Morgunblaðið - 10.12.1963, Síða 8

Morgunblaðið - 10.12.1963, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 10. des. 1963 Aukin útlán krefjast aukins sparifjár Á FXJNDI neðri deildar í gær var fram haldið uniræðum um frumvarp ríkisstjómarinnar um Seðlabanka íslands. Gylfi Þ. Gíslason viðskipta- málaráðherra lagði áherzlu á það í ræðu sinni, að Seðlahank- inn gæti ekki á heilbrigðan hátt aukið útlán sín nema með auk- inni hlutdeild í sparifé lands- manna. Sama krónan væri ekki notuð nema einu sinni, þess vegna hefði frumvarpið verið iagt fram. En það felur í sér heimild til 25% bindingar spari- fjári í Seðlabankanum og heim- ild til úgtáfu verðtryggða skulda bréfa í þvi skyni, að Seðiabank- anum verði kleift að auka endur — Frestur Framhald af bls. 1. þó fyrstu tilraunir til allsherjar- samninga fyrir milligöngu sátta- semjara og sáttanefndar um sjálft megin-vandamálið. Nú, hinn 9. desember, hafa eiginlegar allsherjar- samninga- og sáttatilraunir því ekki staðið nema fáa daga. Enn ber mikið í milli og öll er samn- ingsgerðin svo flókin og viður- hlutamikil, að hún hlýtur að taka alliangan tíma. Ríkisstjórn- in tetur það raunar mjög miður farið, að ekki skyldi talið fært að fallast á tillögur hennar sem samningsgrundvöll, því að á þann veg hefði verið unnt að bæta kjör hinna lægst launuðu á raunhæfan hátt, án þess að grípa hefði þurft til beinna neyð arráðstafana til verndar útflutn- ingsatvinnuvegunum. Engu að síður er það skoðun ríkisstjórn- arinnar að kanna þurfi til hlítar allar aðrar leiðir, sem kunna að horfa til friðsaanlegrar lausnar, svo mikið sem 1 húfi er. Hún beinir þess vegna þeirri ein- dregnu áskorun til aðila, að þeir taki sér hæfilegan viðbótar- frest, svo að einskis verði látið ófreistað til að ná sáttum. \ Bjarni Benediktsson (sign). Emil Jónsson (sign). Svar launþega var á þessa leið: Reykjavík, 9. desember 1963. Bréf yðar dags. í dag, er oss barst fyrir milligöngu sátta- semjara, kl. 21.30, var þegar rætt J samninganefndum félaganna og samstarfsnefndinni. Er það einróma- sameiginlegt svar allra þessara aðila, að eigi sé unnt að veita umbeðinn frest. 1 bréfi yðar segir, að eigin- legar samninga- og sáttatilraun- ir hafi eigi staðið nema fáa daga, þetta er rangt, en á þeirri stað- hæfingu er þó beiðni yðar um frest, byggð. Einnig er það rangt, að verka- lýðsfélögin hafi fyrst verið til- búin til viðræðna hinn 2fj. nóvember. Verkalýðsfélögin lögðu fram kröfur sínar um miðjan október, og hófust viðræður upp úr þvL Hinn 9. nóvember s.l. var sætzt á, að boðuðum verkföllum yrði frestað. Fimm dögum síðar, hinn 14. og 15. nóvember, var deilunum vísað til sáttasemjara, og boðuðu sáttasemjarar fyrsta fund þann 20. nóvember. Af þessiu er ljóst, að ekki verð- ur með rökum sagt, að verka- lýðsfélögin hafi hindrað, að yeittur frestur yrði nýttur. kaup afurðarvíxla landbúnaðar og sjávarútvegs og hefja endur- kaup á víxlum iónaðarins. Jók dýrtíðina Eysteinn Jónsson (F) hélt áfram ræðu sinni, er hann hafði hafið síðast er þetta mál var til umræðu í deildimni. Sagði hann, að sú stefna, er ríkisstjórnin hefði tekið upp í j>eningamálun- um, hefði