Morgunblaðið - 01.11.1963, Blaðsíða 31
Föstudagur 1. nóv. 1963
MORCUNBLAÐIÐ
31
— Engar hækkanii
Framh. af bls. 1
kvæmt I.—IV. kafla í lögum nr.
65/1962, um kjarasamninga opin-
berra starfsmanna, og samkvæmt
I.—IV. kafla í reglugerð nr. 159
/1962, um kjarasamninga starfs-
manna sveitarfélaga.
Fyrirmæli 1. málsgr. þessarar
gr, taka til kauptryggingar báta-
sjómanna svo og til hlutaskipta
og hvers konar annarrar launa-
greiðslu, sem ákveðin er sem
hundraðshluti af afurðaverði,
veltu eða öðru verðmæti.
í>að telst launahækkun sam-
kvæmt 1. málsgr. þessarar gr.,
ef stéttarfélög ákveða breytingu
á vinnutíma, sem felur í sér
hækkun eða leiðir til hækkunar
á launakostnaði, og er óheimilt
að ákveða slíkt á tímabilinu frá
því að frumvarp til þessara laga
er lagt fyrir Alþingi og til 31.
desember 1963.
Fyrirmæli 1. málsgr. þessarar
gr. taka til hvers konar auka-
greiðslu til launaþega, sem er
hrein launaviðbót, en þau taka
ekki til aukagreiðslu að því leyti
sem hún fer til greiðslu raunveru
legra útgjalda, sem fylgja starfi
h'.utaðeigandi launþega.
2. gr.
Nú hefur, á tímabilinu frá því
að frumvarp til þessara laga var
lagt fyrir Alþingi og þar til þau
öðluðust gildi, verið ákveðin
launahækkun, sem óheimil er
samkvæmt 1. gr., og er þá slík
ákvörðun ógild, og hlutaðeigandi
vinnuveitendum er óheimilt að
hJ'.ta henni.
3. gr.
Vinnustöðvanir til að knýja
fram bretyingar á launum eða
breytingar á vinnutíma og öðru,
er fela í sér launabretyingar,
eru óheimilar meðan lög. þessi
eru í gildi. Þetta tekur einnig til
vinnustöðvana, sem kunna- að
hafa byrjað á tímabiliinu frá því
að frumvarp til þessara laga var
lagt fram á Alþingi og þar.til
þau öðluðust gildi.
4. gr.
Óheimilt er að hækka hundr-
að. hluta álagningar á vörum í
heildsölu og smásölu frá því, sem
er, þá er frumvarp til þessara
laga er lagt fyrir Alþingi. Sama
gildir um álagningu á hvers kon-
ar selda vinnu og þjónustu, þar
á meðal um meistaraálag.
Frá því að frumvarp til þess-
ara laga er lagt fyrir Alþingi er
óheimilt að hækka verð á öllum
öðrum vörum en þeim, er um
ræðir í 1. málsgr., nema með sam
þykki viðkomandi yfirvalda, og
mega þau ekki leyfa meiri hækk-
un en svarar sannanlegri verð-
hækkun efnivara og annarra
kostnaðarliða. Sama gildir um
hvers konar selda þjónustu, þar
á meðal um aksturstaxta vöru-
bifreiða, fólksbifreiða og sendi-
ferðabifreiða og um fargjöld og
flutningsgjöld skipa og flugvéla.
5. gr.
Félagsdómur sker úr ágrein-
ingsatriðum varðandi túlkun á
fyrirmælum 1.—3. gr. þessara
laga, og eru úrskurðir hans fulln-
aðarúrskurðir.
6. gr.
Með brot gegn lögum þessum
skal fara að hætti opinberra
mála, og varða brot sektum.
.. ?•gr’
Lög þessi öðlast þegar gildi og
gilda til 31. desember 1963.
