Morgunblaðið - 13.11.1963, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 13.11.1963, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 13. nóv. 1963 BRJALADA HÚSIÐ ELIZABETH FERRARS ----- Nýrun voru bragðgóð og kaff ið var gott. — Æ, guð minn góður, sagði Reginald Sand allt í einu, — hér er Max kominn. Og hann forðaði sér út í fjarlægasta horn stofunn ar eins og kanína í holu sína, settist þar niður og tók að japla á brauðsneiðinni. Max Potter kom í ljós úti fyrir glugganum. Toby rétti fram bollann sinn til að fá í hann aftur, og diskinn til að fá meira af nýrum. Max Potter kom inn. — Góðan daginn, sagði hann. — Góðan daginn! Frú Fry stóð snöggt upp. Hún leit kring um sig á alla við- stadda og augun leiftruðu af hatri. Svo settist hún niður aft- *ur eins og máttlaus, spennti greipar og tautaði eitthvað fyrir munni sér, sem hefur líklega verið bæn. Max Potter seildist í áttina til Toby, greip banan úr skál og tók að flysja hann, beit síðan í hann og sagði: — Hvað haldið þið, að ég hafi verið að gera í alla nótt? Eg hef setið uppi og verið að spila þessa dansa eftir Granados. >eir eru dásamlegir. Rautt blóð! Hórdómur! Það fer titringur um mann allan. Namm-namm! Enginn svaraði þessu, en Max Potter lét það ekki á sig fá. — Eg hef merkilegar fréttir að færa, sagði hann. — Það hef ég líka, sagði Fry gamli, — það hef ég líka. Að ofan! — Mínar eru nú frá Ameríku, sagði Max Potter. Kætin í honum og sjálfsánægj an, sem skein út úr hverju orði og hreyfingu, féll illa að deyfö- inni og taugaóstyrknum hjá hinu fólkinu. — Mig hefur lengi langað vest ur, sagði hann. Hann dró að sér stól og settist klofvega á hann, maulandi bananann. Loks er það komið í kring. Eg verð ár við Chicagoháskólann. — Svo þér ætlið til Ameríku? sagði frú Fry. Hann kinkaði kolli. — Eg hef ekki verið þar síðan ég var strákur. Reginald Sand greip fram í: — Þú hefur verið í Tyrklandi! — Já, í Tyrklandi hef ég ver- ið. —.Og Kína! — Já, í Kína, en . . . — Og Frakklandi og Þýzka- landi og . . . — Já, en ég hef aldrei verið í Ameríku Eg hef aldrei verið í Ameríku síðan ég var strákur. Eg er viss um, að Eva kann vel við sig í Ameríku. — Óh! sagði Lisbeth Gask. Enginn sagði meira um þetta, þangað til Lisbeth rauf þögnina: — Ætlar Eva með þér til Ame- ríku? — Vitanlega, svaraði hann. — Nú er ekkert því til fyrirstöðu, að við getum gift okkur. Nú er einmitt ágætur tími til þess. Eg fer í ágústbyrjun. Stelpan verð- ur líka fegin. Það er ágætt að ferðast meðan maður er krakki, annars fær maður það aldrei inn í hausinn, að lífið í útlöndum hefur meira en tvær víddir. Flestir halda, að útlönd séu ekkí annað en skræpulegar auglýsing ar. Þögnin, sem kom á eftir þess- um orðum hans, virtist nú fyrst komast til vitundar hans. Hann leit kring um sig á allt fólkið. Hann hleypti brúnum, eins og það væri eitthvað óskiljanlegt. Frú Fry sagði hljómlaust: — Haldið þér í alvöru, að við sjá- um hana Vanessu nokkurntíma aftur? Augu þeirra mættust og þau horfðu lengi hvort á annað. Bros iék um varir hans. — Það