Morgunblaðið - 15.09.1963, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.09.1963, Blaðsíða 14
14 MQRGUNBLAÐIÐ Afgreiðslustúlka ekki yngri en 20 ára, óskast í skóverzlun við Laugaveg, nálfan eða allan daginn. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „Skóbúð — 3833" fyrir þriðju- dagskvöld. * Atvinna 3 stúlkur geta fengið atvinnu við iðnaðarstörf. — Upplýsingar í verksmiðjunni, Þverholti 17. Vinnufatagerð íslands hf. Eiginmaður minn SKÚLI J. MAGNtSSON andaðist að heimili sínu Skipholti 24. þann 13. þ. m. Þuríður Auðunsdóttir, dætur og tengdasynir. Eiginmaður minn, sonur, bróðir, mágur, frændi JENS LAMBEKTSEN lézt í LandakctsspítaJnum föstudaginn 13. þ. m. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda. Óda Lambertsen. Móðir mín,' tengdamóðir og amma SIGCJRKÓS GUÐMUNDSDÓTTIR Vesturgötu 25, andaðist í Borgarspítalanum 10. september. Útförin fór fram í kyrrþey samkvæmt ósk hinnar látnu. Hólmfríður Eyjólfsdóttir, Baldur Jensson, Eyjólfur Baldursson. Útför móður minnar KRISTJÖNU JÓHANNSDÓTTUR Skiphyl, fer fram frá Akrakirkju þriðjud. 17. sept. kl. 2. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á minningarsjóð Akrakirkju. Jón Guðmundsson. Útför eiginmanns mins og bróður KRISTJÁNS J. BJARNASONAR Meðalholti 4 fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 17. sept. kl. 1,30 Blóm vinsamlegast afþökkuð. Hólmfríður Guðjónsdóttir, Vigfúsína Bjarnadóttir. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er á marg- víslegan hátt sýndu okkur vinarhug og samúð við and- lát og jarðarför elsku litla drengsins okkar, JÓHANNESAR. Sérstaka þökk færum við Haraldi Sigurjónssyni og öðru starfsliði og heimafólki Hvanneyrarstaðar fyrir ómetanlega hjálp. Helga Sigurjónsdóttir, Guðmundur Jóhannesson, Jónína Guðmundsdóttir, r Halldóra Guðmundsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu GUÐRÚNAR GUÐNADÓTTUR Heiðarbraut 12, Akranesi. Börn, tengdaböm og barnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall eiginmanns míns, íöður, tengdaföður og afa JÓNS ARASONAR Fyrir hönd vandamanna. Rannveig Einarsdóttir, Bóthildur Jónsdóttir, Sumarliði Gíslason. 75 ára í dag: Arni Böðvarsson sparisjóðsstióri SJÖTÍU OG FIMM ára afmæli á í dag á Akranesi gagnmerkur heiðursmaður, sem með áferðar fallegum hætti hefir í fari sínu á langri lífsævi sameinað mark vissa findni o.g leikandi lipra spaugsemi, yfirgripsmiklu fjár- málaraunsæi og hyggindum á sviði lánastarrfsemi og viðskipta lífs. Þessi maður er Árni Böðvars son, sparisjóðsstjóri. Hann er fæddur og uppalinn á miklu gest risnis- og glaðværðarheimili, Vogatungu í Leirársveit, hjá for eldrum sinum Höllu Ámadóttur og Böðvari smið, Sigurðssyni. Böðvar faðir Árna var ótrauður að leita nýrra úrræða í ný- breytni margskonar í búskapar- háttum er hann taldi að til úr- bóta og framfara horfði. Hann var um margt í þessum efnum á undan samtíð sinni og nýttist því ekki allt jafnvel í nýbreyttni hans og hugkvæmni í byrjun. En siðari tíma reynsla hefir sýnt og sannað að þar rofaði fyrir nýjum degi á framþróunarbraut iandbúnaðar vors. Böðvar var og mikill félagsmálafrömuður og segja mátti að Vogatungu- heimilið væri um hans daga mið stöð nýs lífs og nýrra viðhorfa á því sviði. Bjartsýni og trú á viðreins og framfarir ríkti á heimilinu og var vígður þáttur í lífi og starfi