Morgunblaðið - 01.11.1963, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.11.1963, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ 19 /f' Föstudagur 1. nóv. 1963 hvernig hann byggir verk sín í litum og íormi. Fyrir nútíma- manninn virðast möguleikarnir ótæimandi á túlkun hugans með litum og línum. Ef listamaður- inn kann að beita tækni sinni og listatilfinningu, virðast allir veg ir færir. Alltaf bætast ný og ný efni til að vinna með, Og tækni nútímans hjálpar hér ekkert lítið. Það eitt vitum við með vissu. að sú veröld, sem var, kemur ekki aftur. Tíminn streymir áfram, heimsmyndin breytist með hverri minútu, sem líður. Maðurinn er hluti þess umhverfis, er hann lifir og hrærist í , og á því verð- Ur engin breyting, hvað svo sem skeður, hvort heldur maðurinn býr í Grímsnesinu eða á nær- liggjandi plánetum. íslendingur- inn sér liti náttúrunnar á sterk- ari og hreinni hátt en t. d. Lund- únabúinn, sem stundum grillir' aðeins sólbirtuna í borgarryki og jþokuslæðing. Hið tröllaukna afl vatnsfalla íslands orkar með öðr- um hætti á manninn en hið bros- milda Sjáland. Skógurinn hefur annað seiðmagn en öræfi ís- lands, og svo mætti lengi telja. Eitt er áberandi fyrir myndlist vorra daga. Það er, að abstrakta listin hefur dregið sterk skil mili ólíkra þjóða og hugarfars. Ég held, að sérkenni í myndlist einstakra þjóða, hafi ekki verið eins • greinileg á fyrri tímum og einmitt nú. Samt er nútímalist alþjóðleg í eðli sínu. Gott mál- verk hefur gildi alls staðar, og er hvergi staðbundið. Yið getum jafnt notið listar óskyldra og fjarlægra þjóða, sem okkar eig- in, ef verkið hefur þann kraft, er skapar áhrif, eða kemur hagar- flugi okkar á hreyfingu. Framtíð íslenzkrar málaralistar getur orðið glæsileg. Þegar hef- ur verið farið vel á stað, og það kæmi mér ekki á óvart, þótt við ættum eftir að eignast þrótt- mikla myndlist á komandi árum. Það er mikil ábyrgð, sem hvílir á listamönnunum sjálfum og al- menningi að halda því verki áfram, séím þegar er vel á veg komið. Hæfileikarnir eru fyrir hendi, og ef vilji fólksins til að fylgjast með listinni hverfur ekki, má gera sér góðar vonir. En eitt skulum við muna. Það verður ekki nein ein kynslóð, sem skapar hefð í myndlist. Það verður verk margra kynsióða. Það er barnaskapur að álíta það áhlaupaverk að skapa samfellda þróun eða hefð í listgrein, allt tekur sinn tíma. Þjóðin sjálf hefur einnig þá ábyrgð að læra að meta það, sem er einhvers virði, en ekki gleypa hvert agn sem góða og giida list. Það er trúa mín, að síaukin menntun þjóðarinnar eigi eftir að koma henni af því gelgju skeiði, sem oft hefur einkennt viðbrögð almennings á undan- förnum árum, hvað myndlist snertir. Einnig verður að búa bet- ur að myndlist okkar. Listasafn íslands verður að fá sinn sama- stað, svo að það geti fullnægt starfssviði sínu. Sýningarsalur verður að rísa, þar sem hægt verður að koma fram með mynd- listina á viðunandi hátt. Lista- mennirnir verða að hafa tæki- færi til að helga sig óskipta list sinni. Það er' óhjákvæmilegt, að það kostar nokkurt fé, að eiga sjálfstæða menningu í fámennu þjóðfélagi. En menningarsnauð þjóð er ömurlegt fyrirbæri, og slíkt hendir vonandi ekki íslend- inga. Við höfum sýnt það svart á hvítu, að sé vilji fyrir hendi, getum við gert það, sem okkur þóknast. Góð list er eitt það dýr- mætasta, sem við getum átt. Hvað eigum við ekki að þakka skinnbókum vorum fornum? Alþingi hið forna við Öxará var merkilegt fyrir marga hluti. Einn þátt þess langar mig til að minnast á hér. íslenzk skáld og pentarar voru víðförlir mjög og ortu fyrir erlenda höfðingja sér til frama og fjár. Á Þingvölium voru sagðar