Morgunblaðið - 10.12.1963, Síða 20

Morgunblaðið - 10.12.1963, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ triðjudagur 10. des. 1963 Björg C. Berndsen frá Skagaströnd Fimmtudagskvöldið- 5. þ.m. andaðist í LandakotsspítaJanum í Reykjavík sæmdarkonan Björg Carlsdóttir frá Skagaströnd. Komu þau tíðindi nokkuð ó- vænt og bar það tU, að þessi fjölhæfa dugnaðarkona hafði lengst æfi sinnar haft góða heilsu og aldurinn var ekki hár. Stóðu því vonir til, að hún ætti nokkur ár eftir, að lifa meðal barna sinna og vina hér. En banameinið, sem var lungnabólga tók hana nokkuð snögglega og engin gagnleg ráð reyndust til varnar gegn hinni köldu hönd. Björg var fædd á Skagaströnd 14. ágúst 1895. Var hún dóttir Carls Berndsens kaupmanns á Skagaströnd og konu hans, Stein unnar Simsen. Voru þau hjón skörungar í gestrisni og myndar- arskap, og áttu margt bama. En nú eru aðeins fjögur á lifi: tveir bræður og tvær systur. KVENSKÓR Holleitzkir Franskir ítaSskir Jólaskona fáið þér h]á okkur Björg ólst upp hjá foreldrum sínum á Skagaströnd en fór nokkuð snemma að leita sér menntunar. Fyrst á Kvennaskól- anum á Blönduósi, svo í Kvenna skóla í Danmörku. Árið 1920 þann 12. febrúar giftist hún Ólafi Lárussyni sem þá var for stjóri fyrir Kaupfélagi Skag- strendinga. Var það ágætur mað ur og mikill öðlingur, er naut almennra vinsælda, hvaj sem hann var. I>essi ágætu hjón lifðu saman í ástríku og farsælu hjónabandi í 33 ár. En hinn 30. maí 1953 andaðist Ólafur. Var hann mjög harmaður af öllum sem hann þekktu Þeim hjónum varð 5 bama auðið og lifa þrjú þeirra: ein dóttir Sigríður og tveir syn- ir: Theódór og Steinþór. Eru þau nú öll hér í Reykjavík og öll gift. Sigriður er gift Sigurði Gunn arssyni prentara, Theódór er kvæntur Erlu Magnúsdóttir, en Steinþór er kvæntur Guðrúnu Halidórsdóttur. Tvo drengi misstu hjónin Björg og Ólafur í æsku og vom þeir fyrsta og siðasta bam. þeirra. Hinn fyrri dó mjög ung- ur, en hinn síðari Óiafur Árni varð 6 ára. Ömmuböra þ.e. barnaböm Bjargar sálugu eru nú 9. Em allir afkomendur hennar mjög efnilegt og vel gefið fólk. Á Skagaströnd bjuggu hjónin fyrra sinn til ársloka 1936, en fluttu þá til Reykjavíkur og bjuggu þar í 9 ár eða til 1945. Fluttu þá aftur til Skagastrand- ar, og gerðist Ólafur þá póst- afgreiðslumaður og símastjóri þar. Þegar hann féll frá 1953 tók Björg það starf að sér og stund- aði það af miklum dugnaði reglu festu allt til 1959. En þá flutti hún aftur til Reykjavíkur, og Steinþór sonur hennar tók við starfinu og stundaði það, þar til síðasta vor, að hann hætti við það og flutti hingað suður. Frú Björg Carlsdóttir var mik- il ágætis kona og það á alla grein. Hún var frið og vel vax- in, létt í hreifingum, prýðilega greind, og frábær skörungs kona, að gestrisni og allri fyrirgreiðslu við það fólk er hún hafði skipti við. Á mörgum tímum var hús hinna ágætu hjóna líkara því, að vera opið veitingahús, þar sem enginn þurfti neitt að greiða, heldur en að um persónulegt heimili væri að ræða. Gilti þetta bæði norðanlands og sunnan. Vissu menn þó, að ekki vom