Morgunblaðið - 01.11.1963, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.11.1963, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ Fostudagur 1. nóv. 1963 BRJÁLAÐA HÚSID O ELIZABETH FERRARS -------- — En það íór ekki eins og þið gerðuð ráð fyrir, sagði Toby. Þér leizt ekki almennilega á það. Þú hafðir misst öryggiskenndina og allt þetta ,sem þú hafðir áður tekið sem sjálfsagðan hlut var orðið breytt. Og Potter reyndist miklu erfiðari maður að búa með heldur en Clare. Þú fórst að sjá eftir öllu saman. Hún kinkaði ofurlítið kolli. — Eg veit ekki, hvað næst gerðist, sagði Toby, — það er að segja ég veit ekki, hvernig það komst í kring, en einn dag — Einn dag hitti ég Roger á götu í London. Og svo hitti ég hann einu sinni eða tvisvar eft ir það. Hann. vissi það nú ekki, en það var ekki af neinni til- viljun. — Var hann líka farinn að sjá eftir öllu saman! — Já, sagði hún, eins og það væri ekki nema sjálfsagður hlut ur. — Já, já, honum hafði liðið afar illa. — En hann heimtaði, að þið færuð varlega, var það ekki? Ef út í það var farið, hafði hann lagt á sig allt þetta ómak út af skilnaðinum og hann vildi ekki efga það á hættu, að hann yrði ógildur. Þá máttuð þið ekki láta sjá, að þið væruð saman — nei hann vildi ekki leggja það í hættu. Svo að þegar þú stakkst upp á . . . það varst þú, sem stakst upp á því, var ekki svo? — Jú, samþykkti hún með tregðu. — Þegar þú stakkst upp á því, að þið skylduð gera tilraun til að sættast þá gekk hann að því, en heimtaði, að það færi fram með fulikominni leynd. •— Já, hann var varkár . . . hræðilega varkár, sagði hún og kenndi gremju í rómnum. — Já, en skilnaðir kosta nú stórfé, sagði Toby. — Já, en maður hefði mátt halda, að það væri eitthvað það hræðilegasta, sem fyrir eigin- mann gæti komið, ef það kæmist upp, að hann væri að strjúka með konunni sinni. — Já, lögunum finnst það, undir vissum kringumstæðum, sagði Toby. — Jæja, þið lögð- uð nú á ráðin í félagi — hann keypti farmiða til Nice og pant aði gistirúm, þú keyptir heila hrúgu af sumarkjólum og lézt endurnýja vegabréfið þitt. Svo komstu dótinu þinu niður. Þið voruð altilbúin að leggja af stað — næstkomandi þriðjudag, var það ekki? — og enginn vissi hvað til stóð, nema þú og Clare, Max Potter og . . . — Nei, flýtti hún sér að segja. — Max vissi það ekki. — Nú, hver skrattinn, sagði Toby. — Eg var að hrósa þér í huganum fyrir að hafa sagt hon um það. Svo þá vissi enginn um þetta nema þú og maðurinn þinn og Lou. — Já, sagði hún og tók allt í einu að skjálfa. — Lou vissi um það. Toby fleygði vindlingi í kjöltu hennár. Hún greip hann og stakk honum upp í sig, og hélt hon- um með skjálfandi hendi meðan Toby gaf henni eld. — Þú skilur, sagði hún, — þegar ég komst að því, að Lou var barnshafandi og ég . . . ég hélt, að Roger ætti það, sagði ég henni, að við Roger ætluðum í ferðalag og að ég ætlaði að . . . ég á við, að Lou var svo trú, að hún hefði aldrei farið að rugla fyrir því, ef hún vissi af þessu á annað borð. Toby þagði. Eva blés