Morgunblaðið - 02.10.1963, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.10.1963, Blaðsíða 4
4 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 2.okt. 1963 Bílamálun - Gljábrennsla Fljót afgreiðsla— Vönduð vinna. Merkúr hf., Hverfis- götu 103. — Sími 11275. Keflavík — Njarðvíkur Vantar íbúð, 1—2 herbergi og eldhús. Uppl. í síma 1238. 80 bassa harmonikka til sölu að Hringbraut 51, Hafnarfirði, frá 1—6. Uppl. í síma 50176. Til sölu nýlegt borðstofuborð, kr. 1500,00 og drengjareiðhjól með ýmsu tilheyrandi. kr. 1200.-. Bræðraborgarstíg 20 í dag og f. h. á fimmtudag. Trésmiðir óskast í mótasmiði. Uppl. | í sima 16535. Ráðskona Óska eftir ráðskonustarfi á fámennu heimili. Uppl. í síma 50454. Fiðla Notuð fiðla óskast til I kaups. Tilboð sendist £ j pósthólf 1014, merkt: - „Fiðla“. f dag er miSvlkudagur 2. október. 275. dagur ársins. Árdegisflæði kl. 5:24. SíSdegisflæði kl. 17:50. Næturvcrður vikuna 28. sept. [ — 5. okt. er i Vesturbæjar- apóteki. Næturlæknir í Ilafnarfirði vik- una 28. sept. — 5. okt. er Eiríkur Björnsson. Slysavarðstofan í Heilsuvernd- arstöðinni. — Opinn allan sólar- hringinn — simi 1-50-30. Neyðarlæknir — simi: 11510 — frá kl. 1-5 e.h. alla virka daga nema laugardaga. Kópavogsapótek er opið alla virka daga kl. 9:15-8 laugardaga frá kl. 9,15-4., helgidaga frá kl. 1-4 e.h. Sími 23100. Holtsapótek, Garðsapóteik og Apótek Keflavíkur eru opin alla virka daga kl. 9-7, nema iaugar- daga frá kl. 9-4 og helgidaga frá kl. 1-4. e.h. Orð lifsins svara i sima 10000. FBÉTTASÍMAR MBL.: — eftir lokun — Erlendar fréttir: 2-24-85 Innlendar fréttir: 2-24-84 I.O.O.F. 7. = 1451*28>4 = Sp. kv. I.O.O.F. 9 = 11510281/2 = ! RMR-4-10-20-MT-H ± HelgafeU /J631027. VI. 2 Stúlka óskast til heimilissiarfa | 1—2 daga í viku. Uppl. Mjóuhlíð 4, sími 1-1587. Sendisvelnn óskast strax. Gotfred Bemhard & Co. hf. j Sími 15112, Kirkjuhvoli. 3 herbergi og eldhús til leigu í risi. Tilboð skil- ist á Mbl., merkt: „íbúð • 3099“ fyrir fimmtudag. V8 mótor óskast í Ford 1954—1957. Uppl. í síma 15640 eftir 7 á kvöld- in. Launaútreikningur Óska að taka að mér launa- reikning. Hef reikningsvél og mjög góða aðstöðu. Tilb. sendist Mbl., merkt: „Auka vinna — 3098“ fyrir 5 okt. Bandsög Óska eftir að kaupa band- sög. Uppl. í síma 23306. Stúlka óskast í mötuneyti. Uppl. í síma 23851 eftir kl. 7. Breiðfirðingar. — í kvöld byrjar Breiðfiröingafélagið vetrarstarfsemi sína og verður eins og undanfarin ár byrjað með félagsvist og dansi; auk þess ávarpar formaður félagsmenn og gesti og skýrir nánar frá vetrarstarf- seminni. Spilaverðlaun verða góð og hefur verið ákveðið að þetta sé fyrsta kvöldið 1 framhaldskeppni, sem verð- ur betur skýrt frá á staðnum. Félags- menn ættu því að reyna að mæta vel og stundvíslega og sýna áhuga á fe lagsstarfinu með nærveru sinni. — Stjórnin. Kennaraskólinn verður settur í nýja húsinu við Stakkahlíð n.k. föstudag kl. 2 e.h. Börn í æfingadeild skólans skulu koma til viðtals sama dag, 11 og 12 ára börn kl. 9 og 9 og 10 ára börn kl 10. Frá styrktarfélagi vangefinna: —- Konur í Styrktarfélagi vangefinna halda fund 1 dagheimilinu Lyngás fimmtudaginn 3. okt. kl. 8,30. Fundar