Morgunblaðið - 10.12.1963, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.12.1963, Blaðsíða 31
friðjudagur 10. des. 1963 MORGUN*i A OIÐ 31 Frank Sinatra yngri rænt Tveir vopnoð/V menn numu hann á brott úr herbergi — Lausnar- gjalds ekki krafizt — Sinatra ótundinn enn LÖGREGLA leitar nú um tvö fylki Bandaríkjanna, Nevada og Kaliforníu, að 19 ára gömlum syni söngv- arans, Frank Sinatra, sem ber nafn föður síns, og a.m. k. tveiinur mönnum, sem á sunnudagskvöldið réðust vopnaðir inn í herbergi Sinatra yngri í „móteli“ við Harrah’s Casino við Tahoe-vatn á mörkum Kaliforníu og Nevada, en þar hefur Sinatra jr. skemmt sem söngvari með hljómsveit Tommy Dors- ey’s síðan á þriðjudag í sl. viku. Mennirnir tveir munduðu skammbyssum að Sinatra jr. og félaga hans, Joe Foss, trompetleik ara í hljómsveitinni, og skipuðu Sinatra að fylgja þeim. Foss kefluðu þeir hins vegar og skildu eftir. Lögreglan hóf þegar um- fangsmikla leit, sem til þessa hefur þó engan árang ur borið. Þykir það nokk- urri furðu gegna að engin krafa um lausnargjald hef- ur enn komið fram frá ræn ingjunum, og er talið að hér kunni e.t.v. eitthvað fleira að vera á bak við. — Frank Sinatra eldri er kom inn til Zephys Cowe, en þaðan er leitinni stjórnað. Sinatra eldri hefur ekkert viljað segja um atburðina að svo komnu. Kaliíorníu, Nevada, 9. des. — AP. Eins og fyrr getur var Si- natra yngri á ferð með hljóm sveit Tomimy Dorsey, sem stjórnað er af Sam Donahue, en í hljómsveitinni eru aðal- lega hljómlistarmenn, sem á sínum tíma lóku meg Dorsey. Hefur Sinatra jr. sungið með hljómsveitinni ýmis lög, sem á siínum tíma gerðu föður hans frægan. Hefur hann undanfarna nokkra daga sung ið í spilavítinu Harrah's Cas- ino, sem ex einn helzti keppi- nautur spilavítisins Cal-Neva Lodge, sem er eign föður hans, Sinatra eldri. Ránið var framið á sunnu- dagskvöld skömmu áður en Sinatra jr. átti að koma fram og syngja í spilavítinu. Bjó hann í herbergi á annarri hæð „rnótels" að baki spilavítinu, en gistihúsnæði þetta er ein- vörðungu notað fyrir gesti staðarins. Er lögreglan kom á vett- vang voru ránsmennirnir á bak og burt með Sinatra jr. en lögreglumenn fundu hjó'l- för í snjónum, og lágu þau í áttina til Nevada. Snjókoma eyðilagði þó förin, svo ekki var hægt að rekja þau. Lögreglan hefur komið fyr- ir vegatálmum og varðmönn- um á stórum svæðum, og tel- ur hún að ránsmennirnir geti ekki hafa komizt langt. Unnið er nú að því að fínkemba fjallahérað í nágrenninu, en Feðgarnir Frank Sinatra jr„ sem rænt var, og hinn heims- þekkti faðir hans. Myndin var tekin í New York í september mánuði sl. (Simamynd frá AP). þar eru þúsundir sumarbú- staða. Er ekki talið ólíklegt að ránsmennina kunni að vera að finna í einum þeirra. Lögreglan hefur lýst á'kaft eftir tveimur bankaræningj- um, sem nýlega sluppu úr fangelsi í grenndinni. Þeir eru Josepih Soroé, 23 ára og Thoirhas Keating, 21 árs. Lög- reglan telur þá báða stór- hættulega og vopnaða. Hafa yfirvö'ldin lýst því yfir að þau hafi hinn mesta áhuga á því að handtaka þá félaga, enda þótt ekki sé vitað hvort þeir eiga nokkurn þátt í rán- inu á Sinatra. Er þetta er ritað hefur engin krafa um lausnargjald fyrir Sinatra komið fram hjá ræningjunum, og telja frétta- ritarar að ýmislegt annað kunni að liggja að baki rán- inu. Frank Sinatra eldri á hlutabréf í spilavítum í Nev- ada fyrir 3,5 milljónir dollara. Fyrir þrem-ur mánuðum lýsti hann því yfir að hann mundi losa sig við þessi hlutabréf. Var það eftir að nefnd sú, sem á að sjá um að lögum og reglum sé framfylgt í spila- vítum Nevada, bar