út úr sér reyknum og var taugaóstyrk. — Líklega hef ur hún sagt einhverjum frá því. Eg skildi ekki þetta bréf almenni lega, en þegar hún sagðist hafa brugðizt trúnaði mínum, þá datt mér ekkert annað í hug. Þegar þú og þessi lögreglumaður voruð að spyrja mig um það, vissi ég ekki neitt, þó að þið hefðuð ann arst gjarna mátt vita það, en Roger var viðstaddur, svo að ég dokaði við þangað til hann var búinn að gefa mér bendingu um, hverju ég skyldi svara. Og hann sýndi það greinilega, að hann vildi ekki ljóstra upp þessari fyrirætlun okkar. Þessvegna sagðist ég ekki neitt vita. Og það hefði ég haldið áfram að segja . . . nema hvað nú gerir það ekk ert til eða frá lengur. Toby sagði: — Þú hefur þráð hann mjög. Það má vera ein- kennilegt fyrir mann, að vera svona eftirsóttur, allra hluta vegna nema sjálfs sín. En hún tuggði vindlinginn og virtist ekki heyra neitt. Hann hélt áfram: — Þegar Lou var myrt varðstu bara reið. — Ég skil ekki, sagði hún. — Reið út af því, að fyrir- ætlunin ykkar skyldi fara út um þúfur — að þið komust ekki af stað þennan þnðjudag. Varstu hrædd við þessa töf? Varstu snúast hugur? Þegar hún svar- hrædd um, að Roger kynni að aði engu, bætti hann við: — Mér þætti gaman að vita, hversu stórt hlutverk peningarnir hafa átt í þessu máli öllu. — Peningar? Hún bar orðið fram eins og það væri þýðingar- laust orð. — Þú hélzt, að Roger ætti barn ið með henni Lou. Þú hélzt, að ef einhver töf yrði, gæti Rog- er tekið upp á því að giftast Lou. Og ef svo yrði, gætu orð- ið breytingar á erfðaskránni hans Rogers, var það ekki. Jafn- vel hefði getað orðið dregið eitt- hvað úr þessum lífeyri þínum. Hann leit á hana. — Kannski hefur þetta ekki haft neina þýð- ingu? Eða hvað? Hún svaraði með óvenjulegri hreinskilni: — Ég veit ekki. Ég veit yfirleitt ekki, hvers vegna ég geri þetta eða hitt. Eftir nokkra þögn hélt Toby áfram: — En þú hefur alltaf verið svo kvíðin og örvæntinga- full. — Það eru taugarnar, sagði hún. — Þær eru í hræðilegu ástandi. Ég hef þolað of mikið. — Og drukkið of mikið. — Já, svaraði hún með snögg- um hlátri, — og reykt of mikið og vitað of mikið. — Hvað áttu við? spurði hann snöggt. Hún hló aftur. Toby greip um hendur henn- ar. — Hvað veiztu? Hvað þyk- istu vita? — Ofmikið, ofmikið. Svo leit hún lymskulega á hann. — Hvers vegna heldurðu, að ég hafi beðið þig að vera kyrran? Toby sleppti höndum hennar, og hallaði sér aftur. Svipurinn bar vott um leiðindi og reiði. — Það er eitt af því, sem ég veit ekki, sagði hann. Brosið á henni var eins og ofurlítið sigrihrósandi. — Af því að þú ert svo stór, sagði hún, — og sýnist svo sterkur og fljót- ur til. — Lrfvörður? Hún kinkaði kolli. ■— Lífvörð- ur, sterkur maður! Móðgunin setti grimmdarsvip á andlitið á Toby. — Og ég sepi hélt, að þú vildir . . . Svipurinn á honum dró úr henni kjarkinn. — Ég hélt, að þú vildir fá mig til að greiða úr þessum vandræðum. Ég hélt, að þú hefðir trú á hæfileikum mínum. Ég hélt þú vildir fá mig til að aftra því, að lögreglan gerði vitleysur, sem