Morgunblaðið - 01.11.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.11.1963, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fostudagur 1. nóv. 1963 Flugvélar snéru við vegna svartaþoku á flugvöllum Nord Air flugvél sveimabi yfir Keflavik nær 2 tima 1 FYRRAKVÖLD lokuð- uðust ReykjavíkurfluirvöHur og Keflavíkurflug-völlur vegna út- geislunarþoku, sena myndaðist. vélum, þotu frá Pan Amerikan og tveimur Loftleiðaflugvélum snúið við, en aðrar vélar biðu færis yfir Keflavík, þar eð rofn- aði til öðru hverju og gátu þær þannig lent þar. Þannig var um Skyir.asterflugvél Flugfélags ís- lands, er kom frá Grænlandi, og DC-6 frá Nord Air, sem þurfti að sveima yfir í nær tvo tíma. Áætlunarflugvél Pan Americ- an flugfélagsins var snúið við Framhald á bls. 30. Var logn og hreyfðist þokan mjög lítið. Varð af þessum. sök- um truflun á utanlandsflugi frá. því seint í fyrrakvöld og fram á morgun í gærmorgun, en innan- Ianðsflugi var að mestu lokið er þokan kom. Var nokkrum flug- |2ja viknal Unglingar með ólæti í Vestmannaeyjum IVfiótmæla útrekstri af veit- ingastöðum barn gengur Long Beach, California, 31. okt. — AP. „AUÐVITAÐ getur barnið ekki gengið. Það er aðeins tveggja vikna gamalt,“ sagði læknirinn. En sér til mikillar undrunar sá hann Roger Eric Beault, tveggja vikna gaml- an, standa upp í rúmi sínu og ganga þvert yfir það. Roger litli getur staðið og gengið að heita óstuddur, að- eins þarf að halda í hönd hans. Segja læknar þetta al- gjört einsdæmi, en foreldrar hans segja að bæði fyrri börn þeirra, nú 3 og 6 ára gömul, hafi getað gengið á svipuðum aldri. Læknar segja, að þeir hafi aldrei fyrri heyrt þess getið að börn gætu gengið, jafnvel þótt studd séu, fyrr en þau eru a.m.k. 6 mánaða gömul. VESTMANNAEYJUM, 31. okt. — Lögreglan varð um 9 leytið í gærkvöld vör við læti fyrir utan samkomuhúsið. Þegar lögreglu- þjónar komu á vettvang var þar hópur af unglingum 14—16 ára með hávaða og læti. Létu krakk- arnir ófriðlega. Fór lögreglan frá í bili, til að vita hvort þetta Páll ísólfsson, tólf ára. Minnir á þakkarskuld jafnaði sig ekki sjálfkrafa. En það hafði ekki tilætluð áhrif. Meðan þeir gengu frá, ruku ungl ingarnir í öskutunnur og helltu innihaldi þeirra á götuna, báru staura út á götu, og hreyfðu bíla til. Þegar lögreglan kom aftur og reyndi að stilla til friðar, dreifð- ist aðalhópurinn, en hélt áfram látum á aðalgötunum. Þá sá lögreglan að ekki þýddi annað en taka þetta fastari tökum og tók um 10—11 leytið til að koma á ró og spekt. Þá var hópurinn búinn að æða um bæinn og drífa út á götu öskutunnur og drasl, sem olli umfreðartruflunum í bænum. Að þessu varð mikill hávaði. Um orsakir sagði lögreglu- þjónninn, heimildarmaður minn, að ekki hefði virzt um neinn upp hafsmann að ræða. Alltaf kæmi lögreglan við á veitingastöðum og unglingum innan 16 ára væri stuggað út eftir átta. Hefði það verið eins í gærkvöldi. Þegar var farið að ganga á krakkana varðandi þessi ólæti, þá sögðu þau að þetta væri í mótmælaskyni við þáð, áð þau mættu ekki vera inni á skemmti- stöðum og hlusta á músik úr músikkössum. Þau