Morgunblaðið - 10.12.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.12.1963, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 10. des. 1963 MORGUNBLAÐIÐ 13 Kristbjörg Jónsdöttir Kciub H ú si Guðmundur Daníelsson: HÚSID. Skáldsaga. 241 bls. ísafoldarprentsmiðja lif. Reykjavík 1963. GUÐMUNDUR Danielsson hefur eent frá sér nýja skáldsögu eftir tveggja ára hlé. Eftir að hafa glímt við söguleg efni í tveimur eíðustu skáWverkum sínum snýr Ihann sér nú að nýliðinni tíð, ár- unuim upp úr fyrri heimsstyrjöld, ©g dregur upp ljósa en kannski dálítið einhæfa mynd af þeim „siðaskiptum'* sem urðu á íslandi é þeim árum. Myndin nær í raun inni ekki nema til einnar fjöl- ekyldu í litlu sjávarplássi á suð- urströndinni; lífið utan Hússins er í baksýn nema þegar það snert beinlínis umraedda fjölskyldu. I>esandanuim koma að sjálfsögðu í hug heimahagar höfundar, Eyr- arbakki og „Húsið“ þar (ekki sízt þegar litið er á kápumynd- ina), og má vera að hann hafi haft staðhætti þar til hliðsjónar þegar hann samdi söguna, en ekki mun hún vera sannsöguleg að efni til. Skáldsagan fjallar um hálf- danska faktorsfjölskyldan sem tekið hefur að erfðum margra kynslóða gamalt „búðarvald í Brimveri ásarnt skyldum þeim og forréttindum sem því fylgja. 1 llúsinu, sem réttilaga heitir Ból- etaður. hefur Bólstaðaættin ríkt einvöld meðan hjarta þjóðlífsins bIó í Brimveri en þegar hér er komið sögu eru taumarnir í hönd um dansks Gyðings, C. A. Henn- ingsens, sem hefur kvænzt inn í settina og horfir nú á rótgróið veldi hennar, fjármagn og lang- ræktaðar venjur lúta í lægra haldi fyrir fulltrúum þeinra afla, Bem hafa tæknina, nýjar sam- gönguleiðir og nýjan tíðaranda eð bakhjalli, jafnframt því«sem þungamiðja þjóðlífsins flyzt frá Brimveri til höfuðstaðarins. En t>að eru ekki fyrst og fremst þess ar ytri aðstæður sem valda hruni Hússins, heldur innri mein sem búið hafa um sig í settinni sjálfri. Húsið Bólstaður er hið áþreif- anlega tákn um arfgengan auð, fórréttindi og vald faktorsfj öl- ekyldunnar. f>ar ríkir sésrstakt •ndrúmsloft, ekki ósvipað þvi eem er í helgidómi og daglegar athafnir hafa á sér helgiblæ: allt fer fram samkvæmt ritúali. En heligivenjumar eru að missa gildi Bitt og innihald, Húsið og allt »em þvi heyrir er að hrörna. Fjölskyldutfaðirinn, Aron Henn ingsen, horfir upp á hrunið án þess að æðrast, því hann er sjálf- Uir af öðrum heimi. Hanm er ekki náttúraður fyrir dauðar tölur og •niiasmugulegt eftirlit með við- ekiptum, heldur býr I honum sál Bkálds og vísindamanns sem leit- ar fróunar í afkekktu húsi innan «m sjaldgæí egg, stoppaða fugla ©g góðar vintegundir — og þar „týnist" hann einatt dögum og jafnvel vikum saman. betta er sem sé öðrum þræði Baga um viðnámsleysi og örlaga- dóm hinnar fáguðu og næmu sál- ar í hversdagsþrasi hrárrar sam- keppni, brasks og sýndar- mennsku, þar sem raunveruleg verðmæti eru verðlaus og flestar dyggðir og hefðir í upplausn. Við slíkar aðstæður flýr það sem viðkvæmt er á náðir Bakkusar eða listarinnar, hverfur af torg- um prangaranna og trúðanna, sbr. Aron Henningsen og Agnesi dóttur hans. Þessi nýja skáldsaga Guðmund- «tr Daníelssonar etr að mörgu leyti sérkennileg og minnisverð. Stíltök höfundarins eru t. d. létt- ari og öruggari en