Morgunblaðið - 02.10.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.10.1963, Blaðsíða 13
Miðvikudagur z. okt. 1963 MORGUNBLAÐIÐ 13 Denning lávarður: Réttsýnn dómari - en umdeildur DENNING lávarður, sem rannsakað hefur mál Pro- fumo, fyrrverandi hermála- ráðherra Bretlands og fyrir- sætunnar Christine Keeler, og hirt um það ýtarlega skýrslu, hefur um langt skeið verið talinn með beztu og réttsýn- ustu dómurum Bretlands, þótt ekki hafi nafn hans fyrr verið svo mjög í hámæli háft. Hann hefur verið umdeildur meðal starfsbræðra sinna, sökum skoðana á réttarfari og hlut- vcrki dómara, hinir lærðustu lögfræðingar og stúdentar hafa dáð hann mjög en marg- ir harðsvíraðir málafærslu- menn gagnrýnt hann. Grundvallar sjónarmið Dennings lávarðar lýsir sér í þessum orðum hans „Ég er dómari og læt því ávallt rétt- lætið sitja í fyrirrúmi“. Hann hefur síðan bent á, að dóm- arar hallist of mikið að því að taka lögin fram yfir rétt- lætið ,binda sig um of við laga bókstafinn. Og hann hefur lagt á það áherzlu, að rétt- lætiskennd manna fari ekki eftir greind þeirra. Denning lávarður, er sagð- ur einkar aðlaðandi maður, gæddur stakri háttvísi og ávallt boðinn og búinn til að veita þá aðstoð, er hann má, til lausnar hverjum vanda. Hann er maður hávaxinn og grannur vexti, settlegur í framkomu, ekki sérlega mik- ill samkvæmismaður, enda mjög sjálfstæður í skoðunum og sjálfum sér nógur og hefur ætíð unnið geysimikið. Hann er sagður með afbrigðum heiðarlegur, hann þoli jafn- vel ekki smávegis „hvítalyg- ar“. ★ ★ ★ Tom Denning fæddist fyrir 64 árum í smáborginni Whitc- hurch í Hampshire. Faðir hans var smákaupmaður og var alla tíð mikil samheldni innan fjölskyldunnar. Börnin voru alin upp við strangan en réttsýnan aga. Tom gekk fyrst í barnaskóla í Whitechurch, síðan í framihaldsskó'la í And- over og þar vann hann sér styrk til háskólanáms í Ox- ford. Þar lagði hann stund á stærðfræði, en nokkurt hlé varð á námi hans vegna heimsstyrjaldarinnar fyrri, er hann gegndi herþjónustu. Eftir styrjöldina lauk hann prófi í stærðfræði og stundaði síðan kennslu í eitt ár. Þá sneri hann aftur til Oxford og hóf laganám. Eftir átta mánaða lestur hlaut hann námsstyrk, sem þar var vöi á og lauk prófi fljótlega. Næstu árin vann Tom Denning fyrir sér með venju- legum lögfræðistörfum í Lon- don og víðar og var orðinn 45 ára, er hann hóf mála- færslu svo nokkru næmi. Árið 1948 varð hann hæstaréttar-Skýrsla dómari og fóru þá margir dómar hans að vekja athygli. ★ ★ ★ Denning tók sæti í lávarða . hí pom 1;V. i Tæknideild tek- in til stnrfa d Akuieyri Akureyri, 1. október. IÐNSKÓLI Akureyrar var settur í dag. Áætlaður nemendafjöldi í vetur er um 150 og þar að auki 20—30 í enskunámsflokkum, sem skólinn heldur uppi. Skólinn á veið mikinn húsnæðisskort að etja og starfar á fjórum stöðum í bænum. 