Morgunblaðið - 02.10.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.10.1963, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 2. okt. 1963 AOIÐ 3 , FYRSTA október er alltaf eins og Reykjavík sé leyst úr læðingi. Á götum borgarinnar er skyndilega orðið krökkt af börnum og unglingum, sem bera skólatöskur og skvaldra gáskafull við félaga sína, er þau hafa kannski ekki hitt allt sumarið. Allir barna- og gagnfræða- skólarnir í Reykjavík voru settir í gær. Sömuleiðis Menntaskólinn og Verzlunar- skólinn. í barnaskólunum verða í vetur um 8500 til 8600 nemendur, eða um 100 fleiri en í fyrra. í gagnfræðaskólun- um verða 4600 til 4700. í fyrra 4491. í Menntaskólanum verða um 930 nemendur, eða um 80 fleiri en í fyrra. í Verzlunar- skólanum verða 430 nemend- Menntlingar ganga upp tröppurnar rétt fyrir skólasetning u. Skdlinn byrjar á ný Fréttamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins komu upp í Breiðagerðisskóla laust fyrir kl. 11 í gærmorgun. Stór hóp- ur barna hafði safnazt saman fyrir framan tröppur skólans, en á þeim stóð ung kennslu- kona og las upp nöfn. Eigend- ur nafnanna gengu jafnóðum að næsta inhgangi og biðu kennara síns. — í hvaða bekk eruð þið? spyrjum við. — 10 ára A. — Eru engir strákar í bekkn um? — Jú, þessir, segja þær litlu og benda á nokkra stráka, sem standa álengdar og pískra sam an. — Voruð þið öll í sama bekk í fyrra? — Já, öll nema ein stelpa. — Hvernig eru strákarnir? — Þeir eru hrekkjóttir. — Og leiðinlegir, bætir önnur við. Nú hafa strákarnir ýmis- legt til málanna að leggja. — Það eru stelpurnar, sem eru leiðinlegar. arskólinn voru báðir settir kl. 2, sá síðarnefndi í Tjarnar- bæ. Var því margt um mann- inn í miðbænum eftir hádeg- ið. Á „Skalla“ í Lækjargötu var fullt út úr dyrum og mál- in rædd af kappi. Sumir sögðu frá ævintýrum sumarsins úti á landi, á síld eða jafnvel er- lendis. Aðrir voru teknir að velta fyrir sér önnum þeim, sem í hönd fara undir ströngu aðhaldi prófanna. Einnig voru þarna á ferli fáein skötuhjú, sem ekki virtust í skapi til að ræða skólamál, en horfðust í augu sem grámyglur, ósnert af áhugamálum einmana sála. Fyrir framan „Skalla". Nú upphefst mikil rimma skila auðu i því máli, hverf- um það, hvort kynið sé leiðin- um við frá. legra, og þar sem við viljum Menntaskólinn og Verzlun- Friðbjörgr Haraldsdóttir, kennslukona, les upp nöfn barnanna, sem vera eiga í 10 ára A i Breiðagerðisskóla. (Ljósm. Mbl.. Sv. Þormóðss.) Verzlnnorskól- inn seitur í gær Verzlunarskóli Islands var settur í gær í Tjarnarbæ að við- stöddum kennurum, nemendum og nokkrum gestum. Skóla stjórinn, dr. Jón Gíslas., minntist í upphafi Magnúsar Mássonar. nemanda skólans, sem andaðist í sumar í Kaupmannahöfn. Vott aði hann aðstandendum innilega samúð og bað viðstadda að rísa úr sætum til virðingar minningu hins látna. Nemendur V.