Morgunblaðið - 02.10.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.10.1963, Blaðsíða 6
6 MORCUN BLAÐIÐ Miðvikudagur 2. okt. 1963 Lífsgleði njóttu Eftir Krisfinu Ólafsdóttur frá Sumarliðabæ E K KI alls fyrir löngu var ég sem þetta rita, stödd þar, sem rætt var um lundarfar fólks frá almennu sjónarmiði, og fannst mér þá, að þessu svokallaða glað- lyndi væri meira en lítið mis- munað: „Glaðlynt fólk væri þreytandi, símasandi, hviklynt og ótraustara en þeir, sem þyngra hafa sinnið“. Ekki ætla ég að skilgreina þetta nú, en full yrði þó, að þessu er ekki þannig varið. Ofsakæti, sem grípur fólk öðru hverju, er ekki skemmtileg, og á ekki skylt við sanna lífsgleði. Gamall, enskur málsháttur segir: „Gleðin er þakkargjörð til guðs“. Að hafa létta og lipra lund held ég sé ein hin bezta gjöf skapar- ans okkur mönnunum til handa, og það sinnislag mun oft búa yfir traustu eðlisfari og djúpum hugs unum. Sá sem hefur létta og lipra lund, á hægara með að lifa líf- inu en hinn, sem stirður er og stirðlundaður. — Lífið leggst þyngra á hann, og það nær til þeirra, sem hann umgengst dag- lega, en það er því erfiðara sem einmitt daglega lífið skiptir oss svo miklu máli. Ég heyrði einu sinni gáfaðan bónda spyrja sóknarprest smn og prófast: „Hvað er lífið?“ Líklega er þessu ekki auðsvar- að, en þó svaraði presturinn nær samstundis: Mér finnst lífið myndbreytingar frá miðstöð himins runnar. Af minnstu verum myndast hringar, á marflöt tilverunnar. Vissulega myndast mörg við- horf og margvíslegar hugsana- verur í huga og sálum vorum, sem ýmist lifa eða deyja á „mar- fleti“ vilja, vits og tilfinninga, innra og ytra með oss. En það er víst, að gleði vor á að vera þakk- argjörð til guðs hins hæsta. Vér eigum að taka góðu dögunum með þakklæti til gjafarans allra góðra hluta, og umbera mótlætið möglunarlaust, sé það lagt á oss. Víst er að bæði meðlæti og mót læti taka enda í heimi hér. Sagt er og að léttlynt fólk risti oftast grunnt, sem kallað er. En stund- um geta atvik lífsins horft þann- ig við oss, að meira andlegt þrek þurfi til þess að segja „nei“ en „já“. Ef vér lifum reglubundnu lífi, og skynsömu, verða von- brigði og áföll daglega lífsins færri, en það styrkir taugar vor- ar, veitir hugarrósemi, eykur andlegan og líkamlegan þrótt. Nægjusemi í daglegu lífi voru, samfara orku, sem treystir for- sjón guðs, er harla dýrmæt eign, og ein hin áhrifamesta til þess að gjöra oss lífið léttbært og ljúft. Heilbrigð, arðbær vinna er varanlegasta gleði hvers manns. Það er mesti misskilningur að halda, að menn geti ekki lifað glöðu og innihaldsríku lífi, þótt um auð og völd sé ekki að ræða. Auðugir menn og valdamiklir hafa miklar áhyggjur og útslit andlegra og líkamlegra krafta, sem við, sem utan við það stönd- um, höfum ekkert af að segja. Að vísu - geta auðmenn látið meira eftir sér — eins og það er orðað — en þeir, sem minni pen- inga eiga. Þó er margt til í veröldinni sem peningar geta ekki veitt, og þarf ekki slíkt upp að telja. Af- farasæld