Morgunblaðið - 10.12.1963, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.12.1963, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 10. des. 1963 m *' SKIPSTJORI A PT-109 Bók um mesta leiðtoga heimsins a vorum timum. LTm 200 bls. með 24 myndasíð- um. Verð kr. 240.00. 1 náinni samvinnu við John F. Kenne- dy, hinn látna forseta Bandaríkjanna hefur Robert J. Donovan samið þessa ievintýralegu frásögn af atburðum sem gerðust í heimsstyrjöldinni siðari. 1 morgunskímunni þ. 2. ágúst 1943 sigldi japanski tundurspillirinn Ama- giri á fullri ferð á ameríska hrað- bátinn PT-109 og sökkti honum og skildi eftir áhöfn bátsins í sjónum í æðandi benzínlogum. Skipstjóri á PT-109 var grannvaxinn liðsforingi, unglingslegur í fasi, mað- ur að nafni John F. Kennedy frá Boston. Þennan mann syrgir allur heimurinn um þessar mundir, eða tuttugu árum eftir að atburðir þeir gerðust er hér er sagt frá. Kennedy sýndi þá eins og siðar, að hann var mikill foringi, þrautseigur og gætinn á hættustund. Eftir að japanski tundurspillirinn sigldi hraðbátinn í kaf var Kennedy liðsforingi í þrjátíu klukkustundir af næstu þrem dægrum í sjónum. Tíu menn aðrir af áhöfn PT-109 lifðu og gátu síðar sagt frá hinni miklu hug- dirfsku hins unga skipstjóra. í þess- ari bók er í fyrsta skipti sagt ná- kvæmlega og í fullu samráði við for- setann ekki aðeins frá PT-109, held- ur líka frá öllum afrekum hins látna forseta i stríðinu. Donovan, maðurinn sem skrifaði þessa bók, ferðaðist 50 þús. km. leið og tal- aði við hundruð manna, til þess að afla upplýsinga. Hann talaði m. a. við stjórnanda Amagiri og tuttugu menn af áhöfn hins japanska tundurspiliis. Á Salomonseyjum hitti hann alla tíu heimamanna, sem þátt tóku í björgun Kennedys og áhafnar hans. Þótt Kennedy forseti hafi einkum get- ið sér frægðar fyrir hugdirfsku og þrek, er PT-109 fórst, þá gerðnst nokk- ur önnur atvik í styrjöldinni, sem sýna snarræði hans, en einnig mannúð hans og félagslyndi, glettni og gam- ansemi. Allir þessir kostir hans áttu siðar eftir að skýrast og gera Kenne- dy forseta að „mesta leiðtoga heims- ins á vorum tírnum", eins og Lyndon B. Johnson núverandi forseti Banda- rikjanna sagði um hann í ávarpi sinu á Bandaríkjaþingi fyrir nokkrum dög- urn. GÓÐAR BARNABÆKUR Þér getið verið handviss um að þér gefið unglingunum góðar bækur, ef þér gefið: ★ NONNA-BÆKURNAR ----- ★ STEFÁNS JÓNSSONAR-BÆKURNAR ★ KÖTLU-BÆKURNAR (eftir Ragnheiði Jónsdóttur) ★ DÍSU-BÆKURNAR (eftir Kára Tryggvason). Útkoma skáldsögunnar HLSIÐ eftir Guðmund Daníelsson er sannur bókmenntaviðburður, því að þetta er ekki aðeins bezta bók Guðmundar, held- ur tvímælE*laust bezta ís- lenzka skáldsagan, sem kom- ið hefur út um langt árabil. 241 bls. Verð kr. 280.00. Það hefur verið sagt um bók Árna Óla, ERILL og FERILL BLAÐAMAIMIMS UIVl HÁLFA ÖLD HJÁ IVIORGLIIMBLAÐIIMIJ að hún sé hvorki ævisaga, Is- landssaga né heldur verald- arsaga, heldur sé hún í raun og veru allt þetta þrennt. „Því má vera, að saga blaða- manns sé sönnust sagna, þeg- ar öllu er á botninn hvolft". ERILL OG FERILL er stór bók (452 bls.) og falleg, með fjölmörgum myndum. Verð kr. 360.00. KLASSISKAR GJAFABÆKUR Hér er listi yfir nokkrar klassiskar bækur, sem ættu að vera til á öllum íslenzkum menningarheimilum: ISLENZKIR ÞJÓÐHÆTTIR, eftir Jónas á Hrafnagili, 500 bls. Verð kr. 315.00. LJÓÐMÆLI MATTHÍASAR I—II, ca. 1500 bls. Verð kr. 500.00. (Ritsafn Matthíasar, öll átta bindin kosta kr. 1735.00. RIT ÞORSTEINS ERLINGSSONAR, þrjú bindi. Verð kr. 600.00. j SÖGUR ISAFOLDAR, fjögur bindi, Sig. Nordal valdi, 1400 bls. Verð kr. 320.00. LJÓÐMÆLI SIGURÐAR BREIÐFJÖRÐS, þrjú bindi. Verð kr. 430.00. RIT KRISTÍNAR SIGFÚSDÓTTUR I—III, 1300 bls,*” Verð kr. 240.00. LEIKRIT SHAKESPEARES (þ. á m. Hamlet) í þýðingu séra Matthíasar, 392 bls. Verð kr. 200.00. ENDURMINNINGAR SVEINS BJÖRNSSONAR, 315 bls. Verð kr. 240.00. ÍSLENZKIR SAGNAÞÆTTIR OG ÞJÓÐSÖGUR, eftir dr. Guðna Jóns- son, 4 bindi, 2000 bls. Verð kr. 660.00. LJÓÐMÆLI GUÐMUNDAR GUÐ- MUNDSSONAR, skólaskálds, tvö bindi. Verð kr. 160.00. Bókaverzlun ÍSAFOLDAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.