Morgunblaðið - 02.10.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.10.1963, Blaðsíða 2
2 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 2. okt. 1963 Mikið síldarmagn enn fyrir austan Síldveiðiskipin hætt sumarveiðum í GÆR átti Mbl. samtal við Jakob Jakobsson fiskifræðing um borð I síldarleitarskipinu Þorsteini Þorskabít þar sem það var undan Krísuvíkur- bergi á leið til Reykjavíkur. Síldarleit hefir nú verið hætt fyrir Norður- og Austur landi, enda síldveiðiskipin öll komin í höfn og hætt veið um. Jakob sagði að eitt síldveiði skip hefði farið út á miðin i fyrradag, Guðrún Þorkelsdótt ir, en hefði sennilega orðið að halda til hafnar skjótt aft- ur sökum slæms veðurs. — Það sem veldur að síld- veiðunum fyrir austan er nú hætt, eru Iélegar gæftir að undanförnu og svo að í hönd fer nýtt skrásetningartímabil áhafnanna á skipunum. Hins vegar er mikið sildarmagn enn fyrir austan á stóru svæði 60—80 mílur út af Aust- fjörðum. Þar er stór rússnesk- ur floti veiðiskipa, sem veiðir í reknet. Þá eru og á miðun- um þrír eða fjórir Færeying- ar, sem veiða í herpinót með kraftblökk, en þeir hafa ver- ið á sömu slóðum og is- lenzki flotinn í sumar og haft mikið samband við okkur. — Það er því ekki skortur á síld sem veldur því að skip- in hætta, sagði Jakob. — Hvað segir þú um fram hald síldarleitar í haust og vetur? — Það er allt óráðið ennþá. Sjálfsagt verður fljótlega far- ið að leita hér við Suður og Vesturlandið. Ekki er að vita nema haldið verði áfram veið- um fyrir austan ef veður batnar og þá einkum af heima skipunum á Austfjörðum. Blaðið hefir aflað sér upp- lýsinga um að sjálfsagt sé á- hugi fyrir að hefja hið fyrsta veiðar hér fyrir sunnan, en um markaðshorfur er enn ókunnugt. Ekki er ólíklegt að markaður verði fyrir ferska síld upp úr ís, þegar almennt fer að draga úr sumarsíldveið um bæði hér og hjá nágranna- þjóðunum, sem síldveiðar stunda. Líðatt drentfsins er nú talin betri Leiðrétt missögn í ÁTTA ÁRA drengur, Jón Hall- dórsson, Lyngbrekku 24, Kópa- vogi, slasaðist lífshættulega er hann féll af reiðhjóli og varð fyr ir bifreið sl. föstudagskvöld. Líð an Jóns er nú betri. í frétt Morgunblaðsins af slys inu var ranglega hermt, að dreng fyrri frétt af slysi urinn hafi hangið aftan í bifreið inni, sem hann lenti undir. Slysið bar þannig að höndum, að Jón litli var að mæta bifreið, sem á móti kom, á mjög þröngri götu. Þegar hann fann, að hann var að falla af hjólinu bar hann hendurnar fyrir sig og reyndi að ji■..... Hafsteinn Jóhannsson á þilfari Eidingar, klæddur frosk- mannsbúningi sínum. — Minjagripur Framh. af bls. 1 — Búið er að rífa möstrin. reykháf og ofan af brúnni. Á hliðunum eru göt, sem gerð voru þegar hluti af olíu- farminum var var tekin úr því, auk gatsins, sem varð til þess að skipið sökk. — Ég kafaði 2—3 sinnum á dag til að skoða skipið. Á því er mikið af akkerum og akk- erisfestum, sem skip hafa misst af sér. Algengt er, að skip festi akkeri sín á E1 Grillo. — Milli brúar og afturþil- fars er raðað 23 djúpsprengj- um og svo er ein og ein hing- að og þangað um skipið. Þeg- ar Englendingarnir voru á Seyðisfirði um daginn setti ég í eina fyrir þá, svo þeir gætu athugað hvort nokkur hætta stafaði af þeim. En Englend- ingarnir hættu við að draga það upp. — Aftur á skipinu eru 2 loftvarnarbyssur og ein fall- byssa og loftvarnarbyssa er á hvorum brúarvæng. Þarna tók ég skot, 70 mm og 20 mm í þvermál, sem minjagripi. Þau voru í kistum á byssu- stæðunum. — Skotin eru eins og þau hefðu aldrei komið í sjó. Púðr ið í þeim er heilt, en hins veg- ar er kveikpúðrið, sem notað er til að koma sjálfri spreng- ingunni af stað ónýtt. vill ráða blaðamenn og þingfréttaritara. Upplýsingar hjá ritstjórum blaðsins. styðjast við bifreiðina. En það tókst ekki. í GÆRDAG varð 8 ára gamall drengur á reiðhjóli fyrir bíl á Sundlaugavegi skammt austan Laugarnes- vegar. Hjólaði drengurinn þvert í veg fyrir bíl, sem ekið var í austurátt. Kastað- ist hann upp á vélarhlíf bíis- ins, og braut framrúðu hans, en féll síðan í götuna. Dreng- unnn var fluttur í Slysavarð- stofuna, og reyndust meiðsli hans minni en efni virtust standa til. Hlaut hann skrám ur og mar. Myndin sýnir sjúkraliða bera drenginn af staðnum. (Ljósm. Mbl. Sv.