Morgunblaðið - 01.11.1963, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.11.1963, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 1. nóv. 1963 — Verður oá lokum Framhald af bls. 23. aldagömul heimkynni sín, svo að hér hafi sama sem heil þjóð verið rekin úr ættlandi sínu. Að fólk þetta fær ekki að snúa aftur til heimkynna sinna og engin bót fáanleg á hörmungarástandi þess, liggi eins og mara á störfum SÞ og beri vott um einskonar vonda samvizku þessara samtaka vegna afglapa þeirra, sem þau ekki megnuðu að afstýra. Þetta sé einnig undirrót þess, að í meir en 13 ár hafi SÞ veitt nokkurn fjárstyrk, sem þó aldrei hefur nægt til þess að halda líftóru í þessum fjölda ailslauss fólks. Ár- ið 1948 nam tala þeirra um 800.000, en þeir eru nú orðnir um 1.200.000 talsins. Flóttamanna- búðir þeirra eru staðsettar í Jór- daníu, en aðeins fáir dvelja í Egyptalandi, Sýriandi og írak. Afkomu og örlög þessa fólks get- um við gert okkur í hugarlund, ef við heyrum, að af fjármagni því, sem hjálparstofnun SÞ hefur hingað til haft árlega til umráða, reiknast 40 dollarar árlega á hvert mannsbarn, en það munu vera rúmlega 1.300 íslenzkar krónur, og verður af þessari upp- hæð að sjá þeim fyrir húsaskjóli, fatnaði, mat og fræðslu auk heilsuverndar. Palestínu-fólkið stendur í dag nær undantekning- arlaust utan viðskiptalífsins. Sáralítil bót er að því, að stjórn- ir ýmissa Arabaríkja svo og vel- gerðarstofnanir ýmsar veiti auka lega nokkurn styrk — það er samt langt frá því, að jafnvel lægstu lágmarkskröfum um mannsæmandi lifsviðurværi get- ur verið fullnægt. Hjálparstofn- un SÞ heitir United Nations Helief and Works Agency for Palestine Refugees — UNRWA, sem áriega gefur út skýrslur um starfsemi sína, og má í þeim lesa, að hún leggur megináherzlu á fræðslustarf með það fyrir aug- um, að örva ýmsa aðila til að veita flóttamönnunum vinnu. Því hefur verið haldið fram, að Arabaríkin af ásettu ráði og illvilja neiti að taka á móti flótta mönnum frá Palestínu í þeim eina tilgangi, að nota eymd og hatur þeirra sem stöðuga ögrun við ísrael og heimsfriðinn. Araba ríkin neita þessum sakargiftum afdráttarlaust, og það er eftir- tektarvert, að einnig nefndir SÞ hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að dreifing þessa stóra hóps flóttafólks meðal hinna Araba- rikjanna sé ómöguleg, þar eð þar sé fólksfjölgunin alveg eins mikil og því efnahagsaðstæður allar hinar örðugustu. Arabaríkin öll tilheyra hinum svokölluðu ný- frjálsu ríkjum, sem hvert um sig á við margvíslega erfiðleika að etja. En í Arabafurstadæmum þeim, þar sem olían er mest og skapar nokkrum höfðingjum of- fjár ,er stjórnarfari öliu vægast sagt ábótavant. Af hálfu ráðamanna ísraels er þrotlaust lýst því yfir, að þeir óski friðar við Arabaríkin, og — bætti ambassadorinn við — vitanlega getur enginn ábyrgur stjórnmálamaður verið þekktur fyrir að vilja ekki stuðla að friði. En er yfirleitt hægt að treysta á frið þann, sem ísraelsmenn segj- ast stefna að? Lái Aröbum hevr sem vill, að þeir trúi engu orði ísraelsmanna um friðarást þeirra: Það eru ekki nema sjö ár liðin, siðan frumhérjar hins frjálsa heims, Bretar og Frakkar, í bandalagi við Ísraelsríkið gerðu fóiskulega vopnaða ínnrás í Eg- yptaland með það fyrir augum, að steypa stjórn Nassers forseta af stóli og leggja undir sig Súez- skurðinn og annað egypzkt iand. Enn einu sinni var sáttmáli SÞ gróflega brotinn á Aröbum, og í skjóli brezkra og franskra vopna reyndu