Morgunblaðið - 01.11.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.11.1963, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FSstudagur 1. rtóv. 1963 Notkun eitraðra efna hefur aukizt á síðari árum - Eftirlit hér ekki nógu gott IJNGUR læknir, >orkell Jóhann- i esson, hefur undanfarin ár lagt stund á rannsóknarstörf í Dan- mörku og hlotið styrki úr Vís- indasjóði og úr dönskum og sam- norrænum sjóðum til ákveðinna rannsókna. Hann hefur dvalizt nokkra mánuði hér heima, en er nú á förum til Bandaríkjanna, þar sem hann mun starfa í um það bil eitt ár. Blaðamaður Mbl. leitaði eftir fréttum hjá Þorkeli af störfum hans og átti við hann samtal. En fyrst er rétt að gera grein fyrir þessum unga vísinda- manni. Þorkell er Reykvíkingur, son- ur Jóhannesar Jónssonar, gjald- kera Eimskipafélags fslands, og Bergþóru Júlíusdóttur, konu hans. Hann er fæddur 1929, stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík og útskrifaður læknir frá Árósaháskóla 1957. Eftir það leysti Þorkell af hendi venjuleg skyldustörf á sjúkrahúsum í Danmörku og í héraði á íslandi, vann eitt ár í lyfjaverksmiðju í Kaupmannahöfn og hefur undan- farin 3—4 ár unnið að rannsókn- um við Hafnarháskóla. Það er því ekki óeðlileg forvitni að spyrja hann, hvernig hafi staðið á því, að hann valdi fyrst lækn- isfræðinám í Danmörku og síðan rannsóknarstarfsemi umfram beinar lækningar á sjúklingum. — Þannig stóð á því, að sum- arið 1953 starfaði ég á Elliheim- ilinu Grund að afloknu 1. hluta prófi og komst þar í kynni við Skúla Guðjónsson, prófessor í Árósum. Ég fór að forvitnast um það hjá honum, hversu lækn- isfræðinámi væri háttað í Árós- um. Skúli heitinn var sjaldan að tvínóna við hlutina og sagði við mig: „Blessaðir, komið þér bara utan.“ í>að varð því úr, að ég færi til Árósa og lyki þar prófi, enda var þar sérlega gott að vera. Skúli átti því miður skammt eftir ólifað, er þetta réðst, en hann lézt fyrir aldur fram í janúar 1955. — Hvernig stóð á því, að þú lagðir fyrir þig rannsóknarstarf- semi? — Að loknu embættisprófi fór ég, eins og ungum læknum er titt, að velta fyrir_ mér, hvar áhugaefnin lægju. Ég fann, að ég hafði helzt hug á farma- kólógíu, — en það er sú fræði- grein innan læknisfræðinnar, er fjallar um verkun lyfja á menn og dýr og á einstaka líkamshluta þeirra —, svo og á þá hliðar- grein farmakólógíu, er kallast toxíkólógía, og varðar eiturverk- anir lyfja og annarra efna á menn og dýr. Síðan skyldustörfum mínum á spítölum og í héraði lauk, hef ég því lengstum unnið að rannsóknum á verkun lyfja á menn og dýr, þar með taldar eiturverkanir. — Hvað hefurðu einkum feng- izt við? — Ég hef reynt að kynna mér fagið almennt og meðfram lagt stund á toxikólógíu, sem hefur mikið hagnýtt gildi í nútáma þjóðfélagi. En megináherzlu hef ég lagt á rannsóknir á verkja- deyfandi lyfjum, og þá alveg sérstaklega fengizt við morfín. Verkjadeyfing og ávani af morfíni. — Ég hef unnið að rannsókn- nm á morfíni í samvinnu við danskan lækni og danskan lyfja- fræðing. Við vinnum ýmist sam- •n eða hver í sínu lagi, ef það hentar betur. Mitt verkefni hef- ur einkum verið að leita skýr- inga á því, hvers vegna morfín deyfir verki og einnig hvers Ég hef kynnt mér almenn atriði varðandi eftirlit með lyfj- um. Og ég er hér heima nú í 4 mánuði á vegum landlæknis að leggja drög að sérlyfjaskrá svo og vinna að öðru að þessu lút- andi, en öll verksmiðjulyf (sér- lyf) eiga að fara á skrá. í flest- um löndum er talið nauðsynlegt að hafa eftirlit með sérlyfjum til tryggingar almenningí og skrá þau, en samkvæmt hinum nýju