Morgunblaðið - 15.09.1963, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.09.1963, Blaðsíða 15
Sunnudagur 15. sept. 1963 MORGUNBLAÐIÐ 15 Framh. af bls. 10 vantraustsumræðnanna 23. ágúst stutta athugasemd um að hann aðhyltist ekki fram- komu stjórnarinnar í umræð- unum, en teldi hana seka um ýmislegt það, sem aílaga hefði farið í Kingsbaý-námunum. Vildi hann láta stjórnina játa þetta. — Trygve Bull var vara þingmaður fyrir einn ráðherr- ann og hefur því misst sæti sitt á þingi nú. Þykir ólíklegt að flokkurinn ljái honum þing sæti við næstu kosningar. Ummæli blaða og almenn- ings um nýju stjórnina fara mjög eftir flokkum, bæði í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Tage Erlander hefur tekið einna dýpzt í árinni um stjórn málahæfni Gerhardsens og tel ur illa hafa verið farið með hann. Og Verkamannaflokk- urinn í Noregi hefur tekið falli hans með lítilli karl- mennsku. Það er eins og hann búist við óóran og hallæri ef aðrir stjórna landinu en al- þýðustjófnin sæla, og er þetta að vísu vorkunnarmál, því að eftir 28 ára verkamannastjórn eru margir orðnir svo vanir henni, að þeir geta ekki hugs- að sér neitt annað. Þeir tala um „alþýðufjandsamlega Framhald á bls. 23. ' I » S í Ð A N Einar Gerhardsen baðst láusnar 24. ágúst og ný stjórn var skipuð 27. f. m. hef- ur að vísu mikið verið skrifað og skrafað um stjórnmál í Noregi. En það er spurningar- merkið, sem öðru fremur ein- kennir allar þessar umræður. Norsku stjórnmálin verða um sinn eitt allsherjar spurning- armerki — ef til vill þangað til næstu stórþingskosningar fara fram, en þangað til eru tvö ár, nema eitthvað óvænt gerist Ef vel væri þyrfti að rjúfa þing og efna til nýrra kosninga til þess að hreinsa stjórnmálaloftið, sem nú er óneitanlega iævi blandið. Kald hæðin forsjón hefur hagað svo til, að tveir menn með ó- reynda og óljósa stefnuskrá geta vafið bæði verkamanna- flokknum og borgaraflokkun- um um fingur sér — leikið sér að þeim eins og köttur að mús. Hvað vill meirihluti þjóð- arinnar? Um það verður ekki sagt að svo stöddu. Við síð- ustu kosningar fengu þeir fjórir flokkar, sem standa að núverandi stjórn 47.7% atk. en verkamannaflokkurinn 46.84%, en sósíalistar og kommúnistar 5.3%. Þjóðar- fylgið er því nokkurn veginn í samræmi við þingmannatöl- una, nema hjá síðasttöldu smá flokkunum, sem hefðu átt að fá 7 þingmenn í stað tveggja. Kommúnistar fengu sem sé engan þingmann og höfðu þó fleiri atkvæði samtals en %ósíalistarnir. Sveitastjórnarkosningarnar sem fram eiga að fara 23. sept. munu gefa vísbendingu um hvaðan vindurinn blæs í stjórnmálunum núna, eftir stjórnarskiptin. Og ekki er ó- sennilegt, að úrslit þeirra ráði miklu um hvort lífdagar núv. stjórnar verða lengri eða skemmri. Þess vegna hefur • líklega aldrei í Noregi staðið hatrammlegri barátta um skip un hreppsnefnda og bæjar- stjórna en nú. Kosningarnar eru stórpólitískar, úrslit þeirra lýsa trausti eða van- trausti á því, sem gerðist í ágúst. Þess vegna eru nú flokks- foriilgjarnir eins og þeyti- spjöld út um allt land, og Einar Gerhardsen liggur sízt á liði sínu, svo að ekki er um neina hvíld hjá honum að ræða um sinn. En viðvíkjandi því, hvort flokkur hans lýsi vantrausti á Lyngstjórninni .er hún leggur fram stefnu- skrá sína 18. sept., svarar hann jafn tvírætt og véfrétt- in í Delfi. Þó þykir líklegra, að verkamannaflokkurinn beri ekki fram vantraust þá, heldur láti það bíða þangað til hásætisumræðurnar koma á dagskrá í byrjun nýja þings- ins í október. En Finn Gusav- sen, talsmaður Sósíalista- flokksins, hefur lofað því að bera fram vantraust strax og þingfundur kemur saman 18. sept. og beri það ekki árang- ur, þá mun hann endurtaka leikinn í október. En hann hef ur jafnframt ' heitstrengt ef Verkamannaflokkurinn bjóði fram á ný síðustu stjórn sína óbreytta muni hann um- svifalaust bera fram vantraust á hana. Annars deila lögfræð- ingar um, hvort leyfilegt sé að tefla fram á ný stjórn sem hlotið hefur vantraust. Halda ýmsir því fram, að það sé ekki að lögum. Enda er það ósenni- legt að sama stjórnin yrði gerð út af örkinni á ný. Hitt þykir víst, að Verkamannaflokkur- inn muni ekki bjóða fram nýja stjórn án þess að höfuðið — Gerhardsen — verði það sama og síðast. Gerhardsen leggur áherzlu á það á fundum sín- um, ef flokkurinn myndi stjórn á ný, muni hann virða að vettugi ráðleggingar og í- hlutun annarra flokka um skipun í ráðherraembættin. Svo að vera kann að Gustav- sen eigi eftir að velta nokkr- um stjórnum ennþá. Sumir hafa orð á því, að nokkur óánægja sé í Verka- mannaflokknum út af Sval- barðamálinu, en aðeins einn þingmaður flokksins, Trygve Bull, hefur látið til sín heyrs í þeim tón. Hann gerði í lok TAUNUS 12M CARPINAL Pantið strax. ^3 Framhjóladrif — V4 vél Slétt gólf, fjögurra gíra hljóðlaus gírkassi o. fl. o. fl. CardinaJ er raunverutegur 5 manna bíl* A L L U R E I NÝJUN6 N <3Z_r>< ****** *>UMB0ÐIÐ KR.KRISTJANS50N H.F SUDURLAND5BRAUT 2 • SÍMI 3 53 00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.