Morgunblaðið - 15.09.1963, Blaðsíða 20
20
MORCUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 15. sept. 1963
BRJÁLAÐA HÚSIÐ 2!
ELIZABETH FERRARS --------!
Hún svaraði hávær: — Þú
veizt, Toby, að ég skal áreiðan-
lega borga þér það aftur. Og
það fljótlega. Ég hef augastað á
atvinnu, sem ég held ég gæt . . .
— Jæja þá svaraði Toby
hörkulega. Hann náði í ávísína-
bókina sína og flýtti sér að
skrifa. — Þú ert þó ekki með
eitthvert skyndigróðabragð í
huga? spurði hann snöggt.
Hún skrikti. En þegar hann
leit á hana, kæfði hún hlátur-
inn niður í skyndi og setti upp
sunnudagssvip. í hvarmarauðum
augunum, mátti greina þakklát-
semi, sem minnti einna mest á
tryggan hund. Og þegar Toby
rétti henni ávísunina, komu tár-
in fram í augun og hún eins og
hálfféll saman í sætinu.
— Æ, guð minn góður! Ég vil
ekki gráta. Ég vil það ekki-
En engu að síður sneri hún
sér við í stólnum og gróf and-
iitið í stólbakið og grét með
ekka.
Toby og Georg sátu kyrrir og
sötruðu kaffið sitt.
Allt í einu sagði Toby. — Þér
væri betra að segja mér frá öllu
saman. Hefur einhver náð ein-
hverju þrælataki á þér? Er það
kannski þessi kvensa, hún
Druna?
Hún rétti sig snöggt upp í sæt-
inu. — Druna? Röddin var loðin
bæði af gráti og kvefi. — Hvers
vegna ertú alltaf að stagast á
henni? Hvað hefurðu á móti
henni?
— Mér skilst hún sé heidur
tortryggilegur kvenmaður.
— Þetta er ekki annað en
hlægilegir fordómar hjá þér. Þú
þekkir ekki haus eða sporð á
henni. og ég vil bæta því við, að
ég ætla ekki að fara að svara
neinum spurningum. Ó, guð
minn góður — hún greip and-
ann á lofti — ég er orðin alveg
stífluð í nefinu. Ég ætti að taka
meðalið mitt, má ég það? Mér
skánar heldur við það. Er ekki
klukkan orðin yfir ellefu? Jú,
auðvitað er hún það — en ég
má ekki taka þetta meðai oftar
en á þriggja tíma fresti. og ég
tók það síðast um klukkan átta.
Hún flýtti sér að leita í tösk-
unni sinni og tók upp lítið flatt
glas.
— Maður ætti ekki að vera að
gráta, með kvef? sagði hún. —
Þegar það tvennt fer saman, er
alveg eins og ég ætli að kafna.
Toby horfði þegjandi á meðan
hún dældi nokkrum dropum í
hvora nös, með pípu, sem var
fest á tappann. Síðan snýtti hún
sér fast, og svo var eins og hún
áttaði sig og púðraði á sér nef-
ið á eftir. Og það var ekki um
að villast, að röddin varð skírari
að þessu loknu.
— Toby, þú hefur alltaf verið
svo afskaplega góður við mig,
og ég vildi gjarna segja þér alla
söguna — mig langar beinlínis
til þess, því að það væri svo
mikill -léttir að geta sagt hana
einhverjum manni með viti —
en, þú skilur, ég hef lofað að
segja hana engum. Síðustu orðin
voru sögð í svo hátíðlegum róm
að það minnti mest á alvöru af
vörum barns. Svo greip hún boll
ann og hvolfdi í sig því, sem
eftir var í honum. •— Og má ég
svo sofa hérna í nótt?
Þegar Toby hló að þessari
spurningu, brosti hún eins og
krakki.
— Þakka þér voða vel fyrir.
En svo færðist skuggi yfir and-
lit hennar. Þú áttir við, að ég
megi það, er það ekki? Þegar
þú hlærð svona, þýðir það þá
ekki, að . . .?
— Gott og vel, gott og vel,
sagði hann, — þó að ég skilj:
nú ekki, hversvegna þú getur
ekki farið í gistihús . . . Er það
kostnáðurinn við það? Ef svo
er. . . .
