Morgunblaðið - 10.12.1963, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.12.1963, Blaðsíða 16
16 MORGU N BLAÐIÐ Þriðjudagur 10. des. 1953 Otgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðsiustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. ÁskrifUirgjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. 1 iausasðlu kr. 4.00 eintakib. BRUGÐUST SKYLDU SINNI tkksA II® J UTAN ÚR HEIMl Málarinn Edvard Munch 100 ára Frægasti málari IMoregs á þessari öld ITm helgina tók það smám saman að skýrast að kommúnistar hygðust ekki vinna að lausn vinnudeiln- ánna, heldur þvert á móti gera allt, sem í þeirra valdi stæði, til þess að koma á sem víðtækustum verkföllum. Og þegar vinnuveitendur á sunnudagskvöld buðu 10% hækkun til allra í stað tillögu ríkisstjórnarinnar um 4 og 8% hækkun, án þess að komm únistar fengjust til að taka upp alvarlegar umræður, varð fullljóst, hvað fyrir þeim vakti. Þeir hugðust nota meiri hluta sinn í hinum sameigin- legu nefndum til þess að knýja alla til víðtækra verk- falla. Þetta hlaut hins vegar að leiða til þess að önnur fé- lög en þau, sem kommúnist- ar ráða, færu að hugleiða sér- samninga, því að forystumenn þeirra gerðu sér ljóst, að kommúnistar stefndu vísvit- andi út í ófæruna og vildu fórna hagsmunum félaganna til þess að koma fram póli- tískum áformum. Við þetta bættist svo, að kommúnistaforingjarnir, sem eiga sæti í samninganefndun- um, höfðu ekki tíma til að sinna samningamálum vegna rifrildis og flokkadrátta á þingi kommúnistaflokksins, og gáfu sér jafnvel ekki tíma til að sækja þýðingarmikla sáttafundi. Þannig brugðust þeir skyldu sinni við verka- lýðinn vegna pólitískra hags- muna. Þegar þetta er ritað er engu hægt að spá um það, hvernig úr þessum deilum rætist, en þær átti þó að vera hægt að leysa ef menn á annað borð óskuðu þess. Þannig ættu menn til dæm- is að geta verið sammála um það, að nauðsynlegur sé nokkur tekjutilflutningur frá þeim, sem hæst laun hafa, til hinna lægra launuðu, vegna þess að kjaradómur hafi skammtað of ríflega með á- kvörðun sinni í sumar. Hitt vita menn líka, að kjör opin- berra starfsmanna voru of bágborin, þannig að ekki kemur til greina að taka af þeim aftur allt það, sem þeir fengu í sumar. Að vísu hafa þær raddir heyrzt úr herbúðum komm- únista, að opinberir starfs- menn hefðu átt að fá meiri hækkanir í sumar en raun varð á. Þar var þó auðvitað fyrst og fremst um að ræða hin venjulegu yfirboð komm- únista, en það þýðir þó að þeim hefur ekki ofboðið laun- in, sem ákveðin voru, enda rökstuddu þeir mál sitt ræki- lega með því, að kunnáttu- menn og sérfræðingar ættu að vera vel launaðir. En ef menn eru sammála um að nauðsynlegt sé að bæta kjör láglaunafólks og tryggja, að þær kauphækkanir, sem það fær, verði að verulegu leyti raunhæfar kjarabætur, ættu þeir líka að geta komizt niður á jörðina og fundið prósentuhækkun, sem hægt væri að semja um. Ríkisstjórnin hefur boðizt til að auðvelda útflutnings- atvinnuvegunum nokkra kauphækkun með því að létta af þeim gjöldum og jafnframt býður hún raunhæfar kjara- bætur til láglaunafólks með lækkuðum útsvörum. Þetta tilboð byggist að sjálfsögðu á því að menn séu tilbúnir til heilbrigðra samninga en er þýðingarlaust, ef launakerfið er enn einu sinni sprengt og stofnað til upplausnarástands. Til viðbótar þeim kjarabót- um, sem ríkisstjórnin getur tryggt, koma svo hugsanlegar kauphækkanir, sem vinnu- veitendur treysta sér til