gæti vel orðið. Sum okkar. — Hversvegna haldið þér það? flýtti hún sér að segja. — O, ég veit ekki, svaraði hann og fékk sér bita af ban- aninum. — Heyrðirðu ekki, Max, hvað lögreglan sagði um þetta í gær- sagði Lisbeth. — Jú ég heyrði hana blaðra mikið, en hlustaði ekki á það, svaraði Max. — Hún sagði, að það hafi ver ið Vanessa, sem fór með bréfið til Rogers, til þess að ginna hann í kofann. — Nú, já, svo Vanessa veit, hver gerði það. En það var háðs hreimur í röddinni, og þetta skrítna gleðilausa bros varð um kyrrt á vörum hans. — Þið ættuð ekki að gera gys að því, sagði frú Fry, hvasst. Það er ekki fallega gert að vera að gera að gamni sínu, þegar svona er ástatt. — Eg er ekki að gera að gamni mínu, sagði hann, — að minnsta kosti fer það eftir því . . . Fry gamli stóð snöggt á fæt ur. — Nú fer ég heim, sagði hann. — Fer eftir hverju, prófessor? Frú Fry hafði tekið arm mannsins síns og staðið upp, en skaut um leið þessar setningu að Max Potter. Hann skríkti. Tár komu fram í augu hennar. Maðurinn hennar tautaði, eins og dreymandi: — Prófessornum skjátlast; við sjáum hana aldrei önnur blöð tóku aðallega fyr ir öryggishlið málsins. Sunnu- daginn 24. marz 1963 birti Sun day Telegraph tvær greinar með fyrirsögnunum: „Dr. Ward í sam bandi við sovézkan embættis- mann“, og „Stungið á kýlinu". Stephen Ward taldi þetta vera niðrandi ummæli um sig og fól lögfræðingi sínum að kæra blað ið. (IV) Minnisgrein hr. Wiggs. Mánudaginn 25. marz 1963, kom hr. Wiggs, þingmaður, fram í sjónvarpi og sagði, að öryggið væri aðalatriðið í málinu. Hon- um lágu illa orð til Ivanovs. Næsta dag leitaði Ward viðtals við Wigg í þinginu og varði Ivanov. Hann flutti langt og ruglingslegt mál um þetta, sem hr. Wiggs skrifaði niður, tals- vert nákvæmlega, sem minnis- grein. Þar kemur fram, að Ward hafi sagt, að vinátta hans og Ivanovs hefði verið notuð, land inu til gagns. Er hann snéri sér að Profumo, lýsti hann Cliveden helginni og sagði, að seinna hefði Profumo komið heim til sín, að minnsta kosti sex sinn- um, og „að því er hann bezt vissi, hefði ekkert ósiðlegt átt sér stað“. Hann sagði, að upp- lýsingaþjónustunni væri vel kunnugt um þessar heimsóknir. Hann kvaðst þess fullviss, að Profumo hefði aldrei hlaupið á *sig viðvíkjandi öryiggismálun- um við Ivanov. Hann lýsti síð- ustu athöfnum Christine og Manns, og lauk máli sínu á því að fullvissa hr. Wigg um, að hvað öryggið snerti væri hann alsak- laus. í þessu viðtali sagði Ward hr. Wigg, að hann hefði skrifað Har old Wilson, þingmanni. Wigg framar. Nú fer ég heim. — Já, já, sagði hún. — Við skulum fara heim. — Þú þarft ekki að koma heim, elskan mín. Eg þarf að fara heim, af því að ég hef verk að vinna. — Jú, ég skal koma, sagði hún þreytulega. — Þér munið klukkan ellefu, hr. Dyke, sagði Fry gamli. — Jæja, ég ætla nú líka að hafa mig heim, sagði Max Pott- er. — Eg ætla að fara heim og vinna það og ekki láta neinn fá- bjánahóp trufla mig. Hann sveifl aði sér upp úr stólnum. Bless- sagði hann og gekk út um guggadyrnar. Fryhjónin fóru