— Nei, ég sagði þér, að það er
af því, að ég er dauðhrædd við
gistihús. Ég veit, að það er
heimska hjá-mér, en ég ligg bara
vakandi og skelf — ó, það er
svo hræðilegt!
Það snuggaði eitthvað í hon-
um. — Og þessi Druna þín.
Hversvegna ertu hrædd við
hana?
— Ég er það alls ekki, svaraði
hún fyrtin. — Það er bara þetta,
að stundum vill maður ekki hitta
tiltekna manneskju. Kannski er
það vegna þess . . . . ég veit ekki,
hvernig ég á að orða það ....
en ég verð stundum eitthvað svo
hræðilega einmana. Ég veit sjálf
hvað ég er vitlaus og að flestir
eru miklu skynsamari en ég, og
ég er afskaplega þakklát hverj-
um, sem getur þolað mig ....
eins og til dæmis þú. Já Toby.
það er ég sannarlega. Það er
alveg voðalegt að vera svona vit
laus. Þú hefur enga hugmynd um
hvað það getur stundum verið
óþolandi. Stundum finnst mér ég
skuli reyna að gera eitthvað við
því, en ég veit bara, að það
þýðir ekki neitt. Það eina, sem
ég á, er mikill dugnaður. Já, þú
veizt, að ég á hann til, og meira
en flestir aðrir. Og það er líka
svo hræðilegt. Maður hleypur
fram úr rúminu á morgnana, og
finnur alla aðra í versta skapi og
maður hleypur um allt til að
gera húsverkin og er kátur og
glaður, en það kemur bara hin-
um 1 ennþá verra skap, en þau
voru áður. Ekki veit ég, hvernig
á fer að þegar ég er orðin gift
Karlmenn eru svo ómögulegir á
morgnana, er það ekki? Annars
býst ég svo sem ekki við, að ég
giftist nokkurntíma. Ég held þaö
gæti verið ágætt fyrir mig að
verða hjúkrunarkona, finnst þér
það ekki?
Toby lofaði henni að vaða.
Hún rétti fram bollann sinn til
að fá í hann aftur, og með kvef-
uðu en þó fjörlegu andlitinu
brosti hún til Georgs og sagði: —
Það er þó það gott við það, að
ég get lært eitthvað í líkams-
fræði. Það er voðalegt, hvað
maður veit lítið um mannlegan
líkama. Ég segi það nú sjaidan
neinum, þó að ég segi þér það
— allra sízt henni Drunu. Hún
er svo afskaplega fróð um allt
slíkt, og þekkir fræðiorð um alla
skapaða hluti. En hjúkrunarkona
lærir allt þetta almennilega, er
það ekki? Ég á ekki við, að ég
ætli að fara út í þetta þess vegna
— hún skríkti, eins og í afsok-
unarskyni — en samt sem áður
held ég, að þetta gæti verið
mesta ráð, eða finnst ykkur það
ekki.
— Mér finnst, sagði Toby, —
að ef þú ætlar að gista hérna, þá
sé bezt fyrir þig að komast serh
fyrst í háttinn með allt þetta
kvef þitt.
Hún fór að hreyfa einhverjum
mótmælum, að þá ræki hún þá
út úr stofunni, því að þar ætlaði
hún að sofa. Hún tæki ekki í
mál, að fara að hrekja an.nan
hvorn þeirra úr rúmi fyrir sig.
— Og svo er nú ekkert orðið
áliðið, og það er eins og heil
öld síðan ég hef hitt þig, Toby,
og það er gaman ag geta taiað
við þig.
— Nei, sagði Toby, það er
alveg nógu framorðið. Nú ferð
þú að hátta!
— Já, en ég ætla að sofa
hérna, sagði Lou. — Það þýðir
ekkert að rífast um það, því að
það er ákveðið.
— Er það? sagði Georg. Og
það varð úr, að hún svaf í her-
bergi Georgs, en Georg fékk sér
eitthvað af teppum og svaf á dag
stofugólfinu.
— Hver er hún, Toby? sagði
Georg, eftir að hún var farin út
og þeir gátu lokið við kaffið
í næði í dagstofunni.