11 kennarar eru við skólann í vetur, þar af 1 fasta- kennari, Aðalgeir Pálsson, símac verkfræðingur, auk skólastjór- ans, Jóns Sigurgeirssonar. Þá tók til starfa í dag undir- búningsdeild tækniskólans á Akureyri, sem Iðnskólanum hef- ur verið falið að sjá um í sam- starfi við Vélskólann í Rvík. Er hér um merka nýjung að ræða og vonandi vísir að reglulegum tækniskóia hér Norðanlands. Deildin er skipuð 13 nemendum og er starfrækt í Geislagötu 5. Kennslugreinar eru íslenzka, danska, enska og þýzka, almenn- ur reikningur, algebra, flatar- málsfræði, hornafræði, eðlis- fræði og efnafræði. Að loknu prófi eftir 1 vetur öðlast nem- endur rétt til inngöngu í tækni- skóla í Noregi, Danmörku eða fslandi og prófverkefnin verða mörg hin sömu og í hliðstæðum skólum í Danmörku. Kennarar verða Aðalgeir Páls son, símaverkfræðingur, Aðal- steinn Jónasson, efnaverkfræð- ingur, Skúli Magnússon og Jón Sigurgeirsson, skólastjóri. — Sv. P. Dennings lávarðar hefur þúsunda Denninij lávarður og seinni kona hans. Fyrri lézt sköminu eftir 1940. kona lávarðarins deildinni árið 1957, en undi illa veru sinni þar, einkum þar sem honum fannst ekki gefast næg tækifæri til um- bóta á brezku löggjöfinni. Honum var það því til mikill- ar gleði, er hann var skipaður einn þriggja forseta hæstarétt ar, því að hvergi gefast betri tækifæri til persónulegra áhrifa á lög og dóma, — enda hefur hann sjálfur sagt í gamni, að þar sem hann skipi embættið ásamt tveimur mönnum öðrum, megi í það minnsta telja möguleikana á réttlátum dómsúrskurði einn á móti þremur. ★ ★ ★ Denning lávarður vann að rannsókn Profumo-Keeler málsins í þrjá mánuði, að beiðni Macmillans, forsætis- ráðherra Bretlands. Óskaði Macmillan einnig eftir þvi, að rannsakaðar væru allar gróu- sögur um siðspillingu brezkra ráðamanna, er spunnust út af málinu, og athugað hvort þær þegar selzt í hátt á 2. hundrað eintaka. ættu að við einhver rök að styðjast. Denning yfirheyrði 160 manns úr öllum stéttum hins brezka þjóðfélags eða „allt ofan frá Macmillan for- sætisráðherra niður til síma- vændiskonunnar Mandy Rice- Davies“ eins og brezku blöðin orða það. Hann rannsakaði allar þær hneykslissögur, sem á kreik höfðu komizt og yfir- heyrði þá, sem bendlaðir voru við þær. Er skýrsla lávarðarins hafði verið vélrituð, var hún fengin forsætisráðherranum til at- hugunar. Hann reifaði málið við meðráðherra og einmg leiðtoga stjórnarandstöðunn- ar, Harold Wilson, — og að lokum var ákvörðun tekin um að láta prenta skýrsluna og birta hana almenningi. Hefur hún þegar selzt í hátt á annað hundrað þúsund eintaka. Næstu daga mun Morgun- blaðið birta úrdrátt úr skýrslu Dennings lávarðar. Sjá bls. 20. Fcngu gamm- flyðrur Akranesi, 30. september. TRILLUBÁTAR réru héðan báða daga, laugardag og mánudag. Þeir voru 8 á sjó. Aflinn á ýsu- lóðina var um 800 kg. á bát á 6 bjóð og bæði minna og meira. Sæbjörg fiskaði á skötulóð gammflyðru 200 pund að þyngd og Sæljón eina lúðu 130 pund að þunga. Sigurður á Bensa missti eina gammflyðru á þriðja hundr að pund, að hann hugði. Ekki komst hún upp að borði, en Sig- urður sá glytta í hana, er hún vatt sig af lóðinni, sleit ekki tauminn, en öngullinn hefur staðið svona grunnt í henni. — Oddur. Gísli Árnason bóndi Helluvaði — Minning GÍSLI