efni: Frú Sigríður Ingimarsdóttir segir frá 12. þingi Norðurlanda um málefni vangefinna. Rætt um vetrardagskrána. — Strætisvagnar ganga frá Kalkofns- vegi á heilum og hálfum tíma. Leitarsföð Krabbameinsfélagsins. Skoðanabeiðnum er veitt móttaka daglega kl. 2—4 nema laugardaga i síma 10269. Húsmæðrafélag Reykjavíkur vill minna konur á bazarinn, sem á að verða þriðjucL.ginn 8. okt. 1 Góðtempl- arahúsinu uppi. Konur og velunnarar félagsins eru vinsamlega beðnar að koma gjöfum fyrir þann tíma til Jón- ínu Guömundsdóttur, Sólvallagötu 54 (1-47-40), Guðrúnu Jónsdóttur, Skafta- hlíð 25 ( 3-34-49), Ingu Andreassen, Miklubraut 82 (1-52-36), Rögnu Guð- mundsdóttur, Mávahlíð 13 (1-73-99). hvort ekki geti verið erfitt að handsama strok- kvartetta? ^ i i i i i i i 6 u 6 ú ó 6 ó 66 6 6 Dollarar til StraiTidakirkju Málfundafélagið Óðinn. Skrifstofa félagsins i Valhöll Við Suðurgötu er opin á föstudagskvöldum frá kl. 8V2— 10, sími 17807. Stjórn félagsms er þar til viðtals við félagsrienn og gjald- keri félagsms tekur við ársgjöldum félagsmanna. Minningarspjöld Barnahelmilissjóðs fást 1 Bókabúð lsafoldar, Austur- strætl 8 Kvenfélag Hafnarfjarðarkirkju held ur bazar föstudaginn 4. okt. kl. 8,30 I í Sjálfstæðishúsinu. — Nefndin. Morgublaðinu barst í gær bréí, sem hafði að geyma 10 dollara seðill og reyndist fjár hæðin verða áheit á Stranda- kirkju frá XXX. Þetta er ekki j í fyrsta sinn sem blaðinu ber- ast áheit erlendis frá, einkum frá Kanada, sem bendir til þess að enn minnast íslenzk- ættaðir menn í Vesturheimi Strandarkirkju þegar syrtir í álinn hjá þeim. Miðvikudaginn 25. septem- ber kom nýr bátur til Grinda- víkur: Hrafn Sveinbjarnar- son III GK II. Báturinn var smíðaður í Noregi. Eigendur Hrafns Svein- bjarnarsonar III er Þorbjörn h.f. Báturinn er 194 tonn og búinn öllum nýtizku fiski- leitartækjum af Simradgerð og 48 mílna þilfarsradar, jap- anskri miðunarstöð, Robinsop talstöð og sjálfstýrara. Vistarverur áhafnar ern hin ar vistlegustu og mjög hagan- lega gerðar. Aðalvél bátsins er hollenzk vél, Stork. Afl hennar er 450 hestöfl og í reynsluför var meðalhraðinn 10,3 mílur. Hrafn Sveinbjarnarson III er stærsta og glæsilegasta fiski skip sem Grindvíkingar hafa eignazt. Skipstjóri á heimsigl- ingu var Björgvin Gunnars- son og verður hann skipstjóri áfram. 1. vélstjóri er Kristján Finnbogason og hefur hann dvalið í Noregi um 2ja mán- aða skeið til að fylgjast með niðursetningu á vél og öðrum tækjum. Báturinn heldur nú á síldveiðar. Þetta er þriðji báturinn sem Þorbjörn h.f. á Forstjóri þess er Tómas Þorvaldsson. Báturinn fékk frekar leiðin- legt veður og mjög slæmt þegar hann var kominn upp undir land. Norðvestan 11—12 vindstig og reyndist báturinn mjög vel. — G.