aukið á dýrtíðima en ekki orðið til jafnvægis, eins og viðskiptamálaráðherra hefði vilj að vera láta. GÞG hefði bent á, að gjaldeyrisstaða bankanna hefði batnað um mörg hundruð millj. Sagði EJ, að í þessu efni væri nauðsynlegt að taka tillit til stuttra vörukaupalána verzl- unarinnar erlendis, er næmu á 6. hundrað millj. kr. og hreinlega draga þau frá g j aldeyrisstöðu bankanna. Auk þess hefði kom- ið til landsins 240 millj. kr. gjafafé frá Bandaríkjunum, eins konar upp- bót á varnarliðs viðskiptin, loks hefðu lán til langs tíma yerið tekin erlendis, t. d. æði stórt lán í Englandi á þessu ári, sem hefðu bætt gjaldeyrisstöðuna hjá bönkunum. Ef málin væru öll gerð upp við síðustu áramót og borin saman við árslok 1953 kæmi í ljós, að í árslok 1962 hefðu erlendu lánin að frádregn um innstæðum verið meiri en 1958. Hins vegar sagði EJ, að sér dytti ekki í hug, að gjaldeyris- staðan hjá bönkunum hefði batn að á þá lund, sem hún hefur batnað síðan ríkisstjórnim tók við völdum, ef síldveiðar hefðu verði svipaðar og undanfarin ár. Minnti hann á, að ríkisstjórnin héldi sig enn við þá stefnu að ná jafnvægi með ráðstöfunum í pen ingamálum. Það er neikvæð að- ferð, sagði EJ, til að ná þessu marki og hættulegt, þar sem hún dregur úr þjóðarframleiðslunni. Það er ekki möguleiki á að stjórna svo vel sé með ráðstöf- unum í peningamálum einum saman. Það leiddi til þess að leitað yrði í vaxandi mæli til er- lendra lántaka, þar sem hag- kvæm lán til framleiðslunnar lægju á hakanum. Þá kvað hann Seðlabankanum og ríkisstjórninni gefið of mikið vald, ef ákvæðið um verðtryggð skuldabréf Seðlabankans yrði lögfest. Öðru máli gegndi, ef út- gáfa slíkra forgangsskuldabréfa væri bundin tilteknum nauð- synjamálum, er enga bið þoldu og Alþingi mundi ákveða hverju I sinni hver þau skyldu vera. Prófsteinn á málflutning st jórna randstöð unnar Gylfi Þ. Gíslason viffskipta- máiaráffherra lýsti ánægju sinni yfir, að formenn þingflokka stjórnarandstöðunnar, þeir Lúð- vík Jósefsson og Eysteinn Jóns- son, hefðu haldið langar og ýtar legar ræður um frumvarpið og með þvi undirstrikað, að um mikilvægt mál væri að ræða. Þá sagðist hann einnig telja, að afstaða þeirra til frumvarpsins væri í raun og veru prófsteinn á, hvort stjórnarandstaðan væri málefnaleg í afstöðu sinni eða ekki. Kjarni þessa máls er, að á und anförnum árurn hefur verið og eru uppi stöð- ugar óskir um aukin endur- kaup afurða- víxla, þ. e. um aukin útlán til landbúnaðar og sjávarútvegs, og einnig um, að af urðarvíxlar iðn aðarins verði keyptir með hliðstæðum hætti, en svo hefur ekki verið. Höfuðatriði málsins er, að þessi lán þarf að auka. Þess vegna er ástæða til að spyrja: Dettur formönnum stjórnarand- stöðunnar í hug, að það sé hægt án þess að á móti standi aukinn sparnaður? Það þarf hjálpar- lítið að þyrla upp moldviðri um aukaatriði málsins. Óvéfengjan- legt er, að sá, sem á að annast aukin afurðalán, verður að fá aukna hlutdeild í heildarsparn- aði þjóðarinnar, sem því nemur. Ráðstafar ekki meiru fé, en hann hefur til umráffa Eins og fyrr segir eru uppi óskir um, að Seðlabankinm auki afurðalánin til landbúnaðar, sjávarútvegs og