Morgunblaðið - 15.09.1963, Blaðsíða 24
BARRY Anderson tók á móti •
Eiríki Kristóferssyni um kl. j
12,30 í gær um borð í skipi (
sínu Reclaim, en hann hafði|
boðið Eiríki til hádegisverð-
ar ásamt nokkrum öðrum
gestum.
Við landganginn stóð heið-]
ursvörður, flautað var í píp-I
ur þegar þeir Eiríkur og And-;
erson heilsuðust, en þeir erul
beztu vinir þrátt fyrir gaml-j
ar væringar.
Ellert Hannesson
drukknaði í
Straumfjarðará
SÍÐDEGIS á föstudag drukkn
©3i maður í Straumfjarðará á
Snæfellsnesi eins og Mbl. skýrði
frá í gær.
Hann hafði verið að laxveið
um ásamt fleira fólki, en hafði
farið einn síns liðs að ánni um
kl. 3 og fannst látinn um kl. 5,30.
Talið er að hann hafi drukknað.
Maðurinn heitir Ellert Hannes
son og var verkstjóri í Reykja-
vík.
Kennedy ávarpai
Allsherjarþingið
SKÝRT hefur verið frá því, í
Washington, að Kennedy
Bandaríkjaforseti muni flytja
ræðu á Allsherjarþingi Sam-
einuðu Þjóðanna föstudaginn,
20. sept. nk.
^HorgwdbUiÍsnf
fylgir blaðinu i dag. Af efnJ
hennar má nefna:
8 ára drengur stór
skaddast á auga
ÞAÐ siys varð að bænum Arnar-
hóli í Gauiverjarbæjarhreppi á
föstudag, að 8 ára drengur, Guð-
mundlr Árnason, fékk nagla í
auga með þeim afleiðingum að
það stórskaddaðist. Guðmundur
litli var fluttur á Landsspítalann
í Reykjaví'k, þar sem ger.t var að
meiðslum hans. Vonazt er til, að
drengurinn muni nalda sjón á
auganu.
Sáttafundur
i sólarhring
SÁTTAFUftDUR í farmanna-
deilunni hófst kl. 4 síðdegis á
föstudag. Fundurinn stóð enn
yfir þegar blaðið fór í prentun
og hafði þá staðið stanzlaust í
sólarhring.
Þá var ekkert hægt að segja
um, hvort samningar væru um
það bil að takast.
Bls
1.
Tíl minningar nm hetjnrnar í
Varsjá.
2. Svipmynd: Nikita Krúsjeff.
3. Friður fjallanna, eftir Romulo
Gallegos.
— Tvö Ijóð eftir Svein Berg-
sveinsson.
4. Kynþáttamúrarnir riða til falls
Viðtal við Ralph Bunche.
5. Athugasemdir frá Svíþjóð, eft-
ir Ólaf Hauk Ólafsson.
— Rabb eftir S.A.M.
7. Fram eru feigs götur, eftir
séra Gísla Brynjólfsson.
8. Öræfanótt, eftir Birgi Kjaran.
— í símavinnu, eftir Gunnar
Magnússon frá Reynisdal.
9: „Hvaða maður er þetta?M
H.J.H.
10. Fjaðrafok.
11. — ” —
16. Samvinna vísindamanna í
baráttu við krabbamein.
Enn stórskemmdir í Færeyjum
af völdum fárviðris
Þórshöfn rafmagnsjaus, og símasambonds-
laust um nær allar eyjarnar, þrjdr
fjölskyldur heimilislausar
Einkaskeyti til Morgunblaðsins.
Þórshöfn, Færeyjum, 14. sept.
í GÆRKVÖLD og nótt gekk
annað stórviðri yfir Færeyj-
ar, og hefur af því hlotizt víð-
tækur skaði. Ekkert heildar-
yfirlit hefur enn fengizt yfir
skemmdir, en símasambands-
taust er nú um nær allar
Færeyjar, og Þórshöfn er raf-
magnslaus.
Alvarlegastar hafa skemmd
irnar orðið á rafmagnslínunni
frá Vestmannshöfn til Fær-
eyja, en hún er ný af nálinni
4—5 mánaða gömul. Er gert
ráð fyrir, að viðgerð á henni
muni taka langan tíma, jafn-
vel margar vikur. Unnið er
að því að koma upp bráða-
birgðalínu.
Urkoma var ekki mikil í
þessu veðri, en ekki kom til
flóða. Hins vegar var veður-
hæð mikil, um og yfir 11
vindstig.
Það var um kl. 9 í gærkvöldi
að tók að hvessa. Innan tíðar
hafði veðurhæð náð um 11 vind
sti'gum. Von bráðar tók að bera
Kallaður fyrir
hjá lögreglu-
st jóra í gær
FRANK E. Seeker, stjórnandi
sölumannanna fimm frá banda-
ríska blaðsölufyrirtækinu Hi-
Fidelity Circulation Guild, var
kallaður fyrir hjá lögreglustjóra
í gær vegna kæru, sem borizt
hafði, m.a. frá Félagi bóksala.