ég hef séð þau fyrr. Það er einkennileg heiðríkja yfir stílnum og eitt- hvert óhæði i frásögninni sem gerir hana með köflum bæði glitrandi og ilmandi. Penninn virðist leika í höndum Guð- mundar og frásögnin renn- ur fram líkt og fyrirhafnar- laust ,full af glettni og gáska; þar fléttast saman á skemmtileg- an hátt beinar og óbeinar um- hverfislýsingar, hugrenningar íhöfundar og persónanna, bein ræða og óbein, allt í einum far- vegi eins og breið elfur sem sam- einar í sér glitrandi fjallalæki, kolmórauðar jökulár og fúla Guðmundur Daníelsson mýrarlæki. Tónnlnn í frásögn- inni er ísmeyigilegur, nákominn lesandanum, kiminn og kankvís- legur. Lýsingar eru víða séirlega hnyttnar og uppljómandi, tákn- málið fjölbreytilegt og ferskt án þess að vekja beinlínis athygli á sér eða taka sig út úr sögunni — það er list. Án efa er það fyrst og fremist frásagnarmátinn sem veldur því að sagan lifir - les- andanum, skilur eiftir einhvem ljúfan keim. Það merkilega er nefnilega, að sagan sjálf er ekki jafn stór í sniðum eða áleitin eins og stíll hennar og geðblær er rninnis- stæður. Þetta stafar m. a. af því, að þegar kemur fram yfir miðja sögu er eins og höfundurinn þreytist eða slappi af — hún er ekki jafnfersk undir lokin. Hitt veldur þó sennilega meiru, að sjálf sagan stendur ekki við þau fyrirheit sem hún gaf í upphafi — hún dreifist ag gliðnar í stað þess að þéttast og risa. Sá þáttur sögunnar sem fjallar um trúmál- in í Brimveri er sýnu verst sam- inn og sker sig með einhverjum hætti úr sögunni, og stafar það held ég m. a. af því að höfundur- inn virðist ekki hafa haft sömu ánægju af að skrifa um þessi efni eins og önnur. Það er eins og hjarta hans kólni gaignvart porsónunum, hann horfir á þær utan frá eingöngu og er gramur eða mjög gagnrýninn — og bregði hann á leik, sem hann gerir oft, er hann kaldhæðinn og nístandi, hefur ekki ylimn og létt leikann sem einkenna aðra þætti bókarinnar. Fyrir bragðið verða trúmálin í bókinni hálfgert leið- indaþras og eiginlega utanveltu við söguna, og fólkið sem þar á hlut að máli fremur leikbrúð- ur höfundar en lifandi mann- eskjur. Þetta væri nú kannski sök sér, ef ekki bættist við, að önnur aðalpersóna sögunnar, Tryggvi Bólstað, er sama marki brennd. Iiöfundurinn kemst aldrei inn fyrir skinnið á honum, og fyrir vikið verður hann lesandanum hvorki hjartfólginr. né skiljan- legur. Ljós og leynd andúð höf- undar á þessum meingallaða maruii sviptir hann því mennska svipmóti, sem jafnvel örgustu þorparax verða að hafa í skáld- verkum. Það breytir engu hér um, þó Tryggva séu lögð á lungu mörg góð spakmæli og kostuleg tilsvör — hann lifnar ekki að heldur að því marki, að lesandinn fái áhuga á honum. Hann er of einhliða: kærulaust dekurbam, stefnulaus, ástríðu- laus, „sálarlaus“. Auk þess svif- ur hann að heita má í lausu lofti, vatnar ljósara og nánara samband við fortíð sína. Aron Henningsen er hins veg- ar eftirminnileg persóna, þó hann láti lítið yfir sér, og sama má segja um konu hans og dæt- ur. Ekki á það síður við um safaríkar og jarðbundnar persón- ur eins og Jónu Geirs og Hús- Teit — velvild og væntumþykja höfundar gerir þær og margar fleiri aukapersónux sögunnair ó- mótstæðilegar. Guðmundur Danielsson hefur gott lag