Morgunblaðið - 10.12.1963, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.12.1963, Blaðsíða 17
!»riSíu<?a gnr 10. des. 1963 MORGU N BLAÐIÐ 17 Rosa B. Blöndal Fegurðarsamkeppni og Myndir úr dagbók lífsins ## ER þér nokkur forvitni á að sjá fegurðarsamkeppni og Myndir úr dagbók lífsins. Svo heitir ný is- lenzk kvikmynd, sem sýnd er í Tjarnarbæ um þessar mundir. Nú hafa ýmsir stjórnmálamenn «g margir þjóðmála fyrirmenn lengi sýnt þessari þjóð fram á það, að hún þurfi nauðsynlega að fá litlar kvikmyndir inn á heim- ili sín í staðinn fyrir bækur. Nú er verið að sýna þessa kvik mynd í Tjarnarbæ. Myndin er á borð við beztu íkáldsögur að því leyti, að það ótrúlegasta, sem þar sést, er jafn satt eins og það er ótrúlegt. Myndin er skemmtileg á stund- um og víða falleg, en líka sorg- leg eins og skáldsaga og mann- lif. Sennilega er hún bönnuð börn- um og unglingum innan 16 ára. Myndin er leikin af ólærðum leikurum. Mér finnst hún mjög vel leikin. í myndinni er lítill drengur, gem kemur of seint í skólann, jafnvel eftir það, að hann hefur í innilegu samtali við kennara sinn lofað honum því, að nú skuli hann alltaf mæta á réttum tíma. — Hann kemur samt of seint. þessi niðurlæging frammi fyrir skólafélögum og sársauki yfir að bregðast loforði hendir hann, vegna þess að báðir foreldrarnir hugsa meira um sitt skemmtana- líf og ýmsa kunningja sína, held- ur en um fallega, litla drenginn sinn. Drengurinn fór hvað eftir ann- að of seint að sofa vegna skeyt- ingarleysis, var stundum auk þess vakinn um miðjar nætur af hávaða í saumaklúbbnum eða spilafélögum föður síns. Móðirin vakti hann síðan næsta morgun seinna en á síð ustu stundu, tími vannst ekki til að láta hann borða neitt. Flótta- og sársaukasvipur drengsins, vandræðin og skömmustan, sem skín af honum öllum, bæði and- I lits- og líkamssvip, er aðdáanlega vel leikið. Næsta auðmýking þessa sama drengs, sama morgun, er hvíldar- og hressingarstundin í skólan- um, þegar börnin taka brauðið sitt upp og fara að borða. Það er vel skilið hjá litla leikaranum og vel sýnt, hvernig líkamsstell- ingin öll eins og hniprar sig sam- an til þess að reyna að fela þessa vöntun með sjálfum sér, þar sem hann situr hnípinn í bekknum og drúpir höfði. Lítil stúlka tekur eftir vand- ræðum drengsins, hvernig hann er að reyna að skýla eymd sinni með saman hnipruðum líkama. Hún laumar til hans brauðsneið undir borðið. Börnin tvö leika þetta svo vel, að vara máttu þig að vera ekki með tár í augum, næst þegar kveikt er. , Það sést vel, að þessi lífsað- staða verður auðmýkjandi fyrir barnið, eins er það að koma ó- þveginn í skóla í óhreinum föt um, oft með rifnar bækur eftir yngri börnin. Barn gefst að lokum upp, sem þannig er meðhöndlað, og lend ir í uppreisn bæði við heimili og skóla. Myndin sýnir margt, sem við þekkjum úr eigin lífi og af sam- skiptum við aðra. Hún er mynd bæði af sonum og dætrum Reykjavíkur. Hjálpsemi litlu stúlkunnar t.d. er skemmtileg mynd af áberandi einkenni Reyk- víkinga, bæði ungra og gamalla. Oft hef ég séð börn og unglinga, bæði í strætisvögnum, verzlun og á götu, rétta hönd sína fram af sams konar elskusemi, eins og litla stúlkan í myndinni. Um daginn sögðu blöðin, að nú yrði giftum konum leyft að taka þátt í fegurðarsamkeppni. Þessi mynd er einmitt mynd af feg- urðarsamkeppni giftra kvenna. Sumir óska þess, að þeir hefðu getað séð í sjónvarpi, hvernig hamingjubarn lítur út á þeirri stundu, sem