fsraelsmenn, að koma leyndustu fyrirætlunum sínum, að þenja ríki sitt milli Nilar og fljótsins Efrat, í framkvæmd. Sameinuðu þjóðirnar báru þá gæfu til að stöðva hernaðarað- gerðirnar og í dag virðist, sem allt sé komið í eðlilegt horf aft- ur. En ekkur við hjara veraldar gengur áreiðaniega erfitt að skilja, hversu mikið þessi árás Vattstungnar n úlpur 100% nylon-efni. Falleg snið. Góðir litir. Marteinn Einarsson & Co. Fata- & gardínudeild Laugavegi 31 - Sími 12816 Vélstjóri 2. vélstjóri óskast á togarann Maí. Uppl. í skrifstofunni. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar Hefi opnoð Iækningastoin að Klapparstíg 25, III. hæð, sími 11228. Viðtalstími eftir umtali. LÁRUS HELGASON Sérgrein: Tauga- og geðsjukdómar. hefur aukið á hatur ekki einungis Egypta, heldur margra annarra þjóða Afríku og Asíu á nýlendu- þjóðunum, og hversu stórlega friðarhorfur milli Gyðinga og Araba hafa spillzt. Ambassadorinn sagði, að taiað sé um ógnun við heimsfriðinn, þegar Arabar efla landvarnir sín- ar, en um hinn gífurlega vígbún- að ísraels séu ekki höfð mörg orð. En eru það ekki Arabar, sem orð- ið hafa að verja hendur sinar og lönd? Og eru það ekki Arabar, sem verða að lifa í ótta við út- þensiustefnu Israels? Þetta litla ríki hefur nú þegar tæplega tvær miiljónir íbúa á að miklu leyti ófrjósömu landi og er því eitt af fjölbýlustu löndum. En ennþá í dag eru Gyðingar um alian heim hvattir til að flytjast þangað og að setjast þar að. Skapa ísraels- menn með þessari stefnu ekki frumskilyrði til þess, að fleiri lönd Araba verði hertekin „til að tryggja lífsgrundvöll Israels- manna“, og að síðar verði heimt- að af Aröbum og öllum öðrum þjóðum, að nýjum „sögulegum staðreyndum" verði veitt viður- kenning. Ég spurði ambassadorinn, hvort Arabaríkin væru þá alls ekki fús að semja við Israels- menn. Því að víða hefði ég orðið var við þá skoðun, að á meðan ísrael væri reiðubúið til að sætt- ast, væru Arabaríkin ekki að hugsa um annað en að reka Gyð- inga burt frá Palestínu aftur. Þessu svaraði ambassadorinn næstum orðrétt: 1. Aröbum kemur ekki til hug- ar að reka einn einasta Gyð- ing „út í Miðjarðarhafið“. 2. Arabaríkin munu ekki byrja á neinni styrjöld til að knýja fram lausn vandamálsins, enda viðurkenndu þau sátt- mála SÞ í einu og öllu. Spurði ég því næst, hvernig þá gæti á því staðið, að deiluaðilarn- ir væru ekki fyrir löngu seztir að samningaborði, og svaraði Somkomur Frá Kristniboðssambandi kvenna i Reykjavik. Okkar árlega fórnarsam- koma verður iaugardagskvóld- ið 2. nóv. kl. 8.30 í Kristni- boðshúsinu Betaníu, i-,aufás- vegi 13. Dagskrá: Kristniboðs- þáttur, Bjarni Eyjólfsson rit- stjóri. Söngur o. fl. AUur ágóði rennur til Kristniboðs- stöðvarinnar í Konso. Góðir Reykvíkingar, styrkið gott málefni og hjálpið okkur í hinu góða verki. Verið hjart- anlega velkomin. Stjórnin. THRIGE Ralmótorur Eigum fyrirljggjandi 1- og 3-íasa rafmótora riðstr,- og jafnstraums. Útvegum GÍRMÓTORA með stuttum fyrirvara. *^ í LUDVIG STORR i 1 imsii f -t o 1-16-20 TÆKNIOEILD ambassadorinn þessu að efninu til þannig: Þau atriði, sem mestar deilur rísa út af, eru þessi: a) landamæri fsraelsríkis, b) heimfluttningur flóttamanna frá Palestínu, c) staða Jerúsalemsborgar, sem er vagga og helgur staður ó- líkra trúarbragða, og ætti því að setja borgina undir stjórn Sameinuðu þjóðanna. Arabaríkin vilja að sjálfsögðu semja á grundvelli SÞ, og ísrael er einnig aðili að þeim samtök- um. En nú bregður svo kynlega við, að