í. í upphafi skóla árs eru 430 í 17 bekkjardeildum Auk þess mun starfa við skólann 6 mánaða námskeið í hagnýtum skrifstofu og verzlunargreinum Meðlimir námskeiðsins eru 28 talsins. Hið nýja skólahús mun nú allt verða tekið í notkun, þó að neðri hæðin sé ekki að fullu frá gengin. Fimm kennarar hafa verið fast ráðnir að skólanum. Þeir eru Egill Jónasson Stardal í sögu, Jónas Eysteinsson í dönsku og stærðfræði, Þorsteinn Magnús son í bókfærslu, Úlfar Krist mundsson í landafræði og stærð fræði og Þórhallur Guttormsson í íslenzku og ensku. Jens F Magnússon, leikfimiskennari, lætur nú af störfum að eigin ósk. Fastráðnir kennarar við Verzlunarskólann eru nú 15 að skólastjóranum meðtöldum. Olía og salt til Akraness Akranesi, 1. október: — Ms. Kyndill kom í dag með olíu hingað. Þýzkt skip kom og með 400 tonn af salti til útgerð arstöðvanna. Þriðja skip í dag er Tröllafoss, sem lestar 100 tonn af fiskimjöli. — Oddur biskup--------“ BlaSið Suðurland birti sið- astliðinn laugardag grein um Skálholt eftir séra Gunnar Jó- hannesson, prófast í ÁrnesþingL Mælir hann mjög með því, að biskupssetur verið endurreist i Skálholti. Lýkur hann grein sinni með þessum orðum: „Vér trúum því fast, að þjóð in fái aftur „inn æzta stað“ í Skálholti, því að veður eru mörg í þjóðlífi voru, straumar hvikulir og hniga til margra átta. Og enn byrgir mörg blik- an og lágþokan sólarsýn. „Guðs- loga“ þurfum vér því aftur inn æzta stað og dýrlegasta, sem á tslandi hefur verið“. En inn allgöfgasti staður á ís- landi“ hlýtur að vera prýddur æðstu tign, ella verður hann eigi til vegsögu i djúpi alda og kynslóða. Líf manna og þjóða er eigi tryggt með auðæfum þeirra né framförum einum, né nýskipun- ar efnahags, né menntun einni, þótt allt það sé gott og harla nytsamlegt. „Inn dýri dómur“, sem Þorvaldur fór með og glædd ur var í Skálholti öldum sam- an, er öllu dýrri.“ Greiðsluþol atvinnuveganna Ingólfur Jónsson, landbúnaðar ráðherra, ritar grein í síðasta Suðurland undir fyrirsögninni: Tryggja ber þann árangur, sem náðst hefir. Ræðir hann þar þróun efnahagsmálanna og þá hættu sem nýtt kaupphlaup milli kaupgjalds og verðlags hef ur skapað. Kemst ráðherran síðan að orði á þessa leið: „Að tilhlutan ríkisstjórnarinn- ar hefir verið skipuð sex manna nefnd, sem hlotið hefur nafnið „greiðsluþolsnefnd“, til þess að gera sér grein fyrir hversu hátt kaup atvinnuvegirnir geta greitt og hver tilkostnaður má vera í hverri atvinnugrein. í nefnd- inni eiga sæti þrír fulltrúar frá hinum ýmsu atvinnugreinum, og þrír fulltrúar frá Alþýðu- sambandi íslands. Nefndin vinn- ur nú ásamt hagfræðingum að nauðsynlegum athugunum í þesg um málum. Tilkostnaður við atvinnureksturinn má aldrei *" verða meiri en svo að hann geti gengið styrkjalaust miðað við þá markaði, sem mögulegt er að nytja. Nefndarskipunin er nýmæli og við störf hennar eru bundnar þær vonir, að kröfu gerðin eftirleiðis á hendur at- vinnuvegunum miðist við greiðslugetu þeirra. Ef sá skiln- ingur verður ráðandi er gjald- miðillinn ekki í hættu“. Gengi krónunnar tryggt Ráðherran lýkur grein sinhi með þessum orðum: „Markmiðið hlýtur að vera á komandi mán- uðum að tryggja þann árangur, sem náðst hefur í efnahagslíf- inu siðan núverandi ríkisstjórn komst til valda, en það verður bezt gert með því að athuga hagfræðilega greiðslugetu at- vinnuveganna og tryggja með eðlilegum hætti að atvinnuveg- irnir geti á hverjum tíma starf að af fullum krafti. Með þeim hætti verður gengi krónunnar tryggt og þá mun gjaldmiðill- inn njóta þess trausts sem nauð- syn ber til að hann geri í frjálsu og sjálfstæðu þjóðfélagi“. smmira „Fáið Skálh( lti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.