fjöregg hamingjunn- ar skyndilega brotnar. í þessari mynd er hægt að sjá, hvernig börn líta út, þar sem fjöregg hamingju þeirra er smátt og smátt brötið niður. Þar er líka hægt að sjá, hvort það er mikils eða lítils virði að gefa börnum sínum fæðuna á réttum tíma. Öll börn þurfa fæðu árla morguns, bæði smá og stór. Það er hætt við fleiri brestum í meðferð á barni, þegar jafnvel svo alvarlegur hlut- ur er vanræktur. Kona, sem rækt hefur einföld- ustu skyldur sínar af trúmennsku við börn sín, og finnst samt, að hún hafi svo sem ekkert afrek- að, getur fengið að sjá á þessari mynd, hvernig fer, ef dyggðin er afrækt. Konur geta séð, að þetta er dagleg fegurðarsamkeppni giftra kvenna. Þær geta líka séð, að eng inn klappar fyrir þeim, né birtir af þeim myndir eftir ýmsa sigra. En launin eru gleði barna og hamingja. Heimilisfeður geta líka séð þarna sinn þátt. Myndin sýnir þér mjög áþreif- anlega hver mismunur er á laun- um dyggðar og ódyggðar, þar sem það stendur af sér í beinu hlut- falli, sem oft er, en þó ekki ætíð. Þeir menn, sem lagt hafa á sig mikið erfiði og fórnað tíma sín- um í það að gjöra þessa mynd, eiga þakkir okkar allra skildar. Þeir gera þetta til þess að vekja athygli á því, hve oft þarf litla breytingu til þess að bæta allt: Sjálfsstjórn til þess að vinna ein- falt skyldustarf. Þeim verður bezt launað fram- takið með því að skoða mynd- ina og láta hana vekja hugann til umbóta. Rósa B. Blöndals. 27 höfundar vátna um Matthías Jochumsson BLAÐINU hafa borizt fjórar nýjar bækur frá Bókaforlagi Odds Björnssonar á Akureyri. Fyrst skal getið bókarinnar „Skáldið á Sigurhæðuim“, safn ritgerða uim þjóðskáldið Matt- ihías Jochumsson eftir 27 höf- unda. Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi hefir tekið bókina saman og segir hann í inngangs- orðuim, „Greinar þær, sem hér birtast á vegurn Matthíasarfélagsins á Akureyri, hef ég, að tveim undan skildum, tínt saman hvaðan æva úr prentuðum riturn. Ræður ald- ur þeirra og stafrófsröð höf- unda skipulagi bókarinnar að *nestu. Hefur hún að geyma all- verulegan hluta þess, sem skráð hefir verið uim séra Matthías Jochumsson. Bókinni er ætlað að kynna mönnum Mf og starf þjóðskálds- ins, »g þass er vænzt, að hún á þann hátt verði sem alilra fleist um ti;l gleði og sálubótar." Höfundar greinanna um séra Matthías eru: Þorsteinn Gíslason, Guðmund- ur Hannesson, Guðmundur Finn- bogason, Einar H. Kvaran, Árni Pálsson, Stefán Stefánsson, Val- týr Guðmundsson, Gunnar Gunn arsison, Jóhann Sigurjónsson, Friðrik J. Bergmann, Sigurður Guðmundsson, Jakob Kristins- Son, Geir Sæmundsson, Eiríkur Briem, Kristján Albertsson, Sig- urður Nordal, Steingrímur Matt- híasson, Benjamin Kristjánsson, Friðrik J. Rafnar, Guðmundur Árnason, Richard Beck, Rögn- valdur Friðriksson, Steindór Steindórsson, Jónas Jónsson, m Sr. Matthías með dótturson sinn. Guðrún Sveinsdóttir, Steingrím- ur J. Þorstemsson og Davið Ste- fánsson. „Þegar himnarnir opnast“ er 40 síðna bók eftir Arnald Árna- son. í formála segir höfundur að tilgangur bókarinnar sé að sýna fram á með reynslusönnunum, að hægt sé að ná sambandi við framlífsmenn eftir leið raunvís- inda. Höfundur segir ennfremur að sér sé ekki kunnugt um að áður hafi verið gerð grein fyrir þessari leið og flestir menn muni telja hana óhugsandi. Á kápuhlíf bókarinnar segir svo um höfundinn: „Höfundur er víðlesinn og fróður um trúar- bragðasögu og dulvísindi og hef- ir hann í riti þesisu fléttað þau fræði saman við dularreynslu sjálf sín. Leitast hann við út frá þessuim forsendum að sanna, að íramUf manna sé aðeins náttúru- legt framihald þessarar jarðvist- ar, og hvetur til að þau fræði verði rannsökuð að hætti raun- vísinda. Höfundur er djarfur í máli, hiklaus í skoðunum og seg- ir marga nýstárlega hluti.