Morgunblaðið - 02.10.1963, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.10.1963, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 2. okt. 1963 n -i- Bróðurmorð? (Der Rest ist Schweigen), þýzk, Kópavogsbíó. L,eikstjóri: Helmuth Káutner. Bróðurmorð? er í rauninni kvikmyndun á leikriti Shake- speares Hamlet, viðfangsefni Þjóðleikhússins á komandi vetri. Það sem athyglisvert er við þessa kvikmynd, er hversu vel leikstjóranum tekst að færa Ham let í nútíma búning og gera kvikmyndina að sterkari og gagnrýnandi athugun á sektar og ábyrgðartilfinningu einstakl- ingsins og gefa henni um leið á- kveðna og mikla merkingu í nú- tímanum. Helmuth Kautner er einn af merkustu leikstjórum Þjóðverja eftir stríð. Hann starfaði að vísu á valdatímum nazista, en í Im Jenen Tagen (1946), fyrstu þýzku kvikmyndinni sem raunverulega vakti athygli eftir stríð, tekur hann til meðferðar og uppgjörs stríðsárin og sýnir þar hug sinn gagnvart nazistum og ferli þeirra. Á síðasta áratug gerði hann flestar af sínum merkustu myndum, Síðustu brúna (Die Letzte Brúcke), Stjörnulausan himinn (Himmel ohne Sterne), Hershöfðingja djöfulsins (Der Teufels General) og einnig Höf- uðsmanninn frá Köpenick, sem allar hafa verið sýndar hér. Á síðari árum hefur H.K. þó sýnt tilhneigingar til að sogast með niður . í aumingjaskapinn sem herjar á þýzka myndframleiðslu um þessar mundir. Síðan hann gerði Bróðurmorð?, hefur ekki frá honum komið eins góð mynd og hann hefur gefið tilefni til að vonast eftir. 1 kvikmynd Kautners snýr hinn ungi John Claudius (Ham- let>. einkaerfingi Claudius-verk- smiðianna í Ruhrhéraðinu,- til Þýzkalands nokkru eftir stríð. Á stríðsárunum var hann ekki einu sinni í Þýzkalandi, þar sem faðir hans hafði sent hann til náms í Bandaríkjunum. Faðir hans hafði Iátizt í stríðinu og útför hans heiðruð af nærveru Hitlers, þar sem hann hafði ver- ið einn aðal stálframleiðandi landsins og virtist handgenginn nazistum. En í rauninni var það bróðir hans, Paul Claudius (Kládíus), sem stóð að baki hans og kúgaði bróður sinn. Paul skrifar John að faðir hans hafi látizt af slysförum í loftvarna- byrgi sínu, en John trúir ekki þeirri fullyrðingu og er ákveðinn að grafa upp sannleikann. Grun ur hans styrkist við að móðir hans giftist skjótt mági sínum, Paul. Við heimkomuna eru kveðjur fremur kuldalegar og John lok- ar sig inni og grúfir yfir gömul •kjöl og bréf föður síns. Eina manneskjan sem hann blandar geði við, er Fee (Ófelía) dóttir gamla heimilislæknisins Von Pohl (Póloníus). Með hjálp enska vinar síns, Majórs Hor- ace (Hóraz), rannsakar John gamlar fréttamyndir og ræður föður sins, en þegar hann finn- ur gamla dagbók hans, fær grun- ur hans um að Paul hafi myrt bróður sinn, staðfestingu. Hvern ig John tekst að hefna föður- morðsins, þrátt fyrir tilraunir fjölskyldunnar að losa sig við hann, hvernig Fee verður vit- skert og hvernig John setur morð föður síns á svið í ballet-formi fyrir augum bróðurmorðingj- sns, synir Kautner með öruggri •tjórn og eftirminnilegum mynd um. Leikstjórn hans og handrit, •em einnig er eftir hann, flytur hið gamla klassiska verk til nú- tíðarinnar án þess að um raun- verulega eftiröpun sé að ræða, gefur því nýjar merkingar um sekt og sálarstríð, með hugvit- semi og mótar einnig nýja at- burði og árekstra á*jafn áhrifa- ríkan hátt. Leikstjórn og kvikmyndun öll er yfirleitt vönduð og jöfn. Ým- is atriði skera sig úr, t.d. þegar John skoðar gamlar fréttamynd- ir frá tímum nazista, þar sem faðir hans kemur fram, eða þeg- ar hann fær boð frá föður sín- um látnum, í gegnum síma. 1 síðara atriðinu eru það hljóðeff- ektarnir sem skapa sterkustu á- hrifin. Hardy Krúger sýnir mjög góðan leik sem John og húlkar vel hálfsturlun hans í seinni hluta myndarinnar, þar sem hann rambar á mótum geðveiki og skarprar innsýnar. Yfirleitt er leikurinn í myndinni fyrir ofan það sem vanalegast er að sjá í þýzkum myndum, sérstak- lega hjá Adelheid Seeck (móð- irin) og Peter van Eyck (föður- urbróðurinn Paul). Það er óhætt að mæla vel með þessari hreiw- skilnu og oft á tíðum mjög vei gerðu mynd. Pétur Ólafssonu Í6250 VINNINGAR! Fjórði hvér miði vinnur að meðaltalil Hæstu vinningar 1/2 milljón krónur, Lægstu 1000 krónur. Dregið 5. hvers mánaðar. Örn Clausen hrl. Guðrún Erlendsdóttir hdl. Málflutningsskrifsstofa Bankastræti 12 — Sími 18499 L I l\l K L I l\l E 8KOZKA NEVDARTALSTÖÐIN Loks er komin á markaðinn ^ neyðartalstöð, sem hentug er til notkunar í gúmmí- björgunarbátum og öllum skipum, smáum og stórum, — nefnist hún LIIMKLIIME LINKLINE hefur sendi- og viðtæki, sem stillt eru á alþjóða talstöðvaneyðar- bylgjuna, 2182 krið/s. LINKLINE er svo einföld í notkun að allir geta not- að hana. LINKLINE er vatnsþétt og flýtur í sjó. LINKLINE fær orku sína frá 5 venjulegum vasa- 1 j ósa-r af hlöðum. LINKLINE vegur aðeins rúm 2 kg! LINKLINE er komið fyrir í sívalning, sem er aðeins 6,3 cm í þvermál og 76,2 cm á lengd. riMKLINE er framleidd hjá Pantið LIMKLIME sem fyrst hjá LINKLINE hefur verið prófuð á vegum Skipaskoðunar ríkisins, Landssíma íslands og Landhelgisgæzlunnar, og hefur gott talsamband náðst með henni yfir 60 sjó- mílna vegalengd. ( Við prófanir í Eng- landi hefur heyrzt í henni við góð skil- yrði allt að 200 sjómílur). ♦ LINKLINE er viðurkennd Woodsons of Aberdeen Ltd. GRAIMDAVER H.F. Grandagarði — Sími 14010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.