gætu komið þér í vandræði.. Ég hélt þú vild- ir fá mig til að uppgötva hver hefði framið þennan svívirðilega giæp á heimili þínu, og losað þig, svo þér væri frjálst að eyði- leggja sjálfa þig eftir vild. Ég hélt, að þú viðurkenndir . . . — Æ, vertu ekki að þessu! tók hún fram í með ákafa. — Já, en þú sýnist vera svo sterk- ur, svo öruggur með sjálfan þig, svo ... — Ég hélt þú vildir þetta! öskraði Toby og barði á ennið á sér með hvítum hnúunum. Ofurlítill hósti að baki Toby hefði getað minnt þau á, að þarna var þriðji maður inni. En hvorki Eva, sem sat þarna lafmóð, með alvörusvip í blá- um augunum, né heldur Toby, sem horfði á hana með reiði- svip og vonbrigða, tóku eftir því. Eva sagði: — Ég kæri mig ekki um, að þú uppgötvir neitt. Skeð er skeð. Ég skil ekki í, hversvegna alltaf þarf að vera að gera sér rellu út úr þessum refsingum. Það, sem skeð er, verður ekki aftur tekið. Ég vil auðvitað vera örugg, en . . . Fjórði hver miði vinnur að meðaltali! Hæstu vinningar 1/2 milljón krónur. Lægstu 1000 krónur. Dregið 5i hvers mánaðar. Skýrsla Dennings um Profumo-málið sem ráðherra ætlaði að gefa, við víkjandi æru sinni. Þetta var ekki talið vera öryggismál, nema þá sem aukaatriði. Jafnvel þótt svo hefði verið, hefðu þeir talið, að það heyrði undir forsætisráð herrann. Þessi skilningur virðist hafa verið almennur, þegar hér var komið. Fyrirskipun sr. Da- vid Maxvell Fyfe, frá 24. sept. 1962 (sem getið er í II. hluta þessarar skýrslu og þar sem yfir maður öryggisþjónustunnar er gerður ábyrgur innanríkisráð- herranum, en hefur rétt til að snúa sér beint til forsætisráð- herrans), hafði aldrei verið til- kynnt, og virðist ekki hafa verið almennilega þekkt. En auk örygg ishliðar málsins var þarna um að ræða hvarf vitnis. Það var einn- ig talið sem aukaatriði við aðal- efn fundarins, sem var það að kveða niður orðróm sem ráð- herra hafði orðið fyrir barðinu á. Engum datt þá í hug að kalla innanríkisráðherrann til fundar- (X.) Forsætisráðherrann Föstudagsmorgun 22. marz kl. 9,30 komu siðameistarinn og dómsmálaráðherrann til forsætis ráðherrans og ræddu við hann uppkastið að yfirlýsingunni. For- sætisráðherrann gerði við það tvær breytingartillögur og sam- þykkti það þvínæst. Forsætis- ráðherranum var vel kunnugt það, sem gerzt hafði síðan snemma í febrúar 1963. Siða- meistarinn og einkaritari hans höfðu látið hann fylgjast með orðrómunum og ummælum Profumos um þá. En sjáLfur hafði forsætisráðherrann aldrei rætt þessa orðróma við Profumo. Hann tjáði mér, að til þess hefði verið tvær ástæður: 1 fyrsta lagi, að ef forsætisráðherra hitt- ir ráðherra og spyr hann því- líkra spurninga, er ekki um neitt „framhald“ að ræða. For- sætisráðherrann gat annað hvort trúað eða trúað ekki því sem hinn sagði, og ef hann tryði því ekki, gat hann sem forsætisráð- herra ekki átti nein skipti við hann sem slíkur. f öðru lagi taldi hann .heppilegra, að menn á hans aldri, eins og dómsmála- ráðherrann, siðameistarinn og aðrir töíuðu við hann, og ef eitt- hvað