að semja um. Ef miklar hækkan- ir fram yfir þetta yrðu knúð- ar fram, er málum launþega stofnað í voða. Þá verða al- mennar launahækkanir, ekki einungis til þeirra, sem nú standa í vinnudeilum, heldur líka til opinberra starfs- manna, bænda og annarra þj óðf élagsþegna. Afleiðingin af slíkri ráða- breytni yrði annað hvort sú, að framleiðslan drægist sam- an og hér skapaðist atvinnu- leysi, eða þá að gengi krón- unnar væri stefnt í voða og menn kölluðu yfir sig enn einn hringsnúning í kaup- gjalds- og verðlagsmálum. Það er þetta, sem kommún- istar keppa að og hafa sjálf- sagt alltaf ætlað sér, þrátt fyrir faguryrðin, þegar þeir lýstu sig reiðubúna til heil- brigðra samninga fyrir mán- uði. NÍÐSTÖNG KOMMÚNIS- MANS Fnn á ný er Berlínarmúrinn á dagskrá, þetta tákn of- beldisins, þessi níðstöng sem. heimskommúnisminn hefur reist sjálfum sér. TÓLFTA desember er öld lið- in síðan Edvard Munch fædd- ist og 23. janúar næstkomandi verða 20 ár liðin síðan hann dö. í dag er hann viðurkennd- ur víðfrægasti málari Noregs á þessari öld. Skæðasti keppi- nautur hans um listfrægð, myndhöggvarinn Gustav Vige land, er ekki jafn víðförull á frægðarbrautunum um veröld ina og Munch varð. En báðir voru ráðríkir í túlkun sinni. Norska þjóðin viðurkenndi Vigelund löngu áður en hún viðurkenndi Munch. En báðir lifðu þeir þó það, að fá viður- kenningu þjóðarinnar um, að þeir væru miklir listamenn. Og sér í lagi sá höfuðstaður- inn, Ósló, um það. Enginn út- lendingur með fullu skyni kemur svo til Óslóar að hann skoði ekki Vigelandsbrúna á Törtberg, en hún er minnis- merki það, sem höfuðstaður- inn hefur reist Vigeland, steypt í eir og meitlað í grjót, auk safnsins, sem byggt hef- ur verið yfir frumverk hans. Við Islendingar eigum, að því er ég man rétt, ekki nema eitt af verkum meitilskáldsins, og eitt af því kurnaralegasta sem komið hefur frá hans hendi, finnst mér: Snorramyndin í Reykholti. Við þyrftum að eignast myndina af Agli Skallagrímssyni, er hann reis- ir Eiríki blóðöx níðstöngina, til þess að vega á móti Snorra- myndinni og sýna okkur lrige- land sjálfan betur en Snorri gerir. Edvard Munch var Óslóar- búi, þó hann væri fæddur á Heiðmörk, því að herlæknir- inn, faðir hans, fluttist með hann til Óslóar þegar hann var á fyrsta árinu. Móður sína, Lauru, missir hann úr tæringu þegar hann var fimm ára og 15 ára systur sína þegar hann var fjórtán ára. Vafalaust urðu þeir atburðir þess vald- andi að ýmsar beztu myndir hans fjalla um veikindi og dauða („Fra sykestuen“, „Det syke barn“, „Döden i syke- værelset", „Piken og döden“ o. fl.) Og hann átti sjálfur oft við sjúkdóm að stríða frá æskuárum. Hann byrjaði ungur að mála, innan við tvítugt. Fer 17 ára gamall í Tækniskólann og ætlar sér að verða verk- fræðingur, en hættir þar eftir þrjú ár og fer að lesa lista- sögu og málar. Selur tvær myndir fyrir 24,50, en árið eft- ir (19 ára) eina mynd fyrir 21 krónu! Núverandi verð þess- ara mynda mundi vera 10.000 sinnum hærra. Og nú fer hann að fá smávegis styrki, aðal- lega fyrir meðmæli Christians Krogh og Eilif Petersen. En líf hans er barátta og mót- læti. Árið 1889 fær hann 1500 kr. listamannastyrk frá ríkinu og fer þá í annað sinn til Par- ísar, og styrkurinn er endur- nýjaður árið eftir, og næsta ár fær hann styrk — en 500 kr. lægri. Alveg eins og stundum hefur gerzt á Alþingi. En —• það sem verra var: Ókrýndi þjóðhöfðinginn Björnstjerne, sem stundum gat verið lygi- lega