Morgunblaðið - 13.11.1963, Page 16
16
MORCUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 13. nóv. 1963
✓ -
herzlu á. Annars vegar að veita
nemendum þá fræðslu, bóklega
og verklega, er geri þá sem hæf-
asta til að lifa og njóta sín í
hinu stöðugt márgþættara þjóð-
félagi nútímans. Hins vegar að
gera þá sem óháðasta einstakl-
inga, færa um að mynda sér
eigin skoðanir og meta menn
og málefni, stefnur og flokka út
frá hlutlægum rökum. Það síð-
astnefnda sker úr um, hvort við
ölum upp frjálst fólk, fært um
að efla og viðhalda lýðræðislegu
þjóðfélagi. Mistakist okkur þetta
hlutverk skólanna, fáum við
múg, sem verður auðveld bráð
alls þess blandna áróðurs, er
situr um hvern einstakling, sem
skortir skilyrði eða tamningu til
frjálsrar hugsunar og eigin skoð-
anamyndunar.
Að sama skapi og tækni á-
róðursins verður stöðugt fjöl-
þættari, markvissari og vísinda-
legri, þurfa varnir einstaklings-
ins að verða öflugri.
Eru skólarnir færir um að
ala nemendur sína upp til slíks
þroska og er starf þeirra, eins
og það er nú, heppilegur grund-
völlur til þess?
Við skulum láta þeirri spurn-
ingu ósvarað um sinn, en athuga
í þess stað lauslega nokkra þætti
í ytri skipan skólamálanna.
Oftast er litið svo á, að skól-
arnir byggist upp neðan frá,
þannig að með fyrstu bekkjum
barnaskólans sé skólinn mótað-
ur og síðan byggt þar ofan á
allt upp í menntaskóla og há-
skólanám. Út frá þessu sjónar-
miði hefur jafnan verið unnið
í íslenzkum skólamálum og
menn hafa t.d. talið, að unnt
væri að taka upp nýja kennslu-
hætti í barna- og gagnfræða-
skólum, án þess að nokkur hlið-
stæð breyting þyrfti að eiga sér
stað í menntaskólum. En er
þetta sjónarmið ekki alrangt?
Mótast íslenzkir skólar ekki ein-
mitt ofan frá, þannig að náms-
kröfur og fræðslutilhögun
menntaskólanna láti. til sín taka
niður eftir skólastigunum, jafn-
vel allt niður í neðri bekki
barnaskólanna?
Lítum fyrst á hið margrædda
landspróf. Ekki verður dregið í
efa eða um það deilt, að lands-
prófið hefir mjög jafnað aðstöðu
unglinga til aðgangs að æðri
menntun. Fáir munu vilja fórna
því, sem þannig hefur á unnizt í
skiptum fyrir það, sem var. Hins
vegar hafa prófverkefni lands-
prófsins sætt mikill og oft rétt-
mætri gagnrýni. Á bað hefur
verið bent, að prófið byggist að
allt of miklu leyti á upptalningu
einfaldra minnisatriða, tíndum
upp úr námsbókunum, svo að
stundum getur virzt forheimsk-
andi. Flestir vita, hve slík minn-
isatriði vilja fljótt gleymast,
sem og hitt, hve auðvelt er að
afla sér slíkrar einfaldrar vit-
neskju, hvenær sem hennar er
þörf. En landsprófið er afsprengi
ákveðinna kennsluhátta og getur
naumast öðru vísi verið, meðan
þeir breytast ekki. Leggi mennta
skólamir á það höfuðáherzlu við
val nemenda, að þeir hafi fyrst
og fremst tiltæk sem flest
minnisatriði úr kennslubókum
sínum, hlýtur undirbúningurinn
að landsprófinu að miðast við
það. Af þvi leiðir að verulegur
hluti kennslunnar fer í munn-
legar eða skriflegar yfirheyrzl-
ur og á þetta ekki einungis við
um landsprófsdeildir, heldur
gengur það eins og rauður þráð-
ur niður eftir öllu skólakerfinu.
Með þessu er ekki sagt, að eng-
inn utanbókar lærdómur eigi
rétt á sér, en hann má ekki
verða svo ríkjandi, að nemend-
ur kynnist því varla að þurfa
sjálfir að takast á við verkefn-
in og skila persónulegri úrlausn.
