Morgunblaðið - 23.10.1963, Side 1

Morgunblaðið - 23.10.1963, Side 1
24 sí^ur Traustur f járhagur ríkisins Greiðsluafgangur 162 millj. kr. á síðastliðnu ári Fjárlagaiæða Gunnars Thoroddsens FYRSTA umræða um'fjárlagafrumvarp ársins 1964 fór fram á Alþingi í gærkvöldi. Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra, fylgdi frumvarpinu úr hlaði með yfirgripsmikilli og glöggri ræðu, þar sem hann gerði grein fyrir afkomu ríkissjóðs á sl. ári, skýrði frá af- komuhorfunum í ár og rakti og skýrði einstaka liði hins nýja fjár- lagafrumvarps. M.a. kom þetta fram i ræðu fjármálaráðherra: • Lausaskuldir ríkissjóðs voru engar í árslok 1962 — annað árið í röð. • Greiðsluafgangur ríkissjóðs á árinu 1962 var 162 millj. kr. eöa 105 millj. kr. hærri en árið 1961. Greiðsluafgangur mun verða hjá ríkissjóði í ár, en um upphæð hans verður ekkert hægt að fullyrða að svo stöddu. • Sparifjársöfnun hefur aukizt frá febr. 1960 til síðustu ára- móta úr 1825 millj. kr. upp í 3531 miilj. kr. eða nærri tvöfaldazt. • Bráðlega verður komið á fót sérstöku skattaeftirliti hjá ríkisskáttstjóra, til þess að hafa strangt eftirlit með fram- tölum og framkvæmd laga um tekju- og eignarskatt, út- svör, aðstöðugjald og söluskatt. Fer framsöguræða fjármálaráðherra hér á eftir í heild: Gunnar Thoroddsen fjármálar á ðh er ra Afkoma ríkissjóðs Afkoma ríkissjóðs á árinu 1962 varð í meginatriðum eins og nú skal greina: Tekjur ríkissjóðs voru áætlað- ar í fjárlögum 1752 milljónir. Þær urðu 2062 milljónir og fóru þannig 310 milljónir fram úr á- ætlun. Valda þar mestu um að- flutningsgjöld af innfluttum vör- um, en það eru verðtollur, vöru- magnstollur, innflutningsgjald, innflutningssöluskattur og bif- reiðagjald. Þessi aðflutnings- gjöld urðu samtals 214 milljón- um hærri en fjárlög gerðu ráð fyrir. Stafar þetta af því, að ínn- flutningur til landsins varð miklu meiri en reiknað var með, þegar fjárlög voru samin. Tekju- og eignarskattur varð 24 milljónir umfram fjárlög, og tekjur af ríkisstofnunum 11 milljónir umfram. Útgjöld ríkissjóðs voru áætluð í fjárlögum 1749 milljónir, þegar talin eru saman rekstursgjöld 7.—19. greina fjárlaga 1638 millj. og útgjöld 20. greinar, 111 millj. Framh. á bls. 13 • MENDE LÆTUK AF FOR- MENNSKU FRJÁUSRA DEMÓKRATA. Bonn, 22. okt. (NTB): Skýrt var frá því í Bonn í dag, að Erich Mende, að- stoðarkanzlari, hefði sagt af sér formennsku Frjálsa demó krataflokksins. Eftirmaður hans verður valinn 5. nóv. n.k. Tító aflýsir veizlu vegna mótmælaaðgeiða andkommúnista New York 22. okt. (NTB). TÍTÓ Júgóslavíuforseti, sem nú er staddur í New York, aflýsti í dag veizlu, er hann hafði ákveð- ið að halda á fimmtudagskvöldið íyrir 700 gesti. Aflýsti Tító veizl- nnni í mótmælaskyni vegna þess, •ð í gær réðust andkommúnist- »r á nokkra menn úr fylgdarliði hans. Talsmaður Títós skýrði frá þessu í dag og sagði enn- fremur, að yfirvöldin í New York hefðu ekki gert nægilegar •ryggisráðstafanir vegna veizl- unnar á fimmtudaginn. Meðal þeirra, sem réðust að fylgdarliði Títós í gær voru tveir flóttamerui frá Júgóslavíu, og voru þeir báðir handteknir. — Höfðu þeir komizt inn í Wal- dorf Astoria gistihúsið þar sem Tító býr og voru á leið til íbúðar hahs. Fyrir utan gistihúsið kom til átaka milli manna úr fylgdar- liði Títós og andkommúnista, sem þangað voru komnir til þess að mótmæla komu forsetans til Bandaríkjanna. Særðust tveir fylgdarmenn Títós í átökunum. Haft var eftir áreiðanlegum heimildum í dag, að Adlai Ste- venson, fastafulltrúi Bandaríkj- anna hjá Sameinuðu þjóðunum, hefði gengið á fund Títós og lýst hryggð Bandaríkjastjórnar vegna atburðanna í gær. Máfarnir UM þrjátíu farþegar voru með