Morgunblaðið - 15.09.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.09.1963, Blaðsíða 13
( Sunnudagur 15. sept. 1963 MORGUNBLAÐIÐ 13 Iðandi athafnalíf ) á Austf jörðum ÞEGAR farið var um Austfirði um síðustu helgi mátti hvar- vetna sjá iðandi athafnalíf. Síld- arsöltun var að vísu lokið. En stórir flákar af tunnum fullum síldar voru víðsvegar og fjöldi manna, karla og kvenna, vann að sundurgreiningu síldar, sem fara á til Rússlands. Unnið var í verk- smiðjum dag og nótt. Fjöldi báta beið löndunar. Sumir lögðu frá landi eftir að búið var áð af- ferma þá. Aðrir sigldu sneisafull- ir inn firðina. Bjartsýni og fram- kvæmdahugur ríkti. Einstaka maður bar þó ugg í brjósti og spurði, hvað taka mundi við, ef síldin brygðist á ný. Þeim þótti þorskveiðunum, sem þó væru ör- uggari, of lítið sinnt. Aðrir sögðu síld ætíð hafa verið í hafinu úti af Austurlandi, það væri hin nýja tækni, sem nú gefði veið- arnar mögulegar. Seð Fáskrúðsfjörð. Fjærst sést hvar Skrúðurinn ris úr sæ. — Ljosm. Mbl.: Sv. Þ. REYKJAVIKURBREF LaugarA 14. sepL Mörg öfl að verki Enn vita menn of lítið um síld- argöngur, þó að ómetanlegs fróð- leiks um þær hafi verið aflað hin síðari ár. Hætt er við, að seint verði með vissu hægt að segja fyrir hvar helzt sé veiði von. A.m.k. er enn stórkostleg áhætta samfara síldveiðum og síldar- verkun, hverrar tegundar sem er. Því aðdáunarverðara er, hversu rösklega hefur verið við brugðið að nýta aflann fyrir Austurlandi þessi allra síðustu ár. Þar hafa mörg öfl verið að verki. Eldri verksmiðjur, sem áður bárust í bökkum, hafa verið stórauknar og nýjar reistar. Eignarhald á verksmiðjunum er með ýmsum hætti. En ekki er ofmælt, að fæst ar þeirra hefðu komizt upp, ef ríkið hefði ekki annað hvort haft beina forystu eða veitt marghátt- aða aðstoð og fyrirgreiðslu, m.a. með ábyrgðum og lánsútvegun- um. Einstaklingsframtak hefur hinsvegar afrekað mestu í upp- byggingu nýrra söltunarstöðva og nýtingu þeirrar aðstöðu, sem fyr- ir var. í þessum efnum hafa verið unnin sannarleg stórvirki. Enda er nú að koma til Austfjarða eins og í annan heim, miðað við það, sem fyrir fáum árum var. „Nú horfir til sam- dráttar64, sagði steinn 1961 Af hverju aftui Eys Skammsýni skynsamra, þaul- kunnugra en forpokaðra manna lýsir sér vel í- þessum orðum Ey- steins Jónssonar, sem hann sagði í viðtali, er birtist í Tímanum 12. júlí 1961 þar sem hann lýsti ástandi og horfum á Austurlandi: „En nú horfir til samdráttar í framkvæmdum þar eins og ann- ars staðar, unz hægt verður að hnekkja þingmeirihlutanum, sem nú er“. Auðvitað getur Eysteinn Jóns- son fært sér það til afsökunar, að hann hafi þá ekki séð fyrir hina mikiu síldveiði úti af Austur- landi. Einstaka framkvæmda- menn höfðu þó þá þegar hafizt handa um byggingu söltunar- stöðva og í athugun og undirbún- ingi var stækkun og nýbygging síldarverksmiðja með atbeina ríkisvaldsins. Öllum getur skjátl- azt. Aðalatriðið er, að stjórnar- 6tefnan hefur ekki stöðvað, held- ur greitt fyrir. hinu iðandi at-' hafnalífi sem nú er á Austfjörð- um. úr? Engin stjórn ræður yfir síldar- göngum. Á