Morgunblaðið - 15.09.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.09.1963, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLADID Sunnudagur 15. sept. 1963 j Á MORGUN er væntan- legur hingað til lands vara forseti Bandaríkjanna, Lyndon Baines Johnson, ásamt konu sinni, Claudiu (Lady Bird) Johnson og annarri dóttur þeirra hjóna, Lyndu Bird John- son, sem er 19 ára. Eins og kunnugt er, dveljast hjónin og dóttir þeirra að- eins einn dag á íslandi, en hingað koma þau eftir að hafa heimsótt Svíþjóð, Finnland, Noreg og Dan- mörku. Þetta er fjórða utanlands- för hjónanna, frá því að Lyndon B. Johnson var kjör- inn varaforseti 1960, en í fyrra heimsóttu þau Mið.- Austurlönd, Ítalíu, Grikkland Jamaica og Puerto Rico. þjóðerna bæði háttsettir em- bættismenn og óbreyttir borg arar, hafa sótt þau heim, og allir róma mjög gestrisni þeirra. A búgarðinum í Texas rækta Johnson-hjónin Here- ford nautgripi, sem seldir eru til kynbóta, og auk þess svín og sauðfé. Sex reiðhesta hafa þau sér til skemmtunar og skemmti- legur lítill hundur tekur gjammandi á móti gestum, sem að garði ber. ★ Lyndon B. Johnson er son- ur fátæks bónda í Texas. Hann fæddist 27. ágúst 1908 og ólst upp á bæ foreldra sinna. Lít- ill afrakstur var af búskapn- um, enda skilyrði mjög slæm. Johnson kynntist því snemma af eigin raun erfiðleikum smábóndans og frá því að stjórnmálaferill hans hófst, Lady Bird Johnson og dóttir hennar Lynda heilsa stúdentum á Jamaica. Varaforsetahjónin hafa mjög mikinn áhuga á að kynnast öðrum löndum, og frú Johnson notar hvert tæki færi til þess að auka þekk- ingu sína á landbúnaði, sem er eitt aðal áhugamál hennar. Varaforsetinn og kona hans eru bæði frá Texas. Þar hafa þau keypt stóran búgarð og nota hverja frístund til þess að fylgjast með rekstri hans. Þegar opinberum störfum í Washington sleppir, halda hjónin til búgarðsins við Ped ernales ána. Þar búa þau í 100 ára gömlu húsi, sem þau keyptu fyrir 11 árum af frænku varaforsetans. Þau hófust strax handa um end- urbætur á húsinu og hinir fjölmörgu, sem notið hafa gestrisni varaforsetahjón- anna, eru sammála um, að heimili þeirra beri vott ein- stakri smekkvísi frúarinnar, en hún teiknaði sjálf innrétt- inguna. Á fótþurrkunni við dyr hús Johnson-hjónanna í Texas er eftirfarandi áletrun „Allir íbúar heims hjartan- lega velkomnir". Og hjónin hafa ekki látið sitja við orð- in tóm, því að menn af fjölda hefur hann barizt ötullega fyrir bættum hag bænda t.d. rafvæðingu sveitanna, vega- gerð og aukinni vélvæðingu. Foreldrar Johnsons bjuggu nálægt Johnson • City í Tex- as, og meðan hann var enn á barnsaldri, tók hann að sér ýmis létt störf í borginni til þess að afla fjár, en stundaði þó skólanám sitt af kost- gæfni. Er Johnson var 16 ára, útskrifaðist hann úr fram- haldsskóla. Vestrið heillaði hinn unga mann. Hann hélt til Kaliforníu og starfaði þar um nokkurt skeið, en festi ekki yndi, og hélt aftur heim til Johnson City og réði sig í vegavinnu. Hann langaði til þess að læra meira og hóf nám við kennaraskóla Hann lét ekki á sig fá, þó að hann þyrfti að vinna með náminu og lauk kennaraprófi 1930. Þegar Johnson hafði starfað við kennslu í tvö ár, bauðst honum staða einkaritara repú blikanaþingmannsins Ric- hards Kleberg. Hann tók til boðinu vegna þess að hann hafði alltaf haft áhuga á stjórnmálum og sá þama tækifæri til þess að kynnast þeim nánar. Skömmu eftir að John- son kom til Washington hóf hann lögfræðinám við kvöld- skóla í borginni. í Washing- ton kynntist hann ungri stúlku Claudiu Taylor, sem var nýútskrifuð úr háskóla. Þau felldu hugi saman og gengu í hjónaband 1934 eftir nokkurra mánaða kynni. Þegar Lyndon Johnson hafði verið ritari Richards Kleberg í fimm ár, losnaði þingsæti í Texas, og hann á- kvað að bjóða sig fram. Kosn ingabaráttan var ströng fyrir mann, sem ekki hafði tekið beinan þátt í stjórnmálum áður, en Johnson sýndi mik- inn dugnað og hæfileika og vann glæsilegan kosningasig- ur. Johnson sat í