Morgunblaðið - 01.11.1963, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLADIÐ
i
Föstudagur 1. nóv. 1963
JMffigtiisltfftMfr
Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavik.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Matthias Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arm Garðar Kristinsson.
Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson
*■ Ritstjórn: Aða.lstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 80.00 á mánuði innanlands.
1 iausasölu kr. 4.00 eintakili.
HÆKKUNARALDAN
STÖÐVUÐ —
17’iðreisnarstjómin hefur enn
" gert það sem gera þurfti.
Hún hefur iagt fram frum-
varp til laga á Alþingi um
stöðvun hins þjóðhættulega
kaupphlaups milli kaupgjalds
og verðlags í landinu. í þessu
frumvarpi er lagt til að bann-
aðar verði hækkanir kaup-
gjalds og verðlags fram til
næstu áramóta. Þann tíma
hyggst ríkisstjórnin nota til
þess að undirbúa þær aðgerð-
ir í efnahagsmálum, sem nauð
synlegar eru til varanlegrar
lausnar vandamálanna.
Það sem mestu máli skiptir
nú er að öll ábyrg öfl í þjóð-
félaginu sameinist um það að
hindra frekari víxlhækkanir
kaupgjalds og verðlags. Hver
einasti viti borinn maður veit
af sárbiturri reynslu, að slík-
ar víxlhækkanir færa engum
raunverulega kjarabót. Þær
hljóta þvert á móti að stuðla
að vaxandi dýrtíð, kjara-
rýrnun og gengisfellingu ís-
lenzkrar krónu.
Hvaða íslendingur vill
stuðla að því vitandi vits, að
íslenzk króna verði felld að
nýju?
Afleiðing stórfelldra kaup-
hækkana nú hlyti í fyrsta
lagi að verða tilsvarandi
hækkun verðlagsins. Hvað
hefði þá áunnizt fyrir þá
launþega, sem fengið hefðu
kauphækkanir nar ?
Ekkert annað en það, að
þeir hefðu leitt yfir sig nýja
dýrtíðarskriðu og gengisfell-
ingu.
Þegar þessar staðreyndir
eru athugaðar, getur engin
hugsandi og ábyrgur íslend-
ingur látið hjá líða að styðja
viðleitni ríkisstjórnarinnar til
þess að stöðva hið lánlausa
kapphlaup milli kaupgjalds
og verðlags. Þjóðin á í dag
bókstaflega um það að velja,
að taka ábyrga afstoðu og
stöðva dýrtíðarkapphlaupið,
eða sleppa verðbólguófreskj-
unni lausri, kalla yfir sig nýja
gengisfellingu, þverrandi
traust á hinum íslenzka gjald-
miðli og margvísleg önnur
vandkvæði.
Vinnuveitendur og verka-
lýður verða nú að nota tím-
ann fram að áramótum til
þess að komast að skynsam-
legu samkomulagi. Greiðslu-
þolsnefndin, sem skipuð er
fulltrúum frá báðum þessum
aðilum, verður að leggja
kapp á að komast að niður-
stöðu um greiðslugetu bjarg-
ræðisveganna.
Ríkisstjómin hefur lýst því
yfir að hún vilji vinna bug á
vandamálunum með sam-
ræmdum ráðstöfunum í launa
málum, fjármálum og pen-
ingamálum, sem m.a. fela í
sér kjarabætur til handa
þeim sem verst eru settir.
Jafnframt hefur ríkisstjórn-
in lýst því yfir, að hún muni
leggja fyrit Alþingi tillögur
um slíkar ráðstafanir, eins
fljótt og aðstæður leyfa.
Mikið er nú í húfi að ís-
lenzkur almenningur komi
fram af skynsemi og ábyrgð-
artilfinningu. Ef nú tekst .að
stöðva vöxt verðbólgunnar
og hindra rýrnun hins ís-.
lenzka gjaldmiðils, blasir á-
framhaldandi þróun og vel-
megun við landsmönnum. Ef
kapphlaupið milli kaupgjalds
og verðlags fengi hins vegar
að halda áfram lausbeizlað er
vá fyrir dyrum.