Viscount-flugvélinni, sem flaug inn í máfahóp við flug- völlinn hér á sunnudag. Meðal þeirra var Guðlaugur Hjör- leifsson, forstjóri Landsmiðj- unnar, sem var á leið til Bol- ungarvíkur, en Landsmiðjan er þar að 'ljúka við að koma upp síldarverksmiðju fyrir Einar Guðfinnsson. — Við vorum að koma nið- ur undir flugvöllinn, segir Guðlaugur — vorum bunir að taka beygju inni í firðinum og komnir að því að lenda, en þá kom máfahópur fljúgandi úr hlíðinni fyrir ofan völlinn. Ég veit ekki hversu margir lentu á vélinni, en mér var sagt að 8—10 hafi rotazt- og legið eftir á brautinni. Þeir komu eins og skæðadrífa yfir flugvélina og út um gluggana sáum við eins og snjóflyksur, sem augað greindi ekki hvað var. — Svo fundum við fremur þungan dynk, sem við vissum ekki hvað var, en farþegar tóku vel eftlr honum. Flug- vélin hækkaði þegar í stað flugið og flaug aftur út í Djúp og kom anqan hring og lenti. — Farþegarnir voru ekkert órólegir, sumir héldu að e.t.v. hefði vélin komið eitthvað skakkt að, en aðrir höfðu hug- boð um, að fuglarnir hefðu lent á vélinni. — Það var ekki fyrr en við lentum, að við vissum hvers kyns var og að máfur hafði lent á vængnum og setið þar fastur í rifu. Ljósmynd þessa tók Hjalti þega, af máfnum þar sem Einarsson, sem var meðal far- hann hékk á vængnum. eins og snjóflyksur Þingsetningu frestað í Bretiandi Stjórnarandstæðingar segja framboð Homes til Neðri mólstoíunnar ólöglegt London, 22. okt. — NTB SKÝRT var frá því opinber- lega í London í dag, að Home lávarður, forsætisráðherra, muni fara þess á leit við Elísa betu drottningu, að hún fresti þingsetningu til 12. nóv., en þingið átti að koma saman 29. okt. Fullvíst er talið, að drottn- ingin fari að ósk forsætisráð- herrans þrátt fyrir mótmæli stjórnarandstöðunnar. Frestun þingsetningarinnar gerir Home lávarði kleift að • BOAC TAPAR 1,5 MILLJÖRÐUM. Londion 22. okt. (NTB) Skýrt var frá því í dag, að á síðasta fjárhagsári brezka flugfélagsins BOAC, sem end aði 31. marz sl. hefði félagið tapað um 1,5 milljörðum ísl. króná. Talsmaður félagsins sagði, að tapið væjri minna, en næsta fjárhagsár á undan. taka sæti í Neðri málstofunni áður en þing kemur saman, en hann verður í framhoði við aukakosningar, sem fara fram í kjördæminu Kinross í Skot- landi 7. nóv. nk. • Framboðið ólöglegt. Stjórnarandstæðingar í Bret landi fullyrða, að Home lávarð ur geti ekki boðið sig fram til Neðri málstofunnar þó að hann afsali sér aðalstign. Talsmenn Verkamannaflokksins og Frjáls- lyndaflokksins í Skotlandi létu í ljós þessa skoðun í dag. Ritari Verkamannaflokksins, William Marshall, sagði, að flokkur sinn myndi mótmæla framboði Home lávarðar vegna þess að ærin á- stæða væri fyrir hendi. Hann vildi ekk^ gera grein fyrir ástæð unni. . • Formaður Frjálslyndaflokks- ins í Skotlandi, Arthur Purdom sagði, að vafi léki á því, að fram boð Homes lávarðar væri í sam ræmi við stjórnarskrána, þar sem Home gegndi embætti (for- sætisráðherraembættið), sem launað væri af krúnunni. Einn ig sagði Purdon, að ekki væri ljóst hvort hægt væri að leysa Home lávarð undan trúnaðar- eiði þeim, sem hann hefði unnið Framh. á bls. 23. Macmillan framkvæmda- stjóri bóka- útgáfu London, 22. okt. (NTB).: Þegar Macmillan, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, út- skrifast úr sjúkrahúsinu í •London eftir nokkra daga, tekur hann við framkvæmda- stjóm Macmilian-bókaútgáf- unnar, en því embætti gegndi hann þar til hann varð ráð- herra. Sonur Macmillans, Maurice, hefur stjórnað bókaútgáfunni sem er ein stærsta í Bretlandi, en nú hefur hann verið skip- aður skrifstofustjóri í fjár- málaráð uney tinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.