Þ. VATNSDALUR ATHUGIÐ! að borið saman við útbreiðslu er langtum odyrara að augiysa [ i Morgunblaðinu en öðrum blöðum. „Skin vi6 sól“ í skjóli fjalla skrauti búinn fjalladalur þar sem fríða hlíðahalla heiðablærinn strýkur svalur og á bröttum hamrahjalla hreiður byggir stoltur valur. Dalsins grónu grundir skarta. Gróðurflos í hlíðaslakka fegrar útsýn. Flóðið bjarta íriðsælt milli lágra bakka. Ljúfur tónn frá landsins hjarta líður um tún og hæðaklakka. Hugdirfð vekur fjallið fríða, fágað, sorfið tímans rúnum, þar sem sköp og skipti tíða skýrt má lesta und hvössum brúnum meðan ár og aldir líða, ofar grónum heimatúnum. Fjallalækir hjala og hossa hláturmildum, léttum öidum og í gáska gefa kossa gróðurbökkum, steinum köldum. Ljóðrænt hljóma hörpur íossa á heiðum, mildum sumarkvöldum. Slunginn milli sléttra stranda siliurbjartur áarstraumur, þar sem bezt til beggja handa bylgjast engjagrassins flaumur. Fuglahjarðir leita landa, ljúfur ómar söngvaglaumur. Um hlíðar fríðar hjarðir reika, hestar stökkva liprum fótum, í áarstraumi laxar Jeika listasund á straumamótum. Fáum sýnist fegurð skeika af fjallabrún að hlíðarrótum. Brekkum undir býlin góðu brosa móti sól og degi, þegar gullna ’geislanr.óðu greiðir vor um landsins vegi Vötnin silfurgeiálum glóðu glituð fram að bláum legi. Geymir fyrir grimmd og heljum guðahylli frjóar lendur. Móti Norðra jörmuéljum Jörundur á verði stendur. Blessun veitir bæ og seljum bjargarvættur himinsendur. Þar til landa völvan vísa veginn Ingimundi náði. seinna gerði ferðar fýsa festi byggð á Isaláði. Gegn örlögunum ei má rísa eða breyta þeirra ráði. Byggð að Hofi gerði goðinn, glæstan rann og óðalsetur, setti góðu griðaboðin, gætti friðar öðrum betur. Að garði hans varð gatan troðin, greina fornu sagnaletur. Vatnsdæla var hróður hæztur, höfðingsbragur öðrum meiri. Fremstur Þorsteinn gáfnaglæstur gæfu þar og niðjar fleiri. Jökull vakti vígin æstur, viknaði lítt þó flyti deyri. Gömlu minnin geymir Saga, grefur fremdarrún á skjöldinn, fræðakynni fyrn daga felast ekki bak við tjöldin, geymdu hof og gættu laga goðarnir, sem báru völdin. Vatnsdals fornu vættabyggðir vemda sögu helgidóma, meðan lifa mennt og tryggöir manndáð hefst í nýium blóma. Íslendinga erfðadyggðir ættargarðinn krýna sóma. Höfðingsbragur hreinnar lundat heftir ;óg og flærðir ringar. Ganga frjáls til gleðifundar göfug fljóð og hetjur sylngar. Höfðingsanda Ingimundar ennþá geyma Vatnsdælingar. Pétur Ásmundsson. Hann leit upp frá dagblaðinu og mælti til vinar síns, sem sat hinumegin við kaffiborðið. — Ég er að lesa það hér, að Rússar séu búnir að finna upp nýja pyndingaraðferð, sem sé þögn og afskiptaleysi. Ég hélt nefnilega að það hefði verið kon- an mín, sem fann það upp. * * * Umferðarprédikari nokkur í Danmörku, Stubkjær að nafni, fékk orð fyrir að vera fljótur að koma fyrir sig orði. Einu sinni hitti hann prest á götu að kvöld- lagi, himininn var stjörnubjart- ur og fagurt veður. — Fagur er Guðs himinn, sagði prestur. — Já, víst um það, sagði Stub- kjær, en hversu guðdómlegur hlýtur hann ekki að vera á réttunni, fyrst hann hefur alla þessa fegurð til að bera á röng- unni. Pokatískan. — Jæja, þá er ég orðinn í tízku. Afi: — Hver er vinsælasti stráikurinn í þínum bekk? Palli: — Hann Jón. Afi: — Hvers vegna? Palli: — Hann smitaði okkur alla með mislingum. — Konan mín segist ætla að skilja við mig, ef ég hætti ekiu að leika golf. — Það er leitt að heyra. — Já, ég mun vissaieg* sakna hennar. Tekið á móti tilkynningum frá kl. 10-12 t.h.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.