meðan aflaleysi var á Austfjörðum voru erfiðleikar þar óumflýjanlegir, svipað og nú er á Siglufirði. Um hitt má endalaust deila, hvort við þáverandi að- stæður hefði verið hægt að gera meira til að bæta lífskjör almenn ings. Framsóknarmenn hafa ver- ið nær alls ráðandi á Austurlandi síðasta mannsaldur og hinn valda mesti þeirra hefur verið fjár- málaráðherra ríkisins lengur en nokkur annar. Þessir valdamiklu menn hafa trúlega ekki legið á liði sínu um að láta gott af sér leiða, einmitt þar sem fylgi þeirra var traustast. Gallinn var, að of mörgum þeirra þótti nóg fengið, ef þeir sjálfir höfðu öll ráð, svo að engu fékkst fram- gengt nema fyrir þeirra atbeina. Kaupfélagsstjórinn sat löngum í veglegasta húsi staðarins og stjórnaði þaðan með hugsunar- hætti Friðriks VI.: „Vér einn vit- um“. Hvað gat fólkið kosið sér betra? Öll gagnrýni var sögð af illum toga spunnin og athafna- þrá einstaklinga niðurbæld, af því hún væri ekki annað en brask löngun. Nú fá bændur á Héraði að súpa seyðið af þessari allsherj- arforsjá. Flestir þeirra eru einum eða tveimur áratugum eftir öðr- um bændum landsins í fram kvæmdum, vegna þess að úr þeim var dregið og ekkert vit talið að standa í stórræðum. Sveinn á Egils- stöðum Sem betur fer er hægt að búa vel á Austurlandi, ekki síður en annars staðar á landi hér. Það hafa ýmsir sýnt og þó e.t.v. eng- inn fremur en Sveinn á Egils- stöðum. Öllum kemur saman um, að hann sé einn fremsti bóndi landsins. Aðstaða hans er raunar óvenju góð. En margir fleiri hafa góða aðstöðu og kunna ekki að nota hana. Atorka Sveins og dugnaður hafa úr skorið. Hann þekkti og kaupfélagavaldið og æðsta handhafa þess á Austur- landi of vel til að láta það kúga sig eða draga úr sér kjark. En engum er allt gefið, Sveini á Egilsstöðum ekki fremur en öðr- um. Hann hefur á því þurft að halda að vera harðskeyttur og sú eðliseigind hefur ekki aflað hon- um vinsælda. Ósanníndi Árbókar landbúnaðarins í 2. hefti Árbókar landbúnað- arins 1963 segir í ritstjórnargrein — ritstjóri er Arnór Sigurjóns- son — á þessa leið: ,Gera verður búskapinn fjöl- breyttari og fjölhæfari en hann er í þeim landshlutum, þar sem hann hefur dregizt aftur úr. Með auknum viðskiptabúskap hefur mjög sótt í það horf að gera bú- skapinn einhæfari og með því hafa úrkostir hans þverrað. Gegn því verður að vinna með skyn- samlegum hætti, þannig að færa búunum ný verkefni við hæfi. Bezt er að slíkt sé sem allra mest fyrir framtak bændanna sjálfra, og það framtak þarf því umfram allt að glæða. En slíks hefur ekki verið gætt og jafnvel verið unn- ið á móti því. Dæmi: Framtaks- mesti bóndi á Austurlandi um nokkurt skeið hefur verið Sveinn á Egilsstöðum. Hann hefur haft frumkvæði um kornrækt á Aust- urlandi. Sjálf stjórnarvöld lands- ins hafa beitt sér gegn því, að korn, sem hann og aðrir Aust lendingar framleiða, fái sömu markaðsaðstöðu og erlent fóður- korn. Sveinn hefur einnig beitt sér fyrir því, að stofnað væri til holdanautaræktar hér á landi. Það sýnist efalaust að holdanauta rækt gæti aukið afrakstur land- búnaðarins á Austurlandi stór- kostlega. Búnaðarþing, yfirdýra- læknir og stjórnarvöld hafa orðið samtaka um að tefja það mál sem mest. Sveinn hefur boðizt til að fara með umboð Sjálfstæðis- manna á Austurlandi á Alþingi til þess að koma fram þeirra mál- um þar. Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík hefur sýnzt Sveinn of framtakssamur heima í héraði til þess að verða þ‘ægur flokksþræll á þingi og snúningslipur og vel- geltandi flokkshundur til smölun ar atkvæðum gegn austlenzkum hagsmunum. Þetta dæmi er hvorki einstakt fyrir Svein eða Sjálfstæðisflokkinn, og verður ekki við því gert, fyrr en bænd- ur læra að kjósa sína fulltrúa í stað flokksþæla". Leiðréttingar þörf Þessi skrif Arnórs Sigurjóns- sonar þurfa vissulega leiðrétting- ar við. Látum vera það, sem hann segir um kornrækt og holdanaut. Þar er um að ræða málefnaágrein ing, sem eðlilegt kann að vera að menn hafi skiptar skoðanir um. Sveinn á Egilsstöðum hefur raun ar sýnt, að hann þarf ekki sér- stakra styrkveitinga við, þó að hann eigi að sjálfsögðu að njóta jafnréttis á við aðra. Og víst mætti Arnór Sigurjónsson kanna betur, á hverju holdanautarækt hefur raunverulega strandað. Ef hann hefði gert það, mundi hann hafa tekið upp málefnalega deilu við yfirdýralækni en ekki gert þá ómaklegu upptalningu, sem hann ritar í Árbók landbúnaðarins. Út yfir taka ósannindi hans um þing framboð Sveins á Egilsstöðum. í þeim efnum hefur Sveinn orðið fyrir miklum vonbrigðum. Eðli- legt er, að honum sviði þau. Sá sviði batnar sízt við, að hið sanna samhengi sé rifjað upp eins og óhjákvæmilegt er vegna beinna ósanninda Arnórs Sigurjónsson- ar. Vildi beita „Reykjavíkur- valdinu“ til að kúga Austfirðinga Sannleikurinn er sá, að meiri- hluti réttkjörinna fulltrúa Sjálf- stæðismanna á Austurlandi hafn- aði því að hafa Svein á Egils- stöðum á lista flokksins við haust kosningarnar 1959 í því sæti er Sveinn taldi sér samboðið. Það voru ekki þeir heldur hann, sem leitaði til „Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík“ sér til framdráttar. Fulltrúar miðstjórnar reyndu með öllu móti að sætta aðila og vildu veg Sveins sem mestan. En þeir höfðu hvorki vald né getu til að skipa honum í efsta sæti á framboðslista, þvert ofan í vilja og ákvörðun réttkjörinna full- trúa heima í héraði. Gremja Sveins á Egilsstöðum við „Reykja víkurvaldið“ sprettur af því, að það lét ekki hafa sig til að kúga flokksmenn í þeim efnum, sem þeir aiga að ráða en ekki mið- stjórn flokksins. Vonbrigði stór- láts manns eins og Sveins á Egils stöðum eru skiljanleg og fyrir- gefanleg. Enginn er dómari í sjálfs sín sök. Sæmd útgefenda Árbókar bænda liggur við, að þeir leiðrétti rógskrif Arnórs Sigur j ónssonar. Eiga um sárt að binda Framsóknarmenn höfðu treyst því, að gremja hins mikilhæfa bónda á Egilsstöðum og nánustu vandamanna hans, ásamt þeirra eigin rótgrónu völdum á Austur landi, mundu endast til þess, að Sjálfstæðisflokkurinn gyldi af- hroð við þingkosningarnar nú í vor. Raunin varð önnur. Fram- sóknarmenn eystra telja nú sjálfa sig eiga öðrum fremur um sárt að binda. Þess vegna reyna þeir með öllu móti