Morgunblaðið - 02.10.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.10.1963, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLAÐIO Miðvikudagur 2. okt. 1963 Otgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arm Garðar Kristinsson. (Jtbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðs.lstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Simi 22480. Áskriftargjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakío. ÞJÓÐIN HEFUR SVARAÐ ¥ síðustu alþingiskosningum gerðist fyrst og fremst tvennt: íslenzkir kjósendur lýstu í fyrsta lagi vantrausti á hið algera úrræðaleysi Framsóknarmanna og komm- únista. í öðru lagi vottaði meiri hluti þjóðarinnar stefnu Viðreisnarstjórnarinn- ar eindregið traust sitt. Þetta er það sem gerðist í alþingiskosningunum 9. júní síðastliðinn. Þetta var svar ís- lenzkra kjósenda við þeirri spurningu, hvaða flokkum þeir treystu bezt til þess að stjórna landinu næstu fjögur ár, og hvaða stefnu í efna- hagsmálum þeir teldu heilla- vænlegasta. Það ber þess vegna vott mikilli grunnfærni og yfir- borðsmennsku, þegar Tíminn belgir sig út í forystugrein sinni í gær um að þjóðin spyrji nú, hvað ríkisstjórnin hyggist nú fyrir. Meginhluti íslendinga ger- ir sér ljóst, að sá vandi sem riú er við að etja í íslenzkum efnahagsmálum sprettur fyrst og fremst af nýju kapp- hlaupi milli kaupgjalds og verðlags. Viðreisnarstjórnin hefur varað þjóðina af mikl- um alvöruþunga við þessu kapphlaupi. Hún hefur bent henni á reynsluna og reynt að gera henni Ijóst, að af víxl- hækkun kaupgjalds og verð- lags leiðir ævinlega aukna dýrtíð og kjaraskerðingu fyr- ir almenning. En hvað hefur stjórnarand- staðan, kommúnistar og Framsókn sagt? Hefur hún varað þjóðina við kauphækkunum, sem síð- an hlytu að hafa í för með sér hækkun verðlagsins? Nei, sannarlega ekki. Fram sóknarmenn og kommúnistar hafa lagt höfuðáherzlu á það í öllum málflutningi sínum að ekkert væri eðlilegra en að kaupgjald hækkaði hröðum skrefum. Þegar svo verðlagið hækkar á landbúnaðarafurð- um og margskonar þjónustu vegna kauphækkananna, segja kommúnistar og Fram- sóknarmenn að þetta sé ríkis- stjórninni að kenna, og segja að jafnvægisráðstafanir henn ar séu einmitt orsök vaxandi dýrtíðar!! Allir hugsandi menn sjá í gegnum þessar blekkingar. ★ Viðreisnarstjórnin tók við efnahagslífinu í rústum eftir ráðleysi vinstri stjórnarinnar. Hún sagði þjóðinni sannleik- ann um ástandið og hófst handa um víðtækar ráðstaf- anir til þess að koma jafn- vægi á í efnahagsmálum landsmanna. Allir íslending- ar vita að árangur viðreisnar- innar varð stórkostlegur. í kjölfar hennar sigldi aukin framleiðsla, bætt gjaldeyris- aðstaða út á við, aukið láns- traust þjóðarinnar, blómleg- ur fjárhagur og almenn vel- megun. Það er þessi ávöxtur við- reisnarinnar, sem kommúnist ar og Framsóknarmenn eru í stöðugri styrjöld við. Það er þetta, sem Framsóknarmenn og kommúnistar eru að reyna að rífa niður. Það er vissulega rétt sem hefur verið sagt hér í blaðinu undanfarið, og síðast í Reykja víkurbréfi sl. sunnud. að það er skylda Viðreisnarstjórnar- innar og hins nýkosna Alþing is að gera þær ráðstafanirsem að gagni mega koma gegn þeim vanda, sem