VANTRAUSTS-
TILLAGA
KOMMÚNISTA
17' ommúnistaflokkurinn á
íslandi er samur við
sig. Nokkrum mínútum eftir
að stjórn landsins hefur lagt
fram frumvarp á Alþingi um
lífsnauðsynlegar ráðstafanir
í efnahagsmálum þ'jóðarinn-
ar, flytja kommúnistar þings-
ályktunartiliögu um að lýsa
yfir vantrausti á stjórnina.
Hvað þýðir þetta?
Alþjóð veit, að kommún-
istar og Framsóknarmenn
hafa ekki viljað standa við
eitt einasta úrræði til lausn-
ar þeim vanda, sem skapazt
hefur vegna stórfelldrar
hækkunar kaupgjalds og
verðlags síðustu misseri. —
Stjórnarandstæðingar hafa
þvert á móti látið við það
eitt sitja að kynda elda kapp-
hlaupsins milli kaupgjalds og
verðlags eftir fremsta megni,
Þeir hafa flutt þjóðinni þann
boðskap að sjálfsagt væri að
gera sem hrikalegastar kröfur
á hendur bjargræðisvegum
landsmanna. Þrátt fyrir það
að hraðfrystihús þau, sem
Samband íslenzkra samvinnu
félaga stendur að hafi lýst
því yfir, að aukinn tilkostn-
aður sé að stöðva þessi mik-
ilsverðu framleiðslutæki, þá
halda leiðtogar Framsóknar-
flokksins áfram að styðja
kommúnista í baráttu þeirra
fyrir nýjum kröfum á hendur
útflutningsframleiðslunni.
Þetta er háskalegt og á-
byrgðarlaust atferli.
íslenzkir kjósendur vott-
uðu Viðreisnarstjórninni ein-
I fangelsi í 12 ár sökuð
um morS - síðan sýknuð
FYRIR skömmu kom út í
Englandi sjálfsævisaga
franskrar konu, Marie Bes-
nard, sem sat í fangelsi í
heimalandi sínu í 12 ár, á-
kærð um 12 morð, en í des-
ember 1962 tókst verjend-
um að sanna sakleysi henn-
ar. —
Marie Besnard er fædd og
uppalin í litlu sveitaþorpi í
Frakklandi og þar giftist hún
bóndanum Léon Besnard. Er
þau höfðu lifað í hamingju-
sömu hjónabandi í 18 ár lézt
Besnard úr hjartasjúkdómi.
Marie Besnard var vel efnuð
og skömmu eftir lát manns
hennar komu öfundarmenn
hennar í þorpinu — að því er
sagt er — á kreik þeirri sögu,
að lát manns hennar hefði
ekki borið að með eðlilegum
hætti. Orðrómurinn varð svo
magnaður, að tveimur árum
eftir lát Besnards, var lík
hans grafið upp og rannsakað.
Fannst í því töluvert magn af
arseniki (rottueitri) og 21.
júlí 1949 var Marie Besnard
handtekin, sökuð um að hafa
myrt mann sinn. Síðan voru
grafin upp lík 11 skyld- og
venzlamanna Marie og arsenik
fannst í þeim öllum, en áður
Handtaka frú Besnard 1949.
Marie Besnard í réttarsalnum
— Hún var sökuð um 12 morð.
höfðu læknar gefið út vottorð
um að þessir menn hefðu dáið
eðlilegum dauðdaga.
Réttarhöldin yfir Marie Bes
nard hófust ekki fyrr en í
febrúar 1952. Verjendur henn-
ar, lögfræðingarnir Hayot og
Ducluzeau, bentu strax á
þann möguleika, að arsenik
væri í moldinni í kirkjugarð-
inum og hefði síðazt þaðan í
líkin. En sérfræðingur, sem
ákæruvaldið hafði kallað á
vettvang, Beraud að nafni,
staðhæfði, að fólkið hefði lát-
ið lífið af völdum eitursins.