tekjumar svo miklar, sem slíkri rausn samsvaraði. En vel var á öllu haldið og húsfreyjan svo framúrskarandi að dugnaði og snarræði, að þvi var líkast að henni væri allt fært. Og sam- fara öllum veitingunum var al- úð og glaðlyndi, svo að fágætt var. Studdi allt að því, að þang- að þótti eftirsóknarvert að koma. Hvar sem þessi kona kom fram innan heimilis og utan, þá var hún til sæmdar og prýði. Sem eiginkona og húsfreyja, móðir barna sinna, og síðar amma sinna barnabarna, þá var hún alls stað ar til gleði, fyrirmyndar og sóma. Var því eigi að undra þó að hún væri vinsæl af öllu sínu fólki og þeim öðrum er hennj kynntust. Mótlætinu og sorgunum, sem hún varð að mæta tók hún með kjarki og þolinmæði Hún var ekki líkleg til að bugast þó á móti blési. Heilbryggður kjark- ur var henni samgróinru í félagslífi og landsmálum fylgdist hún betur með en flest- ar konur aðrar. Og hún hafði á- kveðnar skoðanir, sem hún hik- aði ekki við að láta í ljósi með einurð og einbeitni hver sem í hlut átti. Að lenda í orðakasti við hana var ekki neinum andlegum lítil- mennum fært. Og á hvaða sviði sem var, þá hafði hún fyrst og fremst áhuga á því, að koma þannig fram að almenningi væri til góðs. Á því sviði, sem ann- ars staðar var hún alltaf til ánægju. Nú þegar þessi heiðurskona er horfin af sjónarsviði þessa hérvistarlífs, þá geta allir sem hana þekktu minnst þess, að æfisaga hennar er ánægjuleg og að allar minningamar um hana eru bjartar og hreinar. Börnum hennar tengdabörn- um og öllum öðrum aðstandend- um votta ég einlæga samúð og hluttekningu í tilefni af því að missa hana svo fljótt. Henni fylgir einlægt þakklæti fyrir allt er hún hefir á æfinni unnið öðrum til gagns og gleði. Minningarathöfn um hana verður í Dómkirkjunni hér í dag og á fímmtudaginn kemur verð- ur hún jarðsungin norður á Skagaströnd. Reykjavik 10. desember 1963 Jón Pálmason, CLARK Bezta tryggingín er reynsla annarra Eftirfarandi fyrirtæki nota CLARK-lyftivagna: Áburðarverksmtðjan h.f. Áfengis- og tóbaksverzlun rikisins Bæjarútgerð Reykjavíknr Eimskipaféiag íslands h.f. Fiskur h.f. Hraðfrystistöðin h.f. J. Þorláksson & Norðmann h.f. Jöklar h.f. Kassagerð Reykjavíkur h.f. Kol & Salt h.f. Kaupfélag Eyfirðinga Lýsi h.f. Samband ísl. Samvinnufélaga Sementsverksmiðja ríkisins Skipaútgerð ríkisins Slippfélagið h.f. Timburverzlunin Völundur hf. Síldarverksmiðjur ríkisins Isbjörninn h.f. hr. Ingvar Vilhjálmsson Síldar- og fiskimjölsverksm. Kletti h.f. Síldar- og fiskimjölsverksm. Akranesi Hafskip h.f. Stálsmiðjan h.f. Sölunefnd varnarliðseigna EQUIPIUEIMT IIMTERIMATIOIMAL eru stærstu og þekktustu framleiðendur lyftivagna i heiminum Geta boðið yður með stuttum afgreiðslufresti, allar stœrðir frá 1000 Ibs. upp í 35000 Ibs. rafknúna, benzín- eða diesel- vél knúna. Þrátt fyrir yfirburði er verðið sérlega samkeppni fœrt. Athugið að lyftivagnar geta sparað yður kaupverðið á nokkrum mánuðum ef nœg verkefni eru fyrir hendi LYFTI- VAGNAR Éíding Tradlng Company hf. Hafnarhvoli — Reykjavik

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.