Morgunblaðið - 01.11.1963, Blaðsíða 11
Föstudagur 1. nóv. 1963 MORCUNBLAÐIÐ 11
Marías Anárésson
Minningarorb
MARÍAS Andrésson lézt að
Hrafnistu 23. október sl. Hann
var fæddur 30. ágúst árið 1887
og var elztur barna þeirra Þor-
bjargar ólafsdóttur frá Sviðnum
á Breiðaifirði og Andrésar Jó-
hannessonar bónda á Blámýrum
í Ögursveit.
Marías stundaði í æsku sinni
bæði sjósókn og landbúnað við
Isafjarðardjúp. Hann var aðeins
14 ára gamall er hann varð full-
gildur háseti á áraskipi og 16
ára gamall varð hann formaður
á árabát föður síns. Aðeins 18
ára að aldrei keypti hann sér
einn eigin bát og var eftir það
formaður á eigin útveg. Stundaði
hann lengi sjó frá Bolungarvík,
þar sem hann var búsettur um
árabil Fyrir um 20 árum fluttist
hann hingað til Reykjavíkur og
vann hér lengi hjá Rafveitu
Reykjavíkur.
Marías kvæntist 29. janúar
1911 Júlíönu Kolbeinsdóttur frá
Unaðsdal. Stóð heimili þeirra
lengst af í Hnífsdal, Bolungarvík,
Isafirði og í ögurnesi. Júlíana dó
árið 1938. Eignuðust þau hjón 6
börn, dó eitt þeirra mánaðar-
gamalt en hin fimm eru á lífi.
Eru þau: Guðmundur, sem bú-
settur er í Reykjapík, María á
Akramési, Áslaug í Reykjavík,
Haraldur Viggó á Skagaströnd og
Andrés í Osló.
Marías Andrésson var góður
máður og gegn, stilltur og yfir-
lætislaus, en skapfastur og stjóm
samur. Hann var jafnan vel lát-
inn af samverkamönum sínum
og Öðrum, er honum kynntust.
Framkoma hans vakti traust og
virðingu. Hann var aðgætinn,
öruggur og æðrulaus sjómaður,
er ávallt stýrði skipi sínu heilu
í höf. Veikindi sín sl. 13 ár
ævinnar bar hann með karl-
mennsku og stillingu.
Þessi góði drengur og heiðurs-
maður er nú horfinn. Vinir hans
og samstarfsmenn þakka honum
líf hcuis og starf um leið og þeir
votta eftirlifandi ástvinum hans
einlæga samúð.
Vinur.
Ný sending
kvenhúfur og hálsklútar.
GLUGGINN
Laugavegi 30.
FlugmálahátíðEn 1963
Hin árlega flugmálahátíð verður haldin að Hóte!
Sögu (Súlnasalnum) föstudaginn 1. nóvember og
hefst með borðhaldi kl. 19.00.
Dagskrá fjölbreytt og skemmtileg að vanda.
Ávarp flugmálaráðherra — afhending gullmerkis
flugmálafélagsins — verðlaunaafhendingar frá Svif-
flugsmeistaramóti íslands — Ómar Ragnarsson
skemmtir — Nýtt Flour Show.
Frábær matur og matseðill sunginn.
Aðgöngumiðar í Tómstundabúðinni, skrifstofum
Flugfélags íslands h.f., Loftleiða h.f. og Flugmála-
stjórnarinnar.
Flugmálafélag íslands.
MEÐ INNLEGGI
Stærðir: 18—27.
Litir: Hvítt, Rautt,
Blátt, Ljósbrúnt,
Dökkbrúnt og Drapp
Verð frá kr. 196,00.
NÝ SENDING
frá i*-
Góðir skór
gleðja góð börn
SKÚHÚSIÐ
Hverfisgata 82.
Sími 11-7-88.
DREGIÐ
8. NÓVEMBER
Gerið skil-simi 17104 - Skyndihappdrætti Sjálfstæðisflokksins