út um dyrn- ar. Lisbeth Gask leit á Toby, hugs andi. Toby leit upp. — Hvað haldið þér, að Max hafi komið til að segja okkur? — O, ég veit ekki, svaraði hann áhugalaust. — Að hann væri á förum til Ameríku. — Já, en hann er farinn án þess að hafa nefnt það við Evu. Hann stóð upp frá borðinu og sagði þurrlega: — Það er nú bæði óskáldlegt og hversdags- legt, samanborið við allt hitt, sem hér hefur verið að gerast. Hvað er klukkan? Ttuttugu mín útur yfir níu. Hvar er Belling Lodge, ungfrú Gask? — Þér farið veginn til Lark- ing, sagði hún. — Þetta er rétt sagði Wilson þetta og hann fór í bréfasafn sitt og fann þar bréf ið frá 7. nóvember, sem áður er getið, og hinn 27. marz 1963, fór hann og sýndi það forsætisráð- herranum. Hann sagði, að þarna hefði getað verið um öryggismál að ræða, og hann því talið rétt, 29 að forsætisráðherrann fengi að vita um þíð. Skömmu seinna tók hr. Wigg upp minnisblað sitt og sendi það til Wilsons, sem ráðgaðist við sir Frank Soscice, þingmann. Þeir töldu þetta svo mikilvægt, að forsætisráðherr- ann ætti að fá það í hendur, svo að hægt væri að rannsaka til hlítar, hvort öryggið væri í veði. Wilson sendi því blaðið til hans (sjá framar). 14. KAFLI 2. marz — 5. júní 1963 — Tveir órólegir mánuðir. (I) Innanríkisráðherran æskir upplýsinga. Innanríkisráðherran trúði yf- irlýsingu Profumos. Hann hafði alls enga ástæðu til að rengja hann. En hann fékk talsverðan grun á Stephen Ward. Þá heyrði hann orðróm um, að öryggisþjón ustan hefði verið svo áhyggju- full, að hún hefði sent nafnlaus bréf til frú Profumo. Innanrík- isráðherranum fanns hann þurfa að vita um þetta. Því sendi hann, hinn 27. marz 1963 eftir yfirmanni Öryggisþjónustunnar og yfirmanni lögreglunrtar og heimtaði upplýsingar um málið. undir brekkunni upp að kirkj- unni — hvítt hús til vinstri. — Þakka yður fyrir. Hann kveikti sér í vindlingi og gekk út í garðinn. Nú var ekki eins mikið sólskin og verið hafði. Skýin köstuðu skugga á jörðina og napur vind ur gustaði um trén, og loftið var grátt. Hann gekk um gólf í garð- inum, heilan stundarfjórðung, án þess að nokkur maður kæmi til hans. Þegar hann var orðinn leiður á garðinum, gekk hann út í skóginn. Þar var allt skrjáfandi, þegar laufin slógust saman og trjágreinarnar. Toby tók sér lurk í hönd og barði í trjástofn- ana um leið og hann gekk fram hjá þeim. Einu sinni eða tvisvar leit hann á úrið sitt, með óþolin- mæðisvip. En allt í einu rakst hann á Charlie Widdison. Charlie gekk hratt eftir stígn Þarna var líka viðstaddur ráðu neytisstjóri innanríkisráðuneyt- isins. Þessi fundur er svo mikil- vægur, að lýsa verður honum nákvæmlega til að sýna hvern- ig fara eigi með mál, sem heyra í senn undir öryggisþjónustuna og lögregluna. Á þessum fundi tjáði yfir- maður öryggisþjónustunnar inn anríkisráðherranum, að engin til hæfa væri í þeim orðrómi, að öryggisþjónustan hefði sent frú Profumo nafnlaus bréf. Síðan ,gaf hann ráðherranum yfirlit yfir það, sem þjónustan hefði hafzt að, og bætti því við, að þegar Ivanov var farinn úr landi, hefðu