og hamingja manna byggist fremur á góðri heilsu, arðbærri, heilbrigðri vinnu, nægjusemi og skynsamlegu mati þess, sem gjörist í kringum oss, en samandreginni peningahrúgu. Það er ekki víst, að sá, sem komizt hefur yfir mikla fjármuni sé „sannauðugur" eða lifi „sæl- astur und sólu“. Mörgum finnast að nú gangi peningasýkis- og drykkjuskapar- alda yfir á landi hér. Ekki gæti það „góðri lukku stýrt“ fyrir land og lýð, ef svo væri. Víst mundu unglingarnir hafa betra af því að komast snemma að raun um það, að það eru þeir sjálfir, en ekki peningar foreldra þeirra, sem eiga að ryðja þeim braut í lífinu. Það mundi auka þeim orku, sjálfstraust og heil- brigða lífsgleði, en við það yrðu þeir nýtari þegnar þjóðfélagsins. Peningar eru góðir og nauðsyn legir, en þeir skapa þó ekki allt verðmæti lífsins. Það vissi kon- an, sem svaraði bónda sínum með neðanskráðri vísu: Bóndinn segir: Vera snauður, vont er það, varla nauð fá bifað, ætti ég sauði og grúaglað gæti ég ótrauður lifað. Konan svarar: Þegar dauði að dyrum ber, á döpru nauða kvöldi, dugar enginn auður þér, eða sauðafjöldi. K. Ó. Eva Cederström: Komposition Tveir erlendir málarar ÆT sýna á Haustsýningu FIM Alls sýna ncer 30 listamenn málverk. og höggmyndir í DAG verður opnuð í Listamannaskálanum Haust sýning Félags íslenzkra mynd listannanna. Á sýningunni eru að þessu sinni olíumál- verk, vatnslitamyndir, teikn- ingar og höggmyndir eftir hartnær 30 listamenn. Nú taka þátt í sýningunni tveir erlendir listmálarar, þau Eva Cederström frá Finn landi og Boye Givskov frá Danmörku. Er þe'tta í fyrsta sinn, sem þessir listamenn sýna verk sín hér, og í fyrsta skipti, sem erlendir málarar taka þátt í Haustsýningu FÍM. Hér er um að ræða tilraun til þess að koma á gagnkvæm- um listaverkaskiptum ýmissa sýningaraðila á Norðurlöndum annars vegar og Islandi hins vegar. Með tilstyrk góðra manna hefur nú fyrsta skrefið í þessa átt verið stigið, og vill FÍM færa danska málaranum Kai Mottlau þakklæti fyrir skiln Framhald á bls. 23. ...með kvöldkaffinu ÞEGAR ÞÉR gistiíi í Kaup- mannahöfn, getiS hér lesið Morgiinbiaðið samdægurs, — með kvöldkaffinu í stórborg- inni. FAXAR Flugféiags íslands flytja blaðið daglega cg það er komið samdægurs i blaða- söluturninn i aðaljámbrautar- stöðinni við Ráðhústorgið — Ilovedbanegardens Aviskiosk. FÁTT er ánægjulegra en að lesa nýtt Morgunblað, þegar < verið er á ferðalagi vtra eða dvalizt þar. • Low látinn. London, 20. sept. (AP). HINN þekkti blaðateiknan sir David Low lézt i London á fimmtudagskvöld 72 ára að aldri. Hann teiknaði um margra ára skeið skopmyndir fyrir íhaldsblaðið Evening Standard, en starfaði síðustu árin við Gurdian í Manchest- er. • „Vísað til vegar“ — fljótt yfir sögu „Ferðalangur“ sendir Vel- vakanda eftirfarandi: „Ég get ekki stillt mig um að senda Hauki Þorleifssyni, bankaritara, stutta kveðju vegna erindis hans í útvarps- þættinum „Vísað til vegar“, um Austur-Skaftafellssýslu. Svo sem þeim er kunnugt um, sem farið hafa um þessa sýslu, er