Þ.) Geröist nærgöngull — en hafði verra af AÐFARARNÓTT sl. sunnudags var gerð Ólraun til nauðgunar í húsi einu hér í borg, en mál- um lauk þannig, að tilræðismað- urinn sat eftir með sárt enni og allur skrámaður, en ekki sá á konunni. Nánari atvik voru þau, að því er rannsóknarlögreglan upplýs- ir, að stúlka ein fór með manni út að skemmta sér á laugardags kvöldið. Fóru þau á ýmsa skemmtistaði borgarinnar, og að því loknu heim til mannsins á- samt fleira fólki. Var tekið til við að hlýða á plötur, en smátt og smátt tíndust gestir á brott þar til stúlkan var ein eftir hjá manninum. Gerðist hann þá nær göngull við hana, og fór svo að til átaka kom. Varð sambýlis- fólk í húsinu vart við að hróp- að var á hjálp. Er húsráðandi á næstu hæð fyrir neðan kom upp til að athuga hvað á seyði væri, mætti hann stúlku á ganginum, og sagði hún að gerð hefði verið tilraun til að nauðga sér. Var stúlkan sjálf svo og föt hennar, blóðug. Húsráðandi hringdi til lögregl unnar, sem kom að vörmu spori, og flutti stúlkuna á lögreglustöð ina. í ljós kom að ekki var svo mikið sem skráma á henni, en þegar lögreglumenn fóru og ræddu við gestgjafann frá því fyrr um kvöldið, kom í ljós að haann var klóraður mjög í fram an, og hafði blætt úr. Sættir hafa tekizt í málinu. Söngskemmtun Gests Guðmundssonar GESTUR Guðmundsson tenor- söngvari, sem hélt söngskemmt- un í Gamla bíói í gærkyöldi, er tvímælalaust efnilegur söngvari, — ef til vill efni í mikinn söngv- ara, meira að segja. Hann hefir mikla rödd og blæfagra, þegar bezt lætur, og meðferð hans á sumum viðfangsefnunum í gær- kvöldi virðist bera vott um ó- svikna túlkunargáfu. En hann á enn margt ólært. Tónmyndunin er óörugg og röddin ójöfn: stund um virðist hún hrökkva milli „registra" aðeins eftir því á hvaða sérhljóði er sungið. Óskýr framburður sérhljóða stafar ef til vill af því, að söngvarinn er vitandi eða óvitandi — að reyna að hamla gegn þessu. Óná- kvæmni í hljóðfalli var líka stundum til lýta. Og í sumum viðfangsefnunum, einkum ís- lenzku lögunum, var textinn svo „oftúlkaður", — svo mikil á- herzla lögð á einstök orð að hendingar, — að heildaráhrifin spilltust. En hvað sem að má finna, er vafalaust, að Gestur hefir tekið miklum framförum, frá því að hann lét til sín heyra hér í janúar sl.Og þeir ágallar, sem hér hafa verið taldir, eru þess eðlis, þegar á þá er litið með hliðsjón af því, sem bezt var gert á þessum tónleikum, að þeir munu hverfa við áframhald andi nám hjá góðum kennurum. Því er full ástæða til að hvetja Gests Guðmundsson til fram- haldsnáms í söng, — og til þess að afla sér jafnframt sem víð- tækastrar almennrar menntunar í tónlist. Þá gæti hann orðið gildur og gegn liðsmaðuir í hinni heldur þunnskipuðu sveit íslenzkra tenorsöngvara. Undirleik á þessum tónleikum annaðist Kristinn Gestssson pían óleikari frá Akureyri. Hann veitti söngvaranum öruggan stuðning, og var hlutdeild hans í tónleikunum mikilsverð, eink- um í lögunum eftir Beethoven. Væri gaman að fr. heyra þennan listfenga píanóleikara á tónleik- um, þar sem hæfileikar hans fengju enn betur notið sín en hér varð. Jón Þórarinsson. Hjálpar beiðni ENN hefur eldurinn herjað á heimili barnmargrar fjölskyldu og lagt það í rústir. Síðastliðina mánudagsnótt brann húsið Selhagi í Blesugróf til kaldra kola. Hjónin Pétur H. Pétursson og Helga Tryggvadótt- ir björguðust fáklædd út úr brunanum ásamt börnum sínum, en þau eru átta. Sum þeirra á unga aldri. Engu var bjargað að kalla, en húsið og búsmunir hryggilega lágt tryggðir. Skaðinn er mikill og sár. Reynslan hefur sýnt að marg- ir rétta fúslega hjálparhönd, þegar fólk verður fyrir svo ó- væntu áfalli og stendur uppi alls laust að kalla. Það mun hygg ég enn koma hér á daginn. Blaðið mun ásamt undirrituð- um taka við gjöfum til hinnar bágstöddu fjölskyldu. Með fyrirfram þakklæti til allra, sem eitthvað leggja að mörkum. 30. sept. 1963. Gunnar Árnason, sóknarprestur. Eldor í hlöðu FYRIR nokkru kom upp eldur í hlöðu á Sandi í Kjós. Margir sveitungar komu til hjálpar og tókst að ráða niðurlögum elds- ins á tiltölulega skömmum tíma, en varð að láta töluvert af heyi út. Allmiklar skemmdir munu hafa orðið á heyi, en hús ekki hafa orðið fyrir skemmdum að neinu verulegu leyti. Víðar mun hafa hitnað í hlöðum, þótt ekki hafi menn verið kallaðir til hjálpar. St. G. HAFNARFJORÐUR Börn vantar til að bera út til kaupcnda. AFGREIÐSLAN Arnarhrauni 14 — Sími 50374.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.