vildu fá að koma þarna inn og sitja þar á kvöldin. Væru þetta mótmæla- aðgerðir gegn því að þau væru alls staðar útilokuð eftir kl. 8 kvöldin. Islendinga við Dr. Pál MORGUNBLAÐINU hefur hor- izt bók sú eftir Jón Þórarinsson, tónskáld, sem Helgafell gaf út í tilefni sjötugsafmælis dr. Páls isólfssonar, tónskálds, 12. októ- ber s.I. Er mikill hluti bókar- innar myndir úr lífi dr. Páls, af foreldrum hans, fósturforeldr- um og öðrum nánum ættingjum og vinum. Ennfremur af nokkr- um stöðum, sem mjög hafa kom- ið við lífssögu hans, þar á meðal Stokkseyrarbriminu, Tómasar- kirkjunni, Tónlistarháskólanum og Gewandhaus í Leipzig og mörgum stöðum á íslandi þar sem dr. Páll stóð fyrir ýmis kon- ar tónlistarflutningi. Jón Þórarinsson segir í for- mála bókarinnar, að henm sé ætlað að bregða upp svipmynd- um af dr. Páli og umhverfi hans á ýmsum tímum, — af þeim, sem næstir honum hafi staðið, þeim sérstæðu skilyrðum, sem hann hafi alizt upp, lifað og starfað við. Jafnframt sé bók- inni ætlað að minna íslenzku þjóðina á þá þakkarskuld, sem hún á dr. Páli að gjalda fyrir forystu hans um uppbyggingu tónlistarlífs á íslandi. í ritgerð höfundar er síðan sagt frá lífi og starfi dr. Páls sem tónlistarfrömuðar og listamanns. í bókarlok er skrá yfir tónverk dr. Páls, prentuð og þau sem til eru í handriti. Bókin er prentuð í Víkings- prent h.f. og er texti allur bæði á íslenzku og ensku. FÉLAG íslenzkra leikara gengst fyrir kvöldvöku í Þjóðleikhús- inu næstkomandi mánudags- kvöld. Dagskráin verður mjög fjölbreytt, fluttir verða ýmsir þættir og milli þeirra mun hljóm sveit Svars Gests leika lög eft- ir Jón Múla Árnason og leik- ararnir syngja þau. Allur ágóði mun renna til utanfara- og styrktarsjóðs félagsins. Meðal þáttanna eru „Skað- semi tóbaks“, eftir Anton Tche- Skólastjórinn talar við nemendur í gærkvöldi safnaðist aftur hópur af unglingum niðri í bæn- um í Vestmannaeyjum, en lét minna ófriðlega en kvöldið áður, voru a.m.k. ekki byrjaðar óspekt ir er Mbl. hafði samband við lögregluna í Vestmannaeyjum klukkan að ganga 11. Eyjólfur Pálsson, skólastjóri, Gagnfræðaskólans hafði þá sent boð niður í bæinn og kallað nemendur Gagnfræðaskólans til viðtals. Voru þeir hjá honum í Gagnfræðaskólanum er blaðið fór í pressuna. kov, sem Brynjólfur Jóhannes- son flytur, „Hinn sterkari“, eft- ir Strindberg, sem Guðbjörg Þor bjarnardóttir og Helga Bach- mann leika, þá er nýr þáttur, „Skugga-Ketill“. Haraldur Björnsson les og Karl Guðmunds son skemmtir. Að síðustu leikur hljómsveit leikara nokkur lög. Leikarakvöldvökur hafa verið haldnar um 5 ára skeið, en þær tíðkuðust mjög fyrr á árum og voru vel sóttar. Leikarakvöldvaka '63 Ferðafólk við jaðar nýja Öskjuhraunsins. „Eldur í Öskju" komin út hjá AB KOMIN er út hjá Almenna bókafélaginu bókin Eldur í Öskju, eftir dr. Sigurð Þór- arinsson. Er það fimmta land- kynningarbók félagsins, afar vönduð að gerð og öllum frá- gangi. Texti er bæði á ís- lenzku og ensku og þýðing gerð af Jóhanni Hannessyni, skólameistara. Bókin hefst á inngangi dr. Sig- urðar Þórarinssonar, þar sem hann segir