lyfsölulögum á nú að stofna til slíkrar skráningar og eftirlits hér. — Þetta hlýtur að vera heil- mikið vandamál nú á tímum, þegar kynstur er framleitt af alls konar lyfjum og þeim hrað- að á markaðinn? — Já, það er allrétt. Eins og nú er háttað, eru nálega öll lyf fyrst framleidd í lyfjaverksmiðj- um, sem venjulega leggja í mikinn kostnað við framleiðslu og rannsóknir. Því er það eðli- leg hvöt hjá lyfjaframleiðendum, að framleiðslan seljist bæði fljótt og vel, sé þess annars nokkur kostur, — Segðu mér, hvernig eru ný lyf reynd? — Eins og nú er háttað, eru öll áður órannsökuð efni með lyfjaverkun rækilega reynd í til- raunum með dýr. Lofi þessar tilraunir góðu, eru efnin því næst reynd dálítið á heilbrigðu fólki, sem oft er starfslið lyfja- verksmiðjanna, og loks á sjúkl- ingum. Ef ekkert mælir gegn, er að þessu loknu leyft að selja viðkomandi efni sem lyf. En veruleg reynsla um notagildi lyfja fæst ekki, eins og nú er háttað, fyrr en að mörgum ár- um liðnum, þegar búið er að gefa þau þúsundum manna, barna og kvenna. — Ber því ekki að gjalda var- huga við nýjum lyfjum? — Jú, að vissu marki. Ný lyf eru ætíð æskileg, ef líkindi benda til að þau taki eldri lyfjum fram eða eigi við sjúkdóma, sem engin lækning er við. Hins ber þó ætíð að gæta, að velflest lyf koma á markaðinn vegna þess, að þau eru álitin vænleg til lækninga, en lyf, sem eru eink- ar efnileg í byrjun, geta brugðizt sárlega. Sorglegasta dæmi þessa er talídómid, svo sem enn er í fersku minnL Flúor í drykkjarvatni. — Þú sagðir í upphafi, að toxíkólógía eða eiturefnafræði hefði hagnýtt giidi. Hvernig þá? — Jú, á síðari árum hefur mjög aukizt notkun eitraðra efna, sem sum eru meira að segja háeitruð, í landbúnaði, við garðyrkju og í iðnaði, en mikil vinna er fólg- in í því að tryggja sölu, dreif- ingu og meðferð slíkra efna. svo að sem öruggast sé. — Telur þú, að slíkum málum sé í gott horf komið hér? — Ég hygg, að hér sé eftirlit með eiturefnum hvergi nærri nógu gott. — Hefur ekki eiturefnafræði þýðingu fyrir úrskurði dómstóla? — Jú, segja má það. Þó er lítt í tízku nú á dögum að myrða fólk á eitri miðað við það, sem áður var. Hins vegar ber þó nokkuð á því, að fólk reyni að fremja sjálfsmorð með því að taka stóra skammta af róandi lyfjum eða af svefnlyfjum eða eiturefni. Einnig verða eitranir alloft af slysni. í slíkum tilfell— um geta eiturefnafræðilegar rannsóknir oft orðið að talsverðil liði. Nú á tímum er lika mikið starf fólgið í því að rannsaka ýmiss efni, sem sett eru í mat og á ensku er« nefnd einu nafni „food additives“ og skera úr því, hvort það magn þessara efna, sem kemur í líkamann við daglega neyzlu, sé skaðlegt eða ekki. Eitt slíkt efni er raunar flúor. — Hvað geturðu sagt mér un» það? — Flúor hefur verið mjög til umræðu síðastliðin 8—10 ár vegna þess, að ýmsir vilja láta auka magn þess í neyzluvatni og í þeim tilgangi bæta því I vatn í vatnsbólum til þess að varna tannskemmdum í börnum og unglingum. Flúor finnst I vissum samiböndum eðlilega I líkamanum. Hins vegar er gamal- þekkt, að flúor og flest sambönd þess erú mönnum og dýrum eit- ur, jafnvel í mjög litlum skömmt um. Að svo komnu máli er því óhyggilegt að auka magn flúors í vatni, enda líka harla lítið frjálsræði í því að þvinga fólk til þess að neyta slíks vatns. Vilji einstaklingar auka daglega flúorneyzlu sína, geta þeir valið sér tannkrem með flúor í eða keypt sér flúortöflur, sem fram- leiða má fyrir sáralítið fé. Slíkt gera Finnar. Að lokum spyrjum við Þorkel, hvort mögulegt sé að stunda þær rannsóknir, sem hann hefur nú á