Morgunblaðið - 10.12.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.12.1963, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 10. des. 1963 MORGUNBLAÐIÐ 23 Sjóvinna NÝLEGA hófst sjóvinna á veg um sjóvinnunefndar Æskulýðs- ráðs Reykjavíkur og eru nú um 60 piltar á námskeiðinu og fjölg- ar þeim daglega. Sjóvinnunám- skeiðið er nú til húsa í Tóm- stundaheimilinu að Lindargötu 50, og hefur hluti af húsnæðinu þar verið endurbættar með sér- stöku tilliti til sjóvinnukennslu. Piltarnir læra margskonar hnúta, splæsningar á tógi og vír, upp- setningu á línu, netahnýtingu og netabætningu, að þekkja á átta- vita auk tilsagnar í hjálp í við- lögum, vélfræði og ýmsu fleiru er lýtur að sjómennsku. Þá eru einnig halanir nokkrir fræðslu- og skemmtifundir og þá m.a. sýndar kvikmyndir um sjómenn- sku ofl. Námskeiðið stendur yfir í 3 mánuði og mætir hver piltur tvisvar í viku. Þegar vorar gefst piltunum tækifæri til að taka þátt í róðraræfingum, og sveitir frá námskeiðinu hafa tekið þátt í róðrarkeppni sjómannadagsins Á sumrin er svo gerður út skóla- bátur og ganga piltar af nám- | skeiðinu fyrir um skipsrúm þar. j Síðast liðinn vetur útskrifuðust af sjóvinnunámskeiðinu 70—80 j piltar og voru margir þeirra á sjó s.l. sumar t.d. voru 10 ráðnir á togara og 4 á flutningaskip fyrir milligöngu leiðbeinanda, auk þeirra sem réðu sig á eigin spýtur. Þá voru 27 piltar á skóla- skipinu Sæbjörgu í tveim þriggja vikna veiðiferðum, og var þá veiðum hagað þannig að jafn- framt var siglt í kringum landið. Um borð gengu piltarnir vaktir, eins og tíðkast til sjós, fengu til- sögn og alhliða verklega þjálfun í fiskveiðum, aðgerð og meðferð á fiski og veiðarfærum, að stýra eftir áttavita og jafvel í elda- mennsku og þjónustu í matsaL Tökum að okkur allskonar prentun Hagprentí Bergþórugötu 3 — Sími t Þýzkir togarasjómenn standa heiðursvörð við kistu hins iátna stéttarfélaga síns af „Thor“. Brimgnvr og boðaföll Jónas St. Lúðvíksson tók sam- an, þýddi og endursagði. Ægisútgáfan Reykjavík 1963. Guðmundur Jakobsson. ÞAÐ er kannske af því, að ég hef verið sjómaður í sjö vertíðir, að ég hef gaman af þessari bók og þó eins laus við að þekkja l/vona hetjudáðir á hafinu, eða Iðka, eins og nokkur maður get- ar verið. Verulegur hluti þess- arar bókar segir frá miklu háv- aöameiri og þögulli atvikum en ég hef lifað. En hvað gerir það til? Hún segir frá mönnum, sem fara á sjó á togara, kaupfari eða herskipi, og gera skyldu sína þar til yfir lýkur, eins og innanbúð- ersveinn í austfirzku kaupfélagi. Því að skipin í bókinni farast öll og hetjudáðin byrjar, þar 6em skipið ferst. Og þar af leið- endi er þetta hádramatisk bók. En ég, sem alltaf hef verið guðs- feginn að stíga löppum á þurrt land eftir volk, og stundum hreinlega fundizt það hetjudáð að- koma mannskapnum svo 'langt, segi sem svo: „Asskoti hefði verið gaman að sjá, hvern ig við kallarnir á Kára hefðum klárað okkur undir svona tilvik- um. Og náttúrlega guðsfegixm að ekki reyndi á það. Jónas St. Lúðvíksson hefur tekið bók þessa saman, þýtt hana og endursagt eftir góðum heimildum, oft þeim beztu og stundum næstbeztu, sem fáan- legar eru. Um flest þau atvik, sem frá segir í þessari bók eru til opinberar réttarskýrslur en það ber við, að í bókinni séu af einhverjum ástæðum tímatals- skekkjur. En allt um það er bókin læsileg. Hún er meira að segja spennandi. Hver þáttur hennar er í raun og veru æsi- saga. Og kostur hennar er sá að hún fer rétt með höfuðatriði og höfundurinn lifir sig svo inn í atburðina, að þeir verða ásýni- Xegir og lifandi. Ég held að þetta sé góð bók fyrir fólk, sem vant- ar eitthvað gott að lesa sér til skemmtunar og beitustráka, sem verða seinna skipstjórar, en hlakka ennþá til, þegar að því kemUr að dallurinn fer að sökkva — og halda, að þá sé gamanið að byrja. Sigurður Einarsson Þvoið . • • nuddið í eina mínútu . . . Skolið. . . • og þér megið búast við að sjá árangurinn strax Mýkri, unglegri, aðdáanlegri húð Trf og með fyrsta degl verður jafnvel þurr og við- kværr. húð unglegri og feg- urri, en það er vegna þess að hið ríkulega löður Palmo- live er mýkj«ndi. Palmolive er framleidd með olívuolíu Aðeins sápa, sem er jafn mild og mjúk eins og Palmolive getur hreinsað jafn fullkom- lega og þó svo mjúklega. Hætt ið því handahófskenndri and- litshreinsun: byrjið á Palmo- live hörundsfegrun í dag. — Palmolive með olívuolíu er ... mildari og mýkri with Palmolive Palmolive gefur yður fyrirheit um... aukinn yndisþokka Hrelntum apatklnn, rúttkinn og aðrar tklnnvörur EFNALAUGIN BJÖRG Sólvellogötu 74. Simi 13237 BormohliS 6. Siml 23337

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.