Morgunblaðið - 01.11.1963, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.11.1963, Blaðsíða 18
Föatju4agjip.,l. ncjy,, 1,9,63 18, MO RyGJJ NB t AO/Ð ÍSLENZK MYNDLIST eftir Valtý Pétursson, listmálara ÞEGAR litið er um öxl og þróun myndlistar hérlendis athuguð frá aldamótum, kemur fyrst og fremst í ljós, hve einstakt fyrir bæri þessi listgrein er meðal ís- lendinga. Á örskömmum tíma hefur tekizt að skapa nútímalist, sem fellur prýðilega inn í þær listrænu stefnur, sem fornar menningarþjóðir á sviði mynd- listar fylgja í dag. >að er að vísu ekki réttlátt að segja, að málara- list sé alger nýjung í menningu íslendinga. Hitt mun sannara. að við þekkjum lítið til myndlistar okkar til forna nema af bókum. I fornu skrifi eru nefndir prent- arar, sem stunduðu list sína úti í Evrópu og lifðu í vellysting- um meðal höfðingja. En sama og ekkert hefur varðveitzt af verkum þessara manna. Það er einnig víst, að hugur margra íslendinga stóð til myndlistar, og því verður ekki neitað, að myndlistin hefur haft nokkur áhrif á sögu okkar. Ingólfur Arnarson lætur öndvegissúlur sínar ráða um búsetu, op síðar meir, eins og allir vita, rís höfuð borg landsins á sama stað. Ekki þarf að spyrja um, hvort önd- vegissúlur hafi verið skreyttar á þeim árum. Eiríkur rauði lend- ir í deilum um setstokka mynd- skreytta, og verður deilan völd að því, að hann hrökklast úr landi og stofnar ríki á Græn- landi. Ketilbjörn gamli á Mos- felli vill gera goðum faguriega skreytt hof og n®ta til þess silf- ur sitt. í Þjóðminjasafni skartar Valþjófsstaðahurð ásamt öðrum myndrænum gripum. Brot af Flatatungufjölum segja sina sögu. Danir eiga margan góðan grip í sínu Þjóðminjasafni, kom- inn af íslandi, að ógleymdum vefnaðinum, sem er sérstakur dýrgripur. Svo ferskt er upphaf nútíma- listar í hugum okkar, að óþarft mun vera að fjölyrða um það. En það má gjarnan minnast þess, að brautryðjendur í nútíma list okkar voru dugandi lista- menn, sem unnu ómetanlegt starf og verður seint þakkað. Okkur er gjarnt á að gleyma því stundum, hvernig raunverulega var umhorfs á þeim tíma, er þetta fólk gekk með stæltum hug móti verkefnum á sviði, sem al- gerlega var ónumið meðal þjóð- ar, sem barðist fyrir rétti sínum og tilveru með öllum þeim með- ulum, sem tiltæk voru. Jafnvel miðaldra fólk i dag, er í nokk- urri fjarlægð þessa tímabils, hvað þá yngra fólkið. Mig lang- ar til að segja hér stutta sögu, sem gefur góða sýn til aldamóta- áranna og skýrir svolítið þær að- stæður, sem fyrir hendi voru. Þetta tímabil er ekki langt und- an, en samt í órafjarlægð. Sög- una hef ég bein frá öðrum þeim aðila, sem sagt er frá, og hún er þannig: Tveir ungir menn koma af Austurlandi til Akureyrar og eru á leið til Reykjavíkur. Fag- urt vorkvöld ganga þeir sér til skemmtunar eftir Oddeyrinni, og verður þar á vegi þeirra málari, er stendur við trönur sínar og málar útsýnið til fjalla. Þeir verða báðir gripnir lotningu fyr- ir listinni og nálgast listamann- inn með feimni og varfærni. Þeir geta ekki á sér setið að forvitn- ast dálítið um málverkið, og þeg- ar þeir hafa séð á léreft málar- ans, taka þeir djúpt ofan, hneigja sig og segja á dönsku „God aften“ Þeim kom ekki í hug annað en hér væri Dani að verki, íslend- ingar áttu enga málara. Þeim brá því heldur í brún. er Þór- arinn B. Þorláksson svaraði kveðju þeirra á móðurmálinu. Sögumaður minn sagði mér þetta með miklum þunga, og hér var auðsjáanlega at- burður, er hann minntist með lotningu, enda bætti hann við söguna: „Þú getur ver- ið viss um, að þetta atvik sannaði fyrir okkur félögunum, að menn- ing íslendinga væri ekki ein- göngu á bókmenntasviðinu. Okk- ur þótti íslendingar meiri þjóð og sterkari eftir þetta litla at- vik. Það var opinberun á þeim árum, að íslendingar gætu engu síður en aðrir, málað málverk.