Morgunblaðið - 15.09.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.09.1963, Blaðsíða 6
6 MORCUN BLAÐIÐ Sunnudagur 15. sept. 1963 ..með kvöldkaffinu ÞEGAR ÞÉR gistið i Kaup- mannahöfn, getið þér lesið Morgunblaðið samdægUrs, — með kvöldkaffinu í stórborg- inní. FAXAR Flugfélags íslands flytja blaðið daglega cg það er komið samdægurs i blaða- söluturninn í aðaljárabrautar- stöðinni við Ráðhústorgið — Ifovedbanegardens Aviskiosk. FÁTT er ánægjule.gra en að lesa nýtt Morgunblað, þegar verið er á ferðalagi vtra eða dvalizt þar. ÞESSI fallega mynd birtist af Geraldine Chaplin í brezku blaði nýlega, en hún stundar ballett- nám í London eins og kunnugt er. í blaðinu var rætt um hina sérkennilegu hárgreiðslu ung- frúarinnar og smekklega andlits- snyrtingu. Geraldine er með mittissítt slétt hár, sem hún vef- ur í hnút í skólanum og heima, en lætur falla niður um herð- arnar, þegar hún sýnir sig á mannamótum. Samkvæmt upp- lýsingum blaðsins notar hún eng- in snyrtilyf nema sápu og vatn, og ber stundum fölan varalit á varir sér að kvöldlagi. Ljósmyndarinn var ánægður, þegar ríkasti maður Frakklands, Rothsohild barón, fór allt í einu að dansa skringilega, nýtízku dans sem nefnist Hull-Gully, á dansleik í Deauville. Að sjálf- sögðu tók hann margar myndir af baróninum undir þessum kring umstæðum, sem síðast birtist í fjölmörgum blöðum víða um heim. Dansfélagi barónsins er ónafngreindur danskennari. ★ JOHN Profumo, fyrrverandi varnarmálaráðherra Englands, hugðist kaupa sér landsetur á ír- landi, skammt frá Dublin. Hann fór þangað til að semja um kaupverðið. Eigandinn vildi fá um 600 þúsund krónur en Profumo bauð 550. En það spurðist fljótlega hver þarna væri á ferð. Eigandinn var þá ekki lertgi að hækka verðið um 50 þús. krónur. — Það er ekki sama Jón og sr. Jón. ★ f FYRRADAG var barnabarni Svan Engwall, hins þekkta kaffi kóngi í Svíþjóð, rænt en skilað aftur eftir átta klukkustundir gegn um 120 þús. kr. lausnar- gjaldi. Þetta er í fyrsta skipti sem jafn alvarlegt barnsrán er fram- ið í Svíþjóð og leitar nú lög- reglan að þeim seku. Málsatvik eru þessi í stuttu máli: — Marie Engwall, 8 ára göm- ul, var á leið í skóki í heimabæ sinum Gavle. Hún er dóttir Jacobs Engwall, forstjóra, ein af fjórum börnum. Jacob er son- ur Svan Engwall, sem gengur undir nafninu „kaffikóngur Sví- þjóðar." Skammt frá heimili Marie stanzaði hvítur SAAB-fólksbif- reið. Við stýrið sat maður um þrítugt og ljóshærð stúlka við hlið hans. Þau buðu Marie að ganga inn í bílinn. Það hafði áður verið ákveðið, að bekkur Marie færi í skógarferð umrædd- an dag, og skötuhjúin kváðust vera að sækja alla skólafélag- ana. a Eftir að Marie var komin upp í bílinn, kölluðu þau faðir henn- ar upp í talstöð og sögðu honum að skilja eftir áðurnefnda upp- hæð á salerni í litlu veitingahúsi í Gávle. Hann hélt fyrst að þetta væri spaug og komst fljótlega að raun um að alvara var á ferðum. Hann afhenti lausnar- féð um 6-leytið um kvöldið og stuttu seinna kom Marie heim í leigubifreið. Lögreglunni var gert viðvart, en leitin hefur enn ekki borið árangur. Marie getur aðeins gefið óljósa lýsingu á skötuhjúunum í bíln- um, en segir að þau hafi verið sér góð, og sýnt henni dýragarð í nærliggjandi borg. í fréttunum ^ Birting á nöfnum afbrotamanna „Áhyggjufull móðir“ skrif ar: „Kæri Velvakandi! Eg hugsa, að flesta hafi hryllt við að lesa um þessa svívirði- legu árás, sem gerð var á 15 ára telpu í Hljómskálagarðin- um fyrir skömmu. Það var á- gætt, hve fljótt tókst að hafa upp á afbrotamönnunum, en ég á ekki orð til að lýsa undr un minni yfir því, að eklá skyldi einu sinni birt nöfn þeirra og heimilisföng. Mér finnst það lágmarkskrafa, og veit ég, að ég mæli þar fyrir munn margra foreldra. Eins