iðnaðar, sem ríkisstjórnin telur eðlilegar óskir. Þess vegna þarf að gera sér grein fyrir, á hvern hátt Seðlabankanum verður gert kleift að standa undir þessum auknu lánveitingum. Sagði ráð- herrann, að þeir menn, sem gerðu hvorttveggja í senn að lýsa sig andvígan frumvarpinu og þá um leið andvíga því, að Seðlabankinn fengi aukna hlut- deild í sparifé landsmanna, og lýstu sig einnig fylgjandi aukn- um lánveitingum hefðu valið leið lýðskrumans, neitað að horfa í augu við staðreyndir. — Vetrarhjálpin Framh. af bls. 24 þessu á laugardaginn. Kvað hann skáta mundu ferðast um bæinn 16. og 17. desember næstkomandi Og safna gjöfum til Vetrarhjálp- arinnar. Hefur sá hlátur verið á hafður undanfarin ár, og kvað Magnús skáta hafa raunverulega borið uppi starfsemi þessa með dugnaði sínum. Það eru árlega 7—800 fjöl- skyldur og einstaklingar, sem sækja um styrk og fá einhverja úrlausn, sagði Magnús. f fyrra var úthlutað gjöfum að verð- mæti rösklega 400 þús. kr., mestu í nýjum fatnaði og gjöfum, auk þess fatnaðar, sem skátarnir söfn uðu. Heldur hefur þó hjálpar- beiðnum farið fækkandi, og kem- ur þar væntanlega einkum til vaxandi atvinna fyrir þá, sem vinnufærir eru og einnig hækk- aðar tryggingar og örorkubætur. Þó má enn gera ráð fyrir, að margir séu hjálparþurfi, einkum gamalt fólk, sjúkt eða fatlað, og báðu skipuleggjendur Vetrar- hjálparinnar fréttamenn að koma þeim eindregnu tilmælum á framfæri við fólk, að það láti stofnunina vita, ef því er kunn- ugt um mjög slæmar heimilis- ástæður nágranna sinna eða ann- arra, því oft mun það vera svo, að þeir sem eru í mestri þörf fyrir aðstoð, láta undir höfuð leggjast að leita slíkrar aðstoð- ar. — Vetrarhjálpin er sjálfstæð stofnun, en stjórn hennar er til- nefnd af borgarstjóra. í stjórn hennar nú eru: Skúli, Tómasson, séra Garðar Svavarsson og Kristján Þor- varðsson, læknir. Simi Vetrarhjálparinnar er 10785. Afkoma Sefflabankans Ráðherrann sagði, að bein- línis væri rangt að komast svo að orði, að Seðlabankinn hafi fryst hluta af sparifénu í þeim skilningi að með því hafi verið komið í veg fyrir, að það hafi verið notað til heilbri-gðra þarfa í íslenzku efnahagslífi. Þessu til sönnunar rakti ráðherrann helztu liði reikninga Seðlabank- ans og dró þá liðið saman, er saman eiga. Kemur þá í ljós, að í okt. s.l. var heildaráðstöfun- arfé bankans 2.291 millj., innlag banka, (svonefnt bundið fé) 756 millj. Frjálsar innstæður 226 millj. kr. Meiru fé getur bankinn ekki ráðstafað með heilbrigðum hættL Eignahlið Seðlabankans lítur þannig út: Gjaldeyriseign (gjald eyriisvarasjóður) 1203 millj. kr., lán til útvegs og landbúnaðar 921 millj. kr. Útlán Stofnlána- deildar sjávarútvegsins 167 millj. eða samtals 2291 millj. kr. Þannig er ráðstöfunarféð ann ars vegar bundið í gjaldeyris- varasjóði og hins vegar í lánveit ingum til landbúnaðar og sjávar útvegs. í hverju er frystingim þá fólgin, hvar er hluta spari- fjárins haldið frá skynsamlegri notkun? Það er þessvegna aug- ljóst, að Seðlabankinn getur að óbreyttri hlutdeild í sparifjár- eign landsmanna ekki aukið út- lánin nema með því að ganga á gjaldeyrisvarasjóðinn. Frá því ríkisstjórnin