Frank E. Seeker mun koma
aftur fyrir hjá lögreglustjóra n.k.
þriðjudag.
á því, að símasamband frá Þórs
höfn við Voga, SuðUreyjar,
Klakksvík og fleiri staði.
í Þórshöfn var ofsinn svo mik-
ill, að þak tók af íbúðarhúsi, og
urðu þrjár fjölskyldur heimilis
lausar. Varð að koma þeim fyrir
í hermannabúðum í nótt.
Alit fjarritarasamband rofn-
aði, og sakir rafmagnsleysis hef
ur ekki verið hægt að halda út-
varpssendingum í Færeyjum í
dag.
Eins og fyrr greinir, þá slitn
aði línan frá Vestmannahöfn til
Þórshafnar, ög vitað var í dag, að
fjöldi rafmagnsstaura lágu
brotnir. Eru skemmdirnar það víð
tækar, að ljóst er, að vikur kann
að taka að ljúka viðgerðum.
Starfsmenn rafveitunnar unnu í
dag að því að tengja bráðabirgða
línu. Var reiknað með, að síðar í
dag myndi Þórshöfn fá rafmagn
aftur.
f dag var veðurhæðin í Þórs-
höfn enn allmikil, 7—8 vindstig,
en veður virtist þó fara lægjandi.
Ekkert manntjón hefur orðið í
veðrinu, svo vitað sé.
Flugsamgöngur liggja enn
niðri, vegna veðurs, og hefur för
færeysku blaðamannanna til ís-
lands verið frestað fram á föstu-
dag.
Slysið var með þeim hætti, að
Guðmundur var að leika sér með
spýtu, sem nagli var í. Spýtan
var búndin í nælonsnúru og var
drengúrinn að sveifla henni í
kring um sig.
Skyndilega losnaði naglinn úr
spýtunni og hrökk í annað auga
Guðmundar. Hann var fluttur á
sjúkrabúsið á Selfossi, en meiðsl-
in voru það mikil, að sjúkrahús-
læknirinn sendi hann strax á
Landsspítalann í Reykjavík.
Líðan Guðmundar litla var eft-
ir atvikum í gærdag. Hann er
sonur Árna ' Guðmundssonar,
skrifstofumanns, Selfiossi, og
Guðrúnar Bárðadóttur.
Trillan
fannst rek-
• . p*..
in a tjorur
TRILLA sú, sem þeir Björn
Bragi Magnússon og Jón Björns-
son drukknuðu af 16. maí sl. er
nú fundin rekin á fjörur milli
Hringbrautar og gömlu ösku-
hauganna. Var trillan neglulaus,
eins og búizt hafði verið við, brot
in öll og gerónýt talin.
18 þúsund
heimsótt
*
Arbæ
ÁRBÆJARSAFNIÐ verður opíð
í dag frá kl. 2 síðdegis til kl. 7.
Er það síðasti dagurinn, sem
safnið verður opið í sumar.
Safnið hefur verið opið alls I
12 vikur í sumar, en var opið
í 13 vikur sl. sumar. Gestatala
nú varð um 13 þúsund, en um
18 þúsund ef börn og skólaheim-
sóknir eru meðtaldar. Er aðsókn-
in svipuð og var í fyrra.
f haust verður hafin undirbún-
ingur að byggingu safnhúsa,
þ.á.m. sjóbúðar (Vesturgata 7).
Gleypti búrhvalurinn
fötu fiskifræðinepanna?
MORGUNBLAÐIÐ skýrði frá
sl. fimmtudag, að gul
skolpfata hefði oltið út úr
búrhvalsmaga, er gert var að
hvalnum sl. miðvikudag í
Hvalstöðinni í Hvalfirði.
Hafði aldrei áður fundizt svo
stór hlutur sem skolpfata í
búrhvalsmaga.
Þegar varðskipið Ægir kom
úr rannsóknarleiðangri nú
fyrir helgina og fiskifræðing-
arnir um borð fréttu af at-
burði þessum datt þeim í hug
að þar væri komin fata sú er
þeir hentu fyrir borð úr Ægi.
Þegar Ægir var staddur um
40 sjómílur réttvísandi til
vestur út af Látrabjargi sl.
mánudag var hent í sjóinn
gulri skolpfötu úr plasti.
Hvort hér sé komin fatan úr
maga hvalsins er ekki hægt
að fullyrða ennþá. Til þess
þurfa fiskifræðingarnir að sjá
fötuna.
Að því er Morgunblaðið
frétti í gær mun Loftur
Bjarnason, útgerðarmaður,
ætla að fá fiskifræðingunum
fötuna til rannsóknar eftir
helgi og mun þá fást úr mál-
inu skorið.
í fyrrinótt snjóaði í Esjuna — og leynir sér ekki að veturimi er í nánd. Myudin er tekin í
gærmorgun. — Ljósm. MbL: Sv. Þ.).