fréttir utan úr heimi, ekki aðeins úr nágranna- löndum heldur allt frá Görðum á Grænlandi austur að strönd Bosporus. íslendingar voru einu menn í Evrópu, sem önnuðust fréttaþjónustu og báru nýjungar til og frá fjarlægum stöðum. Þeir vissu öll merkilegustu tíð- indi frá umheiminum og miðl- 1 uðu óspart •< fróðleik sínum heima og heiman. Það liggur í augum uppi, hver áhrif þetta starf skáldanna hefur haft á ís- lenzikt þjóðlíf. Enda eru sann- anirnar fyrir hendi: Oftlega bemur það fyrir í fornum sögum, að leikurinn berst allt til Mikla- garðs. Eg minnist á þetta hér vegna þess, að það er trúa mín, að hlut- verk listamannsins hafi ekki breytzt frá fyrri timum. Honum er ætlað það hlutverk að vera hugmyndafrjór og fylgjast vel með, hverju fram vindur um víða veröld. Kunna að notfæra sér það, sem aðrir kunna að uppgötva, kry |\ það og meta, fara sínar eigin leiðir og tengja reynslu sína því, er gerist um- hverfis hann. Hann á að vera lifandi í verkum sínum, opinn fyrir atburðarás, víðsýnn, for- dómalaus og leitandi, kröfuharð- ur við sjálfan sig. Hrcvki og yfir- borð9mennska eru sérkenni lítilla karla í list. Listámaðurinn getur kennt al- menningi að losna við drunga hversdagsins og skapað ævin- týraheim, kennt almenningi að sjá fagurð á nýjan hátt. Hann getur gefið fólki hlut af því, er hann sjálfur hefur uppgötvað í þeim heimi, sem öðrum er ef til vill lokaður. Þannig þjónar lista- maðurinn hlutverki sínu í þjóðar heildinni og skapar listaverk, sem hafa ótvírætt gildi. Listamað urinn verður alltaf að færast meir í fang en hann raunveru- ega ræður við, þannig tekst hon- um að halda list sinni grósku- fullri og lifandi. „Ég mála ekki eins og ég vil, heldur eins og ég get“, sagði meistari Braque. Fjöregg íslenzkrar listar er í höndum tveggja aðila, og það er brothætt. Listamennirnir og þjóð- in hafa hvor fyrir sig sitt hlut- verk. Ábyrgðin er- mikil, og ég trúi því ekki, fyrr en allt er reynt, að þessir aðilar eigi eftir að glata tilveru sinni. Ef svo færi, er engin framtíð, ekkert lrf, ekkert land, engin þjóð. Þess vegna er það álit mitt, að mynd- list okkar eigi miklu hlutverki að gegna á komándi tímum, jafnvel miklu meira hlutverki en flesta órar fyrir. Ég er ekki svartsýnn að eðlisfari, en þótt svo væri, mundi ég samt hafa tröllatrú á framtíð myndlistar á íslandi. Líf án listar er hegning fyrir and- laga leti. Sá, sem elskar listir, er auðugur andlega. Það er ein- asta lífshamingjan, sem ekki er forgengileg í þessum heimi. Sagan, sem ég sagði hér að framan, þegar tekið var ofan fyrir málaranum við trönurnar á Oddeyri forðum og honum boðinn „God Aften“ á dönsku, verður ekki endurtekin. Við eig- um okkar málara, og íslenzkan dugar. Augun ég hvili með gleraugum frá Týli. Gleraugnaverzlunin Týli hf. Austurstræti 20. Málflutningsskrifstofa Svexnbjörn Dugfinss. hrl. og Einar Viðar, ndl. Hafnarstræti 11 — Sími 19406 NÝKOMIÐ Gólfteppi falleg og ódýr, margar tegundir, margar stærðir. Látið ekki dragast að athuga bremsurnar séu þær ekki í lagi.. Fullkomin bremsupjónusta. Gangadreglar mjög fallegt úrval í mörgum breiddum og tegundum. Földum — saumum saman fljótt og vel eftir óskum. Geysir hf. Teppa- og dregladeildin. Innheimtustjóri hjá S.f.S. Innheimtustjórastarfið hjá Fjármáladeild S.Í.S. er laust til umsóknar nú þegar. Umsækjendur þurfa að hafa góða bókh aldsþekkingu og vera vanir öllum al- gengum skrifstofustörfum þ. á. m. ba nkaviðskiptum. Nánari upplýsingar gefur stai'fsmannastjóri SÍS Jón Arnporsson, Sambands- húsinu. N Ý T T ^n.----------------------------- U R V A L \ F ÍMkM Tl l\l PSOIM HERRASKÓM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.