á að tengja persónur sínar umhverfinu, einkum jörð- inni og árstíðunum, og gerir það einatt með mjög táknvísum hætti, t. d. í kaflamum um Jónu og Teit á bls. 110—112. Enrvfrem- ur lætur hann ýmsa dauða hluti tala sínu skýra táknmáli, t. d. eggjaskúrinn og innhú hans, skinnhúfuna, skelfiskinn O. s. frv. Að sjálfsögðu ér talsverð ádeila í þessari bók, þó hún sé ekki ádeilusaga í eðli sínu. Höf- undurinn deilir fyrst og fremst á gróðahyggjuna og spókaup- mennskuna í öllum sinum mynd um og heggur stundum nærri atburðum sem við þekkjum úr eigin samtíð (sparisjóðsstjórinn í Brimveri, sem verður gjald- þrota og er gerður að þjóð- bankastjóra fyrir sunnan, hlýtur að vekja minningar, þó ekki sé um beinar hliðstæður að ræða). En það er ekki síður deilt á trú- girni og skammsýni almennings, sem lætur loddara og ævintýra- menn féfletta sig og hafa að fífli (fríkirkjubramiboltið). Auglýs- ingaskrumið og pólitíska ofstæk- ið er einnig telcið í karphúsið, og þannig mætti lengi telja. En ádeilan er að sjólfsögðu ekki annað en böggullinn sem fylgir skammrifinu, eða svo ætti það a. m. k. að vera. Þar sem hún fær yfirhöndina hættir henni til að spilla sögunni, eins og á sér stað í trúmálaþættinum fyrr- nefnda. Frágangur á þessari bók er þvi miður lakur, prentun sums staðar slæm og prentvillur alltof margar. Pennaglöp sá ég á tveim stöðum, og kom mér á óvart: „Backi hefur tónlistinni fyrr ver- ið gerð skil.,..“ (bls. 39) og ..... fólk sem heldur að það eigi brýnt erindi þangað eða hitt....“ (53). Sigurður A. Magnússon. F. 8. jan. 1924. D. 20. nóv. 1963. „Með beygðum knjám og með bænarstaf menn bíða við musteri allrar dýrðar“. E. Ben. ÞAR gildir hið sama fyrir hinn volduga og smáa. Þeir, sem missa ástvini sina og eru harmi slegnir, stara með undrun og kvíða út í geim óvissunnar, en fá ekkert fullnægjandi svar við þeim ugg- vænlegu spurningum, sem vakna í hugum þeirra. Kristbjörg var dóttir hjónanna Oddnýjar Guðmundsdóttur og Jóns Halldórssonar bakara. Hún ólst upp á heimili foreldra sinna ásamt tveimur systkinum. Heim- ilið hafði holl uppeldisáhrif á hana og ástundaði hún allt, sem mátti henni til heilla verða. Ung hóf hún nám við Gagnfræðaskól- ann í Flensborg í Hafnarfirði og lauk þaðan góðu prófi. Strax að því loknu réðst hún til starfa á skrifstofu hér í Reykjavík og var þar mjög vel látin vegna kunn- áttu sinnar og góðra eðliskosta, en það hvorttveggja varð henni alla tíð heilladrjúgt. Átján ára giftist hún Jóni Ól- afssyni og eignuðust þau eina dóttur, Auði Eddu, sem nú dvelst erlendis. Samvistir þeirra hjóna urðu skammar og tók Kristbjörg þá að vinna hjá fyrirtækinu TroUe og Rote og var þar, þar til hún giftist eftirlifandi manni sín- um Henry Kcluk. Eignuðust þau þrjú efnileg börn, sem nutu ást ríkrar og góðrar móður. Virtist nú allt leika í lyndi, en skjótt dró ský fyrir sólu. Maður hennar veiktist og fluttust þau þá til Ameríku til þess að leita honum lækninga. En vonin um bætt heilsufar hans brást og hefur hann æ síðan verið lasburða og óhæfur til vinnu. Kona hans ann- aðist hann af kostgæfni eftir því, sem kraftar hennar leyfðu, því að nú tók hún sjálf að kenna sjúk- leika. Hún hvarf aftur til Islands með yngri börnin, og þá farin að heilsu. Hún starfaði samt