Morgunblaðið - 15.09.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.09.1963, Blaðsíða 23
Sunnudagur 15. sept. 1963 MORGUNBLADID 23 - A lygnum sjó Framh. af bls. 3 eftir 4 mínútur, öllu tjaldað, sem til er. Þetta er sýning vegna sjón- varpsmanna í bátnum, þeir eru að taka sjónvarpskvik- mynd af ferð skipsins og líf- inu um borð. En það er sama lognið. Seglin hanga á ránum eins og líflausir, krossfestir líkamir, allur lífsandi frá þeim tekinn. En það er feg- urð, tign og reisn yfir þessum hásiglda öldufák, þegar hann hvílist á báruhægindinu á miðjum Eyjafirði, þar sem hlíðar hlógu eitt sinn við Hallsteini. Óneitanléga væri ekki síður svipmikið að sjá gamminn kljúfa rjúkandi öldu kambana á úthafinu, frjálsan og háreistan með flaksandi veifur. TJndan Hauganesi leggur Sævar upp að skipshliðinni, sjónvarpsmennirnir stökkvá um borð. Þeirra starfi er lok- ið að sinni. Nú förum við gestirnir að tygja okkur frá borði, það er bezt að nota bátsferðina. Við kveðjum gest gjafana með virktum og þakk- læti fyrir þessa óvenjulegu lífsreynslu. Nonni og Manni standa nær okkur en áður. Við höfum fengið að lifa glæsimennsku horfinnar ald- ar í svip, eða öllu heldur að skynja stemningu hennar eina morgunstund. Sjóliðarnir mynda heiðurs- raðir, meðan við stirðir land- krabbar bröltum yfir borð- stokkinn og fálmum okkur niður kaðalstigann, unz við stöndum á þiljum Sævars. Einn blæs í blístru, hinir eru svipbrigðalausir í röðunum, en ég þykist einhvern veginn finna hláturinn brjótasf um í brjósti þeirra. Það hlýtur að vera Spaugilegt í þeirra aug- um að sjá til okkar. En þetta eru kurteisir menn. Ssevar leggur frá skips- hliðinni. Það er veifað og kall að í kveðjuskyni á báða bóga. Við stefnum til Dalvíkur. Enn er sama rjómalognið. Gorch Fock virðist ætla að bíða byrjar. Þegar við ökum suður yfir Hámundarstaða- hálsinn, sjáum við þó, að Eng- el hefir leiðzt þófið Og stefnir nú í sundið vestan við Hrísey. Greinileg skrúfuröst er aftur af skipinu. Brátt ber leiti á milli okkar og þess. Minnis- stæðum kapítula er lokið. Sv. P. — Ovissa T~ ! Framh. af bls. 15 stjórn" og sum blöð eru svo sár, að þau bregða fyrir sig fúkyrðum, sem óvenjulegt er að sjá í norskum blöðum. Fylgismenn núv. stjórnar eru mjög ánægðir með hana og sjálf telur stjórnin sig hafa undirbúið samvinnuna svo vel, að engin hætta sé á mis- klíð innan ráðuneytisins. Þetta hefur mjög ljóst komið fram í útvarpshólmgöngum þeim, sem nú fara fram í tilefni af s veitas t j órnarkosningunum. 'Þar sjá stjórnarflokkarnir ekki sólina hver fyrir öðrum, og allt er í einingu andans og bandi friðarins. Stjórnin virð- ist auðsjáanlega ekki gera ráð fyrir, að EEC komi á dag- skrá í bráð, því að þá mundi slettast upp á vinskapinn. í umræðum blaðanna um hina nýju stjórn kemur yfir- leitt fátt fram að spá- dómum um hana. Yfir- leitt þykja það góðir og gegnir menn, sem valizt hafa í hana, og ekki verður sagt, að neinn þeirra hafi orðið fyr ir aðkasti sérstaklega. Um stefnuskrá stjórnarinnar eru að svo stöddu litlar umræður, því að hún hefur ekki verið birt. En af því sem haft er eftir hinum ýmsu ráðherrum í blöðunum má ráða, að stjórn in muni m.a. beita sér fyrir auknum ellistyrk, meiri vega- bótum, byggingu skóla og sjúkrahúsa og endurskoðun á skattalöggj öf inni. f herbúðum stjórnarflokk- anna er Gerhardsensstjórn- inni einkum lagt það til ámæl is, að hún hafi verið orðin of einráð og ekki sýnt þinginu næga virðingu. Verkamanna- flokkurinn hefur haft hrein- an meirihluta á þingi síðan haustið 1945 og Gerhardsen verið svo mikils ráðandi í flokki sínum, að í raun réttri hefur hann stjórnað landinu — og þinginu. Mun mega til sanns vegar færa, að hann hafi eigi alltaf sýnt þinginu nægilega nærgætni, og stund um vanrækt að bera undir það mál, sem þingið á heimt- ingu á að fjalla um. Fram- kvæmdavaldið verður undir