Mæðuhláturinn, sem Toby rak
upp, endaði í geispa. — Ég
kynntist henni fyrst fyrir svo
sem tveim árum. Það var í ein-
hverskónar saAkvæmi. Hún
hafði fengið eitthvað ofurlítið að
drekka. Það var eins og hún væri
eitthvað hrædd við það. Ég fór
með henni út og gekk með henni
fram og aftur dálitla stund og
gaf henni holl ráð, og eftir það
gaf hún sig talsvert að mér og
reyndi að fá hjá mér uppfræðslu
um lífið í heild — hinar svoköll-
uðu staðreyndir þess meðtaldar.
— Hvað gerir hún? spurði
Georg og seildist með teskeiðina
í sykurinn.
— Ég held hún leiti sér aðal-
lega að atvinnu, svaraði Toby, —
og lifi annars á atvinnuleysis-
styrk. Öðru hverju er hún einka-
ritari stundarkorn, eða þá búð-
arstúlka, eða þá aðstoðarstúlka
hjá lækni, til að opna hurðina
og skrá viðtöl. Hún er munaðar-
laus. Að því er ég frekast veit,
á hún systur og mág einhvers
staðar í Surrey, en er ekkert
hrifin af þeim. Hún vill hafa
kunningjahópinn dálítið til-
breytilegan. Það væri gaman að
vita, hvað henni liggur á hjarta
núna. Það gæti vel verið fjár-
kúgun . . . hún er einmitt mátu-
legur bjáni til að halda að eitt-
hvað, sem er alveg meinlaust,
geti kostað hana þagnarskilding.
Ég hefði átt að hafa upp úr
henni, hvað það var. En ég reyni
aftur í fyrramálið.
Hann fleygði vindlingsstúfn-
um í kaldan arininn, steig síðan
ofan á hann.
— Það á drjúgan þátt í vand-
ræðum hennar, að hún er svo
viðbragðsfljót, að með ólíkind-
um má telja. Hún myndi gera
hvað sem væri fyrir hvern sem
er. Bezta stúlka. Hann geispaði
aftur.
— Oft langar mig til að myrða
hana!
Og þegar það svo gerðist í
raun og veru, að einhver myrti
Lou Capell, varð Toby manna
fyrstur til að frétta það.
Lou hafði farið uin morguninn
áður en þeir félagar komu á
fætur. Hún hafði gengið vand-
lega frá öllu í herbergi Georgs,
og skilið eftir miða á kommmóð-
unni, með þakkarorðum til
þeirra beggja, fyrir greiðasemi
þeirra.
Toby hafði eytt deginum og
nokkru af kyöldinu í ritstjórnar
skrifstofunni, en þangað kom
hann einstöku sinnum.
Klukkuna vantaðf um það bil
kortér í níu, þegar hringt var
á hann heima hjá honum. Veik
rödd, sem hann þekkti ekki,
spurði: — Toby Dyke, er ekki
svo? Ég tala frá Wilmers End.
Lou Capell er dáin . . . myrt.
Heyrðuð þér, hvað ég sagði?
Myrt. Ávísunin yður hefur verið
tekin af henni. Væri ekki betra,
að þér kæmuð hingað sem fyrst?
Svo var hringt af.
3|lltvarpiö
Sunnudagur 15. september.
8:30 Létt morgunlög. — 9:00 Fréttir.
9:10 Morguntónleikar; — (10:10 Veð»
urfregnir).
11:00 Messa í Dómkirkjunni (Prestur:
Séra Óskar J. Þorláksson. Org»
anleikari: Dr. Páll ísólfsson).
14:00 Miðdegistónleikar.
12:15 Hádegisútvarp.
14:00 Miðdegistónleikar:
a) Tríó nr. 2 í Es-dúr op. 100
eftir Schubert (Rudolf Serkin
leikur á píanó, Adolf Busch.
á fiðlu og Hermann Busch á
selló).
b) Rússneski háskólakórinn syng
ur. Söngstjóri: Alexander
. Svesnjikov.
c) Konsert-mansöngur fyrir
hörpu og hljómsveit eftir
Joaquin Rodrigo (Nicanor
Zabaleta og Sinfóníuhljóm-
sveit Berlínarútvarpsins leika
Ernst Márzendorfer stjórnar).
15:30 Sunnudagslögin. — (16:30 Veður-
fregnir).