Ef t.d. barna- og unglinga-
skóli vildi taka sig fram um það
að gerbreyta kennsluháttum sín-
um á þann veg, að leggja aukna
áherzlu á að leysa verkefni með
sem sjálfstæðustum vinnubrögð-
um, en draga úr utanbókar
námi, mundi jafnvel gáfuðustu
nemendum hans verða lokaðar
leiðir til menntaskólanáms.
einum af hinum nýbyggðu barnaskólum
Skóla, sem beitir frjálsum vinnu
brögðum að nokkru marki,
vinnst ekki tími til að hlaða
upp nægilegum forða minnis-
atriða hjá nemendum sínum, til
þess að þeir standist próf, sem
byggt er upp áþekkt og lands-
prófið er nú.
Og þá komum við að mikil-
vægri spurningu: Eru þeir
kennsluhættir, sem einkum
byggjast á því, að nemendur
kunni utan að fyrirfram gefin
svör við fyrirframgefnum spurn-
ingum —, eru slíkir kennslu-
hættir líklegir til að stuðla að
sjálfstæðri hugsun og óháðri
skoðanamyndun nemenda? Og
er slík kennsla í nægilegum
tengslum við þau úrlausnarefni,
sem síðar bíða nemendanna, er
þeir gerast virkari þátttakend-
ur í þjóðfélaginu?
Við hvorugri þessari spurn-
ingu er hægt að gefa eins já-
kvætt svar og vera þyrfti.
Hverju þarf að breyta?
í umræðum um skólamál
koma ávallt fram ótal hugmynd-
ir og tillögur um breytingar frá
ríkjandi skipan. Hitt er erfiðara
og varla á nokkurs færi að hafa
yfirsýn yfir allt skólakerfið í
heild og geta án skipulegra rann
sókna gert sér grein fyrir, hvern
ig einn þátturinn er öðrum
tengdur. Aftur á móti er auð-
velt að telja upp mörg einstök
atriði í skólastarfinu, sem æski-
legt væri að breyta.
Margir óska eftir frjálslegri
og einstaklingsbundnari vinnu-
brögðum við námið, kennslutil-
högun, sem þroskar betur eig-
inleika nemandans til að leita,
velja og hafna, heldur en nú á
sér stað, jafnvel þótt það yrði
að einlhverju leyti á kostnað þess
að vita og muna.
Ef kennsla skólanna breyttist
í þetta horf, yrðu þeir jafnframt
að gerbreyta þeirri skipan, sem
nú er á prófum. Framhaldsskól-
ar þyrftu við val nemenda sinna
að leggja aukna áherzlu á getu
þeirra til að leysa verkefni með
sjálfstæðu starfi og draga úr
kröfum um minnisatriði.
Við getum einnig borið fram
óskir um, að námsefni skólanna
verði meira en nú er fært til
samræmis við breyttar aðstæður
og atvinnuhætti í þjóðfélaginu
og að nemendum við æðri skóla
gefist kostur á að velja sér kjör-
greinar á þeim sviðum, sem á-
hugi þeirra einkum beinist að.
Við getum gert okkur vonir
um, að sá tími sé ef til vill
ekki mjög langt undan, er skól-
arnir fái svo rúmt húsnæði, að
unnt verði að einsetja í stofur í
eldri bekkjum barnaskólanna og
í framhaldsskólum. Kennarinn
yrði þá ekki aðeins fræðari (eða
heyrari, þegar verst lætur),
heldur engu siður uppeldislegur
leiðtogi. Hann myndi við góðan
bókakost leiðbeina nemendum
við undirbúning að námsefni
næsta dags, eftir að hinum eigin
legu kennslustundum lyki og
hann myndi örva og styðja fé-
lagslega þroskandi starfsemi með
al nemenda sinna. Allir þessir
þættir eru jafn nauðsynlegir og
án nokkurs þeirra byggjum við
aldrei upp fyrirmyndarskóla.
Fastar, daglegar kennslustundir
kennarans mega ekki vera fleiri
en svo, að hann geti einnig sinnt
hinum þáttum kennarastarfsins
á þeim tíma, sem talizt geti
hæfilegur og eðlilegur starfs-
dagur.