Athugasemdir við
lagafrumvarp þetta
Að undanförnu hefur skapazt
misræmi í efnahagslífinu vegna
launakapphlaups milli starfs-
hópa og víxlhækkana kaupgjalds
og verðlags. Ríkisstjórnin telur,
nð vinna megi bug á þessum
vandamálum með samræmdum
ráðstöfunum í launamálum, fjár-
málum og peningamálum, sem
meðal annars feli í sér kjara-
bætur þeim til handa, sem verst
eru settir. Mun ríkisstjórnin
leggja fyrir Alþingi tillögur um
slíkar ráðstafanir eins fljótt og
aðstæður leyfa.
Nú hafa hins vegar á undan-
förnum dögum og vikum orðið
þeir atburðir, að gerðar hafa
verið kröfur um miklar kaup-
hækkanir og vinnustöðvanir boð-
aðar. Ef ekki er nú þegar gripið
til aðgerða í launa- og verðlags-
málum, er hætt við, að ókleift
reynist að treysta á ný efnahag
þjóðarinnar á grundvelli óbreytts
gengis. Því er frumvarp þetta
um launa- og verðlagsstöðvun
lagt fram.
Lagt er til, að ákvæði frv.
gildi til 31. desember næstkom-
andi, og er tilgangur þess að
koma í veg fyrir yfirvofandi
hækkanir verðlags og tilkostnað-
ar. Á meðan mun ríkisstjórn og
Alþingi gefast tóm til að undir-
búa þær aðgerðir í efnahagsmál-
um, sem nauðsynlegar eru til
varanlegri lausnar vandamál-
anna. J ..uamt munu aðilar að
kjaradeilum fá ráðrúm til að
ræðast við og átta sig á afleið-
ingum þeirrar kröfugerðar, sem
nú er uppi.
Frekari grein mun gerð fyrir
efni og tilgangi frumvarpsins í
framsögu.
Hér fara á eftir skýringar við
einstakar greinar frv.:
Um 1. gr.
í þessari grein eru aðalákvæði
frv., um að ekki megi verða nein
hækkun á launum og hvers kon-
ar öðrum greiðslum fyrir unnin
störf til 31. desember 1963. Gert
er ráð fyrir, að þessi ákvæði
gildi frá þeim degi, er frv. þetta
var lagt fram á Alþingi. Er þetta
talið óhjákvæmilegt til þess að
megintilgangi frv. vertti náð.
Augljóst er, að launahækkanir,
er ættu sér stað frá framlagn-
ingardegi frv. og þar til það
yrði að lögum, mundi torvelda
mjög og jafnvel hindra framgang
þeirra ráðstafana, er felst í frv.
í 2. málsgr. er kveðið svo á,
að fyrirmæli 1. málsgr. skuli
m.a. taka til hlutaskipta og hvers
konar annarrar launagreiðslu,
sem ákveðin er sem hundraðs-
hluti af afurðaverði, veltu eða
öðru verðmæti. Þetta ber að
skilja svo, að ekki megi hækka
hundraðshluta slíkrar launa-
greiðslu frá því, sem gildir, þá
er frv. er lagt fyrir Alþingi.
Fyrirmæli 1. málsgr. hindra
ekki fyrirfram ákveðna stig-
hækkun launa samkvæmt kjara-
ákvæðum um, að laún skuli
hækka eftir lengd þess starfs-
tíma, sem launþegi er í þjónustu
vinnuveitenda. Hér er að sjálf-
sögðu aðeins átt við launaákvæði,
sem í gildi eru, þá er ákvæði
frv. koma til framkvæmda.
Samkvæmt eðli málsins er
nauðsynlegt að koma í veg fyrir,
að fyrirmæli 1. málsgr. séu snið-
gengin á þann hátt, að á stöðv-
unartímabilinu verði ákveðin
breyting á vinnutíma, sem fel-
ur í sér hækkun eða leiðir til
hækkunar á launakostnaði. í 3.
málsgr. eru fyrirmæli til varn-
ar því, að slíkt eigi sér stað.
- gr.
Hér er tekið fram, að hver sú
launahækkun, sem hefur verið
•ákveðin á tímabilinu frá því að
frv. var lagt fram og þar til það
var lögfest ,sé ógild, og að hlut-
aðeigandi vinnuveitendum sé ó-
heimilt að taka hana til greina.