húsráðendanna, Höllu og Böðvars. Við þessar aðstæður og uppeldisáhrif sem voru af þessum toga spumnn, mótaðist skapgerð hins un.ga manns og viðhorf hans til lífsins og framtíðarinnar. Þegar ung- mennafélagshreyfingin barst hingað til lands, sá mikli fram- taks og frelsisblær, sem henni fylgdi, var Árni Böðvarsson brátt framarlega í röðum þeirra ungu manna, sem hófu merki þessarar hugsjónar hátt á loft og gengu þar gunnreifir til verks með mikinn arnsúg í flugnum. Var Árni í farar- broddi um stofnun eii.s af fyrstu ungmennafélögunum í Borgar- fjarðarhéraði og lengi formaður þess og lífið og sálin í marg- þættri starfsemi þar. Bar margt til þess að forystu hans gætti þar mjög. Trú hans á framtíð lands og þjóðar, næmur skiln- ingur hans á hve margra góðra kosta völ vér ættum hér á landi voru á brautum vaxandi fram- taks, þroska og menningar. Þá var listrænt eðli Arna sterkur þáttur í forystuhæfni hans, sam fara gáfum hans, glaðsinni og aðlaðandi umgengnisháttum. Það kom snemma í ijós að Arna lá hagmælskan létt á tungu og beindi hann henni eink um að því að kridda með henni gamansemina. Orti hann á þeim árum marg an kíminn brag, græskulaust gaman um mein og málefni. Margir hafa látið þess getið við mig, sem línur þessar rita, hve margar og hugstæðar minningar þeir geimi í hugskoti sínu frá fundum þessa ungmennafélags og hve þáttur Arna Böðvarsson ar hafi verið ríkur í því að móta stefnu þess og starf. Árni nam ungur ljósmynda- gerð og náði brátt mikilli hæfni á því sviði. Þegar Árni hafði tekið um það ákvörðun að gera ljósmyndaiðn ina að ríkum þætti í lífsstarfi sínu hleypti hann heimadrangn um og fluttist búferium á Akra nes. Þar var rýmra svið og betra til fanga við slíkan atvinnurekst ur en í dreifbýlinu. Þar kom hag sýni Árna til skjalanna þó meira reyndi á hana siðar í þeim verka hring, sem segja má að sé þunga miðja starfs hans, sparisjóðs- reksturinn. Það má heita sérkennilegt við ljósmyndagerð Árna Böðvars- sonar, hve náttúrufegurðin hef ir í hvivetna heillað huga hans. Hann lagði oft leið sína um fagrar Og sérkennilegar byggðir þessa Iands. Og árangur þessarra ferða sýnir Ijóst og ótvirætt hve næmt auga hann hefir fyrir því sem fagurt, sérkennlegt og tilkomumikið er í náttúrunni. Eru margar þessara Ijósmynda hans litum prýddar og hin Jeg urstu listaverk. Segir hinn sanni listasmekkur Arna þar hvarvetna til sín. Það er að því vikið hér að framan að það sem hæst ber í lífsstarfi Árna Böðvarssonar sé fjármálastarfsemi hans, rekstur Sparisjóðs Akraness. Árið 1918 var stofnaður spari sjóður Borgarfjarðarsýslu og skyldi hann starfræktur á Akra- nesi. Þá var tYri-Akraneshrepp ur, sem síðar fékk heitið Akra nes einn af tíu hreppum sýsl- unnar. Árni var þá einn af þremur skipaður í stjórn hins nýja sparisjóðs. Undir þessu heiti starfaði sparisjóðurinn í 20 ár og var Árni jafnan í stjórn hans. Þegar Ytri-Akraneshrepp- ur fékk bæjarréttindi árið 1942 og hlaut heitið Akraneskaupstað ur, varð það að samkomulagi milli sýslunefndar Borgarfjarð- arsýslu og bæjarstjómar Akra- nesskaupstaðar að bærinn fengi sparisjóðinn til eignar og hlaut hann þá heitið sparisjóður Akra ness. Var Árni enn áfram í stjórn sparisjóðsins og varð þar spari- sjóðsstjóri. Árni hefir þannig frá upphafi verið leiðandi hönd þessarar peningastofunar, sem undir handleiðslu hans hefir