ábyrgðar- laust atferli stjórnarandstöð- unnar hefur fyrst og fremst skapað undanfarna mánuði. Það verður að hindra að nýtt verðbólguflóð nái að grafa undan þeim heilbrigða grrjnd velli, sem viðreisnarstefnunni tókst að leggja að framförum og uppbyggingu á íslandi. Þær ráðstafanir munu verða framkvæmdar, þrátt fyrir það að hin óþjóðholla stjórn- arandstaða Framsóknar- manna og kommúnista ham- ast gegn þeim af blindu of- stæki. ÞÝZKA BÖKA- SÝNINGIN ýzku bókasýningunni lauk sl. sunnudag. Það var allra manna mál að hún hafi verið merkur menningarvið- burður, sem ástæða sé til að fagna. Um 2500 manns sóttu þessa sýningu sem þó stóð aðeins eina viku. Sýnir það áhuga íslendinga á bókum, hversu vel þeir sóttu þessa sýningu. íslendingar eru bókaþjóð. Þeir hafa ekki aðeins áhuga á fornum bókmenntaarfi sjálfra sín. Þeir vilja fylgjast með í heimsbókmenntunum og njóta þeirra menningar- strauma sem berast að strönd um lands þeirra frá gömlum og grónum menningarþjóð- um. Þýzka þjóðin er ein helzta menningarþjóð heims- ins. Hún hefur átt marga mikla rithöfunda og skáld, sem borið hafa hróður henn- ar um heim allan. Þýzk bóka- UTAN UR HEIMI Mynd þessi er tekin í St. Péturskirkju í Vatikaninu s.l. sunnudag þegar Páll páfi VI. setti að nýju Kirkju- þingið mikla eftir nærri árs- hlé. Um 2.500 fulltrúar frá öllum heimsálfum sitja þing- *] ! „Byggt fyrir milljaröa" IMefnist byggingariðnaðarsýning Dana, sem ísl. arkitektar og aðrir fjölmenna til DAGANA 11. til 20. oktober nk. verður efnt til mikillar og merki legrar sýningar í sýningarhöll- inni Forum í Kaupm'annahöfn. Sýninguna nefna Danir „Byggeri for Milliarder", eða „Byggt fyrir miljarða“, en að henni standa Byggeoentrum í samvinnu við Forum A/S. Undirbúningur að þessari miklu fraeðslusýningu um byggingariðnaðinn og vandamál hans í nútíð og framtíð, hefur staðið lengi og vakið verðskuld- aða athygli, ekki eingöngu í Dan mörku, heldur víða um heirn. sýning hlýtur þess vegna æv- inlega að vera íslendingum kærkominn gestur. ÞOTUFLUG UM ÍSLAND ¥ dag hefur ameríska flugfé- ■*■ lagið Pan American Air- ways áætlunarflug um ísland með þotuflugvélum. Þetta á- ætlunarflug liggur frá New York um Keflavík, til London með viðkomu í Glasgow. Far- ið verður einu sinni í viku í hvora átt frá London og New York. Enda þótt þetta áætlunar- flug hins ameríska flugfélags með þotu þýði nokkuð aukna samkeppni við íslenzku flug- félögin, er það engu að síður merkilegur atburður í ís- lenzkum samgöngumálum. Flugferðin með þotum frá Keflavík til London tekur 414 klukkustund. Ferðin frá Keflavík til New York tekur rúmar 3 klukkustundir. ís- land hefur enn færst nær „nágrannalöndum“ sínum í austri og vestri. Enn hefur dregið úr fjarlægðunum yfir Atlantshaf. Sést það bezt á því, að fjölmargir hópar erlendis frá hafa tilkynnt kiomu sína á sýninguna, jafnvel frá fjarlægum heimsáltfum. Sýningin verður þrísikipt: 1. Aðailsýningin verður í sýning- arhöllinni Forum. 2. Útisýning- arsvæði verður fyrir utan sýning- arhölilina, eh þó í beinu sambandi við sjálía aðalsýninguna. 