það á Sinatra eldri að hann hefði brotið reglugerðir ríkisins með því að skemmta þekktum glæpamanni og undirheima- foringja frá Chicago, Sam Giancana, á skemmtistað sín- um Cal-Neva Lodge, við ." Tahoe-vatn. Er Sinatra eldri frétti um ránið á syni sínum, hélt hann þegar í stað í einkaflugvél sinni frá Palm Springs í Kali- forníu til Reno, Nevada. Það- an óik hann til Zephyr Cove, en þaðan er leitinni stjórnað. Sinatra eldri átti í morgun að hefja að leika í nýrri mynd fyrir Warner-bræður. Á myndin að heita „Robin and the Seven Hoods.“ — Ekki hefur Sinatra eldri viljað ra(5a atburðinn við frétta- menn. Trompetleikarinn Poss hef- ur skýrt lögreglunni frá þvi, að ránsmennirnir hefðu í fyrstu bundið hendur sínar og Sinatra saman, en síðan hafi annar þeirra sagt: „Það er nóg að taka annan." Leystu þeir Sinatra síðan, leyfðu hon um að fara í yfirhöfn, og héldu síðan á brott. Foss var í nálega þrjár mínútur að losa sig úr fjötrunum, að því hann telur, og hringdi hann þá þegar til lögreglunnar. UTAN IIR HEIMl Ræða Krúsjsfís: talín flutti út korn en þjóðin svalt * Ahugi á auknum viðsklptum vlð Vesturveldin Moskvu, 9. des. (NTB—AP). « KRÚSJEFF, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, hélt í dag ræðu á fundi miðstjórnar kommúnistaflokks Sovétríkj- anna. Ræddi hann m. a. korn- kaup Sovétríkjanna á Vestur- löndum og sagði, að vegna upp- skerubrests yrði að kaupa korn erlendis frá til þess að forðast matvælaskort. Kornframleiðsla í Sovétríkjunum væri nú meiri en á dögum Stalíns, en þá hefði annar háttur verið hafður á, korn hefði verið flutt út en landsmenn látnir svelta. # Forsætisráðherrann sagði að Sovétríkin hefðu áhuga á auknum viðskiptum við hin kapítalísku ríki t. d. vélakaup- um frá Vesturveldunum, en vél arnar yrðu greiddar á venjuleg- an hátt, en ekki veittar stjórn- málalegar tiislakanir eins og ýmsir óvinir Sovétríkjanna hefðu krafizt í sambandi við kornkaupin. Menn, sem héldu, að slíkt væri fært, vissu ekki við hverja þeir væru að skipta. e Framfarir Forsætisráðherrann hóf ræðu sína með því að benda á fram- farirnar, sem orðið hefðu í So- vétríkjunum að undanförnu. Hann sagði, að framleiðslan hefði nær tvöfaldazt og brúttó- framleiðsla iðnaðarins nær þre- faldazt á s.l. tíu árum. Á s.i. ári hefðu Sovétríkin framleitt 1,8 sinnum meira korn, 2,7 sinn- um meiri mjólk og 3,2 sinnum fleiri egg en 1953. Á sama tíma hefði framleiðsla á sykurrófum aukizt um helming og bómullar framleiðsla um 12%. Á þessu ári hefði uppskeran verið slæm vegna óvenjuharðs vetrar og alvarlegra þurrka og kornskorts hefði orðið vart. Þó hefði korn- uppskera á þessu ári verið meiri en árið 1953. Forsætisráðherrann sagði, að ýmsir spyrðu hvernig þetta gæti hugsazt og sagði, að áður hefðum við getað flutt út korn, þó að kornuppskeran hefði verið minni en nú, en nú neydd umst við til að flytja inn korn: „Hvað á að segja við þetta fólk“? sagði forsætisráðherrann og hélt áfram:“ Ef við hefðum notað sömu aðferðir og Stalín og Molotov, hefðum við getað selt korn til útlanda. Þeir fluttu út korn, þó að fjöldi fólks í landi okkar byggi við sult og yrði jafnvel hungurmorða.