Við nýafstaðna kjarasamninga
milli opinberra starfsmanna og
ríkisvaldsins, var vinnuskylda
kennara aðeins miðuð við
kennslustundirnar sjálfar, og
Ijúka skal þeim á samfelldum
tíma daglega. Þannig verður
vinna gagnfræðaskólakennara í
skólanum reiknuð í klukkustund
um, rúmar 4 klst á dag og
barnakennara 5 klst. Öll vinna
þeirra innan skólans, sem þar
er umfram, telst utan skyldu-
starfs kennarans. Með þessum
samningi hefur verið ákveðið, að
verkefni kennarans í skólanum
sé aðeins hin beina kennsla í
kennslustundum og ekkert ann-
að. Að óbreyttri þessari skip-
an mála er tómt mál að tala um
að taka upp þau vinnubrögð í
einsettum skóla, sem bezt hafa
þótt gefast og víðast verið upp
tekin með þjóðum, er leitað hafa
framfara í kennsluháttum.
Þannig mætti lengi halda á-
fram að telja upp fjölmargt,
sem staðið gæti til bóta í skóla-
starfi okkar. En allt hljóta það að
verða meira og minna sundur-
lausar hugmyndir og þeirri
spurningu er jafn ósvarað eftir
sem áður, hvernig breyta ætti
allri okkar skólaskipan í það
horf, að þessum markmiðum og
mörgum fleirum yrði náð.
í íslandi er ekki í dag, frem-
ur en á liðnum tímum, til neinn
sá aðili eða stofnun, sem með
skipulegu rannsóknarstarfi vinn-
ur að því að leita svars við
þeirri spurningu.
Rannsóknir í þágu skóla-
og uppeldismála
Litum á hina framkvæmda-
legu (administrativu) uppbygg-
ingu skólakerfisins. Æðsti yfir-
maður skólamálanna er mennta-
málaráðherra. Hann gegnir, svo
sem alltaf hefur verið, öðrum
þýðingarmiklum ráðherraem-
bættum, sem sum hver eru jafn-
vel eins tímafrek og menntamál-
in sjálf. Starfssviði ráðuneytis-
stjórans í menntamálaráðuneyt-
inu er einnig skipt þannig, að
hann er jafnframt ráðuneytis-
stjóri forsætisráðuneytisins.
Undir menntamálaráðuneytið
heyra tvær skólamálastofnanir,
skrifstofa fræðslumálastjóra og
fjármálaeftirlit skóla. Starfssvið
fjármálaeftirlitsins beinist að
sjálfsögðu að stofn- og reksturs-
kostnaði skóla. Fræðslumála-
skrifstofan annast fyrst og
fremst um framkvæmdalega
þætti hins beina skólastarfs
svo sem millgöngu um kennara-
ráðningar, framkvæmd prófa,
eftirlit með skólahaldi, skýrslu-
gerðir varðandi fjölda nemenda
og kennara á hinum ýmsu skóla
stigum og ótal mörg slík atriði,
er snerta samskipti einstakra
skóla og yfirstjórnar menntamál-
anna og allir vita að krefjast
mikillar vinnu. Þannig beinast
starfskraftar þessara stofnana
að úrlausnarefnum í sambandi
við ytri stjórn skólanna. Þeim
er ekki ætlað eða fengið starfs-
lið til að vinna að uppeldis —
eða kennslufræðilegum rannsókn
um í þágu skólamálanna. Og
skólastjórar t.d. barna- og ungl-
ingaskóla geta ekki gert tilraun-
ir í skólum sínum að eigin frum-
kvæði. Þeir verða fyrst og fremst
að gæta þess, að skólar þeirra
fylgi viðteknum hefðum í
kennsluháttum (sem flestar eru
mjög gamlar, sumar jafnvel mót
aðar af latínuskólanum), ann-
ars mega þeir búast við, að
nemendum þeirra verði ekki
greið leiðin til framhaldsnáms.
Niðurstaðan verður því sú
að við framkvæmd skólamál-
anna er yfirleitt vel séð fyrir
hinni administrativu hlið mál-
anna og margt vel gert á þeim
sviðum, en um sjálft inntak
skólans, uppeldismarkmið hans,
námsefni, kennsluhætti og próf
er ekki fjallað á skipulegan hátt
af neinum aðilja eða nokkrar
tilraunir gerðar á þeim svið-
um.