þröngsýnn (líklega vegna þess, að honum hefur fundizt hann vera orðinn einræðis- herra í menningarmálum þjóð ar sinnar) mótmælti því kröftuglega rétt fyrir jólin 1891, að Munch væri látinn fá listamannastyrk oftar. Þessu var svarað samstundis, m.a. af málaranúm Fritz Thaulow. Og einmitt um þessar mundir er vegur Munchs að vaxa hjá þeirri þjóð, sem gerði hann heimsfrægan — hjá Þjóðverj- um. Hann dvelst lengstum er- lendis þessi árin — í Frakk- landi og Þýzkalandi — en er þó með annan fótinn heima og unir sér þá bezt í Ásgard- strand, smáþorpi við Óslóar- fjörð, en þar urðu ýmis fræg- ustu málverk hans til. Ennþá er hann blásnauður og líka heilsuveill og verður að dvelj- ast í hælum hvað eftir annað. Þetta veldur svo miklum geð- truflunum hjá honum, að um skeið er hann að því kominn að missa vitið, en fær þó bót þess meins í taugahæli hins fræga Jacobsens í Kaupmanna höfn. Þessi sterklegi og karl- mannlegi og friði maður, sem var að verða að skari á bezta aldri, náði sér þó að fullu, enda fór lífið nú að brosa við honum, en áður hafði það „grett sig framan í hann“, eft- ir því sem hann segir sjálfur. Skömmu áður en fyrri heims- styrjöldin hófst fer hann að gera frumdrög að málverkinu Munch. mikla, sem gert hefur hann frægastan í Noregi, „Livsfris- en“, sem prýddi hátíðasal Óslóarháskóla, en varð að lifa stríðsárin síðari í felum. — Frægð hans jókst ár frá ári, frægustu listamenn skrifuðu bækur um hann og dásömuðu hann — sama manninn sem Björnson hafði ekki talið verð an 1000 króna listamanna- styrks.... í meira en tuttugu borgum víðsvegar um heim eru i dag listaverk eftir Munch, flest í aðalsöfnum borganna. En þrjú söfn í Noregi áttu þó mest af verkum hans er hann dó: Ras- mus Meyers Samlinger í Berg- en, Nationalgalleriet og „Aker samlingen" í Ósló. En Munch átti fleira í fórum sínum en það sem söfnin höfðu eignast. í erfðaskrá sinni gaf hann Óslóarborg „öll þau listaverk" sem hann eigi á banastund- inni. Það reyndust vera kring- um 1000 málverk, 15400 grafik myndir, 4500 vatnslitamyndir og 6 höggmyndir. Borgarstjórn Óslóar reisti fallega nýtízkubyggingu yfir gjöfina og Munch-safnið var Framh. á bls. 18 Nú er rætt um múrinn af því tilefni að reynt er að fá samkomulag um það, að Vest- ur-Berlínarbúar geti fengið vegabréf til að heimsækja ætt ingja sína í Austur-Berlín um jólin. Allt er þó í óvissu um það, hvort slíkt leyfi verði veitt. Menn eiga að vonum erfitt með að gera sér grein fyrir því, að í Berlín eru nánustu ættmenni aðskilin svo ræki- lega, að þau gætu eins búið sitt á hverri plánetunni. Á einni nóttu var mörkum milli Austur- og Vestur-Berlínar lokað, svo að eiginmaður gat verið öðrumegin markanna en eiginkona hinumegin, foreldr ar búið í öðrum borgarhlutan- um en börn þeirra og tengda- börn í hinum o. s. frv. Aðskilnaðurinn er svo ræki legur, að ógjörlegt er að ná símasambandi til Austur- Berlínar, þótt frá Vestur- Berlín sé að sjálfsögðu hægt að tala til fjarlægra heims- álfa. Það er ekki út í bláinn að benda á þá hliðstæðu, að í Reykjavík væri reistur múr, sem skildi austurbæ frá vest- urbæ og enginn samgangur mætti vera á milli. Við þá sam líkingu skilja menn, hvað um er að ræða í hinni fornu höfuð borg Þýzkalands. Vonandi tekst að miðla svo málum, að um sjálfa jólahá- tíðina fái ættmenn að hittast í Berlín. Minna má það varla vera en að þessi ógnarmúr sé opinn einn dag ársins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.