að festa völd sín í þessum landsfjórðungi, þar sem þeir höfðu komið því svo fyrir, að allt var undir þá að sækja. Eysteinn Jónsson hefur í sumar farið hrepp úr hreppi til að kanna, hvað hafi brugðizt. Það liggur þó í augum uppi. Fjöl- breyttari avtinnuháttum og aukn um tekjum fylgir aukið frelsi og útsýn til nýrra úrræða. Menn una því ekki lengur að vera bundnir á klafa og fá ekkert að- hafzt nema fyrir milligöngu og með leyfi kaupfélagavaldsins. Það eru þeSsi breyttu viðhorf, sem Framsóknarbroddarnir standa skilningslausir gegn. Nýir atvinnu- hættir - miklar tekjur Endurlífgun síldveiðanna fyrir Norðausturlandi og ný síldarver- tíð fyrir Suðvesturlándi, ásamt humarveiðum o. fl. hafa skapað mikla atvinnu og tekjur. Til þess að taka á móti aflanum hefur þurft að ráðast í margháttaða mannvirkjagerð í landi og mikla fjárfestingu. Sjálfar hafa veiðarn ar og vinnan við aflann krafizt mikils vinnuafls, sem vel hefur verið greitt. Oft er vitnað til tekna síldveiði manna. Rétt er, að tekjur sumra eru mjög háar. En þess er þá oft ekki gætt, hversu mikið er á sig lagt til að afla þeirra, ekki ein- ungis gífurleg vinna, heldur og langdvalir að heiman við erfið skilyrði. Slíkt hið sama á raunar einnig oft við um þá, sem vinna að nýtingu aflans í landi eða við mannvirkjagerð, sem upp þarf að vera komin fyrir tiltekinn tíma. Mönnum verður og tíðræddast um þá, sem mest bera úr býtum. Um hina er þagað, sem síður hafa heppnina með sér. En hvað um það. Hinar miklu framkvæmdir og tekjur hafa leitt til þenslu, sem getur orðið hættu- leg, ef ekki er við spornað. Þá stendur ekki á einstökum fjár- brallsmönnum, sem ætla sér að græða á verðbólgu og treysta því, að við hana verði ekki ráðið. Þessu til viðbótar kemur auðsær vilji stjórnarandstæðinga, ekki sízt Framsóknarmanna, til að veikja trú almennings á gjaldmiðli þjóðarinnar og skapa öngþveiti í þeirri trú, að það lyfti þeim til hinna langþráðu valda, sem kjós- endur hafa neitað þeim um. Vilja slökkva eldinn með því að hella á hann olíu Áður fyrr héldu Framsóknar- menn því fram, að ríkisstjórnin stefndi að stöðnun og samdrætti. Þeir prédikuðu þá, að ráðið til að forðast samdrátt væri lækkun vaxta og rýmkun útlána. Þetta voru rökrétt úrræði til að forðast þá hættu, sem Framsóknarmenn sögðu yfir vofa. Villa þeirra var sú, að þeir skildu ekki, eða rétt- ara sagt, þóttust ekki skilja, í hverju hættan var fólgin. Þá sem nú var hættan hin sama: Verð- bólgan. Gegn verðbólgu eru háir vextir og takmörkun útlána al- viðurkend úrræði. Hið hlálega er, að nú eftir að Framsóknarmenn hafa gefizt upp á suði sírju um stöðnun og samdrátt og fjasa í þess stað um „óðaverðbólgu", þá vilja þeir enn lækka vexti og rýmka um útlán! Þeir vilja hella olíu á eldinn í því skyni að slökkva hann. Áður var sjúk- dómsgreining þeirra röng en læknisráðið rétt, miðað við hina röngu sjúkdómsgreiningu. Nú skynja þeir rétt, hver sjúkdómur- inn er — þótt þeir mishermi á hvaða stigi hann er — en vilja beita því læknisráði, sem hlytí að magna hann. Framh. á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.