3. Sér- stakt sýningarsvæði á Amager, 40 þúsund ferm. að stærð, þar sem sýndar verða margs konar vélar og tæki og meðferð þeirra Alls mun sýningarsvæðið ná yfir 47 þúsund fermetra. Meí sýningunni „Byggt fyrir milljarða" verður verður reynt að varpa ljósi á hin fjölmörgu vandamál byggingariðnaðarins, sem sífellt aukast með ári hverju. Sýningin varðar jöfnum höndum þær milljarðir manna, sem þarf- nast h/íbýla, nútíma vinnustaða og skóla, svo eitthvað sé nefnt, og á hinn bóginn þær miKljarðir í fjármagni, sem lagt er í bygg- ingariðnaðinn, og milljarðir vinnustunda og efnis, sem nota þarf. Þá verður reynt að benda á þarfir og möguleika og það sem unrit er að g-era til að koma til móts við kröfur um betri og jafniframt ódýrari byggingar, en það er veigamikið atriði í sér- hverju þróuðu samfélagi í dag, þar sem byggingariðnaðurinn hefur lykilaðstöðuna. Sýningin Forum mun varpa ljósi á hið mjög svo umfangs- mik'la athafnasvið byggingariðn- aðarins í nútíma þjóðfélagi. Enda þótt sýning sem þessi hljóti að leggja mikla áherzlu á að sýna þær efnistegundir, sem eru í dag á markaðnum, þá nær hún langt út fyrir þann ramma. Sýningin „Byggt fyrir milljarða" hefur eitthvað fram að færa, sem allir hljóta að hatfa áhuga á, sem eitthvað eru tengdir byggingariðnaðinum, hvort heldur sem það eru efnis- framleiðendur, byggingarvöru- kaupmenn, arkitektar, verkfræð- ingar, iðnaðarmenn eða opin- berir aðilar, sem fjalla um lána startfsemi til byggingarfram- kvæmda. Höfuðmarkmið þessarar um- fangsmiklu sýningar í Kaup- mannahöfn í næsta mánuði er sem sé að sýna fram á, hvaða þarf að gláma við og leysa í framtíðinni. Hún mun jafnframt verða nokkur mælikvarði og sýnishorn af því, hvað langt menn hafa náð í þessum efnurn í dag, og hvernig hægt er að hagnýta frekar þá möguleika, sem fram koma með rannsókn- um, auikinni framleiðslu, áætl- anagerð, stöðlun, hagnýtingu nýrra efna, aðferða og tækm- þróunnar. Þar sem telja má líklegt, að nokkur áhugi sé hérlendis fyrir þessari sýningu, hefur Bygginga þjónusta Arkitektafélags íslanas í samvinnu við Ferðaskrifstof- una Sögu, ákveðið að efna til hópferðar til Kaupmannahafnar í sambandi við sýninguna. Gefst því mönnum, sem eitthvað láta þessi mál til sín taka, tækitfæri á hagkvæmri ferð, sem standa mun yfir í eina viku. Séð verð- ur um alla fyrirgreiðslu varð- andi ferðina svo sem útvegun hótelherbergja o.fl. Þeir sem þess óska geta stytt dvölina í Kaupmannahöfn um einn til tvo daga og dvalið í Glasgow í stað- inn þann tíma á heimleið. All- ar nánari upplýsingar varðandi fyrrgreinda ferð er að fá hjá: Byggingarþjónusta A.Í. sími 24344. Ferðaskrifstofan Saga sími 17600. Ekið á grindverk AÐFARANÓTT s.l. sunnudags hrökk fólk í húsum við Barma- hlíð upp af svefni við mikinn dynk. Er að var gáð, kom á dag- inn að rauðleitum fólksbíl hafði verið ekið svo harkalega á grind verk við húsin nr. 38 og 40 við götuna, að lágur steinstólpi brotn aði, og sverar járnpípur, sem frá honum lágu, bognuðu. Ökumað- urinn ók þegar á brott, en bíll- inn hlýtur að hafa skemmzt mik- ið við áreksturinn. Þeir, sem kynnu að hafa veitt eftirtekt þessum bíl umrædda nótt, eru vinsamlega beðnir að hafa sam- band við umferðardeild rann- sóknarlögreglunnar. Ennfremup er skorað á ökumanninn að | koma til viðtals.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.