Morgunblaðið - 01.11.1963, Blaðsíða 13
Föstudagur 1. nóv. 1963
MORGUNBLAÐIÐ
13
1913
50 ára
7963
eykjavík og Morgunblaðið
Eftir Geir Hallgrímsson borgarstjóra
FYRIR rúmum 60 árum gerði
tsejarstjórn Reykjavíkur svo-
íellda ályktun:
„Jóni ristjóra Ólafssyni var
samkvæmt ósk hans í bréfi til
bæjarstjórnar, dags. 15. f.m.
• veitt leyfi . til að hafa stól
irieð borði innan við grindurn
ar á fundarsalhum, því að
hann hefur í hyggju að skrifa
ágrip af gerðum bæjarstjórn
arfundanna".
■ Sennilega er þetta í eina skipt-
ið, fyrr og síðar, að getið er ná-
vi;star blaðamanns í gerðabók
borgarstjórnar.
Fáar stéttir hafa þó haft-meiri
áhrif á þróun málefna Reykja-
víkur, því að blöðin eru hvort
tveggja í senn, hin helzta heim-
ild um það, sem liðið er, og hin
ekýrasta vísbending um það,
hvert stefnir.
Ég hygg, að engu blaðanna í
Reykjavík sé gert rangt til, þótt
iullyrt sé, að í þessum efnum sé
Morgunblaðið ítarlegasta heim-
ildin um sögu Reykjavíkur sl.
hálfa öld. Það lét sig bæjarmál-
efnin miku skipta þegar í upp-
hafi, fyrst og fremst í þeim til-
gangi að fræða borgarana um
eigin málefni.
í 7. tölublaði Morgunblaðsins
birtist grein á forsíðu, sem ber
fyrirsögnina „Bæjarmál", og lýs
ir hlutvérki blaðsins í þeim efn-
um. Þar segir m.a.:
I : „Því er miður, að almenn-
ingur hefur eigi svo vel sem
skyldi fylgzt með í bæjarmál-
Geir Hallgrímsson,
borgarstjóri
um hingað til. Liggja vita-
skuld margar ástæður til þess,
en eigi sízt sú, að landsmála-
blöðin hafa hvorki tíma né
rúm til þess að gera bæjar-
málin sérstaklega að umtals-
efni í dálkum sínum.
En böðin eru milliliðurinn,
eem fólkið hefur milli sín og
fulltrúa sinna.
Það er nú eitt þeirra er-
inda, sem Morgunblaðið telur
sig eiga að gera bæjarbúum
eem ítarlegast grein íyrir öll-
um helztu málum, sem á döf-
jnni eru, skýra þau eftir föng
um; og veita rúm þeim, s€m
eitthvað nýtilegt hafa á sam-
vizkunni um bæjarmál, og
leggja orð í belg frá eigin
brjósti, þegar svo býður við
að horía“.
Segja má, að síðan þessi orð
voru skrifuð, hafi þróun borgar
og blaðs fylgzt að. Upphaf Morg-
unblaðsýis er eitt af einkennum
þess, að _nýi timinn er að halda
innreið sina; eiiimitt um svipað
leyti verða þau þáttaskil í sögu
Reykjavíkur, að þróunin úr bæ
í borg er að hefjast.
Morgunblaðið hefur hvorki í
landsmálum né borgarmálum
látið við það sitja að skrásetja
sögu, heldur hefur það jafn-
frarnt skaþað sögu. Þar hafa
fremur en annars staðar verið
boðaðar þær hugmyndir og skoð-
anir, sem síðar hafa mótað þró-
un Reykjavikur.
Morgunblaðið hefur haft ein-
stáeða aðstöðu í málefnum
Reykjavíkur. Frá stofnun hefur
það alltaf stutt meirihlutann í
borgarstjórn, eða meirihlutinn
stuðzt við það. í öllum bæjar-
og borgarstjórnarkosningum í
Reykjavík sl. hálfa öld hefur lál
staður sá, er blaðið studdi, sigr-
að, og andstæðingar meirihlutans
í borgarstjórn Reykjavíkur hafa
ekki sjaldan bent á þá skýringu
á úrslitum, að þar hafi Morgun-
biaðið mestu ráðið.
Af síðum Morgunblaðsins má
lesa sögu stórfelldra breytinga,
örrar þróunar og vaxtar kaup-
staðár með rúmlega 13 þús. íbúa
í borg með tæplega 80 þús. íbúa.
Árið, sem Morguhblaðið kemur
til sögunnar, 1913 er byrjað á
framkvæmdum við Reykjavikur
höfn, vatnsveitan er fjögurra ára
pg ári áður er ráðizt í stórfram-
kvæmd, malbikun Austurstræt-
is, sem þá kostaði 9 þús. kr.