Árnason, bóndi á Hellu- vaði í Mývatnssveit, andaðist í sjúkrahúsinu á Akureyri 1. sept- ember sl. eftir stutta legu. Hann var flut+ur heim og jarðsettur að Skútustöðum 11. september. Höfðu sjötíu Mývetningar komið til móts við kistuna á heiðar- brúninni fyrir ofan Helluvað nokkrum dögum fyrr og fluttu hana með söng heim í sveit. í Skútustaðakirkju talaði fyrst sr. Gunnar í Kópavogi, bróðir Gísla, og síðast sóknarpresturinn, sr. örn Friðriksson, en kór söng undir stjórn Jónasar Helgasonar á Grænavatni. Við jarðarförina var fjölmenni. Gísli á Helluvaði var fæddur 31. marz 1899 að Skútustöðum, sonur Árna Jónssonar, sem þar var prófastur og alþingismaður. einn af höfuðklerkum síps sam- tíma, og konu hans, Auðar Gísladóttur frá Þverá í Dal- mynni. Gísli ólst upp hjá for- eldrum sínum, á stóru myndar- og menningarheimili, unz hann fór í búnaðarskólann á Hvann- eyri og útskrifaðist þaðan. Síðan sigldi hann til Noregs og kynnti sér þar aðallega silunga- og laxaklak og var einn helzti braut ryðjandi þess hér, en starfaði stutt að þeim málum. En sjálf- ur var hann svo ágætur lax- veiðimaður alla tíð. Hann bjó á Skutustöðum í eitt ár, en reisti síðan bú á Helluvaði og kvænt- ist (1924) Sigríði, dóttur Sigur- geirs Jónssonar bónda þar og Sólveigar Sigurðardóttur. Bjuggu þau Sigríður og Gísli síðan á Helluvaði alla tíð, og síðustu ár ásamt Árna syni sínum og konu hans ídu Þorgeirsdóttur. önnur börn þeirra eru: Auður, starfar í Landsbankanum hér, Sólveig, í Washington, Þorbjörg Sigríður, gift Jóni Árna Sigfússyni í Vog- um í Mývatnssveit. Á Helluvaði hefur verið tví- og þríbýli og margar umbætur gerðar á jörð- inni af þeim dugnaðarbændum, sem þar hafa verið. Gísli á Helluvaði var merkur bóndi, þótt ekki byggi nann stórbúi. En hann bjó vönduðu og góðu búi, því hann var mikill og ötull verkmaður, vandvirkur og hirðusamur. Hann hneigðist að búskap frá æsku, hafði af honum yndi og ánægju og stund- aði skepnur sínar af mikilli natni og nákvæmm. En hann var óhlífinn við sjálfan sig og stóð meðan stætt var í sjúkdómi sín- um. Hann var hæglátur maður, óágengur og afskiptalítill um opinber mál. Samt var hann fylginn sér og hafði eindregnar skoðanir, ekki sízt. á ýmsum bú- málum. T. d. óttaðist hann snemma það, sém honum pótti misnotkun á tilbúnum áburðx við ræktun og á ýmsum efnum til sprautunar á gróðri. Hefur það sjónarmið nú um skeið verið mikið rætt víða erlendis. Gísli á Helluvaði var einnig vel að sér í ýmsum öðrum grein- um, fróður um skáldskap og hafði næmt eyra fyrir kveðskap og kunni mikið af kvæðum. Hann fylgdist vel með í mörgum nýjungum samtíma síns,' var ræð inn og góðlátlega kíminn, ekki sérlega mannblendinn, en gest- risinn hjálpsamur og tillaga- góður. í honum sameinuðust ýmsir gamlir og góðir eiginleikar íslenzkra bænda, ötul og þrot- laus vinna, og svo hagnýt ný þekking, en jafnframt andlegur áhugi og mennt. í öllu dagfari var hann mildur og góður, vam,mlaús öðlingsmaður, sera ánægja er að hafa kynnzt. V.Þ.G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.