17:30 Barnatími (Helga og Hulda
Valtýsdætur):
a) Leikrit: ,,Túlútta og Matró'-
nella í hjólreiðaferð“ eftir
Babbis Friis Bostad. — Leik-
stjóri: Baldvin Halldórsson.
b) Saga: ,,Runki og Ribbi“ eftir
Beverly Cleary. — Ólöf Jóns-
dóttir þýðir og les.
18:30 „Dísa mín, góða Dísa mín“;
Gömlu lögin sungin cg leikin.
16:55 Tilkynningar. — 19:20 Veður-
fregnir.
19:30 Fréttir.
20:00 Létt hljómsveitarverk eftir Tjai-
kovsky. Offenbach og Smetana
(Hans Carste stjórnar hljóm-
sveitunum, sem leika).
20:15 Albert Luthuli; fyrra erindi
^ (Ólafúr Ólafsson kristniboði).
20:40 Frá tónlistarhátíðinni i Schwetz-
ingen í maí s.l.: Hermann Prey
syngur lög eftir Schumann,
Brahms og Richard Strauss. Við
píanóið: Gúnther Weissenborn.
21:10 í borginni, — þáttur í umsjá
Ásmundar Einarssonar blaða-
manns.
22:00 Fréttir og veðurfréttir. —
22:10 Danslög.
23:30 Dagskrárlok.
Mánudagur 16. september.
8:00 Morgunútvarp.
12:00 Hádegisútvarp.
13:00 „Við vinnuna': Tónleikar.
15:00 Síðdegisútvarp.
18:30 Lög úr kvikmyndum. —
18:50 Tilkynningar.
19:20 Veðurfregnir. — 19:30 Fréttir.
20:00 Létt iög, leikin af hljómsveit.
20:15 Um daginn og veginn (Axel
Thorsteinsson rithöfundur).
20:30 íslenzk tónlist: ,,Islandia“ eftir
Sveinbjörn Sveinbjörnsson.
(Hljómsveit Ríkisútvarpsins
leikur. Stjórnandi: Bohdan
. Wodiczko).
20:40 Erindi: Kennið þeim (Séra Helgl
Tryggvason á Miklabæ).
21:15 Píanótónleikar: Dinu Lipatti leik
ur verk eftir Bach.
21:30 Útvarpssagan: „Herfjötur'* eftir
Dagmar Edquist; XIII. (Guðjón
Guðjónsson).
22:00 Fréttir síldveiðiskýrsla og veður*
fregnir.
22:20 Búnaðarþáttur: Haustviðhorf
(Kristján Karlsson erindreki
Stéttarsamband* bænda).
22:40 Kammertónleikar:
Strengjakvartett í F-dúr eftir
Ravel (Ungverski kvartettm»
leikur).
23:10 Dagskrárlok.
KALLI KUREKI
Teiknari; FRED HARMAN
PROVIDEWCE WAS WATCHIW
OUT FOR TH'OL'-TIMER' I
WAS S0 S0EZY FOZ HIM'
I COULDN’T STAND
THAT BOSSY W0MAW
SHE'S ONTH’TEAlW
HEADIW’BACK FOE
COWWECTICUT, \
SPOUTIW' FIEE LIICE !
A VOLCANO.
RED, X DOW’T KWOW HOW^
YOU DOWE IT, BUT X'LL B£ i
ETEKWALLY GZATEFUL '
WHY, I ALM0ST MAREIED I
A HOMA .-A HOMICIDE-- )
A k-ll I FF * ------
-— Forsjónin hefur verið með
gamla manninum í þetta sinn. Ég
vorkenndi honum svo. Ég þoldi ekki
þennan kvenmann.
— Það er rétt að ég fari og grafi
hann upp hvar svo sem hann heíur
falið sig ef hann er ekki dauður úr
hræðslu.
Stuttu seinna.
— Hvar ertu. Þér er óhætt að gefa
þig fram.
— Heyrðu Kalli. Ertu eion? Hvar
er hún?
— Hún er í lestinni á leið heim
til Connecticut, og hún spúir eldi
eins og eldfjall.
— Kalli, ég veit ekki hvað þú gerð
ir, en ég verð þér þakklátur alla ævL
Ég var rétt búinn að kvænast morð-
ingja.