, Ráðizt hefur verið í byggingu
mikilla mánnvirkja, en oftast að
undangengnum þrotlausum um-
ræðum og bollaleggingum og ó-
sjáldan hatrömmum deilum. í
þeim efnum virðist okkur margt
broslegt nú, sem áður var hið
mesta hita- og alvörumál.
☆
Ef litið er á þróun sl. 50 ára
og spá skal um framtíð Reykja-
víkur um næstu hálfa öld, verð
ur okkur erfitt um vik.
Kunn er afmælisósk stjórn-
mála- og framkvæmdamannsins
Björns Jónssonar, síðar ráð-
herra, á aldarafmæli Reykjavík-
Urkaupataðar, að Reykjavík
verði orðinn bær með 30—40 þús-
íbúa árið 1986, ósk, sem þá þótti
hæpið að rætast mundi.
Ekki er allt fengið með mann-
fjöldanum, heldur miklu fremur,
hvernig að íbúunum er búið. —
Ejölgun íbúa borgarinnar um-
fram aðra landshluta hingað til,
hefur raunar byggzt á því, að
fólk; hefur talið hag sínum bezt
borgið hér. Það er von Reykvík-
inga eigi síður en annarra lands-
manna, að annars staðar á land -
inu megi menn í framtíðinni
njóta sömu lífsþæginda og hér.
Þó skal varað við að ætla sér
að koma í veg fyrir fólksflutn-
inga, sem fylgja í kjölfar
breyttra atvinnUhátta, því að
slíkar fyrirætianir hefðu í för
með sér versnandi lífskjör
allra landsmanna.
Nú er talið, að á Reykjavíkur-
svæðinu, Reykjavík, Kópavogi,
Hafnarfirði, Garða-, Bessastaða-,
Seltjarnarnes- og Mosfellshreppi,
búi hart nær 100 þús. manns.
Við heildarskipulagmngu þessa
svæðis er gert ráð fyrir, að árið
1980 búi þar um 165 þús. manns
og væntanlega eftir hálfa öld ná
lægt 300 þús. manns.
Reykjavík mun því vaxa aust
ur fyrir Elliðaár og suður um
Fossvogsdal, en samfelld byggð
verður væntanlega suður fyrir
Hafnarfjörð og upp í Kjalarnes.
Borgin mun ekki einungis
vaxa að mannfjölda, heldur og
að flatarmáii á hvern íbúa. Marg
ar stoðir renna undir þá þróun:
Minni fjölskyldustærð eða fleiri
sjálfstæð heimili; fleiri einbýl-
ishús og önnur hús með stór-
um lóðum; þróun iðnaðarins, er
hefur í för með sér færri starfs-
menn á hverja flatarmálsein-
ingu; fjölgun ökutækja skapar
þörf fyrir aukið vegakerfi og
stæði, en gert er ráð fyrir, að um
50 þúsund bifreiðir aki um
Reykjavíkursvæðið árið 1980;
vaxandi velmegun og verka-
skipting hefur í för með sér
aukna þjónustu opinberra stofn-
ana og stækkandi borg kallar
fram óskir og þörf fyrir stóra
skemmti- og lystigarða.
Gamh miðbærinn verður end
urbyggður og þar verður vænt-
anlega aðalaðsetur ríkis- og borg
aryfirvalda og peningastofnana.
Nýtt alþingishús, stjórnarráðs-
hús og ráðhús Reykjavíkur munu
vonandi setja fallegan svip á höf
uðból Ingólfs á næstu árum, áð-
ur en 1100 ára landnáms hans
er minnzt.
Nýr miðbær, Verzlunarmið-
stöð, athvarf iista- og skemmt-
analífs mun skapast sunnan
Miklubrautar og austan Kringlu
mýrarbrautar.
Baðataður, hótel og skemmti-
garður verður væntanlega sunn-
an undir Öskjuhlíð — og heitu
vatni veitt úr hitaveitugeymum
að sumri í sjóinn.
Undirbúin er skipulagning 16
nýrra íbúðarhverfa, sem munu
væntanlega rísa fyrir 1980 á svæð
um, þar sem nær engin byggð
er nú og munu í hverju þeirra
búa um 5000 manns og þar verðá
verzlanir, barnaleikvellir, skólar
o. s. frv.
Hafnargarðar verða byggðir
væntanlega inni í sundum og
vörugeymslu- og iðnaðarsvæði
þar upp af og fyrir austan Ell-
iðaár.
Flugvöllurinn verður væntan
lega nýttur á sama stað fyrst um
sinn, en ella byggður nýr flug-
völlur í námunda borgarinnar.
Við vonumst einnig til að halda
áfram að tryggja vaxandi bore