Verjendur frú Besnard
kröfðust þess, að aðrir sér-
fræðingar fengju að rannsaka
málið, en þeirri kröfu var
ekki sinnt og réttarhöldunum
var frestað þar til 1953. Þá
kom ekkert nýtt fram í mál-
inu og til 1962 sat frú Besnard
í fangelsi án þess að mál henn
ar væri útkljáð. Þá loksins
fengu verjendur hennar því
framgengt, að aðrir eitursér-
fræðingar en Beroud fengu að
rannsaka málið og komust
þeir að þeirri niðurstöðu, að .
arsenik væri í moldinni 1
kirkjugarðinum og gæti hafa
borizt þaðan inn í líkkisturn-
ar. Einnig bentu þeir á, að
eiturmagnið í líkunum hefði
ekki verið nægilegt til þess að
ráða manni bana. Málalokin
urðu þau, að frú Besnard var
sýknuð af ákærunni.
í bók sinni segir frú Bes-
nard m.a.: „Það, sem ég hef
gengið í gegnum er hræðilegt,
eitt af því hræðilegasta, sem
komið getur fyrir. Ég var á-
kærð um að hafa drepið 12
manneskjur, þar á meðal móð-
ur mína og eiginmann minn.
Ég skrifa'endurminningar mín
ar til þess að sýna, að þetta
getur komið fyrir hvaða konu
sem er, þó hún lifi fábreyttu
lífi í litlu þorpi....
Nokkrar slúðursögur, sem
lögreglumenn leggja eyrun
við og mistök sérfræðings,
nægðu til þess að hleypa máli
mínu af stokkunum“.
dregið traust í kosningunum
á sl. sumri. Nær 56% þjóðar-
innar kaus frambjóðendur
Viðreisnarstjórnarinnar og
fékk henni ótvíræðan meiri-
hluta á Alþingi.
Framsóknarmenn eru að
vísu ekki meðflutningsmenn
að vantrauststillögu kommún
ista. En þeir hafa að undan-
förnu elt þá í ábyrgðarleys-
inu í einu og öllu. Engu að
síður verður fróðlegt að sjá,
hvort Framsóknarmenn
greiða atkvæði með tillögu
kommúnista. Slást þeir nú
eins og áður í förina með
þeim?
En er það þetta, sem þjóð-
in ætlazt til af þeim mönn-
um, sem hún hefur fengið
sæti á löggjafarsamkomu
sinni?
Áreiðanlega ekki. Yfirgnæf
andi meirihluti íslenzku þjóð-
arinnar gerir sér ljóst um
þessar mundir, að nú er þörf
ábyrgrar framkomu og þjóð-
hollrar afstöðu fulltrúa henn-
ar á Alþingi. Viðreisnarstjórn
in og fylgismenn hennar hafa
ekki brugðizt þeirri skyldu
sinni. Hún hefur þvert á móti
gengið hreint til verks, sagt
þjóðinni sannleikann um á-
stand og horfur í málum
hennar og gert hiklausar ráð-
stafanir til þess að ráða fram
úr vandanum.
Starf Æskulýðs-
ráðs Akraness
Akranesl, 30. okt.
VETRARSTARF Æskulýðsráða
Akraness mun hefjast á næst-
unni í Sjómannaheimilinu. Þar
verður kennd leðurvinna, módel-
gerð, tómstuindaiðja, frímerkja-
söfnun, sjóvinnuibrögð, þjóðdans-
ar, teiknun og málun og ljós-
myndagerð. Starfsemin er ætluð
unglirngum 12 ára og eldiri. Tórrv-
stundaklúbbar geta fengið hús-
næði iþarna kL 5—7 á daginn.