Morgunblaðið - 10.12.1963, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.12.1963, Blaðsíða 22
Þriðjudagur 10. des. 1963 .ás'iT c Maðurinn minn SIGURJÓN SÍMONARSON andaðist að Borgarspítalanum þann 8. þessa mánaðar. Hólmfríður Halldórsdóttir. Faðir okkar og tengdafaðir SIGURÐUR GUNNLAUGSSON seglasaumari, Ránargötu 30 A, andaðist að Hrafnistu laugardaginn 7. desember. Sigríður Sigurðardóttir, Svava S. Finsen, Gísli Finsen. Konan mín ÞÓRLAUG MAGNÚSDÓTTIR frá Höskuldarkoti Ytri-Njarðvík, andaðist í sjúkrahúsi Keflavíkur 8. þessa mánaðar. Magnús Ólafsson. Hjartkær eiginmaður minn EIRÍKUR LEIFSSON andaðist að heimili sínu Suðurgötu 26 aðfaranótt 8. þ.m. Alma Leifsson. Faðir okkar, tengdafaðir og afi SIGURJÓN GUÐMUNDSSON fyrrverandi verkstjóri hjá bænum, andaðist í sjúkradeild Hrafnistu þann 7. þ.m. Börn, tengdabörn og barnabörn. Útför JÓNS ÁRMANNS BENEDIKTSSONAR bónda, Krossi, verður gerð frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 11. des- ember kl. 13,30. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vilja minn- ast hins látna, er bent á Styrktarfélag vangefinna eða aðrar líknarstofnanir. Dætur og tengdasynir. Útför ÍSAKS JÓNSSONAR skólastjóra, fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 12. desem- ber kl. 10,30 árdegis. — Athöfninni verður útvarpað, Blóm vinsamlega afþökkuð. Sigrún Sigurjónsdóttir og börn. Maðurinn minn INGIMUNDUR JÓNSSON frá Strönd á Stokkseyri, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 12. des. kl. 1,30 e.h. Ingibjörg Þorsteinsdóttir. Innilegt þakklæti færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð vegna fráfalls STEINGRÍMS BJÖRNSSONAR Emilía Bjamadóttir og fjölskylda, Valgeir Björnsson. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa EIÐS SIGURÐSSONAR Borgarnesi. Anna Björnsdóttir, Sveinn Eiðsson, Sigurður Eiðsson, Ilallfríður Eiðsdóttir, Björn Eiðsson, Sigurrós Gísladóttir, Sigrún Eiðsdóttir, Bragi Melax, Ingibjörg Eiðsdóttir, Guðm. Ingimundarson, og barnabörn. Þakka auðsýnda hluttekningu við andlát og útför LÁRU JÓNSDÓTTUR frá Þingeyrum. Fyrir hönd vandamanna. Ásgeir L. Jónsson. Þökkum innilega þá samúð sem okkur var sýnd við andlát og útför kjartans björnssonar Vandamenn. SAFN RITGERÐA VM MATTHÍAS JOCHUMSSON 'i DAVÍÐ STEFÁNSSON \ írá Tagraskógl \ \ tók saman í þessarl skemintilegu Iwik um acvi og störf J>j«»ðskáI«Isins, cru rit* gcrðir efúr 27 böfunda. Htfur htin að geyma allvcrulegan liluta Jiess, scm skráð befur veriói um sr. Mattliias Jotbumsson. „.... Bókinni er xtlað að kynna mönnum líf og starf J>j<’>ðská1ds ins, og þcss vacnzt, að hún á þann bátt vcrði scm allra ílestum til gleði og sáluhjálpar," segir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi í inn* gangi. Bókin er dOO ldaðsíður. Vcrð kr. 3Í0.00. BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR . STOFNSETT 1897 — Ýmislegt Frh. af bls. 6 völ er á. Féllst hann að lokum á að taka útgáfuna að sér, en eigi gat hann hafizt. af alvöru handa um undirbúning hennar fyrr en nú í haust. Landanáma verður mjög viðamikil, þar eð taka verður tillit til allra þekktra gierða hennar. Verður Því óhjá- kvæmilegt að skipta henni í 2. bindi (I bindi A og B). Eigi treysti ég mér til að leiða nein- um getum að því, hvenær þau verða fullbúin til prentunar, en stjórn félagsins er mjög í mun, að það drágist ekki úr hófi fram. Þó er hitt höfuðatriði, að sem bezt verði til útgáfunnar vand- að í öllum greinum. Auk þeirra binda, sem ég nú hef rætt um, hefur félagið hafið útgáfu á Orkneyinga sögu og knytlinga sögu, ásamt Sögu- broti af fornkonungum. Útgáfu Orkneyinga sögu annast dr. Finn bogi Guðmundsson. Var hann