Morgunblaðið - 10.12.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.12.1963, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 10. des. 1965 t bókabúðunum er mikil mannþröng þessa dag-ana, enda koma nýjar bæéur út daglega. Leikíöngin í verzlunarglugg-uunum freista. Skyldi vera von um að eitthvað líkt þess um flugvélum velti út úr jóta- pakkanum á aðfangadagskvöl d. Fólk í jólahug ' __■■ ■ ■■■ ' :;.'a ‘ a JÓL hafa ýmist verið nefnd hátíð barnanna, eða hótíð kaupmannanna. Má sennilega vart á mi'lli sjá, hvort munr meira réttnefni, en víst er, að hvorir tveggja gleðjast. Hins vegar er hátíð kaup- mannanna þegar hafin, enda stendur hún lengur en hinna og er reyndar að mestu lokið, þegar kemur til kasta barn- anna að kaetast, þótt tilhlökk- unin hafi að vísu varað len.gi. Langt er síðan kaupmenn tóku að skreyta glugga sína og er nú jólaösin svokailaða í algleymingi. Búðirnar eru troðfullar af fólki dag eftir dag, sem skoðar og kaupir gjafir handa ættingjum og vinum. Morgunblaðið hringdi í gær í þrjár bókabúðir og spurði um sölu einstakra bóka. í Bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar hafði selzt einna mest af 2. bind; aevisögu Hann esar Hafstein, í öðru sæti var Sá svarti senuþjófur, þá Geys ir á Bárðarbungu og Mælt mál eftir Davíð Stefánsson. Hjá ísafold var Skáldátími Laxness í fyrsta sæti, síðan Tízkuibókin, Dularfulli Kanadaimaðurinn og Hannes Hafstein. Þá hafði blaðið tal af verzlunarstjóra enn einnar stórrar bókabúðar. Þar hafði mest selzt af Skáldatíma næst kom Sá svarti senuþjóf- ur, þá mælt mó‘l og loks Tyrkjaránið. Götuskreytingar mun minni en áður. Þegar pabbar og mömmur Reykjavíkurborgar lögðu af stað í hina árlegu ferð til að sjá fyrstu jólasveinana í Vesturveri á sunnudag og skoða jólavarninginn í búðar- gluggunum í leiðinni, var greinilega að koma jólablær á borgina. í gluggana á á- kveðnum verzlunum eru komnir hinir hefðbundnu jóla sveinar í rauðum kápum með hvítt skegg. sem kinka íbyggn ir kolli framan í krakkana eða veifa til þeirra með hend- inni, og frá slíku ævintýri er erfitt að draga lítinn hnokka eða litla hnátu. Enda hafa kaupmennimir verið svo for- sjálir að dreifa alls konar fallegum hlutum í kringum jólasveinana. stræti að þar eru nú miklar byggingarfram.kvæmdir, svo á sumum svæðum er erfiðara að koma slíku fyrir. En hvað um það. Skreytingarnar settu svip á miðbæinn, sem fólk saknar, er það hefur vanizt þeim. 11 Ijósum prýdd jólatré prýða Reykjavík. Það er þó mikil bót í máli að 'kveikt er á hverju stóru jólatrénu á fætur öðru á torg um og auðum svæðum víðs vegar um Reykjavíik. Borgar- yfirvöld hafa sjálf keypt og sett upp 8 slík tré: 3 í Vestur- bænum eða á Landakotstúni, við Neskinkju og á Hring- braut við íþróttavöllinn, og í Austurbænum á Miklatorgi Hlemmtorgi, við gatnamót Laugarnesvegar og Kirkju- teigs, á Sunnutorgi og við Réttarholtsveg. , Hvít ljós prýða nú öll þessi tré, sem eru 3-9 m. há. Einnig hafa ýmsar stofnanir, eins og Heilsuverndarstöðin og Fæð- ingarheimilið komið upp trjám fyrir utan hjá sér. Þá er búið að kveikja á einu af þremur gjafatrjám til Reykjavíikurborgar. Það er tréð frá Skógræktinni í Fo&s- vogi, sem komið er fyrir 1 Bankastræti. Timburútflytj- endasamband Svílþjóðar sendi borgarbúum í fyrsta sinn í ár fallegt 15 m. hátt grenitré, sem er komið og verður sett upp við Miklubraut. Hæsta tréð er gjafatréð frá Oslóarborg til Reykjavíkur, Framh. á bls. 14 En svonaskrautleg er verzlunargatan Regent Street í London í desembermánuði. Götuskreytingin, grænir greinavafningar með björtum ljósum, er þó ekki eins mikil og undanfarin ár. Að vísu skreyta stöku verzlanir fyrir utan hjá sér, en almenn skreyting á beilum götum er greinilega lítil. Er fréttamað- ur blaðsins átti leið um bæinn í gær, saknaði hann ljósanna og grenigreinanna þvert yfir Austurstrætið og Bankastræt- ið. Hornið á Hafnarstræti og Pósfchússtræti glóði þó eins og stjarna í myrkrinu með stórri grenibjöllu og krossvafning- um, en það var ekki fyrr en komið var á neðri hluta Skóla vörðustígs sem veruleg jóla- birta og skraut var yfir göt- unni. Á Vesturgötu og Hverf- isgötu höfðu verzlanir Halla Þór einar vafninga með ljós- um yfir götuna hjá sér. Við leituðum upplýsinga í gróðrastöðinni Alaska í Breið holti, sem annast útiskreyt- ingar, og fengum þar stað- fest að götuskreyting væri miklum mun minni en Jólaskreytingar á götum Rekjavíkur eru með minna móti 1 ar> undanfarin jól. Og ástæðan? Rafmagnskaplar, vírar og fest ingar, sem notaðar hafa verið undanfarin ár td. í Austur- stræti og mikið mæðir á, eru orðnar mjög úr sér gengnar og þúrfa mikillar endurnýj- unar við, en margir kaup- menn hafa ekki viljað leggja í svo mikinn kostnað í ár. Auk þess mun það líka draga úr skreytingu á Austur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.