slíkum kringumstæðum gjarn an sterkara en löggjafarvald- ið og stjórnarandstaðan í tíð Gerhardsens kvartaði oft und an því, að ekki væri tekið nægiletg tillit til þingsins og þeirra gömlu orða Johans Sverdrups, að „allt vald skuli saman komið í þessum sal“, þ. e. stórþingssalnum. En í baráttunni sem nú er háð endurhljómar enn það sama sem gerði vantrausts- umræðurnar drepleiðinlegri en flest annað, sem útvarpað hefur verið frá Stórþinginu. Verkamannaflokkurinn stag- ast á því, að hann sé gerður að píslarvotti vegna slysanna á Svalbarða en borgaraflokk- arnir neita því, en segjast vilja endurreisa virðingu þingsins. En Finn Gustavsen hefur hana í hendi sér núna og leikur sér að því að láta flokkana vega salt. Skúli Skúlason. Leiðrétting f FRÁSÖGN blaðsins í gær af skipaskiptum Sameinaða gufu- skipafélagsins á leiðinni milli ís lands og Danmerkur slæddist inn ritvilla. Þar er það haft eftir Gunnari B. Sigurðssyni forstjóra að skiptin fari fram um áramótin 1963/64, en átti að vera áramót in 1964/65, eins og fram kemur í fréttinni. Er forstjórinn beðinn afsökunar á þessari misritun. — Johnson nám sitt af kostgæfni og er miklum hæfileikum búin. Hún nýtur vinsælda meðal skólafélaga sinna og kennara. Foreldrar Lyndu hafa einnig lagt áherzlu á, að hún læri að vinna fyrir sér, og s.l. tvö sumur hefur hún unnið al- hliða skrifstofustörf í út- varpsstöð móður sinnar í Tex as. 40 ÁRA REYNSLA TRYGGIR GÖÐA ÞJÚNUSTU Art Métal SKHIFSTOFUHÚSGÖGN & ÁHÖLD Skjalaskápar Spjaldskrárskúffur Spjaldskrárhjól Kortakassar Stálskrifborð S kr if stof ustólar Geymsluskápar o. fL (TÍJLiam'OTncmÉ-) Stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í Evrópu. Mikrofilmu- vélár og nauðsynlegir fylgihlutar. Kynnið yður það nýjasta í geymslu skjala. SBB SM/TH-EORONA MARCHANT Marchant kalkulatorar hafa veríð í notkun hérlendis í yfir 30 ár og eru viðurkenndir fyrir öryggi. Hraðvirkustu og vönduðu kalkulatorar, sem völ er á. Fullkomm þjónusta. RALFI KC Spjaldskrárkassar og skápar fyrir banka, vátryggingafélög og stærri fyrirtæki. Býður einnig færibönd til flutmngs skjala á milli hæða og deilda. Peningakassar fyrir verzlanir og hótel. Vér aðstoðum yður við val á kassa við yðar hæfi. Viðgerðarmaður lærður frá verksmiðju. B U R N S I D E Eldtraustir peningaskápar, skjala- og bókaskápar jafnan fyrirliggjandi í 6 stærðum. Kalamazoo Lausblaðabindi eru landsþekkt fyrir gæði. Kalamazoo býður yður hentugar bókhaldsaðferðir fyrir smærri og stærri fyrirtæki. Kalamazoo tryggir yður það bezta og handhægasta, sem völ er á hvort heldur við handbókhald eða vélbókhald. Allar nánari upplýsingar um framleiðslu ofangreindra fyrirtækja og fjölda annarra veittar á skrifstofu minni. Sýnishorn, myndalistar og verðskrár á staðnum. 40 ára reynsla í viðskiptum tryggir yður hagstætt verð, góða vöru og fullkomna þjónustu. EGILL GUTTORMSSOIV Heldverzlun Vonarstræti 4 — Sími 14189. Johnson hjónin eru góðir félagar dætra sinna, og þó þau séu oft að heiman og dæturnar sakni nærveru þeirra, segist Lynda telja, að Lady Bird sé þeim mjög góð móðir. Hún og Lucy vita, að móðir þeirra hugar alltaf til þeirra hvort sem hún sé heima eða heiman. Lynda Johnson er trúlofuð ungum Texasbúa, Bernard Rosenbach, sem lokið hefur prófi frá háskóla bandaríska sjóhersins og gegnir nú her- skyldu. Trúlofun þeirra hef- ur ekki verið tilkynnt form- lega og brúðkaupsdagurinn er óákveðinn, því að Linda vill ljúka háskólanámi sínu, áður en hún gengur í hjóna- band. Syndið 200 metrana lokadagur Sparifjáreigend ur Avaxta sparifé á vinsælan og öruggan hátt. Uppl. kl. 11-12 f. h. og 8-9 e. h. Margeir J. Magnússon Miðstræti 3A. Sími 15385 og 22714. Loftpressa á bil til leigu GUSTUR HF. Sími 23902. Schannongs minmsvarðar Biðjið um ókeypis verðskrá 0 Farimagsgade 42 Kpbenhavn 0.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.