væri til í orðrómnum, mundi hann segja þeim það. Á þessu tímabili var forsætisráð- herranum sagt, hvað eftir ann- að, að Profumo stæði fast við sína sögu. Og nú, þegar hon- um var tjáð, að Profumo ætlaði að gefa yfirlýsingu um málið í þinginu, sannfærðist hann al- gjörlega um sannleiksgildi um- mæla hans. 13. KAFLI YFIRLÝSINGIN SJÁLF (I.) Yfirlýsingin og viðtökur hennar. Föstudaginn 22. marz 1963, klukkan rúmlega ellefu, gaf Profumo yfirlýsingu sína í neðri málstofunni. Forsætisráðherr- ann, forseti þingsins og dóms- málaráðherrann sátu við hlið hans, þegar hann stóð upp ti) að gefa hana. Hún hljóðaði þann- ig: „Með leyfi, herra, ætla ég að gefa persónulega yfirlýsingu. Mér skilst að í gærkvöldi, undir umræðunum um Varasjóðsfrum- varpið, hafi hv. þingmenn, fyrir Dudley (hr. Wigg), fyrir Austur- Coventry (hr. Crossman), og fyrir Blackburn (frú Castle) frá stjómarandstöðunni, neytt þinghelginnar og vakið máls á orðrómi, þar sem ráðherra er settur í samband við ungfrú Keeler og nýafstaðin réttarhöld fyrir sakadómnum. Það var gef- ið í skyn, að menn í háum stöð- um kynnu að hafa staðið að því að leyna vitnisburði við- víkjandi hvarfi vitnis, og reynt að hindra réttvísina í starfi. Mér skilst, að nafn mitt hafi verið nefnt í sambandi við hvarf Christine Keeler. Ég óska að -fá að gefa per- sónulega yfirlýsingu þessum mál um viðvíkjandi. Ég hítti ungrfú Keeler síðast í desembermánuði 1961, og hef ekki séð hana síðan. Ég hef enga hugmynd um, hvar hún er nú niðurkomin. Hver ummæli í þá átt, að ég hafi staðið í sambandi við eða verið ábyrgur fyrir fjarveru hennar frá rétt- arhöldunum í Old Bailey, eru gjörsamlega tilhæfulaus. Konan mín og ég hittum ung- frú Keeler fyrst í samkvæmi í júlí 1961, í Cliveden. Mefíal gesta þar voru dr. Stephen Ward, sem ég þekkti lítilshátt- ar og hr. Ivanov, sem var ráðu- nautur við Sovétsendiráðið. Eina skipið -annað, sem við hjónin hittum hr. Ivanov var eitt andartak við opinbera mót- tökuhátíð fyrir Gagarin majór í sovézka sendiráðinu. Við hjónin höfðum standandi boð að heimsækja dr. Ward. Frá júlí til desember 1961, hitti ég ungfrú Keeler svo sem sex sinnum í íbúð Wards, þegar ég kom þangað að heimsækja hann og kunningja hans. Ung- frú Keeler og ég vorum góð- kunningjar, en það var engin ósiðsemi í sambandi við kunn- ingsskap okkar. Herra forseti, ég hef gefið þessa persónulegu yfirlýsingu, vegna þess, sem sagt var hér í þinginu í gærkvöldi af þrem hv. þingmönnum, og auðvitað I skjóli þinghelginnar. Ég mun ekki hika við málshöfðun fyrir níð og meiðyrði, ef hneykslan- legar ásakanir á mig koma fram utan þings“. Ég er viss um, að forsætisráð- herrann og allir ráðherrarnir hafa verið sannfærðir um sann- leiksgildi þessarar yfirlýsingar. Þeir gátu ekki hugsað sér, að nokkur starfsbræðra sinna gæti gerzt svo ósvífinn að gefa þing- inu logna yfirlýsingu. Rikinu yrði ekki stjórnað ef einn ráð- herra í ríkisstjórninni gæti ekki treyst öðrum skilyrðislaust

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.