vax ið risaskrefum hin síðari ár. Þeg- ar eigandaskipti urðu á sjóðn- um munu innstæður hans hafa tæplega numið einni milljón króna. Er það skemmst af að segja um þróun sjóðsins hin síðari ár, Furukrossviður - HANNES ÞORSTEINSSDN nr Vörugeymsla: sími 2-44-59 Birkikrossviður NÝKOMIÐ: Furukrossviður: 8, 10 og 12 mm. Birkikrossviður: 3, 4, 5 og 6 mm. Brennikrossviður: 3, 4 og 5 mm. Harðtex: %” — oliusoðið og venjulegt. Harðtex Vs” — plasthúðað. Trétex: Va ”. Gyptex: 10 mm. Novapan: 8, 12, 16 og 19 mm. Bipan: 18 og 22 mm. Hörplötur: 8 mm. Gaboon: 16, 19, 22 og 25 mm. Eikarspónn og teakspónn 1. fl. — Pattex-lím — teakolína — Sendum innanbæjar og út á land. Sunnudagur 15. sept. 1963 að nú munu innstæðurnar nema um 80 milljónum króna. Eins og að líkum lætur er sparisjóðurinn eins og nú er komið mikilvæg og gildisrík lánastofnun í kaupstaðnum. Þróttur þess öra vaxtar í bygg- ingum á. Akranesi á í veruleg- um mæli rót sína að rekja til þess fjármagns sem sjóðurinn hefir yfir að ráða. Er það vafa- laust hyggileg stefna að beina fjármagninu í þessa átt. Spari- sjóðurinn mun frá upphafi vega og til þesssa.dags hafa að mestu eða öllu leyti siglt fram hjá þeim óhöppum sem stafa af vanskil- um eða greiðsluþroti. Er þetta gerst dæmi þess hve hyggindin og gætnin hefir haldist í hendur við þann stórhug sem er ríkj- andi í rekstri þessarar stofnun- ar. Það orkar ekki tvímælis að sá maður sem um hálfan fimmta áratug hefir verið í fararbroddi í stjórn sparisjóðsins með þeim árangri sem hér er lýst, hefir int af hendi mikið og farsælt starf á fjármálasviði Akraness- kaupstaðar. Stendur bæjarfélag- ið og raunar miklu fleiri, þvl starfsemi sjóðsins eru ekki tak- mörk sett við bæjarmörkin, i mikilli þakkarskuld við Árna Böðvarsson fyrir það farsæla og gifturíka starf sem hann hef- ir hér af hendi int. Þrátt fyrir sjötíu og fimm ár að baki heldur Ámi enn velli í störfum með dáð og dug og er það vissulega vel af sér vikið. Þótt ég viðurkenni fyllilega að þér, góði vinur, beri þakkir fyr- ir hið merka fjármálastarf þitt þá vil ég engan veginn undan fella að færa þér alúðar þakkir fyrir það að hafa á stundum tekið upp léttara hjal og stráð á braut okkar samferðamanna þinna með dúnmjúku tungutaki þeirri hressandi gamansemi sem í hvívetna vekur lifsgleði og breytir nóttinni í dag. Pétur Ottesen. Reykiavikurbrét Framh. ai bls. 13 1 Mun ekki bregð- ast trausti þjóðarinnar Sízt má gera of lítið úr þeim erfiðleikum, sem framundan em og stjórnarandstaðan sýnist stað- ráðin í að auka sem mest. Ríkis- stjórn ræður ekki öllu. Óhóflegar kröfur atvinnustéttanna geta orð ið illviðráðanlegar. Enginn vill verða afturúr í kapphlaupinu um kröfugerð. Þegar á reynir mun þó heilbrigð dómgreind ráða hjá nægilega mörgum. Verðbólgu- braskarar eru færri en hinir, sem vilja jafnvægi í efnahagsmálum og öruggan gjaldmiðil. Vegna þess að stjórnarflokkarnir sýndu, að þeir höfðu hug og dug til að takast á við vandann og kunnu betur að vinna saman en áður hefur þekkzt í íslenzkum stjórn- málum, hlutu þeir traust þjóðar- innar við þingkosningarnar nú I sumar. Það er í eina skipti í sögu okkar, sem þjóðin hefur kosið yfir sig sömu stjórn og áður hafði setið heilt kjörtímabil. Því trausti hvorki má né mun stjórnin og flokkar hennar bregðast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.