Dönum Kaupmannahöfn, 13. sept. (NTB) AÐ undanförnu hefur mikið verið unnið að því í Danmörku að draga úr innflutningi á vör- um frá Suður-Afriku. Nú hafa margir innflytjendur í Suður Afríku svarað í sömu mynt, og sagt upp samningum um kaup á vörum í Danmörku. Kaupmannahafnarblaðið In- formation skýrir frá þessu í dag, og hefur upplýsingar sínar frá útflutningsskrifstofu dönsku iðnaðarsamtakanna og utanríkis ráðuneytinu. Hafa þessum að- ilum borizt uplýsingar frá mörg- um útflytjendum um að við- skiptavinir þeirra í Suður Afríku hafi slitið sambandi við þá. Meðal þeirra, sem misst hafa viðskipti við Suður Afríku er inum. Þess vegna hika þeir ekki við að beina hinu mikla fjármagni og tækni, sem þjóð þeirra hefur yfir að ráða, að baráttunni gegn fátæktinni. Með því að stuðla að útrým- ingu skorts og fátæktar hjálpa Bahdaríkin ekki að- eins þeim þjóðum, sem við bágindi og erfiðleika búa, heldur stuðla þau að eigin öryggi og friði og almennri farsæld í heiminum. En þótt Bandaríkjamenn séu auðug þjóð verður sú staðreynd ekki sniðgengin, að þeir leggja á sig þungar byrð- ar til þess að geta staðið und- ir sameiginlegum vörnum hins frjálsa heims og haldið eigandi lyfjaverksmiðju í Dan mörku. Eftir margra mánaða Á FUNDI sínum sl. þriðjudag samþykkti borgarráð að segja upp samningum um öll erfðafestu lönd á svæðinu milli Suðurlands- brautar, Reykjavegar, Sundlauga vegar, Laugarásvegar, Langholts- vegar og_ Álfheima. En erfðafestu höfum verður heimiluð fyrst um sinn afnot landanna, þó þannig, uppi stórfelldum stuðningi við vanþróaðar og fátækar þjóðir. Allt frá því að Banda- ríkin urðu stórveldi hefur þjóð þeirra lagt sig fram um að veita öðrum þjóðum fjöl- þætta hjálp og aðstoð. Banda- ríkin hafa aldrei verið ný- lenduveldi og þau hafa á síð- ari árum veitt frelsissókn margra ungra þjóða ómetan- legan stuðning. Það sætir því vissulega engri furðu, þótt allur hin frjálsi heimur líti til Bandaríkja Norður-Amer- íku sem forysturíkis, sem heimsfriðurinn og framtíð mannkynsins bvggist í ríkum mæli á. viðræður tókst honum að semja um sölu á afurðum verksmiðj- unnar fyrir um milljón danskar krónur til verksmiðju í Suður Afríku. Nú hefur samningnum verið sagt upp, og verða vörurn- ar keyptar í Vestur ÞýzkalandL að þeir verða að þola án sérstakr- ar aðvörunar hverju sinni hvers konar not landa sem borginni er nauðsynleg. Og er þeim jafn- framt gert skylt að uppfylla skil- yrði um búpeningshald. Var jafnframt samþykkt að bú- peningshaldi verði hætt hið fyrsta. Sauðfjárhaldi verði hætt í haust, hrossahaldi fyrir 1. júní, alifuglahaldi í haust, en naut- gripahald heimilt fyrst um sinn, þó ekki lengur en til ársins 1965. Hvað fjáreigendur snertir, þá getur borgarverkfræðingur veitt frest til næsta vors, ef fjáreig- andi óskar sérstaklega eftir og sýnir fram á að hann geti haft féð í algerlega öruggri vörzlu, en frekari framlenging verði ekki veitt. • ÁGREININGUR í BELGIU. Brússel, 13. sept. (NTB) ÆÐSTU foringjar belgiska hersins sögðu af sér í dag vegna ágreinings við Segera varnarmalaráðherra landsins um breytingar á uppbyggingu landvarna. Eru þetta þeir Thomas hershöfðingi, yfirmaS ur hersins, Petitjean aðmir- áll, yfirmaður flotans og Henry hershöfðingL yfirmað- ur flugliersins. , Snuðfjáihold bannað í Laugar- dal í haust, hrossahald 1. júní og alifuglarækt í haust

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.