hún ein hinna feg- urstu á landinu og um margt mjög markverð. . Haukur hóf ferð sína í austustu sveit sýsl- unnar, Lóninu. Það reyndist vera augljóst af því, sem eftir fylgdi, að Haukur er langkunn- ugastur í þeirri sveit. Hann lýsti henni prýðilega, bæði fjallasýn og sögu. Síðan hélt Haukur áfram vest ur á bóginn með stuttu stoppi í Almannaskarði. Hann fór nokkrum orðum um sveitina austan fljótanna, Nesin, rauk í fússi yfir Mýrarnar; sagðist enda lítið hafa farið þar um á ævinni. Þegar hann kom í Suð- ursveit hitti hann frændur sína, þá Halabræður, Þórberg og Steinþór, sem sýndu hon- um helli nokkurn. Haukur fór hjá garði í Kvískerjum, svo og öðrum bæjum í Öræfasveit, nam andartak staðar í Skafta- felli, en flýtti sér síðan fyrir Skeiðarársand á jökli að því er virtist, guðslifandi feginn að komast nú aftur heim í sjóð- fullan bankann sinn. Nafn þátt arins, „Vísað til vegar“, var rangnefni, hann hefði betur heitað „Fljótt yfir sögu“. — Ferðalangur“. Velvakanda finnst fyrirlesar- inn hafa þá afsökun, að í stuttu erindi er ekki gott að gera stóru landsvæði fullkomin skil, einhverju verður að sleppa. Hins vegar hefði e.t.v. verið betra að lýsa Lóninu eingöngu, en sleppa skreppitúrunum í sveitirnar þar fyrir vestan. • Hundarnir á Akureyri Enn dynja bréf frá hunda- vinum og hundafjendum yfir Velvakanda. Hér birtist eitt frá „Einum, sem enn er ekki far- inn í hundana": „Hundsvinur („Vinur bezta vinarins") skrifar Velvakanda nýlega og kvartar undan hunda leysinu í Reykjavík. Vill hann fara að dæmi Akureyringa, sem hann segir að leyfi takmarkað hundahald. Sá, er þetta ritar, var tvo daga á Akureyri fyrir nokkr- um vikum. Veður var gott og skemmtilegt að ganga um bæ- inn, einkum nýju hverfin. Einn skaga bar þó á, og það er þeg- ar undirritaður varð fyrir árás hundkvikindis, sem auðsjáan- lega átti heima í fallegu húsi við Kringlumýri þar í bæ. Væri ekki ánægjulegt að þurfa oft að hörfa undan glefs- andi ferfætlingum, þegar far- ið er um göturnar? Og svo all- ur sóðaskapurinn af hundun- um, bæði á götunum, og eins þegar börn eru að faðma þessa sóða að sér. Annað mál er í sveitinni, þar seih hundar gera gagn og hlaupa um tún en ekki rennusteina. — Einn, sem enn er ekki farinn í hundana“. — Satt er það, að ekki er hundabald til þrifa, og hefur Velvakandi séð þá leggja sér ótrúlegustu fæðu til munns, jafnvel saur undan útikömrum. — Erlendis er hundahald óvin- sælt í borgum, ekki aðeins vegna óþrifanna, heldur aðal- lega vegna grimmdah Þar fá menn sér oft grimma varð- hunda til varnar gegn þjófum, en sá er hængur á, að hund- arnir þekkja ekki þjófana frá saklausu fólki. Eru þeir t.d. ófáir póstmennirnir, mjólkur- sendlarnir, viðgerðarmennirn- ir, sölumennirnir o.s.frv., sem bitnir eru í úthverfum stór- borganna. Hér á landi er hins vegar oftast um tiltölulega meinlausa kjölturakka að ræða í borg og bæ. ÞURRHLÖÐUR ERC ENDINGARBEZTAR BRÆÐVRNIR ORMSSON hí. Vestv.rgötu 3. Simi 11467.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.