Morgunblaðið - 10.12.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.12.1963, Blaðsíða 2
2 MORCUNBIAÐIÐ Þriðjudagur 10. des. 1963 Barghoorn sakaður umeldflauganjósnir — vegna svipfingar lyfsölnðeyfis á Siglyfirði • Múrarar og pípulagningamenn úr samstarfsnefndinni. Áður hafði Múrarafélag Reykjavíkur og Félag pípulagn- ingamanna sagt sig úr samstarfs- néfnd verkalýðsfélaganna. Múr- arar og pípulagningamenn vinna að mestu í ákvæðisvinnu, og er sagt, að fulltrúum þeirra fyndist ekki nægilegt tillit tekið til sér- stöðu þeirra í svari samstarfs- nefndarinnar við tilboði ríkis- stjórnarinnar um 8% kauphækk- un til verkamanna, 4% hækkun til iðnaðarmanna og skatthlunn- indi til hinna lægst launuðu. GERÐARDÓMUR hefur úrskurð að, að heilbrigðismálaráðherra, f.h. ríkissjóðs, beri að greiða Aage Schiöth, iyfsala á Siglu- firði, 260 þúsund króna bætur vegna sviptingar á lyfsalaleyfi hans hinn 1. september 1958. — Samkomulag varð milli máls- aðilja, að gerðardómur skyldi fjalla um skaðabóíakröfuna. Tildrög málsins eru þau, að heilbrigðismálaráðherra svipti hinn 23. maí 1958 Aage Schiöth lyfsöluleyfi á Siglufirði sökum þess, að rekstri, lyfjabúðarinnar hafi um árabil verið mjög ábóta- vant. Lyfsalinn höfðaði mál til ógild ingar leyfissviptingunni ög gekk dómur í héraði 24. júní 1961, sem ógilti hana. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar, sem dæmdi hinn 23. maí 1962 að leyfissviptingin væri ógild, þar sem hún hefði ekki verið framkvæmd af réttu stjórnvaldi. Aage Schiöth riteði heilbrigð- isimálaráðuneytinu bréf hinn 1. júlí 1962 og krafðist bóta, alls kr. 2.549.986.38 vegna ólogmætr- ar leyfissviptingar. Málsaðiljar komu sér saman um, að gerðardómur skyldi úr- skurða hvort, og þá hverjar, bætur sóknaraðilja skyldu greidd ar. Ráðuneytið tilnefndi Einar Arnalds, yfirborgardómara í gerðardóminn, en sóknaraðili Ágúst Bjarnason, skrifstofustj. Hæstiréttur tilnefndi oddamann, Hákon Guðmundsson, hæstarétt- arritara. Fyrir gerðardómi flutti sóknar aðili að nokkru mál sitt sjálfur, en að nokkru gætti Einar Ingi- mundarson, bæjarfógeti, hags- muna hans. Af hálfu varnarað- ila fór Ragnar Jónsson, hrl., með málið fyrir gerðardómi. Hinn 20. nóvember sl. kvað gerðardómurinn upp úrskurð sinn. Voru Aage Schiöth dæmd- ar 260 þúsund króna skaðabætur Tveir drukknir ökumenn teknir TVEIR drukknir ökumenn voru teknir af lögreglunni í Reykja- vík aðfaranótt sl. sunnudags. Um sexleytið á sunnudagsmorgun kom lögreglan að manni, sem svaf undir stýri á bíl með full- um ljósum við Snorrabraut. Hafði bíllinn orðið þarna benzín laus, og ökumaðurinn sofnað í ölvímu. Um kl. 03:20 sömu nótt stöðv- aði lögreglan bíl á Skúlagötu. Reyndist ökumaðurinn, sem var 16 ára, og því réttindalaus fyrir aldurs sakir, auk þess drukk- inn. Bílinn átti hann sjálfur. Sumir samninganefndarmenn 'Stytta sér stundir við spil með 7% vöxtum frá 23. mal 1960 þúsund króna skaðabætur með 7% vöxtum frá 23. maí 1962 til greiðsludags. Málskostnaður var felldur niður, en varnaraðila gert að greiða allan kos.tnað við gerðardóminn. IHin lótnn börn 1 Sennedys grnl- in í Arlington I Washington 9. des. í TVÖ börn Kennedyhjónanna, f sem létust við og skömmu J eftir fæðingu, hafa nú verið 1 flutt til Arlington-kirkjugarðs V ins og grafin við hlið föður i síns. J Annað barnið, stúlka, sem 1 lézt í fæðingu 1956, var graf- í in í kirkjugarði í New Port, í Rhode Island, en hitt, dreng- / urinn Patric Bouvier, sem \ lézt tveggja daga gamall á i s.l. sumri var grafinn í Brook- k line Masacliusetts. I Aíþjóöíegt skákmót í Rvík í jan. Helmsmelstari kvenna væntanlegur Nt? má heita fúllráðið, að Al- þjóðlegt skákmót fari fram í Reykjavík eftir áramótin og hefst það að öllu forfallalausu 12. janúar. Þar munu væntan- lega tefla 5 erlendir stóirmeist arar og alþjóðlegir meistarar, auk 9 íslenzkra skákmeistara. Enn er ekki