“ Síðan þessi saga gerðist, eru um sextíu ár, og má með sanni segja, að nú sé öldin önnur. Nú er fjölmennur hópur myndlistar- manna á íslandi, sem vinna af kappi, að vísu með misjöfnum árangri, en það er eins og skrif- að stendur, margir eru kallaðir, en fáir útvaldir. Myndlistin er lifandi þáttur í andlegri menn- ingu íslendinga, og áhuginn virð- ist á stundum ótakmarkaður, ef dæma má eftir því, hve auðveld- lega deilur rísa í blöðum og tíma ritum, um hin ýmsu umbrot, sem eiga sér stað í málverkinu. Mynd- list getur náð svo sterkum tök- um á íslendingum, að þeir bók- staflega ganga berserksgang til árása og varnar. Það er hvorki dauðamark né stöðnun í listgrein. sem getur fyllt dálka blaðanna dag eftir dag, látið prestana í stólnum taka afstöðu, svo að jafn vel þjóðmálin fallla í skuggann, meðan slagurinn stendur. En hér sem á fleiri sviðum þjóðlífs okk ar, vilja hlutirnir oft fara yíir markið og verða þá að persónu- níði og ómerku þrasi, sem ekk- ert á skylt við hið upprunalega málefni. Þessi þáttur er blettur á siðmenntuðu þjóðfélagi, sem hlýtur að eldast af því á kom- andi árum, þegar menntun og þroski hefur kennt mönnum að takmarka sig við þekkingu sína. Annað er miklu merkilegra ís- lendingar hafa gaman af mynd- list, og það er almennt, að heimili séu prýdd málverkum og list- munum. Sú staðreynd er okkur til mikils sóma, og mega þar margar stórþjóðir blikna við. Enda furða sig flestir útlending- ar, sem til landsins koma, yfir þessu skemmtilega fyrirbæri. — Bækur og málverk em aðals- merki menningarheimilis á ís- landi. Vonum að svo verði ætíð. Með hverri nýjung í list mynd- ast viðfangsefni til að deila um Og kryfja til mergjar. Menn geta verið ósammála og hljóta að vera það, en þeir verða að hafa þekk- ingu á því, seaa þeir eru að tala um, og get'a staðið fyrir máli sínu. Frelsið er ótakmarkað í þessum efnum, og það er ein- mitt einn þátturinn í því að gera listina lifandi og skapa áhuga meðal almennings. Nú er það ekki lengur þrætuefni, hvort málverk sé af Þingvöllum eða Heklu, eða hvort myndin sé abströkt, heldur á hvern hátt hinu abstrakta er beitt á mynd- fletinum. Menn deila um, hvort rómantíkin eigi meiri rétt á sér en geometrisk myndbygging, hvort vinna skuli með forminu eða litnum, og svo mætti lengi telja. Einmitt þetta sýnir, að hér hafa orðið mikil skil í viðhorfinu gagnvart myndlist. Viðhorfin hafa breytzt að undanförnu, hvort manni líkar betur eða verr. Það er ekki í valdi nokkurs ein- staklings að stöðva þá þróun, sem listin tekur. Hvert tímabil hefur mismun- andi tjáningu, ef svo mætti segja. Listin er sprottin fyrst og fremst af þörf einstaklingsins til að tjá á listrænan hátt, það sem mest áhrif skilur eftir í hug hans Valtýr Pétursson að starfi. í það og það skiptið. Ef lista- maður er sannúr kölun sinni, hlýtur afraksturinn að vera end- urspeglun þess tíma, er hann upp lifir sjálfur. Þetta er lífgjafi allr- ar góðrar listar, hverju nafni sem hún nefnist. Þannig verður listin síung, fersk og lifandi. Stundum vill verða brestur á, að almenningur geti fylgt hug listamannsins, og þannig skapast misskilningur milli þess, er skap- ar, og þess, er nýtur. Þó sýnir sagan okkur, að hér er aðeins um stundarfyrirbæri að ræða. Sagt hefur verið, að enginn lista- maður sé á undan sirmi samtíð, en fjöldinn sé aftur á móti glap- inn af svo fjölmörgu, að nann skilji ekki sinn tima. Þetta finnst mér ekki ósennilegt, og þetta er að vissu leyti sanngjarnt. Það væri til mikils mælzt af nútíma- manni að vera jafn vígur á alla