eins og kraftar hennar leyfðu þar til yfir lauk. Hinum sorghitnu, móðurlausu börnum hennar er það huggun harmi gegn, að þau eiga hér ömmu og afa, sem munu eftir megni styðja þau. Auk þess eiga þau hér góða fjölskyldu, sem er þess albúin að greiða svo, sem verða má úr erfiðleikum þeirra. Um Kristbjörgu má segja það, að hún veitti vinum sínum hlut- deild i gleði sinni, þegar sól ham- ingjunnar skein í heiði, en erfið- leika sína vildi hún bera ein til hinztu stundar án þess að mæla æðru orð. Þannig er minningin um hina Ijúfu, ungu konu, sem nú er horf- in. Þeir, sem henni kynntust, eru ríkari vegna kynna sinna við hana. Dagf. Sveinbjörnsson. Jóhanna Guð- mundsdóttir Til hinnar látnu. Þreyttur var, ég garð þinn gisti góða máltið fékkstu mér. Eflaust var ég ei sá fyrsti, er endurnæring fékk hjá þér. Hresstir menn og svanga saddir sama hvar þeir fóru um veg. ef þeir voru illa staddir öllum sýndir kærleiksgeð. Ferðalúinn margan mannjnn mettaðir þú og veittir skjóL Umbun þina, sæti svanni sveina gladdi hyggjubóL Allt var gefið, greiði og hýsing, Guði færð þú launin hjá. Lif í friði og ljós hans lýsi lífsins friðarlandi á Líf er endað, lokið dögum lífs á hjarni veraldar. Minning lifir lífs í högum, lífsins verkin eru þar. Eg veit að höndin Guðs þig geymir er gengur þú í dýrðarrann. Byrðin létt, og burt úr heimi, Ég bið að allir lofi hann. Ferðamaður. Framlög til barnaheimila og leikskóla 60% hærri Á FUNDI borgarstjórnar á fimmtudag var svohljóðandi frá- visunartillaga við tillögu Ásgeirs Höskuldssonar um dagheimili samþykkt: „Borgarstjórn hefur nýlega samþykkt ályktun um byggingu dagheimila og leikskóla árin 1964 —68, þar sem m.a. er gert ráð fyr- ir, að á árinu 1965 verði byggðir leikskólar í Vogahverfi, í Hvassa- leiti og hafin bygging leikskóla í Safamýri. í frumvarpi að fjárhagsáætlun fyrir Reykjavík 1964 er gert ráð fyrir, að til byggingar beimila verði varið á næsta ári 12 millj. kr. i stað 7,5 millj. kr. á yfirstand- andi ári. Hér er um að raíða hækk un um 4,5 millj. eða 60%. Með tilvísun til þessara stað- reynda er framkominni tillögu vísað frá“. BYGGÐUR LEIKSKÓLI Ásgeir Höskuldsson (K) gerði grein fyrir tillögu sinni þess efn- is, að í því skyni að auðvelda Sumargjöf að taka á móti 6 ára börnum í leikskóla og dagheim- ili, ákveður borgarstjórnin að auk fyrirhugaðra framkvæmda við Bugðulæk verði byggður einn leikskóli árið 1964. Rök- studdi borgarfulltrúinn mál sitt með því, að skortur væri nú á leikskólum og engir, sem ætlað- ir væru 6 ára börnum. ÁÆTLUN UM BYGGINGU DAGHEIMILA Birgir ísl. Gunnarsson (S) benti á, að fyrir nokkrum mán- uðum hefði verið samþykkt áætl- un um byggingu dagheimila og leikskóla 1964—1968 og sú sam- þykkt gerð einróma í borgar- stjórninni. Þá hefði engin athuga- semd komið fram um áætlaðar framkvæmdir 1964 né um röð framkvæmda að öðru leyti. Þess vegna sé ástæðulaust nú að taka þessa áætlun til nýrrar athugun- ar, aðeins nokkrum mánuðum síð ar, og lagði borgarfulltrúinn síð- an áherzlu á, að gert væri ráð fyrir 60% hækkun á framlögum til barnaheimila 1964. Lagði hann síðan fram fyrir hönd Sjálfstæðis manna frávísunartillögu þá, er að ofan greinir og var hún sam- þykkt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.