fullráðið hverjir hinir erlendu meistarar verða, en mestar líkur til, að í þeirra hópi verði Tal, fyrrver- andi heimsmeistari, og Gaprindasvili, heimsmeistari kvenna, en hún er frá Sovét- ríkinu Georgíu. Frá þessu skýrði Asgeir Þór Ásgeirsson forseti skálcsam- bands íslands, í gær. Sagði hann, að mót þetta hefði verið alllengi í undirbúningi og lengi nokkur vafi á hvort úr þvi yrði, en nú mætti heita að þetta væri fullráðið, ef engin ófyrirjáanleg avik yrðu í veg- inum. Auk hinna tveggja sovézku skákmanna sem nefndir voru, hefur brezka meistaranum Wade, sem hér tefldi 1947, verið boðið og hann þekkzt það, en auk þess hefur verið boðið einum Júgóslava, vænt- anlega Gligoric eða Parma og einum Hollendingi, trúlega Ðonner eða Bowmeester. Hin- ir 9 íslenzku meistarar, sem væntanlega taka þátt í mót- inu eru þessir: Friðrik ólafs- son, Ingi R. Jóhannsson, Guð- mundur Pálmason, Freysteinn Þorbergsson, Arinbjörn Guð- mundsson, Ingvar Ásmunds- son, Jón Kristinsson, Magnús Sólmundarson og Trausti Björnsson. Ásgeir sagði, að höfuð- tilgangurinn með móti þessu væri að gefa íslenzkum skák- meisturum færi á að þreyta kapp við öfluga erlenda meist ara og fá þannig bezta þjálf- un. En einnig væri sá mögu- leiki fyrir hendi, að einhver hinna öflugri meista.ra okkar, að Friðriki og Inga undan- skildum, ynnu sér alþjóðleg- an meistaratitil á þessu móti. Verðlaun verða allgóð á móti þessu, fyrstu verðlaun 400 dollarar. Skáksamband ís- lands og Taflfélag Reykjavík- ur halda móti þetta í sam- einingu. New York, 9. des. (NTB) BANDARÍSKl prófessorinn, Fredrick Barghoorn, sem hand- tekinn var í Sovétríkjunum fyrir skömmu, en sleppt úr haldi að kröfu Kennedys forseta, sagði Laxness kominn heim HALLDÓR Kiljan Laxness I kom ásarnt konú sinni^ í gær | með Gullfossi heim til íslands eftir tveggja mánaða ferðalag um Ísraelsríki, þar sem hann ferðaðist um í boði stjórnarinn | tr, og til Grikklands, ftalíu, Svíþjóðar og Danmerkur. í viðtali um ferðalagið kvaðst rithöfundurinn m.a. hafa haft ákaflega gaman af | að heimsækja sögustaði í ísra- ar. Einnar fór hann til Grikklands, ftalíu, Svíþjóðar I og aDnmerkur. í Grikklandi hitti Halldór | Laxness Nóbelsverðlaunahaf- ann í bókmenntum í ár, skáld- ið Seferis, sem hann kvað I mjög gáfaðan og menntaðan mann og áreiðanlega mjög gott skáld, fullan af gamalli grískri hefð, í sínum skáld- skap. Varð þeim Nóbelsskáld-1 unum vel til vina þá dagstund. sem þeir eyddu saman á heim- ; ili Seferis. í sjónvarpsviðtali í gær, að hann hefði m.a. verið sakaður um til- raunir til að afla upplýsinga um eldflaugasmíðar Sovétríkjanna. Prófessorinn sagði, að ákæran á hendur honum hafi verið 1 fjóruim liðum. Auk eldflauga- njósnanna hafi hann verið sak- aður um að hafa stundað njósn- ir er hann dvaldist í Bandaríska sendiráðinu í Moskvu árin eftir síðari heimstyrjöldina, yfirheyrt sovézka flóttamenn á vegum ut- anríkisráðuneytis Bandaríkj- anna á árunum frá 1949-1951, og hei-msótt Sovétríkin mörgum sinnum á vegum bandarísku leyniþj ónustunnar. Verkföll Framh. af bls. 1 Skemmdú d vöriun Dúks UM KL. 22 í gærkvö'ldi kom upp eldur í húsakynnum verksmiðj- unnar Dúks að Skipholiti 21. Kviknaði í birgðum verksmiðj- unnar og mikill reykur var í húsakynnum hennar. Tæpa klubkusbund tók að slökkva eld- inn og er talið að miklar skemsmd ir hafi orðið á vörum verksmiðj- unnar. Verksmiðjan framleiðir sem kunnugt er m.a. Kanters-vörur, lífstykki, brjóstahaldara, maga- belti og sundboli og mun reykur hafa komizt í þennan varning. Miklar skemmdir urðu að sögn slökikviliðsins. Sáttasemjari rikisins, Torfi Hjartarson (3ji frá vinstri) á fundi launþega og sáttanefnd. í gærkvöldi með fulltrúum (Ljósm. Mbl. Sv. Þ.) Vinnuveitendur á fundi í gærkvöldi Fulltrúar launþega á fundi Gerðardómur úrskurðaði Aage Schiöth 260 þús. kr. skaðabætur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.