ætti tafarlaust að birta myndir af þeim, svo að ungar stúlkur gætu varað sig á þessum glæpa mönnum. Eg veit, að t.d. 1 Bandaríkjunum er svona glæp- ur talinn næst morði, en hér virðist þessum mönnum hlift af einhverjum óskiljanlegum á stæðurti, enda virðist fólk varla óhult á götum úti að kvöldlagi fyrir árásum og öðru verra. Eg vona, Velvakandi góður, að þú birtir þessi orð mín, ef það skyldi verða til þess, að viðkomandi yfirvöid áttuðu sig á því að með þessu er verið að stofna lífshamingju dætra okkar í voða. — Áhyggjufull móðir“. ♦ Föðurætt Benedikts Gröndals „Forvitinn“ skrifar: — Velvakandi. Eg beið með nokkurri eftir- væntingu eftir erindi Óskars Clausens í útvarpinu um snilii gáfu Benedikts Gröndals. En það verð ég að segja, að ég varð fyrir nokkrum vonbrigð- um. Clausen rakti vandlega ætt erni móður hans og sagði frá öllum snillingum þeirrar ættar af mikilli nákvæmni, og mætti kannski segja, að Benedikt hefði nægt þær erfðir. Aðeins lauslega minntist Clausen á föður Gröndals, Sveinbjörn, og nefndi hann mikinn snilling, og um það eru víst allir sam- mála, að hann var mæta vel gáfaður. En eftir kenningum Clausens hefur hann naumast orðið mikið snilldarmenni af sjálfum sér. Það efni taldi Clausen þó ekki ástæðu til að ræða um, enda varla að vænta þess, svo starsýnt hefur honum Bjarni Þóroddsson sextugur 60 ÁRA er í dag (15. sept.) Bjarni Þóroddsson, póstafgreiðslumaður. Bjarni er fæddur í Reykjavík sonur hjónanna Guðjóníu Bjarna dóttur og Þórodds Bjarnasonar, sem var einn af fyrstu bréfberum Reykjavíkurbæjar. Flestir Reykvíkingar kannast við Bjarna póst, og þekkja hann sem góðan og ráðvandan mann. Hann er uppalinn í Guðhræðslu og góðum siðum. Á bernskuheim- ili hans var orð Guðs í hávegum haft og þar lærðu börnin að spenna greipar til bæna og þeg- ar í æsku að treysa Drottni. Á unga aldri komst hann svo til lif andi trúar og gerðist hermaður í Hjálpræðishernum. Bjarni er söngelskur maður og hefur í mörg ár verið lúðrasveit arstjóri í Hjálpræðishernum og það starf hefur hann unnið með mikilli prýði. Bjarni er kvæntur Kristínu Bjarnadóttur ágætiskonu og eiga þau indælt heimili að Blönduhlíð 3. Þau eiga tvö uppkomin börn og barnabörn, sem eru augastein arnir hans afa. Eg sem þessar línur rita óska Bjarna hjartan- lega til hamingju með 60 ára af mælið og óska honum Guðs bless unar í framtíðinni, vitandi að. náð Guðs er ný á degi hverjum og nægir allt til hinnstu stundar. Samherji. Nœr öll verkin seld Málverkasýning Jes Einars Þor steinssonar, sem staðið hefur i Ásmundarsal undanfarna daga, lýkur á sunnudagskvöld. Aðsókn hefur verið góð, og eru flest verkin þegar seld. Alls eru á sýningu Jes Einars um 20 olíumálverk, og eru 16 þeirra seld. Allar vatnslitamynd :r eru einnig seldar, svo og teikn ingar. Sýningin er opin frá kl. 14:00 til 22:00 daglega. orðið á hina ættina. Uppeldi minntist hann ekki á, nema að litlu lej* og þá óbeint. En hvaðan var Sveinbjörn Egils- son og hvernig voru forfeður hans gefnir? Clausen ætti nú að taka sig til og rannsaka það mál, því að naumast er það ó- merkilegra viðfangsefni en það, sem hann hefur þegar gert skiL Og mér virðist að spurning- unni sé ekki svarað fyrri en rannsakaðar hafa verið erfðir úr báðum ættum. í Dægradvöl segir Benedikt um Ólaf, frænda sinn í Innri Njarðvík, — þeir voru að öðr um og þriðja, — afkomendur bræðranna Egils og Ásbjörns i Njarðvík, að hann hafi verið drátthagur maður. Það væri þvi ekki ósennilegt, að eitthvert brot af handlagni Benedikts hefði verið úr föðurættinni. — Forvitinn“. — Velvakandi birtir bréfið, án þess að dæma um réttmæti þess, en heimilt er Oskari Clausen, hinum margfróða fræðaþuli, að svara „forvitn- um“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.