“ Þá er að geta nýrrar skáld- sögu eftir frú Ingibjörgu Sigurð- ardóttur sem ber nafnið „Læknir í leit að hair.'ngju.“ Þetta er 7. skáldsaga höfundar 134 blaðisíð- ur að stærð og fjaltlar um kafla úr lifshlaupi ungs læknis og hjúk runarkonu. Loks hefir blaðinu borizt ung- lingasagan „Bardaginn við Brekku-Bleik.“ Er það unglinga- saga eftir Hjört heitin Gíslason. Hafði hann lokið við að skxifa sögu þessa áður en hann lézt á síðasta ári. Áður hafði Hjörtur skrifað 3 barna- og unglingabæk ur, er allar hafa fjallað um sam- líf dýra og barna eða unglinga. Allt og allir eiga sér öruggt sæti í huga mínum Mitt kæra ísland. Ég leyfi mér að ávarpa þig þannig, þar sem hluti af sjálfri mér var eftir á fslandi, þegar ég snéri aftur hingað til Þýska- lands: Mér auðnaðist að dvelj- ast lengur á íslandi en flest- um öðruim ferðamönnum eða í sjö_ heilar vikur. Á Hótel Garði spurði mig ung stúlka: „Af hverju komuð þér eiginlega hingað til ís- lands?”'Þegar ég leit undrandi á hana, bætti hún við: „Fyrir mér er það fegursta land í 'heimi. En þó langar mig til að vita, hvers vegna útlending- ar koma hingað”. Þá hafði ég ekki annað svar á reiðum hönduim en þetta: „Það hefur lengi verið von miín. og draum ur að sjá þessa sérkennilegu eyju”. — En í dag mundi ég vita betur, hverju ég ætti að svara, en þá, þegar ég var nýkomin til landsins. Gunnar Gunnarsson og Sigurður Þór- arinsson hafa í formála og inngangi að einni hinna fall- egu bóka um ísland sagt mi'klu betur en mér er unnt, hvað þú, ísland, ert og hvern- ig þú kemur útlendingnum fyr ir sjónir. Einhvers staðar las ég þð þessa setnmgu, sem eg skrifa nú niður eftir minni og hljóðar eitthvað á þessa leið: „ísland skýtur útlendingum nánast skelik í bringu í allri sinni mekt eins og það óhjúp- að grænuim skógum og safa- miklum ekrum kunngerir hið hræðilega miskunnarleysi nátt úrunnar.” Þessi setning lýsir einkar vel minni fyrstu reynslu. Agndofa og skelfingu lost- inni mættu hin rjúkandi eld- fjöill mér, vellandi gufu- og leirhverir, víðáttumiklar hraunbreiður í öræfum lands- ins og rykmökkur yfir þjóð- vegunum. Mér birtust hinir ísköldu, fjarlægu jöklar, vog- skorna strandilengjan og ein- manalegir og dreifðir sveita- bæir. Ég sá dynjandi straum- fail hinna stóru fossa og yfir- gefin býli, þar sem sauðfé og hestar leituðu sér skjóls milili hruninna veggjanna. Þegar slík sjón mætir manni á sama tíma og þrumuskýin hrannast upp og rigningin er í þann veg inn að skella á, þá virðist manni sem það vonleysi, sem þó enn var bærilegt, sé að ná hámarki sínu. Og ef maður stendur svo skyndilega á barmi djúpra gjáa eða á kletta snös, getur hið hrellda hjarta ‘þó enn fundið hald og traust hjá vingjarnlegum manni eða konu eða í vinalegu hneggi hins íslenzka smáihests, sem smeygir mjúkum flipa sínum í'hönd manns, eða við það að sjá hinar óteljandi ær með kátu lömibunum, sem setja vissulega sterkan svip á feg- urð hins eyðilega lands. En maður spyr sjálfan sig, kæra ísland: „ Hvernig er hægt að elska þig sem átthaga sina?” Svo gerist það einhvern daginn, að hinn stóri sann- leikur rennur skyndilega upp