ráðinn til þess starfs fyrir rúm- um 2 árum og hefur síðan unnið að því af kappi í tómstundum sínum frá kennslu. Er þetta bindi lengst á veg komið þeirra binda, sem nú eru í deiglunni, og væntum við þess fastlega, að það komi út á næsta ári. Verð- ur þá rofið það hlé, sem orðið hefur á útkomu íslenzkra fom- rita nú í nokkur ár, en það hefur verið öllum til leiðinda, sem unna Fornritaútgáfunni, þó fyrst og fremst stjórn Fomrita- félagsins. Er það von okkar, að á næstu árum þurfi helzt ekki að líða meira en eitt til tvö ár á milli útkomu binda, svipað og var fyrstu starfsár félagsins, enda geti prentsmiðjan (Ríkis- prentsmiðja Gutenberg) annað prentuninni, en hún mun vera mjög fáliðuð sem stendur. Útgáfu Knytlinga sögu ásamt Sögubroti af fornkonungum hef- ur dr. Bjami Guðnason prófessor nýlega tekið að sér að annast. Er það verk að vonum entt skammt á veg komið. Gerir hann ráð fyrir að geta lokið þessu verki einhverntíma árs 1965. —• Ætti bindið þá að geta komið út 1966, ef allt fer með felldu. Bæði Orkneyinga sögu og Knytlinga sögu má telja á með- al hinna merkari fomrita vorra, en þær eru báðar lítt kunnar almenningi hér á landi. Verður því mikill fengur að fá þær I vandaðri útgáfu, aðgengilegri islenzkum lesendum. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir INGÓLFUR SVEINSSON frá Múlakoti Stafholtstungum, sem andaðist 2. þ.m. verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 11. þ.m. kl. 10,30 f.h. Athöfnirmi í kirkjunni verður útvarpað. Þorbjörg Ingólfsdóttir Páll Eggertsson, Ingibjörg Ingólfsdóttir, Hilmar Lúthersson, barnabörn og systkini hins látna. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðár för konu minnar, móður og tengdamóður KRISTBJARGAR HERDÍSAR HELGADÓTTUR Reykholti v/Laufásveg. Gísli H. Gíslason, Hannes Gíslason, Sigurberg Gíslason, Svava Gísladóttir, Halldór Gíslason, Helgi Gíslason, Ingunn Jónasdóttir, Ástdís Gísladóttir, Kristmundur Jakobsson. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föður okkar ÓLAFS JÓNATANSSONAR Sigurður Ólafsson, Jónatan Ólafsson. Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför systur okkar ÖNNU PÁLSDÓTTUR Björg Pálsdóttir, Elín Pálsdóttir, Ingvi Pálsson. Loles má geta þess, að fyrir nokkrum árum var hafinn undir- búningur að útgáfu Sverris sögu. En hætt var við útgáfuna sökum þess, að annað útgáfufyrirtæki gaf sögu þessa út. Var óttazt, að það mundi spilla fyrir söglu á útgáfu af hálfu Fornritafélags- ins á næstu árum. Féla.gsstjórnin hefur þó hug á að taka þar tii, sem frá yar horfið, svo fljótt sem verða má og fjárhagur félagsins leyfir. En hann er allerfiður sem stendur, m.a. sakir þess hlés, sem orðið hefur á útkomi* fornritanna, svo og vegna stór- aukins tilkostnaðar á öllum sviS um. Þá er þess einnig að geta, að félagið hefur ávallt reynt að selja fornritin svo ódýrt, að það væri á færi alls almennings að eignast þau. En þrátt fyrir það hefur Fornritaútgáfan ekki fengið þann stuðning þjóðar- innar, sem við forgönguraenn hennar höfðum vænzt. Þess ber að geta, að nú I haust hafa orðið útgáfustjóra- skipti hjá félaginu. Prófessor Einar Ól. Sveinsson, sem gegnt hafði því starfi frá því að Sig- urður Nordal varð sendiherra, sagði útgáfustjórninni af sér, er. hann varð forstöðumaður Hand- ritastofnunarinnar. í hans staS hefur prófessor Guðni Jónsson verið ráðinn til þessa starfs. Starf útgáfustjórans er í þvl fólgið að yfirfara allt verk út- gefendanna, gera við það athuga semdir, ef honum þykir þurfa, og veita þeim leiðbeiningar. —. Hann er og í ráðum með félags- stjórninni um útgáfu rita og um val útgefenda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.