hluti, í þeim hraða, sem allir kvarta undan, og tímahraki, sem virðist hriá mannkynið. Það hefur verið sagt um okk- ur íslendinga, að það sé krafta- verk, hve fljótir við höfum verið að tileinka okkur alls konar tækni nútímans. Hver hefði t. d. trúað því um aldamótin, að við ættum eftir að verða skæðustu keppinautar Evrópuþjóða í far- þegaflutingum yfir Átlantshaf í lofti? Hver hefði trúað því krafta verki, sem er að gerast i land- búnaði okkar? Lítið á hin ný- þurrkuðu gróðurlönd, sem hafa verið ræktuð seinustu áratugi. Hver hefði trúað því, að við kenndum Norðmönnum að veiða síld árið 1963? En það er ekki eingöngu á þessu sviði, sem kraftaverkin verða. Það er engu síður kraftaverk, sem gerzt hef- ur í myndlist okkar. Það er verk- efni seinni tima að gera upp þá Úr sýningarsal í Listasafni ríkisins. — Ljósm.; ÓL K. M. sögu, og að sumu leyti ógerlegt fyrir samtíðina. Það er hollt og lærdómsríkt að minnast þess. að þegar Snorri er höggvinn, er það valdcifíkinn höfðingi, sem drep- inn er, en ekki mesti rithöfunáur aldarinnar. Sú þjóð, sem átt nef- ur jafn rriargslunginn listamann og Snorra Sturluson, þarf ekki að örvænta um sköpunargáfu og listræn tilþrif. Hver veit nema þessir eiginleikar eigi eftir að koma fram í myndlist okkar eða hafi þegar gert það? Nú skulum við skyggnast að- eins um og athuga, hvert stefnir, og hvað er að gerast? Þetta er spurning, sem ekki er auðvelt að svara. Við getum aðeins gert okkur grein fyrir þróuninni dag frá degi. Spádómarnir eru heldur ótryggir. Eitt er samt nokkurn veginn öruggt, að ekki verður haldið til baka og viðfangseínin munu jafnvel leita í allt aðrar áttir en við þekkjum í dag. Það er algengt, að listámenn notfæri sér ýmislegt frá eldri meisturum og læri af þeim, þannig ná þeir tökum á tækni og kynnast mis- munandi sjónarmiðum. En liðin tíð á ekki afturkvæmt. Það er unnið að myndlist á íslandi af miklu kappi. Stílarnir eru fjölbreyttir og sjónarmiðin mismunandi. Listamenn okkar vinna í ótal abströktum stílum, sama máli gegnir um landslagið. Surrealistum skýtur upp við og við. Mónumentalt málverk á sér stað, og expressionismi hefur lát- ið til sín taka. í höggmyndalist eru einnig fjölþættir stílar. Ekki held ég, að neinn einn stíll eða eitt sjónarmið eigi eftir að ráða í myndlist á komandi árum. Til þess er of margt í deigl unni. Hitt er óhjákvæmilegt, að eitthvað nýtt verði til, sem dreg- ið verður úr þeim stefnum og stílum, sem við nú þekkjum. Abstrakt listin er gott dæmi um þetta, ef athugað er, hvernig hún hefur þróazt í fjölmargar greinar hin síðustu ár. Natúralismi og landslagsmálverk virðast hafa gengið sér til húðar, og vafasamt er, hvort við eigum eftir að sjá landslagið aftur túlkað á lérefti í þeirri mynd, sem við þekkjum það nú. Ekki er þar með sagí að ekki verði framar málað lands- lag, en það verður þá með allt öðrum hætti og breyttum við- horfum. Eðlilegast virðist, að meiri og meiri áherzla verði lögð á myndbyggingu í lit og formi, en ekki frásögugildi fyrirmynd- arinnar. Auðvitað á ég hér við þá einföldu staðreynd, að lisia- maðurinn sjálfur túlki sig á sterk ari og persónulegri hátt, og með auknum skilningi almennings verður krafan um frjálsari tján- ingu, óumflýjanleg. í dag eru ekki gerðar ólíkar kröfur til málverks og hljómlistar. Frá- sagnargildi listaverksins hefur verið látið víkja fyrir sterkari túlkun mannsins í litum og formi. Ekki sé ég neina ástæðu til að örvænta yfir þessari þró- un. Allt mat á list fyrri alda er byggt einmitt á þessum forsend- um. Enginn gamall meistari er frægur fyrir fyrirmyndir sínar, heldúr hefur það ráðið úrslitum,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.