fyrir hinu hrellda hjarta: Ótt- inn við miskunnarleysi nátt- úrunnar er jú ekkert annað en merki þess, hve maðurinn hefur í sjálfþótta sínum fjar- lægst aMt hið heilaga og upp- runalega í lífinu sjálfu. Og þegar maður þannig lærir að beygja sig í auðmýkt fyrir mikilleik náttúruaflanna og að skynja óljóst hinn'eilifa gang lífsins, virðist manni sem maður sjálfur og hið litla hjarta manns sé ekki meira virði en rykkornið, sem dans- ar í vindinum. Já, þannig hef- ur þú, mitt kæra ísland, gef- ið manninum svo dýrmæta gjöf, að hann hilýtur að vera þér þakklátur, það sem hann á eftir ólifað, þér og almætti náttúrunnar. Öll hræðsla og kvíði er nú horfinn, en augun, sem áður störðu agndofa, sjá nú aðeins mikilleik og fegurð. Ég er nú aftur komin á heimili mitt í Norður-Þýska- landi og nýt hinna vingjarn- legu og frjósömu átbhaga rninna — og þó hef ég heim- þrá til þín, ísland. Til þín, til mikilleiks þíns og hrjúfleika. Með þakklæti sendi ég þér kveðju mína, dularfulla land. Ég bið að heilsa víðáttu þinni, ég bið að heilsa litlu býlunum með sínum litlu, grænu görð- um, fjöllunum, sem eru orðin mér hjartfólgin, og þó sérstak- lega Heklu, Snæfellsjökli, sem ég með sjálfri mér kalla jafn- an hið heilaga fjail, hinum smáa Keili, stóru fjöllunum í öræfum landsins og umihverfi Mývatns. Ég bið að heilsa útsýninu á Skarði, sem stend- ur skammt frá Heklu, þar sem ég d'valdist kyrrlátUstu viku ævi minnar hjá svo elsku- legu fóiki, þar sem ég sat tíð- um í birkikjarrinu á bæjar- hólnum og lærði að elska þig, ísland. Ég bið að heilsa fjörlega 'höfuðstaðnum, Reykjavík, og iðnu, duglegu og vingjárnlegu borgarbúun- um, litlu tjörninni með sínum vinalegu og vel hirtu skrúð- görðum og öllum vatnafuglun- um. Æ, ég veit bara alls ekki, það er svo margt, sem mig langar til að heilsa. Framar öllu bið ég þó að heilsa fólk- inu, sem opnaði mér, útlend- ingnum, hjarta sitt á Hótel Skjald'breið, Hótel Garði, Hótel Varðberg á Akureyri, Hótel Reynihlíð við Mývatn, í verzlunum miðbæjarins í Reykjavík og á ferðaskrifstof- unni, ég bið að heilsa fólkinu, sem talaði vingjarnlega við mig eða gaf mér elskulegt augnatillit á höfninni, í áætl- unarvögnunum eða á bekkj- um skrúðgarðanna. Þá bið ég einnig að heilsa elskulegu og rosknu konunni í hinum fall- ega þjóðbúningi, sem var sam- ferða mér í áætlunarbílnum frá Akureyri til Blönduóss. Og einni kveðju vil og má ég ekki gleyma: Ég bið að heilsa m.s. Fjallfossi og vingjarnlegri og elskulegri áhöfn hans, þar á meðal skipstjóranum. Þetta góða skip bar mig frá Ham- borg yfir hið víðáttumibla haf til íslands, og aldrei mun ég gleyma þeirri sýn, sem blasti við Okkur eftir ónæðissama nótt á hafinu: í morgunsól- inni heilsuðu ísbreiður Eyja- fjallajökuls okkur, þar sem þær gnæfðu yfir hafið, í þann mund sem við fórum fram hjá Vestmannaeyjuim. M.s. Detti- foss flutti mig til baka til átthaga minna, honum sendi ég einnig kveðju mína. Þetta er aðeins lítill úr- dráttur úr öllu því, sem ég bið að heilsa í hjarta mínu. Það má ekkert og enginn hafa á tilifinningunni, að ég haifi gleymt honuim, þótt ég hafi ekki nefnt hann. Allt og allir, sem sýndu mér vinsemd og velvild, jafnvel litlu hest- arnir og hundarnir, eiga sér öruggt sæti í huga mínum. Kæra ísland, það að mér skuili hafa hlotnazt sú gæfa að hafa kynnzt þér svo vel, mun gera mig þakkláta og hamingjusama til æviloka. Elisabeth Fichter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.