kom til valda hefur ráðstöfunarfé bank- ans aukizt um 1457 millj. kr. og gjaldeyrisstaðan batnað um 1394 millj. endurkaup afprða- lána aukizt um 63 millj. Þannig hefur meginhluti hins aukna ráðstöfunarfé farið til þess að bæta gjaldeyrisstöðuna, sem var neikvæð, er ríkisstjórnin kom tii valda. Ríkisstjórnin telur, að til þess hafi borið brýnustu nauð- syn, þar sem ástandið var svo alvarlegt. Auðvitað var hægt að nota þetta fé til endurkaupa á afurðavíxlum í stórum stíl, en það var ekki gert nema á kostn- að gjaldeyrisvarasjóðsins, því að ekki er hægt að nota sömu pen- ingana tvisvar. Ef menn telja að það hafi verið rangt, að byrja á því að bæta gjaldeyrisstöðuna, er bezt að það komi skýrt fram og menn segi það án tallrar tæpi tungu. Gjaldeyriseign í staff gjaldeyrisskulda Þá veik ráðherra að því, að tyær ríkisstjórnir, sem sátu á undan þessari og minnihluta- stjórn Alþýðuflokksins, hafi því miður valið þá leiðina að láta 'i SIGURÐUR Benediktsson t heldur listmunauppboð í l Súlnasal Hótel Sögu næst- J komandi fimmtudag kl. 5 e.h. 1 Seldar verffa um 50 myndir eftir um 30 íslenzka lista- menn, einkum eru óvenju margar myndir eftir yngri kynslóðina. Myndirnar verða til sýnis í Súlnasalnum á Miffvikudag frá kl. 2 til 6. og fimmtudag kl. 10 til 4. Meffal listaverkanna er þessi einstæða teikning, þar sem stjórnmálamaðurinn og skáld ið Hannes Hafstein teiknar skáldbróður sinn, Matthías Jochumsson, um borð í skip-1 inu Romny í júní 1885. I endurkaup afurðarvíxlanna ganga út yfir gjaldeyrisvarasjóð inn. Afleiðingin þess hefði verið mikill greiðsluhalli gaignvart út- löndum og söfnun geysilegra gjaldeyrisskulda. í árslok 1954 var ástandið þannig að Seðla- bankinn hafði ekkert fé til ráð- stöfunar nema stofnféð, 583 millj. kr. Þá nam gjaldeyriseign 110 millj. Endurkaup afurða- víxla 275 millj., Útlán stofnlána deildarinnar 71 millj. kr. í út- lánum hjá bönkum og ríkissjóði 126 millj. 1959 var svo komið, að ráðstöfunarfé bankans var aukið með því að stofna til skuld ar erlendis, er nam 191 millj. Þá var stofnfé bankans 828 millj. Gjaldeyrisskuld, eins og fyrr seg ir, 191 millj. Endurkaup 858 millj. Útlán stofnlánadeildarinn- ar 55 millj. og hjá bönkum og ríkissjóði 107 millj. kr. Sú breyting hefur því á orðið, að í stað gjaldeyrisskulda hefur Seðlabankinn komið sér upp um 1200 millj. kr. gjaldeyriseign, sem er fyrst og fremst að þakka stefnu ríkisstjórnarinnar í pen- inamálunum. Er hér var komið, var fundar tími á þrotum, svo að ráðherra gerði hlé á máli sínu, em mun væntanlega ljúka máli §ínu á fundi deildarinnar í dag. Rusk til Bretlands Washington 9. des (NTB) SKÝRT var frá því í Washing ton í dag, aff Dean Rusk, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, héldi til Bretlands á miðviku- daginn í næstu viku, þann 18. des. Rusk ræðir m.a. viff Ale« Douglas-Home, forsætisráff- herra og Richard A. Butier utanríkisrá'ðherra. Jf,róiufdL9 ^LjariL, Aðalfundur félagsins verður haldinn í Café Höll uppi miðviku- daginn lú Þ-ni. og hefst kl. 20,30. Venjuleg aðalfundarstörf. • TOfNSCTI li. MA« l«OT , STJÓRNIN.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.