Stundum er um það rætt, að
til lítils komi ályktanir, tillögur
og nefndarálit um menntamál,
þar sem sjaldan sé nokkuð úr
því unnið. Á þessu þarf enginn
að furða sig og ástæðulaust er
að leggja það þeim embættis-
mönnum til lasts, sem önnum
kafnir eru við nauðsynjastörf á
hinum administrativu sviðum
skólamálanna. Verkefni, sem eng
ir starfskraftar eru til að vinna,
verður eðlilega að leggja niður
í skrifborðsskúffur.
Sem menntastofnanir eru skól
arnir í þeirri hættu að verða
eins og sjálfgengisvél, er ár eft-
ir ár rennur skeið sitt í farveg-
um vana og hefðar án nokkurr-
ar endurnýjandi orku.
Þegar þannig hefir gengið um
langt árabil, magnast venjulega
kröfur almennings um, að skóla
kerfinu þurfi að breyta. Ríkis-
valdið skipar nokkra önnum
kafna embættismenn í nefnd,
sem koma saman á síðdegisfundi
eftir erfiðan starfsdag og fá það
verkefni að ganga frá nýskipan
menntamálanna.
Afstaða íslenzka ríkisvaldsins
til menntamála hefur oftast ver
ið með nokkuð undarlegum
hætti. Yfirleitt hafa ríkisstjórn-
ir og Alþingi af takmörkuðum
efnum fátækrar þjóðar veitt
til skólamála eins miklu fjár-
magni og með sanngirni var
hægt við að búast.
Það fjármagn hefur borið
myndarlegan ávöxt í uppbygg-
ingu skólahúsa og bættum ytri
aðstæðum. Hins vegar er oft eins
og þetta sama ríkisvald láti sig
engu skipta það, sem þó er merg
urinn málsins, sem sé, hvernig
þetta mikla fjármagn ávaxtast í
skólastarfinu sjálfu. Glöggt
dáemi þess er afstaðan til ríkis-
útgáfu námsbóka á árunum
1936-56. En gleggra er það dæmi
dagsins í dag, að ekki skuli tal-
ið nauðsynlegt, að við hlið hinna
administrativu stofnana fræðslu-
málanna komi sérfræðistofnun
sem hefði það verkefni eitt að
vinna að uppeldis- og kennslu-
fræðilegum rannsóknum og til-
raunum í þágu skólamálanna.
Slík vinna er óhiákvæmilegur
undirbúningur breytinga á
fræðslukerfi og kennsluháttum,
sem stöðugt þurfa að vera til
athugunar, en ekki á að flana
að.
Á árinu 1964 er eins og áður
segir áætlað að beinn kostnað-
ur við menntamál verði 490
millj. kr. Óbeinn kostnaður
mun nema a.m.k. 350 millj. kr.
til viðbótar. Er ekki orðið tíma-
bært að hugleiða, hvort ekki
væri rétt að verja þó ekki væri
nema svo sem einni millj. króna
árlega í rannsóknarstarf til
tryggingar því, að þetta mikla
fjármagn nýtist sem bezt?
Stórþjóðirnar kosta fjölda vís-
indastofnana, sem vinna að upp-
eldis- og kennslufræðilegum
rannsóknum. Með minni þíóð-
um er þessu verkefni hvarvetna
sinnt, þótt í smærri stíl sé. ís-
Iendingum er sem öðrum friálst
að kynna sér og hagnýta niður-
stöður slíkrar rannsókna eða
nýja kennsluhætti, sem upp hafa
verið teknir. Það eitt að fylgiast
með nýjungum í skólamálum
með öðrum þjóðum er mjög
mikið verkefni, sem hinni ís-
lenzku rannsóknastofnun yrði
falið. Næsta hlutverkið væri
það að meta, hvað gæti sam-
rýmzf og aðhæfzt íslenzkum
staðháttum og gera um það til-
raunir í okkar skólum.
Með þeim hætti einum getum
við lagt skynsamlegan grund-
völl að breytingum í skólamál-
um okkar.
Verkefnin framundan
Afleiðing langvarandi kyrr-
stöðu er venjulega krafa unr
Líkan aó gagnfræðaskóla, sem nýlega hefur verið reistur