“ Krúsjeff sagði, að efnaiðn- aðurinn væri einn mikilvægasti liðurinn í efnahagslífi Sovétríkj anna. Samkvæmt áætlunum ætti efnaiðnaðurinn 1970 að vera þre faldur á við það, sem hann hefði verið 1953. Einnig yrði mikil áherzla lögð á aukna áburðar- framleiðslu og á komandi árum myndi hún verða milli 70 og 80 milljónir lesta. Fram til 1970 væri ráðgert að byggja um 200 nýjar verksmiðjur og fjárfesting í efnaiðnaði yrði rúmir 42 millj arðar rúblna. • „Við þörfnumst ekki slagorða“ Krúsjeff sagði, að fyrst nú gæti Sovétstjórnin veitt veru- legu fjármagni til þeirra þátta framleiðslunnar, sem rniðuðu að því að' uppfylla kröfur neytenda um aukna vöruvöndun og vöru- úrval. Það væri heimskulegt að ætla, að fögur orð um yfirburði og ágæti kommúnismans hefði meiri áhrif á fjöldann, en raun- hæfar framfarir. Slagorð án raunhæfra framkvæmda til uppbyggingar kommúnism- ans breikkuðu bilið milli almenn ings og flokksstarfseminnar. „Við þörfnumst ekki slagorða“, sag'ði forsætisráðherrann, „held- ur raunhséfrar starfsemi til upp- byggingar nýs þjóðfélags, efna- hags þess og menningar." Krúsjeff sagði, að óvinir So- vétríkjanna gleddust yfir hinni slæmu uppskeru á þessu ári og teldu, að þeir gætu vegna henn- ar þjarmað að þeim á stjórn- málasviðinu. Sumir þeirra eins og t. d. Adenauer fyrrver- andi kanzlari Vestur-Þýzkalands hefðu ekki farið dult með þetta og krafizt þess, að Sovétríkin gerðu stjórnmálalegar tilslakan- ir í skiptum fyrir korn og iðnað- arvörur frá Vesturveldunum. Með þessu sýndu heimsvalda- sinnarnir aðeins sitt eigið ráðaleysi gagnvart hinum nýja heimi. Þjóðfélgaskerfi Sovétríkj anna hefði verið skapað án bless unar þeirra og þjóðir Sovétríkj- anna lifað og þróazt án stuðn- ings þeirra og myndu gera það framvegis. Forsætisráðherrann lagði á- herzlu á, að hinar illgirnislegu áætlanir heimsvaldasinna yrðu árangurslauvsar, því að þeir, sem beita vildu Sovétríkin stjórnmála legum þvingunum vissu ekki við hverja þeir væru að skipta. % Aukin viðskipti Krúsjeff sagði, að Sovétríkin vildu auka viðskiptasambönd sín við hin kapítalísku ríki, t. d. kaupa þaðan efnaverksmiðjur til- búnar til uppsetningar og greiða fyrir þær á venjulegan hátt. Þeir sem teldu, að þeir gætu haft annarlegan hagnað af slík- um viðskiptum, yrðu fyrir von- brigðum, og þeir sem þættust vissir um að unnt væri að þvinga Sovétríkin til að ganga að hvaða skilmálum sem væru, vegna þess að þau ættu ekki annars úr- kosta, væru á villigötum. Síðan sagði forsætisráðherrann, að það væri ekki að þakka sérstökum dugnaði Bandaríkjamanna að þeir væru Sovétríkjunum fremri í landbúnaðarfrámleðslu. Það væri einfaldlega vegna þess, að t. d. á árinu 1962 hefðú Banda- ríkjamenn framleitt helmingi meira af áburði en Rússar og þó nýttu Bandaríkjamenn helmingi minni landssvæði í þágu land- búnaðarins, en Sovétrikin. í lok ræðú sinnar sagði Krú- sjeff, að þjóðartekjur Sovét- ríkjanna hefðu tvöfaldazt á sl. 10 árum, laun verkamanna hefðu hækkað um 61% og 108 milljón- ir manna, eða nær helmingur íbúa Sovétríkjanna, hefði flutt í ný hús á þessu tímabili. Krúsjeff sagði, að lífskjörin í Sovétríkjunum myndu haida áfram að batna, en ekki væri nægilegt að auka framleiðslu neyzluvara heldur yrði að auka vörugæðin og Rússar gætu ekki lengur sætt sig við þá staðreynd, að vörur, sem þeir framleiddu væru Ijótari og óvandaðri en er- lendar vörur. —■ Surfsey Framh. af bls. 32 ur mikils. Eitt helzta einkenni nýju eyjarinnar, sem hún mun lengi bera, hvernig sem hún verður að öðru leyti, er hinn dökki litur hennar, þar sem heita má að hún sé kolsvört. tlefði jafnvel geta komið til greina að gefa henni beinlínis nafn eftir þessu einkenni. Þó þyk ir nefndinni enn betra, eins og á stendur um framtíð eyjarinnar, að víkja að því, óbeint en ákveð- ið, með nöfnunum Surtur og Surtsey." Menntamálaráðuneytið heifur fallizt á tillögu Örnefnanefndar um að gígurinn skuli nefnast Surtur, en eyjan Surtsey. (Frá Menntamiálai-áðuneytinu)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.