Um C
Það er eðlileg aneiðing stöðv-
unar þeirrar á launahækkunum,
er um ræðir í 1. málsgr. 1. gr.,
að fram til næstu áramóta eigi
sér ekki stað vinnustöðvanir til
að knýja fram beinar eða óbein-
ar launabreytingar, og eru fyrir-
mæli þess efnis í fyrri málsgr.
3. gr.
Samkvæmt 2. málslið 3. gr.
verða, við gildistöku laganna,
þær vinnustöðvanir óheimilar,
sem kunna að hafa byrjað á
tímabilinu frá því að frv. til
þessara laga var lagt fyrir Al-
þingi og þar til þau öðluðust
gildi.
verkamanna, sem lokaðir eru
niðri í Lengedenámunni i V-
Þýzkalandi. Myndavél var
Lengede, 31. okt. — NTB.
GALíLI í tækjum þeim, sem not-
Um 4. gr.
Fyrirmæli þessarar gr. stefna
að því, að á stöðvunartímabilinu
verði ekki aðrar verðhækkanir
en þær, sem óhjákvæmilega
leiða af auknum tilkostnaði fyr
irtækja vegna verðhækkana er-
lendis frá, svo og vegna inn-
lendra verðhækkana á efnivör
um og hvers kyns öðrum að-
keyptum rekstrarnauðsynjum. —
Fyrirmæli 4. gr. taka til allra
vara og hvers konar þjónustu.
í 1. málgr. er ákveðið, að ekki
megi hækka hundraðshluta á-
lagingar á vörum í heildsölu og
smásölu og á hvers konar seldri
vinnu og þjónustu. Hér er átt
við verzlunarvörur og önnur
verðmæti, sem verðákvörðuð eru
á þann hátt, að við kostnaðar-
verð hverrar sölueiningar er
lögð fjárupphæð, sem er reikn
uð sem hundraðshluti af kostn
aðarverði verðmætis, sem fyrir
tæki kaupi til endursölu. Fyrir-
mæli 2. málsgr. eiga við allar aðr
ar vörur og aðra þjónustu en
um ræðir í 1. málgr.
Yfirvöld þau, er mega leyfa
óhjákvæmilegar verðhækkanir
samkvæmt 2. málsgr., eru hin
sömu og nú fara með verðlags-
ákvarðanir, hvert á sínu sviði,
þ.e. verðlagsnefnd, samkvæmt
lögum nr. 54/1960, sex manna
nefnd, er ákveður verð landbún
aðarvara samkvæmt II. kafla 1.
nr. 59/1960, um framleiðsluráð
landbúnaðarins o. fl., og lyfja-
verðlagsnefnd, er ákveður verð
á lyfjum til neytenda samkvæmt
VII. kafla lyfsölulaga, nr. 30/
1963. Loks eru einstaka verðlags
ákvarðanir lögum samkvæmt í
höndum viðkomandi ráðuneytis.
Um 5. gr.
Vegna starfssviðs og starfs-
hátta félagsdóms liggur beinast
við, að hann skeri úr ágreinings
atriðum varðandi túlkun á fyrir
mælum 1.—3 gr., og er svo ákveð
ið í 5. gr.
Um 6. og 7. gr.
Þarfnast ekki skýringa
rennt niður til þeirra eftir
örmjóum göngum, og verka-
mennirnir tóku myndir hver
af öðrum. Aðeins það ljós,
sem fyrir hendi er í þeim litla
uð eru til þess aff reyna aff
bjarga þeim þremur námaverka
mönnum sem á lífi eru í Lenge-
denámunni, varff til þess í dag
aff björgunarstarfiff tefst enn. Er
nú taliff, aff takizt aff ná mönn-
— Edvard Munch
Framhald af bls. 25.
ir hans úr daglega lífinu, svo
sem „Verkamenn í snjó” og
„Verkamenn á heimleið”. Þó
má minnast röð mannamynda,
allt frá „Hans Jæger” og „Ing-
er MUnch”, sem málaðar voru
fyrir aldamót, til Nietzsohe,
dr. Daniel Jacobsen og sjálfs-
mynda fram á síðustu æviár,
og má hér nefna myndina
„Milii klukkíunnar og rúms-
ins”.