fulltrúar- deild Bandaríkjaþings, þar til Bandaríkin sögðu Þýzka- landi og Japan stríð á hendur 1941, en þá var hann fyrsti þingmaðurinn, sem lét skrá sig í herinn. Johnson var dugandi hermaður var sæmd ur heiðursmerki fyrir fram- göngu sína í styrjöldinni. Arið 1948 var Lyndon B. Johnson kjörinn öldunga- deildarþingmaður og átti sæti í deildinni, þar til hann tók við embætti varaforseta. Sam starfsmönnum hans í öldunga deildinni duldust ekki hinir miklu hæfileikar stjórnmála- mannsins frá Texas. Hann var snemma kjörinn formað- ur nokkurra nefnda, og 1953 þegar demókratar misstu meirihlutann í öldungadeild- ' inni, var hann kjörinn for- maður minnihlutans. 1954 náðu demókratar aftur meiri Lyndon Johnson stöðvar bifreið sína til þess að ræða við svertingjadreng á Jamaica. Við hlið Johnsons í bifreið- inni er Sir Alexander Bustamente, forsætisráðherra Jamaica. hluta í deildinni, og Johnson gegndi áfram formennsku. Ári síðar fékk Johnson hjarta slag, og margir óttuðust, að ferli hans, sem stjórnmála- manns væri lokið. En eftir skamma sjúkdómslegu, reis hann úr rekkju fullhraustur og hefur engann bilbug látið á sér finna síðan. Meðan Johnson sat í öld- ungadeildinni varð hann vin- sæll meðal þjóðar sinnar vegna þess, hve góður árang ur varð af störfum hans í deildinni, en eftir að hann var kjörinn varaforseti juk- ust vinsældir hans stöðugt, og er honum frábærlega vel fagnað, hvar sem hann fer um Bandaríkin. Kona Johnsons, Lady Bird, hefur alla tíð haft mikinn áhuga á stjórnmálastörfum manns síns og verið honum ötull aðstoðarmaður. Mest hefur reynt á frú Johnson, eftir að maður hennar var kjörinn varaforseti Banda- ríkjanna, en hún hefur gegnt hlutverki sínu sem næst æðsta kona Bandaríkjanna með miklum sóma. Eins og áður segir, hefur frúin búið manni sínum og dætrum ynd- islegt heimili í Texas og þekk ing sú á landbúnaði, er hún ávann sér í æsku á búgarði föður síns, kemur henni að góðu gagni, er hún aðstoðar mann sinn við rekstur bú- garðsins. Varaforsetahjónin aka yfir á í landareign sinnL Claudia Alta Taylor John- son fæddist á búgarði föður síns í austurhluta Texas 1913. Þegar hún var tveggja mán- áða, gaf matsveinn foreldra hennar henni gælunafnið Lady Bird, og síðan hefur hún aldrei verið nefnd skírn arnafni sínu. Þegar Lady Bird var fimm ára missti hún móður sína og bræður henn- ar tveir voru sendir í heima- vistarskóla. Vistin á búgarð- inum var einmanaleg fyrir litlu stúlkuna, en hún var hörð af sér og fékk á unga aldri önnur áhugamál, en stúlkur almennt. Til dæmis kynnti hún sér af miklum áhuga bókhald, stjórn bú- garða og viðskiptafræði, til þess að vera undir það búin að taka við stjórn búgarðs í Alabama, er hún erfði eft- ir móður sína. Þegar Lady Bird var 17 ára hóf hún há- skólanám og lauk B.A. prófi og prófi í blaðamennsku. Einn ig lærði hún hraðritun og vélritun, og sú kunnátta kem ur henni oft að gagni, er maður hennar þarf að lesa fyrir bréf á kvöldin. Frú Johnson hefur mikinn áhuga á lífi annarra þjóða og hef- ur lært mörg tungumál til þess að geta kynnzt þjóðun- um af eigin raun. Á síðustu árum hefur frúin sótt tíma í rússnesku. Frú Johnson erfði nokkra fjármuni eftir móður sína, auk búgarðsins, og fyrir þá keyptu hún litla útvarpsstöð, sem rekin var með tapi. Hún fór sjálf yfir bókhald stöðvarinnar og tókst smám saman að breyta henni í blómlegt fyrirtæki. Þó að opinber skyldustörf frú John- son hafi aukizt mjög frá því, að hún keypti útvarpsstöð- ina, fylgist hún enn með rekstri hennar. tvær dætur, Lyndu Bird, 19 ára og Lucy Baines, 16 ára. Lynda Bird hefur tekið þátt í öllum utanferðum foreldra sinna á undanförnum árum, og varaforsetahjónin hafa lagt áherzlu á, að kenna henni að koma fram opinberlega og taka þátt í opinberu lífi. Lynda stundar nám við Tex- asháskólann. Þegar hún kem- ur heim frá Norðurlöndum, hefst annað námsáj hennar við skólann. Hún stundar Varaforsetahjónin eiga Framh. á bls. 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.