hendi hér á íslandi. — Með tiltölulega litlu fjármagni má stofna til flestra þessara rann- sókna hér, svarar hann. E. Pá. Myndin er af Kristbjörgu og Ævari K'varan í gam- anleiknum Flóninu, sem sýnd- ur er um þessar mundir i Þjóð leikhúsinu. Kristbjörg leikur aðalhlutverkið ,FLONIГ aU sérstæða og skemmtilega per- sónu, er lendir í ýmsum erfið- leikum við hið „sterka kyn“, vegna hins mikla kynþokka er hún er gædd. Viðtal við Þorkel Jóhannesson, lækni vegna menn og dýr venjast á það. Það gæti virzt að bera í bakkafullan lækinn að fara að fást við þetta, enda hafa 15—16 þúsund ritgerðir verið skrifaðar um morfín, síðan skipulegar rannsóknir hófust með það í byrjun 19. aldar. En við vitum bara enn þann dag í dag ekkert um það, hvernig á verkjadeyf- andi áhrifum morfíns stendur, né hvers vegna verkun þess þverr og menn venjast á það við notkun. Og það er brenn- andi nauðsyn að öðlast meiri skilning á þessu atriði, ekki sízt vegna þess, að sífellt fjölgar þeim lyfjum, sem geta hneppt fólk í fjötur ávanans. — Finnst þér, að þú hafir orð- ið nokkurs vísari af rannsókn- um þínum? — Að svo komnu máli hafa niðurstöður einkum verið nei- kvæðar og ég hef því upp á lítið að bjóða til lausnar ofangreindu vandamáli. Aðalstarfið hefur hingað til verið fólgið í því að gera tilraunir með 4 skýringar- tilgátur og afsanna þær. — Er þetta ekki eins og að leita að saumnál í heystakki? — Jú, svo má víst að orði kveða. — Þú sagðist hafa unnið þess- ar rannsóknir við Kaupmanna- hafnarháskóla? Og hafa nú styrkirnir dugað þér? — Ég hef unnið við Farmako- logisk Institut, sem er ein af rannsóknarstofnunum háskólans í Kaupmannahöfn, og mér hafa verið veittir styrkir til starfa við þessa stofnun. Vísindasjóðs- styrkirnir voru upphaflega góðir, en hafa mjög rýrnað á undan- förnum árum vegna skakkafalla íslenzku krónunnar. Gífurleg gengisfelling skall einmitt á um það leyti, er ég byrjaði að fá þessa styrki. Erlendu styrkirnir hafa því orðið drýgri. Jú, styrk- irnir hafa dugað. Mig Qg mína hefur hefur aldrei skort neitt. í Kaupmannahöfn hef ég notið fulltingis prófessorsins, sem ég vann hjá, en hér heima aðstoðar prófessors Kristins Stefánssonar, lyfsölustjóra. — Og nú ertu á förum til Bandaríkjanna? — Menntamálastofnun Banda- ríkjanna hefur veitt mér styrk til tæplega eins árs dvalar við rannsóknarstörf í Bandaríkjun- um. Ég mun einkum kynna mér mælingar á morfíni, sem gert hefur verið geislavirkt. Á þann hátt má mæla örlítið magn af efninu eða sem svarar einum tíu- milljónasta hluta úr grammi, enda er slík nákvæmni í mæling um nauðsynleg, þegar maður vill rekja magn morfíns á ýms- um stöðum innan miðtaugakerf- isins. Við höfum einmitt hugsað okkur að hafa þann hátt á að ákvarða magn efnisins á ýms- um stöðum í heila og í heila- stofni hjá dýrum eftir gjöf lít- illa skammta, miða það við verk- anirnar og reyna þannig að finna við hvaða stað eða í heila deyfing verkja er einkum bund- in. — Hvar verðurðu vestan hafs? — Ég mun dveljast í litlum háskólabæ, Iowa City, í Iowa. Þar er prófessor, Woods að nafni, er mjög hefur rannsakað morfín og skyld efni. Ég hef verið í sambandi við hann, munnlega og skriflega, í rúmlega eitt ár. Hins vegar hefur komið til mála, að ég lengi dvöl mína vestra um nokkra mánuði í þeim tilgangi að kynna mér sérlyfjaeftirlit í Bandaríkjunum svo og eftirlit með eiturefnum. Sérlyfjaskrá í undirbúningí. — Já, þú hefur verið við lyfja- framleiðslu í Danmörku og við lyfjaeftirlit. Ertu ekki líka að starfa eitthvað við það hér?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.