Morgunblaðið - 15.09.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.09.1963, Blaðsíða 1
^4 síður og Lesbök áO árgangur 199. tbl. — Sunnudagur 15. september 1963 PrentsmiSja Morgunbiaðsins Dagskrá heim- sóknarinnar HÉR FER á eftir dagskrá heimsóknar varaforseta Bandaríkjanna, Lyndon B. Johnson, frú Johnson og dóttur þeirra hjóna, á morgun, mánudaginn 16. september: 9:30 Komlð 'til Kcflavíkurflug- vallar frá Danmörku. Þar taka á móti varaforsetanum utanríkisráðherra og frú, fyi-ir hönd íslenzku ríkis- stjórnarinnar. 9:50 Flogið frá Keflavík til Bessa- staða með þyrlum. 10:15 Komið til Bessastaða. 10:40 Varaforsetinn fer frá Bessa- stöðum í bifreið til Reykja- víkur og ekur beint í Stjórnarráðið. Kona varafor- setans ekur í ameríska sendiráðið, og dóttirin ekur að Hótel Sögu. 11:00 Varaforsetinn kemur í Stjórn arráðið og heilsar þar for- sætisráðherra og öðrum ráð- herrum. 11:45 Heimsókninni í Stjórnar- ráðið lokið. Að heimsókn- inni í Stjórnarráðið lokinni er gert ráð fyrir, að vara- forsetinn aki fram hjá Leifs- styttunni, á leið sinni að Hótel Sögu. 12:30 -Hádegisverður í boði for- setáhjónanna í Hótel Sögu. 14:30 Hádegisverði lokið. 14:45 Lagt af stað til Þingvalla með þyrlu frá Melavellinum. 15:00 Komið til Þingvalla. Á Þing- völlum flytur dr. Kristján Eldjárn stutt ávarp. 15:15 Flogið frá Þingvöllum með þyrlu. 15:30 Lent á Melavellinum. 15:35 Komið til Hótei Sögu. 15:35—16:25 Hvíld. 16:50 Heimsókn í Háskóla íslands. 17:10 Komið í Háskólabíó. 17:15 Varaforsetinn flytur ávarp í Háskólabíó. 17:45—18:00 Viðtöl við fundarmenn í Háskólabió. 18j00 Komið að Hótel Sögu. 19:25 Frá Hótel Sögu. 19:30 Kvöldverður forsætisráð- herra að Hótel Borg. 21:30—22:00 Kvöldverðarboðd lýk- ur. 22:00 Brottför frá Reykjavíkur- ílugvelli. FRÚ JOHNSON: 10:40—11:00 Þegar varaforsetinn fer í Stjórnarráðið frá Bessa- stöðum, er gert ráð fyrir, að frúin aki beint í ameríska sendiráðið frá Bessastöðum, þar sem ambassadorsfrúin hefur kaffidrykkju kl. 11:00. 11:45 Frá ameríska sendiráðinu að Hótel Sögu. 14:30 Frá Hótel Sögu að Árbæjar- safni. 14:40 Komið að Árbæ. 15:15 Frá Árbæ að Blikastöðum. 15:30 Komið til Blikastaða. Að Blikastöðum verður drukkið kaffi og bærinn skoðaður. 16:40 Frá Blikastöðum. 17:10 Komið í Háskólabíó Að öðru leyti sama áætlun og hjá varaforsetanum. 10:40 • 11:25 12:15 12:50 13:00 14:30 14:40 15:15 18:30 19:30 UNGFRÚ LYNDA BIRD JOHNSON. Ungfrú Lynda Bird Johnson ekur frá Bessastöðum að Hótel Sögu. Farið að Sundlaug Vestur- bæjar frá Hótel Sögu. Frá Sundlaug Vesturbæjar að Hótel Sögu. Frá Hótel Sögu. Heldur ungfrú Johnson há- degisverð í Þjóðleikhúskjall- aranum fyrir hina svonefndu „Field stúdenta.** Frá Þjóðleikhúsi að Árbæj- arsafni. Komið að Árbæ. Frá Árbæ. Síðan ökuferð um Reykjavík og nágrenni. Viðt' -’ið stúdenta í Háskóla ísl; <s. Ko. .i*> að Hótel Sögu. Kvöldverður í Nausti á veg- um Varðbergs. Að öðru leyti sama áætlun og hjá varaforsetanum. Bandarísk kona ól fimmbura í ndtt — önnur fimmbuxafæðingin á viku Aberdeen, Mississippi, 14. september. — AP. * BANDARÍSK kona, fæddi í nótt fimmbura, fjórar telp- ur og einn dreng. Fæddust börnin tveim mánuðum fyrir tímann, en samkvæmt upp- lýsingum lækna sjúkrahúss- Mikill meiri hluti í N-Borneo og 6 af hverium 10 i Sarowak fylgjandi aðild að Hialaysíurikjasambandinu 14. september. — AP MIKILL meirihluti íbúa brezku nýlendunnar Norður- Borneo og u.