Morgunblaðið - 10.12.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.12.1963, Blaðsíða 12
n MORCUN BLAÐIÐ < í'nðjudagur 10. ctes. 1963 ÞAÐ ER SEGIN SAGA AÐ VÖNDUÐUSTU HÚSGÖGNIN Á HAGSTÆÐASTA VERÐI FÁIÐ ÞÉR HJÁ OKKUR. NÝKOMIÐ: Heimaskrifborð m/bókahillu Borð með tvöfaldri plötu Svefnsófar 2 gerðir Svefnstólar. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. H.F. Laugavegi 13 Reykjavík. Iðnaðai'húsnæði oskast Húsnæði fyrir léttan iðnað óskast til leigu í Reykja vík eða næsta nágrenni. Æskileg stærð um 150 ferm. Æskilegt að það verði laust upp úr næstu ára- mótum. Þarf að vera með innakstursdyrum. ÁRNI STEFÁNSSON, HRL. Málflutningur. — Fasteignasala. Suðurgötu 4. — Sími 14314. Jólabækur Kv öl dvökuútgáfunnar 7963 Skáldkonur fyrri alda (2. bindi, eftir Guðrúnu P. Helgadóttur skólastjóra) Þegar frú Guðrún P. Helgadóttir reit fyrra bindi þessarar bókar var það talinn merkur bókmenntaviðburður, og. hlaut bókin mikla út- breiðslu og lofsamlega dóma. í þessu bindi rekur höfundur eftir beztu fáanlegum heimildum m.a. sögu Vatnsenda-Rósu, Látra-Bjargar, Steinunnar í Höfn og Mad- dömunnar á Prestbakka. Öllum þessum skáldkonum gerir höfundur glögg skil. Látra-Björg verður ljóslifandi fyrir okkur á för sinni um landið, stórskorin og ferleg í útliti, en verður allt að yrkisefni. Lang ítarlegasti kafli bókarinnar er um Vatnsenda-Rósu. Saga hennar er rakin frá vöggu til grafar, og hispurlaust greint frá ást- um hennar og Natans Ketilssonar. HÖfundur kemst svo að orði í lok kaflans um Rósu. „Hún virðist jafnan sjálfri sér samkvæm í Ijóðum og gerðum, kemur til dyranna eins og hún er klædd eða fáklædd“. Þetta er óskabók allra, sem unna þjóðlegum fróðleik. Þetta er óskabók íslenzkra kvenna í ár. Þetta er fegursta bókin á markaðnum í ár. íslenzkar Ljósmæður (2. bindi, 29 æfiþættir og endiiraiimiingar) Fyrra bindi var frábærlega vel tekið, og hlaut mikla útbreiðslu. Tryggið yður bæði bindin meðan þau eru fáanleg. í þessu bindi eins og því fyrra, eeru frásöguþættir og æfiágrip ljós- mæðra (ásamt myndum) hvaðanæva að af landinu. Hér er um að ræða stuttar frásagnir (ekki ljósmæðratal né Ijós- mæðrasaga) er bregða upp sönnum myndum af starfi ljósmæðr- anna, erfiðleikum og fórnfýsi. í bókinni segir frá margskonar hetjudáðum, ævikjörum íslenzkr- ar alþýðu, viðburðaríkum ferðalögum á sjó og landi og furðulegum tilviljunum milli lífs og dauða í mannlegri tilveru. Því gleymi ég aldrei (2. bindi, 19 frásöguþættir af einstæðum atburðum) Allir þættirnir í þessu bindi eru nýskráðir og hafa hvergi birzt áður. Meðal höfunda eru: Sigurður Nordal prófessor, Sr. Sveinn Víking- ur, Guðrún frá Lundi, Guðmundur Böðvarsson skáld, sr. Emil Björns son, Ólafur Tryggvason frá Hamraborgum, Egill Jónasson skáld frá Húsavík o. fl. Af nokkrum kaflaheitum má nefna: Talisman-slysið. Með 13 í taumi. Með bilaða hreyfla. Flugvéhn Geysir og björgun áhafnar- innar. Að mér hafa svipir sótt o. fl. Allir þættirnir draga að sér áskipta athygli lesandans. Kvöldvökuútgáfan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.