Þó mólverk Munoh hefðu
aldrei litið dagsins Ijós,
mundu graflistarmyndir hans
skipa honum á hóbefck lista-
sögunnar. Hann byrjaði á graf
listinni kringum 1894, náði
fljótt góðum töikum á tækni-
legri frarnkvæimd hennar og
tók að gera djarfar tilraunir
með nýjum meðulum, og
gæddi viðfangsefni sín nýju
lífi. — Og graflistin leysti
eitt hans stærsta vandamál:
nú gat hann sýnt og selt list
sína, án þess að lóta myndirn-
ar af hendi, sem í augum hans
voru lífið sjólft.
helli, sem þeir dveljast í, var
notaff til myndatökunnar.
Myndin var tekin á 1/60 úr
sekúndu viff ljósop 2,8 og
skýrir þaff hve óljós og korn-
ótt hún er.
unum upp, verffi þaff í fyrsta
lagi á morgun, föstudag.
Lokaátak björgunarinnar átti
að hefjast skömmu eftir hádegi
í dag, fimmtudag, en því varð
að fresta í nokkrar klukkustund
ir, er þess varð vart að bilaður
var svonefndur „preventor" í
göngunum, sem boruð eru niður
til hinna innilokuðu manna. Er
hinn mikli bor, sem frelsa skal
mennina, tók til starfa síðdegis,
kom á daginn að byrja varð aft-
ur á sama stað og upp var lagt
frá, þ.e. 60 metrum undir yfir-
borði jarðar. Göngin, sem boruð
hafa verið hafa jafnharðan ver
ið styrkt með steinsteypu, en 1
ljós kom að nokkuð af henni
hafði fallið til botns í borhol-
unni og harðnað þar. Verður að
fjarlægja steypuna áður en hægt
er að byrja að bora síðasta áfang
ann.
Þannig háttar um mennina
þrjá, að þeir eru staddir í litl-
um helli, og jarðlag hindrar
vatn og leir, sem fylla námuna,
í því að fylla hellinn. Er borinn
fer í gegnum þetta jarðlag,
mun hellirinn fyllast af vatni,
og er mönnunum þremur full-
Ijós hættan, sem af því stafar.
Þeir vita að þeir eru í lífshættu
vegna björgunarinnar, en hins-
vegar vita þeir ekki hve langan
tíma þeir hafa áður en vatnið
kemst inn í hellinn. Hinsvegar
er björgunarmönnum kunnugt
um að mennirnir þrír hafa tíu
sekúndur til umráða eftir að
borinn kemst í gegnum jarðlag-
ið, og þær sekúndur skilja'milli
lífs og dauða. Takist björgunar-
mönnunum ekki, að byrgja göng
in að hellinum á þessum 10 sek-
úndum, munu mennirnir þrír
bíða bana þegar í stað.
Vika er nú liðin frá því slysið
1 varð í námunni.
Tilboð óskasf í
1. International jarðýtu T. 6. árg. 1942.
2. Cleveland hjólgröfu, árg. 1942.
3. Buckey hjólgröfu, árg. 1942.
4. Chevrolet sendibifreið, ógangfær, árg. 1955.
5. Skoda Station, ógangfær, árg. 1951.
6. Chevrolet herbifreið, árg. 1942.
Tækin verða til sýnis á áhaldasvæði Póst- og síma-
málastjórnarinnar við Grafarvog, föstudaginn 1.
nóv. kl. 13—15.
Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 17 á skrifstofu
vorri, Ránargötu 18.
innkaupastofnun ríkisins.
Tíu sekúndur skilja milli
lífs og dauða
Enn tefst björgunin
í Lengedenámunni