þ.b. sex af hverj- um tíu íbúum nýlendunnar Sarawak eru fylgjandi sam- vinnu við Malaya og Singa- pore um myndun ríkjasam- bandsins Malaysíu — að því er segir í skýrslu sendinefnd- ar Sameinuðu þjóðanna, sem birt var í aðalstöðvum sam- takanna í New York í dag. ins í borginni, þar sem börn- in fæddust, líður þeim og móðurinni vel. Þetta er önn- ur fimmburafæðingin á einni viku — hin varð sem kunn- ugt er í Venezuela í S- Ameríku. Móðirin bandaríska, frú And- rew Fischer, á fyrir fimm börn með manni sinum. Haft er eftir þeim, að fæðing fimmburanna komi til með að skapa þeim ýmis vandamál. Að sögn lækna gekk fæðingin með eðlilegum hætti og tók að- eins hálfa aðra klukkustund. — O — Fimmburar fæddust síðast í Bandaríkjunum 20. október 1959, allt telpur, en þær létust allar innan sólarhrings frá fæðing- unni. Þar áður höfðu tvívegis fæðzt fimmburar í Bandaríkj- unum, í báðum tilfellum dreng- ir en þeir lifðu aðeins skamma hríð. Varaforsetahjón Bandaríkj- anna Lady Bird og Lyndon B. Johnson ásamt dætrum sín um Lyndu Bird og Lucy Baines, við búgarð fjölskyld- unnar í Texas. Eins og kunn- ugt er, eru hjónin væntan- leg hingað til lands á morg- un. (Sjá grein á bls. 10). 1. ■ Fundur- inn í Há- skólabíói Á MÁNUDAG kl. 17.10 mun varaforseti Bandaríkjanna, Xyndon B. Johnson, halda ræðu í Háskólabíói. Fundurinn er haldinn á veg um þriggja félaga. Þau eru: Varðberg, Samtök um vest- ræna samvinnu og íslenzk- ameríska félagið. í upphafi fundarins mun Ármann Snæv arr, rektor Háskóla íslands, Íkynna varaforsetann. Allir eru velkomnir á fund inn, meðan húsrúm leyfir, en fólki er ráðlagt að koma tínr anlega, ef það ætlar að fá sæti. Gjallarhornum verður komið fyrir utan hússins. ‘ 4 gegn 0 B R ET A R unnu íslendinga í knattspyrnu í Lundúnum í gær með 4—0. Eru þá Xslend- I ingar úr Olympíukeppninni | með 10 mörkum gegn 0. — Við verðum að sætta okk ur við að knattspyrnumenn i okkar eru bara ekki betri en þetta, sagði Helgi Eysteins- J son í viðtali við Mbl. Bretarnir léku lengst af 10 | á vellinum og um tíma 9. H. | innh. Lindsay brotnaði á fæti I snemma í leiknum og enginn I varamaður má koma inn á. — Eftir hálftíma meiddist ann- ar, en kom inn á aftur í leik- hléi, en meiddist síðar aftur og voru Bretar þá 9. Bvriunin var bezti kafli ísl. liðsins og aftasta vörnin stóð sig bezt. Framlínan var afar slöpp en þar var Axel Axels- son bezti maðurinn. f hálfleik stóð 2—0. Fyrsta markið kom nokkuð snemma úr hornspyrnu. Síðan fengu Bretar vítaspyrnu, sem var harður og vafasamur dómur á Hörð Felixsson. í síðari hálf leik kom klaufalegt mark og lokin urðu 4—0. Skýrsla nefndarinnar er mjög ýtarleg, 98 bls. í 246 liðum. Kveðst nefndin hafa komizt að þeirri niðurstöðu eftir víð- tækar og mjög nákvæmar yfir- heyrzlur, að kosningarnar hafi farið réttilega fram að öllu leyti, svo og talning atkvæða. í Norð- ur Borneo hafi mikill meirihluti kjósenda verið fylgjandi aðild að ríkjasambandinu, enda hafi sú afstaða komið mjög glögglega fram við skoðanakönnun nefnd- arinnar. í Sarawak sé stuðning- ur við ríkjasambandið heldur minni, eða um það bil 61%. 22,2% íbúanna munu vera aðild- inni andvígir en óvííú er um afstöðu 16,8%. Páfi vill efla einingu við játendur annarra trúarbragða Páfagarði, 14. sept. AP. PÁLL páfi VI hefur ákve'ðið, að sú nefnd Páfastóls, sem hefur á hendi undirbúning viðræðna á kirkjuþinginu, — sem hefst að nýju 27. sept., — um sameiningu kristinna trúarhreyfinga, skuli víkka út starfssvið sitt með það fyrir augum, að sameiningin nái einnig til trúarhreyfinga er ek'ki játa kristna trú. Ákvörðun páfa var tilkynnt opinberlega í Páfagarði í dag og jafnframt birt bréf frá Páfa til franska kardinálans, Eguenc Tisserant. Þar segir páfi m. a að sér virðist tímabært, að „eir ingarráð kristinna manna“, sen er undir forsæti Bea, kardmála hafi einnig í huga að efla ein ingu með kristnum mönnum o| játendum annarra trúarbragðr Er skilið af tilkynningu páfa garðs, að páfi muni einkur ætlast til þess, að komið verí á nánari tengzlum við játendu Múhameðstrúar, Búddatrúar o Gyðingatrúar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.