frekari aðgerðir ekki haft þýðingu. En síðan bætti hann við tveim atriðum, sem eru svo mikilvæg, að ég tek hér upp skýrslu hans um þau, eins og hann gaf hana næsta dag: (1) í viðbót við þetta hafði komið sá framburður Christ- ine Keeler og eins eða tveggja annarra, að Stephen Ward hefði hvatt Christine til að spyrja Profumo upplýsinga um fyrirætlanir Bandaríkja- manna um að útvega Vestur- Þjóðverjum kjarnorkusprengj ur. Reyndist þessi framburð- ur sannur, gat verið um að ræða að kæra Stephen Ward samkvæmt lögunum um rík- isleyndarmál . . . en við héld um, að vitni í svona málum myndu reynast óáreiðanleg og vildum því ekki halda mál inu frekar fram“. (2) „Öryggisatriði alls máls- ins voru bundin við Ivanov og kunningja hans, og það var alls ekki okkar hlutverk að fást við það, sem Ward hefðist að í sambandi við um. Hann rétt kinkaði kolli um leið og hann mætti Toby, og stefndi síðan á húsið. Við næstu beygju rakst Toby á Drunu. Hún stóð grafkyrr á miðjum stígnum, stífbein og með hand- leggina niður með síðunum. Hendurnar voru krepptar og í annarri var kruklaður vasa- klútur. Andlitið bar það með sér, að hún hafði verið að gráta. — Góðan daginn, Dinah, sagði Toby. — Hefurðu verið að tína ber? Hún gretti sig ólundarlega, en ekki vottaði fyrír neinni sorg í svipnum. Hún sagði og var hás: — Eg heiti alls ekki Dinah. — En ef þú vilt ekki lofa mér að kalla þig það, sagði Toby og brosti grimmdarlega, — skal ég segja öllum allt, sem ég veit. Heldurðu, að þér þætti það gott, Dinah? stúlkur þar, er hann um- gekkst. Um það var innan- ríkisráðherrann á sama rnáli". Innanríkisráðherrann spurði lögregluyfirmanninn, hvort þetta varðaði lögregluna nokkru. Hann svaraði, að sennilega væri ástæða til að kæra Ward, ef lög- reglan næði í alla söguna, en taldi mjög vafasamt, að það mundi takast. Tvennt ber að athuga í sam- bandi við þennan fund: (1) Þetta var í fyrsta sinn, sem nokkrum ráðherra hafði verið sagt um þessa beiðni um upplýsingar viðvíkjandi sprengjunum. Innanríkisráð- herrann vissi ekki, að hann’ var sá fyrsti, sem fékk vit- neskju um þetta og sagði það ekki neinum öðrum ráðherra. Hann hélt blátt áfram, að ör yggisþjónustan væri að láta hann fylgjast með málinu. (2) Innanríkisráðherrann sam þykkti, að það væri ekki hlut verk öryggisþjónustunnar að fást um, hvað Stephen Ward hefðist að með stúlkunum. Ennfremur ber að taka eftir því, að þessi afskipti innanríkis ráðherrans höfðu tvær mikilvæg ar afleiðingar: í fyrsta lagi tólc yfirmaður öryggisþjónustunnar að athuga nánar, hvort ekki ætti að kæra Ward, samkvæmt lögun um um ríkisleyndarmál (fyrir að reyna að komast að upplýsing um), og leitaði ráða um þetta, en þau voru gegn kæru. Hinn 4. apríl 1963 ákvað hann að kæra ekki. í öðru lagi tók yfirmaður- lögreglunnar tafarlaust að at- huga nánar, hvort hann ætti að kæra Ward, og 1. apríl 1963 hóf hann rannsóknina, sem að lok- um leiddi til kæru og dóm»- fellingar yfir honum. .. -. Skýrsla Dennings um Profumo-málið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.