Morgunblaðið - 02.10.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.10.1963, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 2. okt. 1963 WMMMaaMnMMinHMiiMHsMn Hundruð bíla óseldir af árgerðinni 1963 a Árgerð /964 hefur verið ir.arkaðnum frá miðjum águstmánuði FRÁ ÁRAMÓTUM og til júlíloka þessa árs hafa 3.245 bílar verið fluttir til landsins. Innflutningur bíla hefur haldið áfram í ágúst og september, en hann mun hafa dregizt nokkuð saman og verið mestmegnis af árgerð 1964. í bílageymslum skipafélag anna voru um síðustu helgi á sjötta hundrað bíl- ar, mikill hluti af árgerð- inni 1963. Morgunblaðiff hefur aflaff sér upplýsinga um hjá skipa- félögunum, hversu marga bíla þau hafi í geymslum sín um. Hjá Eimskipafélagi íslands h.f. eru geymdir á fjórffa hundrað bílar, mikill hluti af árgerffinni 1963. Hjá Jöklum h.f. eru nærri tvö hundruff bílar geymdir, aðallega hjá vöruskemmun- um viff Kleppsveg. Mikill hluti bílanna er af árgerð- inni 1963. Hjá Skipadeild SÍS eru geymdir nærri 20 bílar og er nokkur hluti þeirra af ár- gerff 1963. Hjá Hafskip h.f. eru 5—6 bílar, en þeir munu af ár- gerffinni 1964. Hafskip hefur eingöngu flutt bíla frá Sví- þjóð. Af framangreindri upptaln- ingu má sjá, aff nokkur hundr uff bíla eru óseldir af árgerð- inni 1963. Er þaff mjög alvar- legt, þar sem árgerff 1964 tók aff berast til landsins um og upp úr miffjum ágústmánuði. Þaff gefur auga leiff, aff menn munu síffur sækjast eft- ir því, aff kaupa bíla af ár- gerff 1963 frá umboðunum þegar árgerff 1964 er kominn á markaffinn. Ástæffan er sú, aff bílar falla talsvert í verffi strax eftir fyrsta áriff, auk þess sem um nýjungar kann aff vera aff ræffa á nýrri ár- gerðum. Bílaumboðin verffa sjálf aff kaupa bílana frá verk- smiffjunum. Þau selja bílana ekki í umboðssölu. Heimilt var, þar til fyrir fáum dög- um, að flytja inn bíla með þriggja mánaffa greiffslufresti. Þessi heimild varff til þess, að einstaka umboð flutti inn fleiri bíla af árgerff 1963 en markaðurinn og hin harffa samkeppni umboffanna leyfði. Þetta varff m.a. til þess, að 3 mánaða greiffslufresturinn á bílum var afnuminn. Fram vegis verffur aff greiffa bílinn viff móttöku effa áffur en bíl- arnir eru sendir af staff. Nú blasir viff stórkostlegt vandamál vegna hins mikla fjölda bíla sem hér eru óseld ir af árgerðinni 1963. Verff- mæti þeirra við innflutning nemur tugum milljóna króna. Hvaff gera umboðin, sem liggja meff alla þessa bíla? Hér er um svo miklar fjár- hæðir aff ræffa, aff framtíff Nokkur hluti bílanna í geymslu Jökla Frá áramótum til júlíloka voru 3.245 bílar til landsins Kleppsveg. fluttir þeirra hlýtur aff byggjast á því aff lausn finnist, sem forff aff getur effa dregiff úr skaff- anum. Ekki munu neinir mögu- leikar á að senda bílana aftur til verksmiffjanna, nema þá meff mjög miklu tapi og kostn affi. Sú leiff mun því úr sög- unni. Líklegt er aff reynt verffi aff selja bílana á íslenzkum mark aði. Þola umboðin að lækka þá verulega í verffi? Bílarn- ir hafa í rauninni þegar fall- iff, þar sem nýjar árgerðir eru komnar á markaffinn. Geta umboffin, sem um er að ræffa, selt bílana meff lán um til 3 ára t.d. og reynt þannig aff sjá til þess aff verff- fallið verffi sem minnst og bílamir útgengilegri? Þessi lausn þýðir, aff umboffin þurfa aff hafa mikiff fjármagn und- ir höndum, því þau verffa sjálf aff greiða' verffiff til verksmiffjanna og hinn háa íslenzka aðflutningstoll. Hvaff verffur gert? Því er erfitt aff svara eins og nú standa sakir. Hins vegar er fyrirsjáanlegt, aff ástand þaff sem skapazt hefur mun hafa talsverff áhrif varffandi inn- flutning á bílum. Innflutningur mun dragast saman frá því sem veriff hef- ur, og ýmislegt bendir til, aff hann beinist aff færri tegund- um. Hér fer á eftir samanburð- ur á innflutningi bíla á nokkr um tilteknum árum. Alls staff ar er krónutala miðuff viff núverandi gengi, cif. verff (komnir til landsins). Affeins er miðað viff innflutning á almenningsvögnum, fólksbíl- um, vörubílum, jeppum og sendiferffabílum. Sleppt er innflutningi ýmissa annarra tegunda svo og bílgrinda ojs.frv. Á sjö fyrstu mánuðum þessa árs voru fluttir inn 3.245 bílar, þar af 327 vöru- bílar, 475 jeppar og 230 sendi ferffabílar. Nam innflutning- urinn 216,6 milljónum króna, cif. verff. Allt árið 1962 voru fluttir inn 2.414 bilar, þar af 231 vörubíll, 758 jeppar og 52 sendiferðabilar. Kostnaður var alls 168,6 milljónir króna. í árslok 1962 var meffalald- ur bila á Islandi frá 8,3 árum á fólksbílum og upp í 11,6 ár á vörubílum. Áriff 1961 voru fluttir inn I. 770 bílar, þar af 399 vöru- bílar, 65 jeppar og 51 sendi- ferffabíll. Innflutningurinn nam 108 milljónum króna. Meðalaldur bíla var frá 8.7 árum á fólksbílum og upp í II. 8 á vörubílum. Áriff 1959 voru fluttir inn 1367 bílar, þar af 175 vöru bílar, 115 jeppar og 63 sendi- ferffabílar. Innflutningurinn nam 110.5 milljónum króna. Meðalaldur bíla í árslok var frá 8.2 árum á fólksbílum og upp í 11.7 á vörubílum. Áriff 1957 voru fluttir inn 1102 bílar, þar af 140 vöru- bílar, 212 jeppar og 38 sendi- ferffabílar. Innflutningurinn nam 81.2 milljónum króna. Meffalaldur í árslok á bílum var 7.9 ár á fólksbílum og upp í 10.8 ár á vörubílum. Áriff 1955 var fluttur inn 2.931 bíll, þar af 379 vöru- bílar, 282 jeppar, og 431 sendi ferffabíll. Innflutningurinn nam alls 241 milljón króna, Meffalaldur í árslok var frá 7.6 árum á fólksbílum og upp í 9.9 á vörubílum. Áriff 1953 voru fluttir inn 472 bílar, þar af 185 vöru- bílar og 89 jeppar. Innflutn- ingurinn nam 50 milljónum króna. Meffalaldur í árslok var 10.1 ár á fólksbílum og upp í 11.5 ár á vörubílum. Eins og sjá má af þessari upptalningu er meffalaldur bíla hér á landi hár. Mestur kippur kemur í innflutning- inn þegar meffalaldurinn hef- ur fariff hækkandi. Frá bílageymslu Eimskip í Fossvogi. Affeins hluti bílamerg ffarinnar sést á myndinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.