um sáttmála SÞ ræða ísraelsmenn alls ekki, og hvað viðvíkur fyrrnefndum deiluatrið um hafa þeir margoft lýst yfir: a) að um landamæri fsraels væri alls ekkert að semja, þar sem þau hafi þegar verið á- kveðin með vopnavaldi árið 1948, b) ekki væri heldur að tala um, að flóttamennirnir fengju að snúa til heimkynna sinna, c) Jerúsalem væri og verði fram vegis höfuðborg Ísraelsríkis. Ambassadorinn spurði því, hvernig menn hugsuðu sér samn- inga, ef þau atriði, sem deilum valda, væru fast ákveðin, áður en að samningaborði væri setzt. •— Þykir mér ekki sennilegt, að samningsgrundvöllur fáist að ó- breyttu. Mér finnst rétt að geta þess hér að víða bera menn skilning á löngun Gyðinga, að koma á fót þjóðarheild, enda hafði samúðin með þeim vaxið mjög, síðan þeir urðu að þola einhverjar þær hroðalegustu ofsóknir og mann- fórnir, sem sögur fara af, vegna kynþáttastefnu þjóðernisjafnað- armannanna þýzku. Þessi afstaða mun og vera meginorsök þess, að margar þær þjóðir, sem álíta sátt mála SÞ grundvöll alþjóðavið- skipta, hafa viðurkennt þetta Gyðingariki, en borgarar þess hafa af dugnaði og harðfengi skapað sér efnahagsgrundvöll og staðið í miklum framkvæmdum. Hins ber jafnframt að geta, að langt í frá allir Gyðingar út um heim séu fylgjandi stofnun og stefnu ísraels. Réttlætiskenndin og mannúðin mæla vissulega með því, að Gyðingar jafnt sem aðrar þjóðir hafi sitt ríki, en ekki er auðvelt að svara þeirri spurn- ingu, hvort stofnun Gyðingaríkis einmitt í Palestínu sé einasta og heppilegasta lausn vandans. Ambassadornum var eðlilega ómögulegt að svara þeirri spurn- ingu, hver framtíðarskipan yrði, ef síðar fengist samningsgrund- völlur, þar eð ólík atriði hefðu si og æ áhrif á þróun stjórn- mála. Svo er og — og það varð mér greinilega ljóst í þessu sam- tali — að allt þetta deilumál er flóknara en svo, að hægt yrði að kryfja það til mergjar í einni grein. Eftir að hafa kynnzt rökum og hugarfari málsmetandi Araba, vildi ég mega draga þá ályktun, að þrátt fyrir nær óbrúandi and- stæður mun með þrautseigju verða hægt að finna friðsamlega lausn, einnig á þessu hættulega deilumáli. Sáttatilraunum þeirra, sem geta sett sig í spor beggja deiluaðila og vilja þeim fyrir beztu, má ekki linna. Þannig stóð á, að eftir fáa daga var þjóðhátíðardagur Arabíska sambandslýðveldisins, sem víða var minnzt í blöðum og útvarpi, og bauð ambassadorinn mér að koma í móttöku, sem haldin var í tilefni dagsins. (Framhald: Arabar þrá stofn- un víðáttumikils, sterks sam- bandsríkis). Málflutningsskrifstota JON N. SIGURÐSSON Sími 14934 — Laugavegj 10 Msgnús Thorlacius hæstaréttarlögmaður Málflutingsskrifstula. ASalstræti 9. — Sími 1-1875, Viðs': iptamenn * IIna5srbanka Islands hf. Frá og með 1. nóvember n.k. verða sparisjéðs- og hlaupareikningsdeildir bankans opnar til afgreiðslu frá kl. 17 til 19 á föstudögum. Iðnaðarbanki Islands h.f. Garnahreinsun Ungur maður óskast til starfa við garnahreins- unarvél. Tveggja mánaða reynslutími nauðsynlegur. Gott og vel launað framtíðarstarf fyrir áhugasam- an mann. Umsækjendur vinsamlegast leggi inn nöfn og heimilisföng, ásamt upplýsingum um fyrri störf til afgr. Mbl. fyrir 6. nóvember, merkt: „3950“. AV0N iimkrem Some where .............. Kr. Topaze ................. Persian wood............... — Here’s my heart ....... — Cotillion ................. — 220,00 — 207,00 182,00 182.00 156,00 Sendum gegn póstkröfu um land allt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.