frá sögu Öskju. Þar er meðal annars frásögn og teikn ir.gar af gosinu 1875, sagt frá eldsumbrotum í Dyngjufjöllum á árunum 1920—30 og ýtarleg frásögn af gosinu haustið 1961. Fjöldi ljósmynda prýðir bók- ina, þar af þrettán litmyndir. Hefur dr. Sigurður valið mynd- irnar og tekið margar þeirra sjálfur. Aftast í bókinni eru myndaskýringar, eftirmáli höf- undar og skrá yfir Ijósmyndara. Eldur í Heklu uppseld Bókin Eldur í Öskju er hlið- stæð bókinni Eldur í Heklu, sem nú er með öllu uppseld hjá for- laginu. Baldvin Tryggvason, framkvæmdastjóri AB, sagði fréttamönnum á fundi í gær, að lengi hefði verið unnið að und- irbúningi útgáfunnar. Hefði félagið viljað vanda útgáfuna sem allra mest og í því augna- miði leitað fyrst fyrir sér er- lendis. Hins vegar hafi svo að lokum farið, að íslenzkum aðil- um, Litmyndum s.f. í Hafnar- firði, hafi verið falið að ann- ast bókagerðina. Forstöðumenn þess fyrirtækis eru Friðrik Jóelsson og Sverrir Valdimars- son og sagði Baldvin, að stjórn AB væri mjög ánægð með starf þeirra. Bókin er prentuð á sér- stakan myndapappír, er valinn var í samráði við Litmyndir s.f. Þá fékk og félagið ungan mann, Torfa Jónsson, til þess að ann- ast uppsetningu bókarinnar, nið- urröðun texta og mynda og valdi hann einnig letur. Setning fór fram í prentsmiðjunni Hólum h.f. Fylgdust með gosinu frá upphafi Dr. Sigurður Þórarinsson, sem var meðal viðstaddra á fund- ii:um sagði, að sér virtist bók þessi jafnast að frágangi á við það, er bezt sæist erlendis. Skýrði hann blaðamönnum í stuttu máli frá efni bókarinnar og til- drögum útkomu hennar, — og minntist þess í því sambandi, að þá hafizt var handa um út- gáfu Heklubókarinnar, kom X Ijós, að fjöldi Ijósmynda af síð- asta Heklugosi hafði glatazt og myndaúrval gat því ekki orðið eins mikið og æskilegt hefði verið. Með þetta í huga kvaðst dr. Sigurður þegar í upphafi Öskjugossins hafa gert ráðstaf- anir til að reyna að varðveita allar myndir og gögn varðandi gosið. Hefur bókin og því meira gildi, sem fræðimönnum tókst að fylgjast með umbrotunum í Öskju allt frá því hún fyrst lét á sér hræra í október 1961 —■ og er þetta, að sögn dr. Sigurð- ar, „eina sprungugosið á íslandi, sem jarðfræðingar hafa nokkru sinni haft fyrir augum, ef und- anskilið er Heklugosið 1947, en Heklugos eru alveg sérstætt af- brigði sprungugosa.“ Sýning trésmíðavéla SÝNING á Artex trésmíðavélum er nú haldin í anddyri Háskóla- bíós á vegum Everest Trading Company, sem flytur þær inn frá Ungverjalandi. Nokkuð hefur selzt af vélum þessum á undan- förnum árum, en þær hafa ekki verið sýndar fyrr hér á landi. Til sýnis eru 3 sambyggðar vél- ar, beltisslípivél, þykktarhefill, 3 bandsagir, band-skekkivél, fræsari og hjólsög. Einnig eru þarna kynntar loftheftivélar frá bandaríska fyrirtækinu Senco. Þetta er þriðja vörusýningin, sem Everest Trading Company heldur á þessu ári. Hinar vorU sýning á tannlæknavélum I Reykjavík og sýning á loftverk færum frá Senco í Köln, en Ever est Trading hefur söluumboð véla Senco fyrir alla Evrópu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.